Þjóðviljinn - 24.02.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.02.1987, Blaðsíða 12
HEIMURINN Alþjóðafjármál List Varfæmi eftir Parísarfundinn Bandaríkjamenn viðhalda hótun umfrekara sig dollarans. Italirfúlir. Andy War- hol látinn í fyrradag lést I New York ólík- indatólið, samkvæmisljónið og popplistamaðurinn Andy War- hol, fímmtíu og níu ára að aldri. Banamein hans var hjartaslag. Hann öðlaðist frægð á önd- verðum sjöunda áratugnum fyrir list sína en þekktust verka hans voru myndir af Cam- pellsúpudósum. „Ég var búinn að éta súpu í hádeginu í tuttugu ár svo ég málaði hana bara.“ Auk málaralistar fékkst War- hol einnig við gerð kvikmynda sem iðulega voru án efnisþráðar og persónusköpunar en ólgandi af sniðugum uppátækjum. Sjálfur hafði hann látið svo ummælt að hann hefði eingöngu tvö áhugamál, að hneyksla og græða fé. Einhverju sinni sagði einhver listamógúll honum að mála það sem hann teldi þýðing- armikið í lífinu og þá málaði hann mynd af tvöhundruð dala seðl- um. Sú mynd seldist nýlega fyrir þrjúhundruð áttatíu og fimm þús- und dali á uppboði! -ks. París/Bonn... - Viðbrögð við samkomulagi sex vesturvelda um aiþjóðafjármál í París um helgina einkennast af varfærni og efasemdum, og gengi Bandaríkjadals breyttist iítið á helstu gjaldeyrismörkuðum í gær. Bankamenn, fjármála- fræðingar og gjaldeyriskaup- menn sem Reuter-fréttastofan vitnar tii eru flestir á því að doilar haldist rólegur nokkra hríð, en enn sé eftir að eiga við þau öfl sem upphaflega komu dollaranum af stað niðrávið, dauflegt bandarískt efnahags- líf og mikinn halla á viðskipta- jöfnuði og ekki síður á fjár- lögum. Fjármálaráðherrar sjö ríkja komu á fundinn í París á laugar- dag, og sex þeirra sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu á sunnu- dag þar sem Japanir og Vestur- Þjóðverjar lofa ráðstöfunum til að auka neyslu heima fyrir og þarmeð aukinn innflutning, sér- staklega frá Bandaríkjunum. Washington-menn heita á móti að reyna að minnka fjárlagahall- ann (170 milljarðar dollara í fyrra) og hamla gegn frekara dollarasigi. ítalir sóttu ekki fundinn á sunnudag og eru reiðir vegna þess að þeim og Kanadamönnum var ekki hleypt í kvöldverð þar- sem Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar og Japanir réðu helstu ráðum. Einn helsti aðstoðarmað- ur Craxis forsætisráðherra hefur sagt að hann sjái ekkert vit í fyrir- huguðum Feneyjafundi þessara ríkisstjórna í júní, og krefjast ít- alir þess að samstarfsstaðan verði skýrð hið bráðasta. ítalir og Kan- adamenn hafa fengið að vera með sem annarsflokks fjármála- veldi hingað til, en ítalskur efna- hagur hefur uppá síðkastið batn- að mjög og eru þeir því í betri stöðu en áður til að krefjast aukinna áhrifa. Kanadamenn þögðu hinsvegar þunnu hljóði og tóku þátt í sunnudagsfundinum. Frakklandsforsetinn Mitterrand ætlar til Rómar bráðlega, vænt- anlega til að sefa reiði Craxis og kó. Franski fjármálaráðherrann og sá breski eru glaðir mjög yfir ár- angrinum í París, en James Baker fjármálaráðherra Bandaríkja- stjórnar hefur látið að því liggja að þeir í Washington líti ekki svo á að þeir séu skyldugir til að hindra frekara dollarasig með öllum ráðum, og er talið að með þeirri yfirlýsingu hóti Banda- ríkjamenn að halda dollarafal- linu áfram ef slakað er á klónni í í Vesturbæ LAUS HVERFI NÚ ÞEGAR: DJÓÐVIIJINN 0 68 13 33 0 6818 66 0 68 13 