Þjóðviljinn - 24.02.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.02.1987, Blaðsíða 13
HEIMURINN Líbanon Sýrlandsher inní Beirút Fimm þúsund sýrlenskir hermenn réðustinníVesturbeirút ogheftu bardaga andstœðra fylkinga í fyrradag strunsuðu fimm þúsund sýrlenskir hermenn inní Vesturbeirút á trukkum og jeppum í fylgd að minnsta kosti sextíu skriðdreka og bundu skjótan enda á skærur andstæðra hópa í borgarhlut- anum. Þar höfðu Amalsítar átt í vök að verjast fyrir sameiginlegum her Drúsa, Súnní múslíma og kommúnista í vikutíma. Að minnsta kosti tvöhundruð menn féllu í þeim átökum og fimm- hundruð urðu óvígir af sárum. Þetta er í annað sinn á tæpu ári að Sýrlendingar senda lið inní Vesturbeirút sem ætlað er að skakka hildarleik vígglaðra fjenda. í júlí á síðasta ári héldu fjögurhundruð einkennis- og óeinkennisklæddir útsendarar stjórnarinnar í Damaskus inní hverfi múslíma í því augnamiði að bera klæði á vopnin í orrahríð Amalsíta og sveita PLO en allt kom fyrir ekki. Amalmenn kváðu hafa fagnað komu Sýrlendinga ákaflega en dátar Drúsa og kommúnista hurfu inní skuggana, þegjandi og hljóðalaust. Alþýða manna fagn- aði lokum vopnaviðskiptanna en horfði á herfylkingarnar streyma hjá þögul og minnug þess að sýr- lenski herinn hefur ekki alltaf verið friðflytjandi í Beirút. Það var Karami forsætisráð- herra Líbanon sem fór þess á leit við Assad forseta Sýrlands að hann léti her sinn stilla til friðar í Vesturbeirút. Gemayel forseti mótmælti hinsvegar hernáminu og sagði það brjóta í bága við stjórnarskrá Líbanons. í sama streng tóku ráðamenn í Jerúsal- em og Washington. Sýrlenski herinn nam staðar við hina svonefndu grænu línu sem skilur að hverfi múhameðs- trúarmanna og kristinna í Beirút. Tóku bryndrekar þeirra sér stöðu við erlend sendiráð, háskóla og opinberar byggingar. Yfirmaður leyniþjónustu sýrlenska hersins í Líbanon lét all drýgindalega þeg- ar her hans hafði náð borgarhlut- anum í sínar hendur og sagði valdaskeið „strætisbarónanna" á enda runnið. -ks. Skák Kaipof og Sókólof glíma Orrustan um réttinn til að skora á Kasparof hefst í dag í dag hefst einvígi skáksnillinganna Anatolys Karpofs og Andrei Sókólofs í Línares á Spáni um það hvor þessara tveggja muni fá að reyna að þrífa skákkórónuna roðagylltu af höfði Garrís Kasparofs heimsmeistara að hausti. Tefldar verða fjórtán skákir og er umhugsunartíminn tvær og hálf klukkustund á mann fyrir fjörutíu leiki en sá háttur er hafð- ur á þegar alvöru skákmenn etja kappi. Það er mál manna að Karpof sé mun sigurstranglegri í þessari viðureign enda margreyndur ein- vígishestur, fyrrum heimsmeist- ari og almennt viðurkenndur annar besti skákmaður heims. Víst er að hann mun leggja allt í sölurnar til að knýja fram sigur því nú stendur hann á tíma- mótum á ferli sínum. Lúti hann í lægra haldi verður hann tæpast heimsmeistari að nýju en beri hann sigurorð af andstæðingi sín- um gæti hann endurheimt sitt gamla og góða sjálfstraust er beið allmikinn hnekki þegar Garrí rúllaði honum upp. Sókólof er af kynslóð yngstu stórmeistara í Sovétríkjunum, jafnaldri Kasparofs eða tuttugu og þriggja ára gamall. Hann er sókndjarfur kóngspeðari með stáltaugar og næmt auga fyrir fléttum og óvæntum uppákomum á skákborðinum. Skákstíll hans minnir á taflmennsku Mikaels Tals, fyrrum heimsmeistara og góðkunningja okkar á IBM mót- inu, þegar hann var uppá sitt besta. Leið Sókólofs til Línares Anatoly Karpof til vinstri og Andrei Sókólof. er vörðuð glæstum sigrum í ein- vígjum við tvo gríðarsterka skák- menn, sovésku stórmeistarana Artúr Júsúpof og Rafael Vaganj- an. Einnig sakar ekki að minna á síðustu viðureign þeirra Karpofs er Sókólof sigraði glæsilega. Það er því útlit fyrir hörkuein- vígi og vonandi að engum fólsku- brögðum verði beitt. -ks. Hvíta húsið Fyrsti demókratinn í slaginn Kosningabaráttan að hefjast í Bandaríkjun- umþótt tuttugu mánuðir séu í kjördag. Um tólf sennilegir í slaginn Washington - Fulltrúadeildar- þingmaðurinn Richard Gep- hart tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér sem frambjóð- andi demókrata í forsetakosn- ingunum í Bandaríkjunum í nóvember á næsta ári, og er fyrsti demókratinn til að fara opinberlega í framboð. Á næstu vikum og mánuðum er búist við að bætist ört í hópinn í báðum flokkum, og er um tylft nafna orðuð við framboð eins- og nú standa sakir. Þótt