Þjóðviljinn - 04.03.1987, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 4. mars 1987 52. tölublað 52. órgangur
Sea Shepherd
Hyggjast kæra Hval hf.
Paul Watsonformaður Sea Shepherd íeinkaviðtali við Pjóðviljann: Lögbrot afhálfu Hvals hf.
Höfum sannanirfyrir að Islendingar drápu hvali undir lágmarkslengd. Byggt á gögnum sem Sea Shepherd menn
stálu síðasta haust. Kœrum íslendingafyrir Alþjóðahvalveiðiráðinu nœsta sumar. Kristján Loftsson:
Sea Shepherdstal minnisbókum verkstjóra. Alls enginn undirmálshvalur drepinn ífyrra
Stefánsmálið
Kaupmannahöfn
Við vorum rétt í þessu að fá
staðfestingu á að í vörslu Sea
Shepherd samtakanna eru nú
órækar sannanir fyrir því að síð-
asta sumar veiddu íslendingar
hvali, sem voru undir lágmarks-
stærð. Samtökin eru ekki enn
búin að senda þessar upplýsingar
frá sér, þannig að blaðið þitt
verður væntanlega fyrsti fjöl-
miðillinn í heiminum sem fær að
birta þessar upplýsingar.
Þetta sagði Paul Watson, hinn
þekkti formaður umhverfis-
verndarsamtakanna Sea Shep-
herd, í einkaviðtali við Þjóðvilj-
ann í gær.
„Fulltrúar frá Sea Shepherd
munu í framhaldi af þessu leggja
fram kæru á hendur Islendingum
á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins, sem verður haldinn í Bourn-
emouth á Englandi í júní
næstkomandi, þar sem sem full-
trúar okkar munu opinbera gögn-
in sem þessar upplýsingar byggj-
ast á,“ sagði Paul Watson.
Þegar gengið var á Watson um
hvaða gögn Sea Shepherd hefði
undir höndum vildi hann í fyrstu
ekki gera þau uppská, en féllst að
lokum á að upplýsa hvaðan þau
væru upprunnin.
„Þegar tveir félagar úr Sea
Shepherd brutust inn í Hvalstöð-
ina í Hvalfirði á síðasta hausti
tóku þeir í sína umsjá talsvert
magn af skjölum, sem höfðu að
geyma upplýsingar um hvalina,
sem veiddir voru af hálfu Hvals
hf,“ sagði Watson. „Þar var með-
al annars um að ræða þyngd og
lengd veiddra hvala. Þegar hval-
skipunum var síðan sökkt í höfn-
inni í Reykjavík sömu nótt tóku
félagar úr Sea Shepherd í sína
vörslu skjöl úr þeim, áður en
þeim var sökkt. Á grundvelli
þessara gagna getum við nú full-
yrt, að meðal veiddra hvala voru
dýr undir lágmarksstærð.
Paul Watson var beðinn um að
lýsa bókunum. Hann kvað þær
vera bláar að lit með grænum kili,
fremst væri letrað „Rengi og
spik“, og síðan nafn viðkomandi
hvalbáts. Auk þess væru bækurn-
ar báðar auðkenndar með nafni
fyrirækis í Hafnarfirði.
Hann kvað búið að þýða öll
gögnin af íslensku yfir á ensku, en
harðneitaði, að þar hefðu íslend-
ingar verið að verki. „Ég fullyrði
að svo var ekki. Þar var að verki
íslenskumælandi Svíi, búsettur í
Englandi," sagði Paul Watson.
