Þjóðviljinn - 04.03.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.03.1987, Blaðsíða 7
Erum við hólpin? Herranótt sýnir ROMEO OG JULIU eftir William Shakespeare. Leikstjórn: Þórunn Sigurðar- dóttir. Þýðing: Helgi Hálfdanarson. Leikmynd: Karl Aspelund. Geta unglingar í menntaskóla flutt Rómeó og Júlíu svo vel fari? Þetta er ofureðlileg spurning og í einum skilningi er svarið auðvit- að neitandi - þeir geta ekki kom- ið öllum tilfinningum og skáld- skap verksins til skila. En marg- slungin verk Shakespeares búa yfir fjölmörgum víddum eins og kunnugt er og ýmsum af þeim geta unglingar komið ágætlega til skila ef rétt er á haldið. í Rómeó og Júlíu er mikið af ósviknu æsk- ufjöri, galsa og kátínu sem ungt fólk er auðvitað best til fallið að sýna. Það eru líka gamalkunnug- ar ógöngur sem allir lenda í sem takast á við þetta verk þegar leikarar hafa tilfinningalegan og tæknilegan þroska til að leika að- alhlutverkin eru þeir yfirleitt orðnir heldur rosknir til að leika unglinga nýkomna af gelgjusk- eiði. Ef áhorfandinn gerir ekki ráð fyrir að þessir ungu leikarar geti fært það sem ekki er á þeirra valdi - tilfinningadýptina og alla fe- gurð skáldskaparins - þá getur hann haft mikla gleði af þessari skemmtilegu sýningu Herranæt- ur. Þórunn Sigurðardóttir hefur stýrt stórum hóp af mikilli útsjón- arsemi og elju, lagt réttilega áherslu á gáska og gaman verks- ins en einnig tekist að segja sög- una skýrt og skilmerkilega. í sal Félagsstofnunar er leikið eftir endilöngum salnum og hefur Karl Aspelund gert haganlega og ( einfalda leikmynd sem gefur gott | svigrúm fyrir hópatriði og gerir skiptingar milli atriða auðveldar og hraðar. Og það er snjallt að gera svefnherbergi Júlíu að graf- hýsi hennar. Reyndar er sýningin öll full af snjöllum tiltækjum sem bera vitni um hugkvæmni og alúð leikstjórans. Það segir sig nokkurn veginn sjálft að fyrri hluti verksins gerir. sig betur í þessari sýningu, meðan alvöruleysið ríkir að mestu og at- burðarásin er hröð og tiltölulega einföld. Gáskinn er smitandi, bardagarnir spennandi, ástin töfrandi. 1 seinni hlutanum, þeg- ar myrkrið sígur að, verða tök leikendanna á efninu skiljanlega veikari. Samt er mesta furða hvað þeir komast hjá að verða vandræðalegir og er þar að þakka hófstillingu og smekkvísi leik- stjóra. Leikendur eru fjölmargir og skiljanlega komast þeir misvel frá sínu en heildarsvipurinn var furðu góður og engar verulegar misfellur til að spilla skemmtuninni. Thor Aspelund var gervilegur og sviphreinn Rómeó og fór bærilega með sinn texta. Jóhanna Halldórsdóttir var þekkileg Júlía í fasi en textinn bögglaðist verulega fyrir henni. Texti þeirra Shakespeares og Helga er glæsilegur og fallegur en flestir þessara ungu leikara áttu skiljanlega í nokkrum erfið- leikum með að skila honum vel. Ýmsir gerðu það þó prýðilega, t.d. Ragnheiður Elín Clausen sem náði töluverðu skopi út úr hlutverki fóstrunnar (sem auðvit- að er með þakklátari hlutverk- um) og Dagur Gunnarsson sem fór afar skýrt og vei með texta bróður Lárens. En kannski vakti mesta athygli Kjartan Guðjóns- son í hlutverki Mekútsíós, stæltur og kraftmikill, fullur af þeim eld- móði æskunnar sem einkennir þetta hlutverk. Aðra leikendur yrði of langt upp að telja en hafi þeir allir heila þökk fyrir góða skemmtun. Að lokum vil ég taka undir þau um- mæli leikstjóra í leikskrá að ein- ungis góður skáldskapur sé verð- ugt verkefni fyrir ungt fólk sem vill glíma við Thalíu. Sverrir Hólmarsson Eldmóður æskunnar Leikfélag M.H. sýnir HÓLPIN eftir Edward Bond Leikstjórn: Ingunn Ásdísardóttir Leikmynd: Hlín Gunnarsdóttir Þýðing: Úlfur Hjörvar Edward Bond er einn af ör- fáum leikskáldum samtímans sem telja má nokkurn veginn víst að verði sígildur. Hann hefur í