Þjóðviljinn - 04.03.1987, Blaðsíða 6
getrsuna-
VINNINGAR!
28. LEIKVIKA - 28. FEBRÚAR 1987
VINNINGSRÖÐ: 1 1X-X21-21 1-21 1
1. VINNINGUR: 12 RETTIR,
kr. 138.795,-
50257(4/11) 62485(4/11) 639531
57171(4/11) 130260(6/11)
2. VINNINGUR: 11 réttir,
kr. 3.304,-
8105 53810 97145 130543+ 219608+ 221222 Úr 27. viku:
15608 56800 99037 188527 220107 565849 41674
18145 56928 101702 200843 220822+ 565885* 42018
40380 57206 102196 208217 220834 588194 48852
42964 62484 102436 213408+ 220953 588446 48888
43034 95844 126991 214279* 221206 588470 52000
44978* 95895 127849 216818+ 221207 588471 67506
46312* 96236 128136 217267* 221209 590118
50079 96257 128573 217866 221140 653384 +=2/11
53747 96267 129880 219133 221162 660182
Kærufrestur er til mánudagsins 23. mars 1987, kl. 12.00 á hádegi.
Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á
skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur veröa tekn-
ar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa eða senda stofninn og fullar
upplýsingar um nafn og heimilisfang til fslenskra Getrauna fyrir loka kæru-
frests.
Hlutastarf
Mötuneyti
Þjóöviljann vantar „húsmóður" til að sjá um létta
máltíð í hádeginu.
Vinnutími frá kl. 10-14.
Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma
681333.
þJÓDVILJINN
Lausar stöður sérfræðinga
við Raunvísindastofnun Háskólans
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar rannsóknastöður við Raunvís-
indastofnun Háskólans sem veittar eru til 1 -3 ára.
a) Tvær stöður sérfræðinga við Reiknifræðistofu. Starfssvið Reikn-
ifræðistofu er einkum í aðgerðargreiningu, tölfræði, tölulegri
greiningu og tölvunarfræði.
b) Ein staða sérfræðings við Stærðfræðistofu, en á Stærðfræði-
stofu fara fram rannsóknir í stærðfræði og stærðfræðilegri eðlis-
fræði. Fastráðning kemur til greina í þessa stöðu.
Stöðurnar verða veittar frá 1. september nk.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur
skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi háskólanámi og starf-
að minnst eitt ár við rannsóknir.
Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsóknastarfa, en kennsla þeirra
við Háskóla íslands er háð samkomulagi milli deildarráðs raunvís-
indadeildar og stjórnar Raunvísindastofnunar Háskólans, og skal
þá m.a. ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti starfsskyldu við-
komandi starfsmanns.
Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um menntun og
vísindaleg störf og rannsóknaáætlun skulu hafa borist mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 31. mars nk.
Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá 1 -3 dómbærum mönnum
á vísindasviði umsækjanda um menntun hans og vísindaleg störf.
Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál og
má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins.
Menntamálaráðuneytið,
2. mars 1987.
Laus staða
Við Háskóla íslands er laus til umsóknar staða deildarstjóra í sam-
eiginlegri skrifstofu verkfræðideildar og raunvísindadeildar. Um-
sækjendur skulu hafa lokið háskólaþrófi, hafa gott vald á íslenskri
og enskri tungu og geta nýtt sér tölvur við almenna stjórnsýslu,
skráningu gagna og notkun þeirra.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður V. Friðþjófsson,
deildarstjóri, Háskóla Islands (sími 25695).
Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
150 Reykjavík, fyrir 1. apríl nk. ásamt gögnum um menntun og
störf.
Menntamálaráðuneytið,
2. mars 1987.
Verð og
tegundir
Þjóðviljinn leitaði upplýs-
inga um verð og tegundir í
nokkrum apótekum.
í Iðunnarapóteki á
Laugaveginum fást Durex
smokkar. Þeir fást í fjórum
gerðum, öllum smurðum, en
þrjár eru með sæðisdrep-
andi kremi. Þrjú stk. í pakka
kr.: 60.- Tólf stk. í pakka kr.:
237.,- - 256,-
í Árbæjarapóteki fást:
Durex-sexgerðir. Þrjústk. i
pakka kr.: 57,- - 77,- Tólf
stk. í pakka kr.: 292.- -315,-
Personal - sjö gerðir. Sex
stk. í pakka kr.: 112,-
Climax - þrjár gerðir. Tíu
stk. í pakka kr.: 224.- - 252.-
Protex - tvær gerðir. Níu
stk. í pakka kr.: 99,-
Nonstop - ein gerð. Tvö stk.
í pakka kr.: 26,-
í Vesturbæjarapóteki
fást:
Durex - þrjár gerðir. Þrjú stk.
