Þjóðviljinn - 24.02.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.02.1987, Blaðsíða 5
. Nokkuð hefur borið á vöðusel hér við land undanfarin vor, en mun meira er af landsel og útsel. Talið er að landselsstofninn telji um um 40.000 dýr, og útselsstofninn um 10.-12.000 dýr. Selaplága við Noreg Öysten Wig líffrœbingur við Hafrannsóknarstofnunina í Bergen: 200-300.000 vöðuselir við ströndina. Eyðileggja netin og fœla þorskinn í burtu. Óvenju mikið af vöðusel við Grímsey Stórar torfur af vöðusel (Pagophilus Groenlandicus) hafa valdið miklu tjóni við norðurströnd Noregs. Vöðuselainnrásin við norður- strönd Noregs hefur vakið mikla athygli og sem von er hafa frænd- ur okkar miklar áhyggjur af henni. Öysten Wig, líffræðingur við Hafrannsóknarstofnunina f Bergen sagði í samtali við Þjóð- viljann að um 30.000 vöðuselir hefðu komið í net fiskimanna frá því um jól. „Út frá þeirri tölu má ætla að 200-300.000 vöðuselir séu við strendur landsins, og eru langflestir þeirra fæddir 1986“ sagði Wig. Vandamálið er stærst í Norður-Noregi, en vöðuselir hafa sést allt suður í Harðangursfjörð og Oslófjörð. „Vandamálið er ekki nýtt en það hefur aldrei verið jafn stórt og nú“ sagði Wig. Á árunum 1978 til 1984 komu þó nokkuð stórar vöður frá Hvíta hafinu inn á afmarkað svæði fyrir austan Finnmörk og ollu nokkr- um skaða. Aöalheimkynni vööusels eru við austur-og vesturströnd Græn- lands, Barentshaf, strendur Sval- barða og við Jan Mayen. Selurinn kæpir í febrúar til marsloka í Hvítahafi, við Labrador, Jan Ma- yen og við Nýfundnaland. Á þeim tíma étur fullorðni selurinn mjög lítið. Fljótlega að loknum kæpitím- anum hefst fengitíminn. Vöðu- selsstofnarnir eru þrír, Labrador- Nýfundnalandsstofninn sem tel- ur um 3 milljónir dýra, Hvíta- hafsstofninn sem telur um 1 milljón dýra og Jan Mayenstofn- inn sem er talinn vera um 750.000 dýr. Skinnamarkaður enginn Selirnir við Noregsstrendur, sem eru úr Jan Maeynstofninum, hafa eyðilagt veiðarfæri fiski- manna í stórum stíl og fælt þorsk- inn í burtu þannig að veiðin er lítil sem engin. „Þorskurinn fer dýpra“ sagði Wig, „við höfum rannsakað magainnihald selsins og það hefur komið í ljós að hann étur ekki mikið af þorski, heldur aðallega sfld, karfa og loðnu.“ Fiskimenn fá 400 norskar krónur greiddar fyrir hvern sel sem kemur í net þeirra en leyfi- legt var að veiða 7000 vöðuseli á síðasta ári. Selveiði Norðmanna hefur far- ið ört minnkandi undanfarin ár og kenna Norðmenn umhverfis- verndarsamtökum sérstaklega um að selskinnamarkaður er nán- ast enginn. Aðalútgerðin var frá Álasundi og Tromsö og var snar þáttur í atvinnulífi þessarra staða. Skinnin voru síðan fullunnin í Bergen. „Greenpeace-samtökin hafa haft mikil áhrif á markað- inn, það kaupir engin selskinn lengur“ sagði Wig. Á árunum 1974 - 1983 voru 12- 13.000 vöðuselir veiddir árlega af Norðmönnum og Rússum, þar af um 10.500 kópar. Árið 1984 voru hins vegar aðeins veiddir 200 kópar, árið 1985 500 kópar og á síðasta ári 4.500 kópar. Og það eru einmitt 1984-1986 árgangarn- ir sem nú gera mestan usla við norðurströndina. Selurinn í fæöuleit Ástæður þess að vöðuselur kemur í torfum upp að ströndinni eru fremur óljósar en að sögn Wig er selurinn fremur horaður, og er því í fæðuleit. „Við vitum að þessi selur kemur af Jan Mayen svæðinu, því við höfum fundið fjölda af kópum sem hafa verið merktir þar. Við vitum líka að stofninn við Jan Mayen hefur stækkað töluvert, en hve mikið er ómögulegt að segja til um“ sagði Wig. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað vöðuselurinn étur á Jan Ma- yen svæðinu, en samkvæmt rann- sóknum sem gerðar hafa verið undan austurströnd Kanada er um helmingur fæðunnar krabba- dýr og um 30% loðna. Hve mikil áhrif fiskveiðar okkar hafa á fæðuöflun selsins er erfitt að segja til um.“ Norðmenn hafa enn sem kom- ið er lítið gefið upp um aðgerðir til þess að leysa þetta vandamál, en aðallega er rætt um að auka vísindalegar rannsóknir á lifnað- arháttum vöðuselsins og stækka veiðikvótann. Á þingi Norður- landaráðs sem hófst á mánudag munu Norðmenn leggja fram til- lögu um að íslendingar, Færey- ingar og Grænlændingar veiti Norðmönnum stuðning við rann- sóknir á vöðusel. Vöðuselir við ísland íslendingar fengu svo til árviss- ar vöðuselsheimsóknir upp að norðurströnd landsins allt til 1930, og þóttu torfurnar mikil bú- bót. Menn fóru þá á móti þeim og skutluðu selinn og nýttu bæði kjötið og skinnin. Eftir 1930 hafa einstakar torfur komið upp að norðurströndinni en sjaldan meira en nokkur hundruð. Undanfarnar tvær vikur hefur borið töluvert á því að sjómenn á Húsavík og í Grímsey hafi fengið ungan vöðusel í net sín og að sögn Hannesar Guðmundssonar í Grímsey hafa um 15-20 selir komið á land þar undanfarna daga. Nokkrir blöðruselir hafa einnig komið á land þar, og í síð- ustu viku komu sjómenn með 400-500 kflóa blöðrusel að landi. „Þetta er heldur meira en undan- farin ár, og venjulega kemur sel- urinn meira í aprfl og maí“ sagði Hannes. Jónbjörn Pálsson líffræðingur og útibússtjóri Hafrannsóknar- stofnunar á Húsavík sagði í sam- tali við Þjóðviljann að þar hefðu 7-8 vöðuselir komið í rauðmaga- og þorskanet síðastliðnar tvær vikur, flestir um ársgamlir. „Vöðuselurinn fer mjög víða og það er ekki hægt að útiloka það að við lendum í svipuðum vanda og Norðmenn, ef litið er til fyrri tíma“ sagði Sólmundur Ein- arsson líffræðingur við Hafrann- sóknarstofnunina í Reykjavík í samtali við Þjóðviljann. „Vöðu- selurinn fer þó aldrei mjög langar leiðir nema með æti og það er möguleiki fyrir hann að fara frá Jan Maeyn-svæðinu og þaðan til íslands. Þessi hætta er alltaf fyrir hendi þegar jafnvæginu í náttú- runni er raskað, annað hvort með ofveiði á sameiginlegum fæðut- egundum sels og manns, eða þeg- ar verndunarstefnan gengur of langt." -vd. Þrlðjudagur 24. febrúar 1987 ÞJÖÐVILJINN - SfÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.