Þjóðviljinn - 04.03.1987, Blaðsíða 3
“ÖRFRÉTTIR^
Sovésku
stórmeistararnir
Mikaíl Tal og Lév Polúgaevskí,
tefla fjöltefli á vegum MÍR í sam-
komusal Farmanna- og fiski-
mannasambands Borgartúni 18 í
kvöld. Tafliö hefst kl. 20.00 en
húsið opnar kl. 19.00
Öskudagurinn
veröur haldinn hátíðlegur hjá
börnunum í dag. í Reykjavík
verður mikið um að vera á Lækj-
artorgi þar sem íþrótta- og tóm-
stundaráð stendur fyrir mikilli há-
tíð en börn og unglingar sjá um
allar uppákomur. Hátíðin hefst kl.
13.00.
Bókin íslensk
fyrirtæki 1987
er nýkomin út. í fyrirtækjaskránni
er greint frá 9.500 starfandi fyrir-
tækjum í landinu. Einnig er í bók-
inni vöru- og þjónustuskrá og
skipaskrá.
Fulltrúar
minnihlutans
í borgarstjórn hafa lagt til í borg-
arráði að Reykjavíkurborg kaupi
framvegis ekki steypu frá öðrum
steypustöðvum en þeim sem
veita 10 ára ábyrgð á steypunni.
Tillögunni hefur verið vísað til
umsagnar borgarverkfræðings.
Páskabann
smábáta
10 lestir og minni tekur gildi að
kvöldi 11. apríl n.k. og stendur
fram til 21. apríl. Allar þorskneta-
veiðar hjá öðrum bátum eru
bannaðar í viku yfir páskahátíð-
ina frá 14.-21. apríl.
Banaslys
í umferðinni
Banaslys varð í umferðinni á
ísafirði sl. föstudag, þegar Niss-
an Patrol jeppi og Volvo bifreið
skullu saman í hörðum árekstri.
Maðurinn sem lést hét Þór Alex-
andersson fæddur 10. október
1965 til heimilis að Nesbala 18 á
Seltjarnarnesi Hann lætur eftir
sig unnustu og tveggja ára dótt-
ur.
Mennirnir
sem létust
Mennirnir sem létust í umferð-
arslysi norðan við Tíðaskarð á
Kjalarnesi sl. sunnudag voru:
Gísli Andrésson bóndi að Hálsi
í Kjós. Hann var fæddur 14. nóv-
ember 1917. Hann lætur eftir sig
eiginkonu og níu uppkomin börn.
Jónas Ewald Jónasson fædd-
ur 2. október 1962, til heimilis að
Köldukinn 29 í Hafnarfirði. Hann
lætur eftir sig eiginkonu og tvær
dætur, sjö og fjögurra ára.
Kristján Loftsson: Ruglað lið hjá Sea
Shepherd. Drápum engan hval undir
lágmarkslengd.
FRÉTTIR
Steypuverð
Hermang í steypunni
Víglundur Þorsteinsson: Steypumarkaður hefur dregist verulega saman.
Sementsverksmiðjan notið góðs afframkvœmdum á Keflavíkurflugvelli,
en reykvískar steypustöðvar ekki
Verð á steypu er fyllilega
sambæriiegt við það sem ger-
ist í Evrópu sé þáttur sementsins
undanskilinn, en sementið er dýr-
ara hér.
Sementsverð hefur þó heldur
lækkað að raungildi, trúlega fyrst
og fremst vegna þess að Sements-
verksmiðjunni hefur tekist að
lækka verulega framleiðslukostn-
að með því að nota kol í stað
olíu,“ sagði Víglundur Þorsteins-
son forstjóri Steypustöðvar BM
Vallár við Þjóðviljann í gær.
Steinsteypa hefur verið mjög
ofarlega á baugi að undanförnu,
sérstaklega eftir að í hámæli
komst að steypa frá a.m.k. einni
stöð hér í Reykjavík reyndist
ónýt og að aðeins er ársábyrgð á
steypu eins og á hverju öðru
lausafé.
Neytendafélag Reykjavíkur
hefur sent frá sér fréttatilkynn-
ingu og í henni segir m.a. að
brýnt sé að sett verði skýr ákvæði
um eftirlit með og um framleiðslu
á steypu svo tryggt sé að neytend-
ur fái þá vöru sem þeim sé lofað
samkv. vörulýsingu.
Fyrir skömmu svaraði iðnaðar-
ráðherra fyrirspurn frá Skúla Al-
exanderssyni um verð á steypu og
sementi. Kom fram í svari ráð-
herra að á árunum 1983-1986 hef-
ur sement hækkað um alls 74,4%
en steypa tæp 112%
Þjóðviljinn spurði Víglund
Þorsteinsson hvernig á þessum
mun stæði:
„Á síðustu þrem árum hefur
steypumarkaður dregist verulega
saman, svo fastakostnaður
steypuverksmiðjanna er borinn
uppi af færri framleiðslueining-
um en áður var.
Steypuverksmiðjurnar í
Reykjavík hafa ekki notið upp-
sveiflunnar sem Sementsverk-
smiðjan hefur notið vegna fram-
kvæmda á Keflavíkurflugvelli.
Þangað hefur verksmiðjan selt
mikið sement undanfarin ár.
Sementsverksmiðjan hefur
ekki tapað krónu á erfiðleikum
húsbyggjenda á árunum 82- 84
en steypustöðvarnar hins vegar
miljónum í glötuðum útlánum til
húsbyggjenda sem misst hafa sitt.