fjölmörgum verkum sínum kruf- ið firrt iðnaðarsamfélag nútímans og helsta sjúkdómseinkenni þess, ofbeldið. Nú síðast í þríleiknum mikla sem ber heitið Stríðsleikir og fjallar um upplausn þessa samfélags og endalok í atóm- stríði. Honum hefur undarlega lítið verið sinnt hérlendis, aðeins Hólpin hefur verið sýnt hér áður, af Leikfélagi Reykjavíkur árið 1971. Sú sýning vakti nokkra hneykslun á sínum tíma og einn gagnrýnandi gekk út á frumsýn- ingu. Hún var ennfremur bönnuð börnum. Þessi sterku viðbrögð við hrottaskap verksins vekjast ekki upp nú - ætli við höfum ekki vanist að kyngja þeim hversdags- kosti á undanförnum árum. Eftir stendur að Hólpin er framsýnt verk, lýsir mein- semdum sem mönnum eru ljósari nú en þegar verkið var skrifað. Og kostir þess eru ljósir - traust bygging, miskunnarlaus afhjúp- un, grimmilegt skop, sárar til- finningar. Það bregður upp ægi- legri mynd af samfélagi sem býð- ur fólki ekki upp á neina framtíð nema innihaldslaust ofbeldi og sjónvarpsgláp. Það er nokkuð djarft af ungu áhugafólki að ráðast í þetta verk- efni, sem gerir grimmilegar kröf- ur til leikenda og áhorfenda. En þeim tekst framar öllum vonum að skila verkinu heilu frá sér. Þau leika af einlægni og heiðarleik sem yfirvinnur skort þeirra á þjálfun og kunnáttu, og þau hafa auðsjáanlega lagt á sig þrotlausa vinnu undir góðri leiðsögn. Og leikstjóri hefur hvergi hvikað frá kröfum textans heldur túlkar hann út f æsar og gerir merkingu hans ljósa. Þó að Hólpin virðist við fyrstu sýn býsna raunsæislegt verk í stíl býr það þó yfir miklum stílfærð- um og ljóðrænum éigindum. Með því að nota mjög einfalda sviðs- mynd og dálítið stílfærðan leik hefur leikstjóri reynt að ná fram þessum eigindum verksins og náð töluverðum árangri. Sum atriði sýningarinnar búa yfir miklum sjónrænum krafti, t.d. fangelsis- atriðið þar sem hangandi málm- plötur, lýsing og leikur skapa magnaða kulda og innilokunar- kennd. Einnig voru sum atriðin í stofunni áhrifarík í krafti sam- stilltra og markvissra hreyfinga sem byggðu upp nærri óþolandi spennu og pirring. Atriðið þar sem barninu er misþyrmt og það drepið var tæpast nógu magn- þrungið en þess ber að geta að undirritaður sat þannig að hann er vart fyllilega dómbær um það atriði - salur Hamrahlíðarskóla er áhorfendum nokkuð erfiður. Leikendur í aðalhlutverkum skiluðu furðu traustum leik. Eins og viðvaninga er vandi var leikur þeirra nokkuð utaná, en þau höfðu augsýnilega fengið trausta og nákvæma leikstjórn. Gunnar Hansson lék góðmennið Len af einlægni sem gerði það að verk- um að hann stakk algerlega í stúf Nanna Briem, Jóhanna Halldórsdóttir og Ragnheiður Clausen sem frú Kapulett, Júlía og þjónustustúlkan. við hinar persónurnar - eins og vera ber. Guðrún Eysteinsdóttir öskraði af gífurlegum krafti í hlutverki Pam og hafði alveg sér- SVERRIR HÓLMARSSON lega góða framsögn. Sigurður Pálsson sýndi góða einbeitingu og heilsteyptan stíl í hlutverki Harrys, hreyfingar hans hægar og markvissar, talandinn kannski óþarflega mikið einhæfur. Mál- fríður Gísladóttir sýndi víða allgott skopskyn í hlutverki Mary. Þorsteinn Högni Gunnars- son náði tæplega nógu góðum tökum á þrjótnum Fred enda varla hægt að ætlast til þess að lítt harðnaður unglingur geti slíkt. Drengirnir í töffaragenginu gerðu margt vel en skorti nokkuð á styrk og skýra framsögn þannig að hópatriðin urðu nokkuð sund- urlaus. Það er verulega ánægjulegt að ungt námsfólk skuli hafa þor til að takast á við jafn krefjandi verk og þetta og að Ingunni Ásdísar- dóttur skuli hafa tekist að skapa þetta heilsteypta sýningu sem þrátt fyrir lengd sína missir aldrei dampinn en heldur sínu striki til loka. Sverrir Hólmarsson Mi&vikudagur 4. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.