í pakka kr.: 55,- - 60.-. Tólf
stk. í pakka kr.: 221.— 239.-
Stimula - tvær gerðir. Þrjú
stk. í pakka kr.: 54. - 56,-
Ftough Rider-eingerð. Þrjú
stk. í pakka kr.: 56,-
Contact - þrjár gerðir. Tíu
stk. í pakka kr.: 192.-
Extra- þrjár gerðir. Tíu stk. í
pakka kr.: 190,- - 218,-
Climax - ein gerð. Tíu stk. í
pakka kr.: 196.-
Sé reiknað út meðalverð
kemur fram að stykkið kost-
ar á bilinu frá kr.: 11.- upp í
kr.:26.- en algengasta verð-
ið er í kringum kr. 19.- hver
verja.
r ' , ,,,
BARÁTTAN VIÐ E YÐNI
ERBARÁTTA
UPPÁLÍFOGDAUÐA.
TAKTU ENGA
ÁHÆTTU
U„ • ~.i , . C~^:. ci r c r,
•r.Cnr.n. ' ,, ' <
ítitBíWW íWfljljU ll***fh*“
SM0KK
ERVÖRI
HANNfl
VERAN
FEIMNI
LANDLÆKNISEN
SMOKKAR
OG HINAR ÝMSU
GERÐIR ÞEIRRA
Margar tegundir eru til af
smokkum. Einkum eru gerð-
irnar mismunandi hvað varðar
iiti og þykkt, svo og hvort þeir
eru með sléttri áferð eða ein-
hvern veginn riffiaðir. Einhver
stærðarmunur getur verið á
þeim eftir tegundum en með
það er best fyrir hvern og einn
að prófa sig áfram þar sem
þetta er ekki gefið upp eftir
neinum númerum.
Það helsta á markaðn-
um
Þær tegundir sem helst eru á
markaðnum hérlendis heita Dur-
ex, sem líklega er algengasta og
best þekkta tegundin, Personal,
Contact, Stimula, Climax, Prot-
ex, Derby, Extra, Nuda og Non-
stop.
Af flestum þessum gerðum eru
til fleiri en ein týpa, t.d. eru til
fjórar týpur af Durex smokkum
og eru þrjár þeirra með sæðis-
drepandi kremi. Svipað gildirum
öll hin merkin.
Langflestar gerðirnar fást í
pakkningum með þrem smokk-
um í pakkningu og einnig með
fleirum, tíu eða tólf, í pakkningu,
Ýmislegt
Varjur - ný þjónosta. Við sendum þér
10 stk. verjur í óoierktum póstumbúð-
um gegn 250 kt- gjaldi, einnig hægt
að láta senda í póstkröfu en þá bætist
póstkrölúgj. við. Sendið 250 kr. eða
beiðni um póstkröfú merkt Lands-
umboðið sf., póstbox 4381, 124 Rvk.
Smokkar fást í apótekum,
sumum bensínstöðvum, búð-
um og sjoppum. En einnig er
hœgt að panta þá eins og sést
hér á þessari smáauglýsingu
sem birtist í DV.
en þetta er þó nokkuð mismun-
andi eftir tegundum. Sumar gerð-
ir fást með tveim, eða jafnvel
bara einum smokk í pakka. Þann-
ig er t.d. um þrívirka smokkinn
frá Personal, þ.e. hann hefur
þrefalda virkni: hann leggst vel
að, er rifflaður og síðast en ekki
síst dregur sáðlát.
Gæðaeftirlit
Flestar tegundir sem fluttar eru
inn hingað til lands eru gæðapróf-
aðar að einhverju leyti, annað
hvort af fyrirtækjunum sjálfum
eða af opinberu gæðaeftirliti í
framleiðslulandinu. Hjá heildsöl-
unum kom fram að hér á landi
vantaði tilfinnanlega slíkt gæða-
eftirlit með innflutningi á þessari
vöru.
Meiri sala,
minni feimni
Hjá heildsölum og apótekum
kom einnig fram að nokkur sölu-
aukning hefði orðið á síðustu vik-
um og mánuðum en þó væri erfitt
að dæma raunhæft um það fyrr en
eftir uþb sex mánuði því þá væri
hægt að skoða söluna út frá sama
tímabili fyrir ári.
Allir aðilar hjá sölufyrirtækj-
um sem selja smokka voru einnig
sammála um að mun minni
feimni gætti nú hjá fólki við að
kaupa þessa vöru en áður. Fólk af
öllum aldursflokkum kæmi og
keypti smokka eins og það keypti
plástur og engin feimni eða vand-
ræðagangur væri sjáanlegur
lengur. -Ing
6 SÍÐA — ÞJÓÐVIUINN Mlðvikudagur 4. mars 1987