—sá.
Steypumarkaðurinn hefur dregist verulega saman síðustu ár vegna erfiðleika húsbyggjenda.
Verðlagsmálin
Bændur bálillir
Stjórnarfundur Félags kúabænda á sunnanverðu Snæfellsnesi:
Óþolandi að tekjulœgsta stétt landsins sé neydd til að gefa eftir réttsinn
til launajöfnunar
Stjórn Félags kúabænda á
sunnanverðu Snæfellsnesi
hefur mótmælt harðlega þeirri
frestun á hækkun á launalið verð-
lagsgrundvallar sem tók gildi
fyrsta mars.
„Það er óþolandi,“ segja
bændur, að langtekjulægsta stétt
landsins sé neydd til að gefa eftir
sinn rétt til launahækkunar til
lengri eða skemmri tíma. Einnig
essir menn eru ruglaðir og
ekkert að marka þá. Við höf-
um ekki veitt neina hvali undir
lögboðinni lágmarkslengd. Það
er hægt að ganga úr skugga um
það, því hver hvalur er veginn og
lengdarmældur þegar hann kem-
ur í Hvalstöðina. Það kemur að
vísu fyrir að einn og einn hvalur
undir lengd er skotinn. Hjá því er
ekki hægt að komast. En ég full-
yrði að svo var ekki síðasta sum-
lýsir fundurinn yfir vanþóknun
sinni á ummælum forsætisráð-
herra, Steingríms Hermanns-
sonar og á gerðum forseta A. S. í.,
Ásmundar Stefánssonar og hót-
unum þeirra í garð bænda.
Finnst stjórninni skjóta veru-
lega skökku við að um leið og
stjórnvöld ásamt aðilum vinnu-
markaðarins lýsa vilja sínum um
að lægstu laun hækki verulega
forstjóri Hvals hf, þegar Þjóðvilj-
inn bar undir hann staðhæfingar
Paul Watson, um að Sea Shep-
herd samtökin hefðu undir hönd-
um sannanir um að Hvalur hf
hefði veitt dýr undir lágmarks-
lengd.
„Samkvæmt mínum bókum
var einn undirmálshvalur drep-
inn sumarið 1985, og þá var jafn-
framt veidd ein hvalkýr með
mjólk í júgrum. En mjólkandi
kýr má ekki heldur veiða,“ sagði
Kristján Loftsson.
umfram önnur laun í landinu, þá
skuli þessir aðilar ganga fram
fyrir skjöldu til að halda niðri
launum bændastéttarinnar sem
sannanlega hefur lægst laun allra
stétta landsins.
Fundurinn fagnar afstöðu full-
trúa neytenda í sexmannanefnd í
þessu máli.
-sá.
Hann staðfesti að menn Sea
Shepherd hefðu stolið skjölum úr
Hvalstöðinni síðasta haust, þegar
skemmdarverkin voru framin.
„En það var erfitt að átta sig á
hvaða skjöl hurfu. Þeir helltu skít
og sora yfir allt saman. En vissu-
lega var einsog þeir hefðu á
hreinu hvað þeir væru að leita að.
Einsog einhver hefði leiðbeint
þeim. Mér finnst persónulega að
kunnugir hafi sagt þeim eftir
hverju, og hvar, bæri að leita.“
Endurmenntun HÍ:
Sívaxandi
þátttaka
Margrét Björnsdóttir
endurmenntunarstjóri:
Höfum haldið 200
námskeið - námstefnur
og kynningar. Hátt á 4.
þúsund þátttakendur
„Þessi endurmenntunarnám-
skeið hafa mælst mjög vel fyrir og
þátttakan er sívaxandi,“ segir
Margrét Björnsdóttir endur-
menntunarstjóri Háskóla ís-
lands.
Frá haustinu 1983 hefur Há-
skóli íslands í samvinnu við
Tækniskóla íslands, Bandalag
háskólamanna, bandalag fram-
haldsskólakennara, félag tækni-
fræðinga og félag verkfræðinga,
haldið endurmenntunarnám-
skeið fyrir háskólamenntað fólk í
atvinnulífinu og aðra sem þess
óska. En þessi námskeið eru
öllum opin.
Til dagsins í dag hafa verið
haldin 200 námskeið - námstefn-
ur og kynningar í endurmenntun.
Fjöldi þátttakenda er kominn
hátt á 4. þúsund. Karlar eru í
meirihluta af þátttakendum
a.m.k. á verk- og tæknisviðum.
Þá er frekar um það að yngra fólk
sæki í endurmenntun heldur en
eldra fólk.
Kennsla í hverju endurmennt-
unarnámskeiði fyrir sig er mis-
munandi, allt frá 10 tímum í 60
tíma.
Þátttakendur þurfa að greiða
kennslugjald sem oftast nær er
borgað af viðkomandi fyrirtæki
sem sendir starfsmenn sína í
endurmenntun.
grh
ar.
Þetta sagði Kristján Loftsson,
Miðvikudagur 4. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Hvalur hf.
Sea Shepherd lýgur
Kristján Loftsson: Ruglaðir menn. Ein hvalkýr með mjólk íjúgrum og
einn undirmálshvalur veidd 1985. Enginífyrra. Strangt eftirlit. Stálu
bókum verkstjóra. Höfðu þeir leiðsögn?