Kristján Loftsson hjá Hval hf
staðfesti að spellvirkjar Sea
Shepherd hefðu stolið því sem
hann kallaði minnisbækur verk-
stjóra úr Hvalstöðinni við
skemmdarverkin í haust. „Ég
fullyrði hins vegar, og get staðfest
með skráningum frá því síðasta
sumar, að ekki einn einasti undir-
málshvalur var veiddur síðasta
sumar.“
ÖS
Sjá bls. 3
Byggingamenn eru tilbúnir að fara í verkfall ef ekki semst fyrir 11. mars. Þorvaldur Þorvaldsson byggingamaður í Kringlunni (annar frá vinstri í aftari röð)
ásamt nokkrum vígreifum félögum sínum úr Trésmíðafélagi Reykjavíkur sem hefja yfirvinnubann í dag. Mynd. E.ÖI. ^
Brjótum skömmtunarkerfi VSI
Byggingamenn hefja yfirvinnubann ídag. Búist við löngu verkfalli hjá 1500-2000 manns
Við erum búnir að tapa of miklu, það þarf að brjóta niður þetta verkfalli komist ekki skriður á samningaviðræður strax á næstu
skömmtunarkerfi launa sem VSI telur sig geta notað, sagði Þor- dögum.
valdur Þorvaldsson byggingamaður, en í dag hefst yfirvinnubann hjá „Verkfall okkar getur líka orðið mikilvæg hvatning til þeirra lægst-
byggingamönnum. launuðu til að brjóta af sér þetta skömmtunarkerfi VSÍ,“ sagði Þor-
Af samtölum við byggingamenn er ljóst að búast má við löngu valdur.
Skrökvaði Jón í sjónvaipinu?
Stefán Benediktsson segirJón Baldvin hafa krafistþess að hann segði afsérþingmensku.
Jón Baldvin ísónvarpsviðtali 5. nóv. s.l: Ætlaekki að kveða upp dóm um sekt eða sýknu
Jóni Baldvin og Stefáni Bene-
diktssyni ber ekki saman um
aðdraganda þess að sá síðar-
nefndi ákvað að draga sig í hlé frá
stjórnmálum. „Ég hef lýst því yfir
að ég telji þá ákvörðun Stefáns
rétta að gefa ekki kost á sér. I því
felst ekki að ég ætli mér að kveða
upp dóm um sekt eða sýknu,“
sagði Jón Baldvin Hannibalsson
formaður Alþýðuflokksins í við-
tali við fréttamann sjónvarpsins
5. nóv. s.l. vegna frétta um
meinta misnotkun Stefáns á sjóð-
um Bandalags Jafnaðarmanna.
Stefán segir afturámóti Jón
hafa nánast krafist þess að hann
segði af sér þingmennsku og
drægi sig í hlé frá stjórnmálum.
„Hann lagði þunga áherslu á,
og nánast krafðist þess að ég
drægi mig í hlé frá stjórnmálum
og segði strax af mér þing-
mennsku," segir Stefán í orðrétt í
viðtali við Mannlíf.
Jón Baldvin lagði áherslu á það
í viðtölum við fjölmiðla í nóv. s.l.
að Stefán ætti þessa ákvörðun við
eigin samvisku. „Ég ætla ekkert
að fullyrða um það hverjar stað-
reyndirnar eru, en ef það er stað-
reynd að flokkssjóður hefur verið
notaður sem lánasjóður, þá er
það rangt.“
Aðspurður um það hvort ekki
skipti máli hvort þær sakargiftir
sem á þingmann eru bornar séu
sannar eða lognar sagði Jón:
„Það fer að sjálfsögðu eftir við-
brögðum. Ef að viðbrögðin eru
þau að fullyrt er að þessar ásak-
anir séu staðlausar og hafi ekki
við rök að styðjast, þá ber að
kveða þær niður og leggja öll
gögn á borðið.“
Séu fullyrðingar Stefáns Bene-
diktssonar um framgöngu Jóns
Baldvins í því að hann ákvað að
draga sig út úr stjórnmálum, er
einsýnt að Jón hefur sagt ósatt
um þátt sinn að málinu og kveðið
upp sektardóm í Stefánsmálinu.
-RK
Námsmenn
mótmæla
á Ráðhús-
torginu
Islenskir námsmenn í Dan-
mörku ætla að safnast saman á
Ráðhústorginu í hádeginu á
morgun og mótmæla skerðingu á
námslánum.
Mótmælafundurinn verður á
sama tíma og Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra er í
opinberri heimsókn í Kaup-
mannahöfn. Síðar um kvöldið
ætla námsmennirnir að funda í
Jónshúsi með forsætisráðherra.