Þjóðviljinn - 24.02.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.02.1987, Blaðsíða 4
LEHDARI Gífurlegur verslunargróði Sú umdeilda spástofnun, sem kennd er viö Þjóð- hag, hefur nú sent frá sér endurskoðaða þjóðhags- spá. Að sönnu hefur reynslan af fyrri spám sýnt ótví- rætt, að kristalskúlan sem hinir spámannlega vöxnu hagfræðingar stofnunarinnar nota til að skyggnast inn framtíð lands og þjóðar er á stundum nokkuð þokuslúngin. Þeim hefur því á síðustu misserum vaxið ásmegin sem vilja stofnunina feiga. Hitt er Ijóst, að sú upplýsingasöfnun og -vinnsla sem stofn- unin stendur fyrir er einkar gagnleg, og þjóðhags- spáin sem nú er fram komin er að ýmsu leyti merkari en fyrri spár. Þar eru til að mynda staðfest fjögur atriði, sem Þjóðviljinn hefur áður haldið fram, en merkismenn af ýmsum toga þó borið á móti. í fyrsta lagi er Ijóst, að meðan góðærið hefur siglt framhjá hinum venjulega íslenska launamanni, hef- ur verslunin í landinu upplifað ofsagróða. Þannig er staðfest í þjóðhagsspánni, að gróðinn af smásölu- versluninni hefur sjaldan verið meiri en á síðasta ári. í framhaldi af þeim upplýsingum birtir Þjóðviljinn á forsíðu í dag mjög nákvæmar upplýsingar um ofsa- gróða verslunarinnar. Þar er skýrt frá því, að árið 1986 hafi gróði smásölunnar í landinu vaxið um rösk 70 af hundraði, sem vitaskuld er fáheyrð aukning. Þetta jafngildir þvi, að 1986 hafi verslunareigend- ur í landinu grætt heilum 800 miljónum meira að raunvirði en árið á undan. Alls var svo heildargróði verslunarinnar 1900 miljónir á síðasta ári, sam- kvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun. Þetta sannar fyrri staðhæfingar Þjóðviljans um hvað varð af góðærisgróðanum. Hann fór aldrei til þeirra sem sköpuðu hann með erfiði og svita, launa- fólksins sjálfs. Hann hvarf! Hvarf í bókstaflegri merkingu ofan í vaxa grósser- anna! í öðru lagi sýnir þjóðhagsspáin það nokkuð Ijós- lega, að ríkisstjórninni er ekki á neinn hátt að þakka það efnahagslega góðæri sem ríkir. Það eru ein- vörðungu ytri þættir: Betri aflabrögð en nokkru sinni fyrr, hærra aflaverðmæti, gífurleg lækkun olíuverðs og lækkun vaxta á alþjóðlegum fjármagnsmörkuð- um. Meira að segja lækkun dollarans hefur komið okk- ur til góða, þrátt fyrir að hinu gagnstæða sé yfirleitt haldið fram. Dollaralækkunin hefur að vísu leitt til þess að minna hefur skilast til landsins fyrir sölu sjávarafurða á erlendum mörkuðum. En hækkun fiskverðs hefur gert meira en vinna þá lækkun upp, og með lækkun á verði dollarans hefur svo verðgildi erlendra skulda þjóðarinnar lækkað verulega, og greiðslubyrðin af þeim samfara. Með öðrum orðum: það eru ekki aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar, sem hafa skapað góðærið. Góð- ærið er eingöngu að þakka ytri skilyrðum, einsog kemur glöggt fram í þjóðhagsspánni. í þriðja lagi kemur ótvírætt fram í henni, að það er einmitt ódugnaður stjórnarinnar, verkleysi og skortur á stefnu, sem gerir það að verkum, að jafnvel hið einstæða góðæri virðist ekki ætla að nýtast til að halda verðbólgunni í skefjum. Þannig segir beinlínis í spánni, að það hljóti að teljast „nokkurt áhyggjuefni, að ekki skuli takast að fylgja eftir þeim árangri í verðlagsmálum, sem náðist á árinu 1986 og ná fram enn frekari lækkun verð- bólgunnar á þessu ári, ekki síst í Ijósi áframhaldandi hagstæðra ytri skilyrða þjóðarbúsins." I þessu felst að