33 DJOÐVIIJINN Síðumúla 6 Bonn og Tókýó. Japanir lofuðu hjá sér neysluaukningu með mjög almennu orðalagi, en Þjóð- verjar sögðust mundu lækka skatta til að auka neyslugetuna. Seðlabankar beggja landa hafa nýverið lækkað almenna vexti til að draga úr sókn í mark og yen, en án umtalsverðs árangurs. Vitmenn Reuter-fréttastof- unnar um þessi mál öll telja samkomulagið í París í áttina að því að lina magakveisuna í al- þjóðlegum efnahagsmálum. Margir þeirra telja að á Parísar- fundinum hafi verið gert leynilegt samkomulag um gengisramma, þannig að fljóti dollarinn þar út- fyrir grípi seðlabankar ríkjanna inn. Einn þeirra telur að þetta Ieynisamkomulag gangi út á doll- aragengi í þýskum mörkum á milli 1,70 til 1,85. Viðbrögð á gjaldeyrismörkuðum voru í gær mjög varfærin og hélt dollarinn að mestu gengi sínu frá því á föstudag. Þessir sömu vitmenn segjast margir munu bíða eftir raunverulegum ráðstöfunum. Bandaríkjastjórn hafi áður lofað að minnka fjárlagahallann, og orð Vestur-Þjóðverja og Japana séu ekki mjög dýr. Hinn raun- verulegi vandi sé mestur saman- kominn í Bandaríkjunum þarsem margar iðngreinar hafi dregist afturúr um samkeppnishæfni með tilheyrandi viðskiptahalla, og þetta reyni Washington- stjórnin að vinna upp með stór- felldum fjárlagahalla og seðla- prentun. Til lengdar sé sam- komulag af Parísartæi því lítils virði. -m Vestur-Pýskaland Dómur fellur gegn Wallraff Dómstóll í Diisseldorf í Vestur- Þýskalandi hefur kveðið upp dóm um að kunningja okkar ís- lendinga, rithöfundinum Guenter Wallraff, beri að fella tvær máls- greinar burt úr verki sínu, Niður- lægingunni, þegar það verður gefíð út á ný. Það sem bögglast fyrir brjósti dómsyfirvalda eru lýsingar á íllri meðferð á söguhetjunni „Alí“ hjá Thyssen stáliðjuverunum, höfundinum sjálfum er dulbjó sig sem tyrkneskan farandverka- mann. í dómsforsendum segir að ósannað sé með öllu að ftillyrð- ingarnar í málsgreinunum tveimur eigi við rök að styðjast en þær snerta öryggis- og ráðninga- mál fyrirtækisins. Wallraff var hvergi banginn og sagði Vögg verða litlu feginn því málsgreinarnar tvær væru það stuttar að samanlagðar þækju þær ekki heila blaðsíðu í bókinni. Engu að síður myndi hann vita- skuld áfrýja dómnum því lýsingar hans væru sannleikanum sam- kvæmar. Hann sagðist einnig hafa í hyggju að bæta þrjátíu síð- um við aðra útgáfu vegna nýrra Ástkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir, mágur og frændi, Sigurgeir Þórðarson Brautarási 10 Reykjavík lést að heimili sínu aðfaranótt 16. febrúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ingibjörg Guðmundsdóttir Þórður Kristjánsson Sigmar Hróbjartsson Aðalsteinn Sigurgeirsson Lea H. Björnsdóttir Sigríður Sigurgeirsdóttir Ragnar Jónasson Hansína Sigurgeirsdóttir Sveinbjörn Herbertsson Þorkatla Sigurgeirsdóttir Ragnar Tryggvason Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Sígursteinn Gunnars- son og systkinabörn. Guenter Wallraff í Reykjavík nýverið. upplýsinga sem hann hefði í höndum. Alkunna er að „Niðurlæging- in“ fjallar um auðmýkingu þá og niðurlægingu sem er hlutskipti mikils fjölda tyrkneskra farand- verkamanna í vesturþýsku atvinnulífi. Bókin hefur selst í rúmum tveimur milljónum ein- taka og verið þýdd á tuttugu er- lendar tungur, þar á meðal ís- lensku af séra Gunnari Krist- jánssyni. ~ks-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.