forsetakosningarnar sjálf- ar séu langt undan þykir Gephart og keppinautum ekki eftir neinu að bíða. Fyrstu forkosningarnar verða eftir ár í New Hampshire- fylki, og forkosningarnar þjapp- ast nú saman á æ skemmri tíma þannig að frambjóðendur verða að vera komnir í fullan gang í tíma. Sú þróun á sér meðal ann- ars þær forsendur að málefni ein- stakra fylkja ráða miklu um kjör í forkosningunum og því vilja fylk- in gjarna komast sem næst úr- slitaáhrifum, - þannig hefur hóp- ur suðurríkja flýtt forkosninga- dögum sínum til að jafna metin á lóðarskálum við norð-austurrík- in. Sjálfur kosningaslagurinn innan flokkanna tveggja verður því sneggri og snarpari en áður, og fyrir hann þarf að fylla kosn- ingasjóði og virkja sjálfboðaliða. Fjármagn í forkosningabarátt- unni vex með hverri hrinu, og í þeirri síðustu eyddu frambjóð- endurnir Mondale og Reagan hvor um sig jafnvirði rúmlega milljarðs íslenskra króna í til- nefningarbaráttuna eina, og var þó Reagan einn um hituna í sín- um flokki. Atburðir í þeim kosningaslag sem nú er að hefjast hafa raunar einkum falist í því hingað til að hugsanlegir vonbiðlar hafa neit- að framboði. Mario Cuomo borgarstjóri í New York lýsti því yfir í síðustu viku að hann ætlaði fram, Edward Kennedy þvertók fyrir forsetadrauma fyrir rúmu ári, og Lee Iacoca framkvæmda- stjóri Chryslerfyrirtækisins, fræg- ur kraftaverkamaður í bandarísk- um bisness, hefur gefið til kynna að hann ætli ekki að láta undan þrýstingi til framboðs. En það eru nægir um hituna. Að minnsta kosti sex eru taldir munu berjast um hylli repúblik- ana og sjö um tilnefningu demó- krata, og ekki fráleitt að fleiri bætist í hópinn. Af repúblikönum hefur varaforsetinn George Bush besta stöðu, en vinsældum hans hefur hrakað að undanförnu í takt við álitshnekki Reagans útaf íransskandal og fleiru. Það stendur í vegi Bush að hægri- menn innan flokksins hafa ekki enn fyrirgefið honum óvægna andstöðu við Reagan í forkosn- ingunum 1980, þegar Bush kenn- di efnahagsstefnu Reagans við svartagaldur, eða „vúdú“, og sagnfræðilega sinnaðir fréttask- ýrendur benda auk þess á það að varaforsetar hafa allajafna átt erfitt uppdráttar í forsetakosn- ingum. Stuðningsmenn Bush Jess Jackson Robert Dole Richard Gephart George Bush Bruce Babbitt hafa þegar myndað kosninga- stjórn en búist er við að varafor- setinn bíði með formlega yfirlýs- ingu frammá haustið. Einn repúblikani hefur þegar lýst yfir framboði, Pierre Du Pont, frá Delaware en er ekki tal- inn eiga möguleika. Það eiga hinsvegar Jack Kemp, sem hægri- hluti flokksins styður, Howard Baker leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, og einkum Ro- bert Dole frá Kansas. Að auki hefur hægrisinnaður prédikari, Pat Robertson, lýst yfirframboði. Af demókrötum á Gary Hart frá Colorado mesta möguleika. Hann tapaði naumlega síðast fyrir Mondale, en þótti frísklegur og með kennedílegan sjarma. Hart mun ekki tilkynna um fram- Jack Kemp boð fyrren í apríl að því talið er, en er augljós frambjóðandi og hefur verið síðan fyrir síðustu kosningar. Þriðji demókratinn í slagnum 1984 er einnig á ferð nú, blökkumaðurinn Jesse Jackson með ragnbogafylkingu sína. Jackson á enga möguleika á til- nefningu, og ef hann fengi hana væru kosningarnar sjálfar tapað- ar fyrirfram, en með góðum stuðningi getur hann haft umtals- verð áhrif á stefnu forsetafram- bjóðandans. Óþekktari demó- kratar eru svo Richard Gephart Missouri-þingmaður, sem stend- ur heldur til vinstri í flokknum, Bill Bradley frá New Jersey, Bruce Babbitt frá Arizona, öld- ungadeildarmaðurinn Joseph Bi- den, og Samuel Nunn frá Georgíu Howard Baker Samuel Nunn Gary Hart sem talinn er til hægri við demó- kratamiðju. Þessir fara allir af stað á næstunni. Forsetakosningarnar skera sig að því leyti úr að fráfarandi for- seti hefur setið út kjörtímabil sitt, og hefur kosningabarátta ekki verið háð við slík skilyrði síðan eftir Eisenhower-árin átta 1960. Þá tapaði varaforseti Eisenhow- ers, Nixon, naumlegafyrirdemó- kratanum Kennedy þótt „Ike“ nyti mikilla vinsælda. Flestir spá því að eins fari nú, sérstaklega vegna dalandi gengis Reagans. Hinsvegar geta bandarískar kosningar ráðist af skeggbrodd- um í sjónvarpsþætti, eitt orð breytt veig heillar skálar og því óvarlegt að leggja undir á þessu stigi mála. -m Þriðjudagur 24. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.