sjálfsögðu þungur áfellisdómur yfir ríkisstjórninni. Þarna er blátt áfram sagt, að þrátt fyrir árgæsku og góðæri meir en nokkru sinni fyrr sé ríkisstjórnin samt sem áður að klúðra verðbólgu- stríðinu. Skírara getur það tæpast verið. í fjórða lagi er Ijóst af þjóðhagsspánni, að góðærið mun halda áfram. Allt bendir til að olíuverð verði ekki hærra á þessu ári en því síðasta, ef til vill lægra. Fiskverð er enn á uppleið, spáð er vaxtalækkunum erlendis, og batnandi aflabrögðum. Þetta ætti auðvitað að hvetja allt launafólk til harðrar kjarabar- áttu á komandi misserum. Þjóðhagsspáin sýnir það svart á hvítu, að það eru til nógir peningar í þjóðfélaginu. Það þarf einungis að skipta þeim á annan hátt en gert er núna. -ÖS KLIPPT OG SKORIÐ Frank Sinatra og John F. Kennedy: „Tökum því öllu með fyrirvara," sagði Morgunblaðið. Umhyggja fyrir forsetann Morgunblaðið hefur um margt sérstöðu í íslenskum blaðaheimi og þótt víðar væri leitað. Það er ekki barasta stærsta blað landsins stærsta blað heimsins. Og þetta stóra blað hefur meiri áhyggjur af orðstír og pólitískri velferð fors- eta Bandaríkjanna á hverjum tíma en Bandaríkjamenn sjálfir. Sem sýnir svo að ósérplægni og einlæg og fórnfús umhyggja eru ekki úr sögunni í þeim grimma fjölmiðlaheimi. Þessi hluttekningariðja Morg- unblaðsins stóð með nokkrum blóma í Reykjavíkurbréfi á sunn- udaginn var. Þar var ekki síst tal- að um Reagan forseta og skrif um hann í Bandaríkjunum og látin upp nokkur hneykslun yfir því að „það er engu líkara en það sé eitt helsta markmið margra að eyði- leggja manninn í Hvíta húsinu, jafnvel fyrir svo óverulegar sakir, sem engum dytti í hug að skerða hár á nokkurs manns höfði fyrir svipaðar ,syndir“ eða „yfirsjón- ir“ í öðrum löndum, allra síst ein- rœðisríkjum. “ Ojæja. Hér er vitanlega átt við þau vandræði sem Reagan karl- inn hefur ratað í út af ír- ansmálum. Rétt er það, að væri hann einvaldsherra mundu blöð- in í landi hans hvorki æmta né skræmta. En ætli þeir slyppu við hirtingu þeir ábyrgðarmenn í opnari samfélögum sem hefðu með jafn glæfralegum hætti leikið tveim skjöldum og Reagan og hans menn gerðu í íransmálum? Þegar þeir reyndu að fá þegna sína úr gíslingu með því að útvega írönskum verndurum mannræn- ingja í Beirút vopn - um leið og haft var hátt um að hvergi skyldi látið undan hryðjuverka- mönnum, loftárásir gerðar á Lí- býu til að sanna að alvara væri á ferðum - og bandamenn skamm- aðir fyrir hálfvelgju í slíkum mál- um. Svo ekki sé nú á það minnst, að gróði af þessum viðskiptum fór til að halda uppi hryðjuverk- astarfsemi í Nicaragua. Samstillt hjörtu En semsagt - þetta sýnist Morgunblaðsmanni „óverulegar sakir“ og bendir hann í staðinn á það, hve vei Reagan hafi komið fyrir þegar hann las stefnuskrá sína á þingi í lok janúar og að viðtökur þingsins hefðu verið ,frábœrar“. Allir klöppuðu fyrir forsetanum nema „Kennedy- frœndur“ og finnst bréfritara ber- sýnilega, að slík fúlmennska sé allt að því óþjóðleg. Sjálfur gleymir hann öllum ávirðingum Reagans þegar forsetinn fer að vitna í „yfirburði bandarísku stjórnarskrárinnar“ og hafa þeir Reagan komið sér saman um að þeir séu fólgnir í því að „valdhaf- arnirsœkja umboð sitt til fólksins. Pað ákveður stefnuna, það rœður en ekki þeir. “ Leiðinlegt fyrir þá félaga, að Bandaríkjamenn hafa ekki meiri trú á þessu valdi fólksins yfir stjórnarstefnunni en svo, að vart helmingur þeirra nennir að kjósa þegar upp á það er boðið, og er þó morð fjár varið til að draga þá að kjörborði. Einkamála- bisness En það er minnst á fleiri forseta í Reykjavíkurbréfinu. Þar er al- hæft á þessa leið m.a.: „Menn skyldu þó taka öllu með fyrirvara sem Bandaríkjamenn skrifa um forseta sína. Pað er engu líkara en þeir hafi hvað mesta þörf fyrir að lýsa þeim sem hinum mestu úrhrökum og hefur John F. Kennedy ekki farið var- hluta af því. Jafnvel látið að því liggja að hann hafi verið óforbetr- anlegur kvennabósi og þeir bræður Robert og hann, átt ein- hverja aðild að dauða Marylin Monroe. “ Þetta er fróðleg klausa - ekki síst vegna þess hve augljóst er að bréfritarinn getur alls ekki trúað því að bandarískur forseti sé kvennabósi eða tengist með vafa- sömum hætti örlögum til nefndr- ar kvikmyndastjörnu. En það er rétt að viðurkenna, að bréfritar- inn hefur að nokkru leyti rétt fyrir sér: forsetar og aðrir frægð- armenn í Bandaríkjunum njóta, lífs eða liðnir, miklu síður frið- helgi einkalífs en tíðkast víðast hvar annarsstaðar. Ástæðan er ekki barasta sú að í Bandaríkjun- um sé miklu meira málfrelsi - til ills og góðs - en til dæmis hjá Rússum. Hér er fyrst og fremst um það að ræða, að þar í landi er einna lengst komið þeirri þróun, að hvað sem er sé til sölu hæst- bjóðanda - og þá líka vitneskja um einkamál frægðarmanna. Hnýsni um þau mál er vitanlega landlæg allsstaðar - en hvergi hefur markaðshyggjan rutt jafn blygðunarlaust úr vegi öllum hindrunum fyrir því að menn geri sér pening úr slíku og í landi þeirra Kennedys og Reagans. Og því græða dætur kvikmynd- astjarna miljón dollara á því að lýsa skepnuskap mæðra sinna og hver sú sem svaf hjá forseta getur haft arðvænlegt samband við ein- hvern höfund af „gjörgæslu- skóla“ slúðursins. Við mörlandar höfum að sönnu verið á hraðferð vestur í andlegum efnum undan- farna áratugi, en þótt við séum forvitnir um okkar stjórnmálaforingja og aðra frægðarmenn, þá eigum við enn til góða og gamaldags sómatil- finningu í þeim mæli, að slíkar afhjúpanir eru ekki komnar á markað að ráði. Hitt er svo annað mál, að stundum verður samhengi hlut- anna í hásölum Bandaríkjanna svo undarlegt, að erfitt er að vita hvenær „einkalífi" lýkur og önnur mál og alvarlegri taka við. Úttekt á ævi söngvarans Frank Sinatra er um þessar myndir mikil metsölubók í Bandaríkjun- um. Ástæðan er ekki síst sú, að þessi þekkti dægurlagasöngvari kom einatt fram sem undarlegur milliliður milli mafíunnar og Hvíta hússins - meðal annars með því að senda vinkonu sína í bólið á víxl hjá forsetanum og einum helga Guðföðurnum. - ÁB þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir, VíðirSigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson(Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar. LJóamyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlf stof ustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsingastjóri: Sigríður HannaSigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, SigríðurKristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreið8la: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. In nheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglý8ingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskr iftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 24. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.