Þjóðviljinn - 04.03.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.03.1987, Blaðsíða 13
Bandaríkin Reagan á í vök að verjast Meirihluti segirforsetann Ijúga ínýrri skoðanakönnun. Tower-skýrslan áfallfyrirhann. í nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir New York Times og CBS sjónvarpsstöðina kemurfram að mikill meirihluti aðspurðra segist telja að Ron- ald Reagan, forseti Bandaríkj- anna, hafi farið með rakin ó- sannindi þegar hann lýsti því yfir að hann myndi ekki eftir því hvort hann hefði fallist á vopnasöluna til íran er því máli var hreyft við hann fyrsta sinni. Fimmtíu og eitt prósent þátttakenda í könnuninni segja forseta sinn fara með lygimái en einungis þrjátíu og fimm prósent eru á öndverðri skoðun. Þessar niðurstöður spegla ljós- lega áhrifin sem birting „Tower- skýrslunnar" svonefndu hefur haft á almenning vestra. í þeirri skýrslu kennir margra grasa þótt enn séu ekki öll kurl komin til grafar í íransvopnamálinu. Hvað viðvíkur persónu Reag- ans sjálfs og hæfileikum hans til að fara með stjórn í mesta stór- veldi heims þá eru niðurstöður skýrsluhöfunda næsta dapur- legar. Fram kemur að hann var alls ekki með á nótunum, skorti bersýnilega dómgreind og að hann var ekki heima í flestum smáatriðum varðandi eigin ír- anspólitík. Fyrir vikið léku að- stoðarmenn hans lausum hala án þess að hann hefði á þeim nokkra stjórn. f skýrslunni eru allir helstu ráð- gjafar forsetans nefndir á nafn og þeir sagðir hafa brugðist þeirri skyldu sinni að vinna í þágu vel- farnaðar húsbónda síns. Þyngsta skellinn hlaut Donald Regan starfsmannastjóri forset- ans. f skýrslunni stendur að hann beri „höfuðábyrgð á þeim glund- roða er ríkti í Hvíta húsinu“ vegna vopnasölunnar. Það var því að vonum að hann var rekinn úr embætti enda hafði hann ofan á aðrar kárínur skapað sér hatur forsetafrúarinnar. Hann var snarlega leystur af hólmi af Howard Baker sem er vel þokkaður af pólitíkusum beggja risaflokkanna í bandarísk- um stjórnmálum. Baker er eng- inn nýgræðingur í Hvíta húsinu því hann var fyrirrennari fyrir- rennara síns. Edward Kennedy telur að forsetinn hafi gert rétt með því að fá hann til liðs við sig á þessum krepputímum og segist fullviss um að hann hefði þegar frá upphafi snúist hatrammur gegn öllum hugmyndum um sölu vígtóla til persnersku klerkanna. En margt fleira bögglast fyrir brjósti skýrsluhöfunda en vafa- söm vinnubrögð ráðgjafa Reag- ans og ennfremur eru mörg mikilsverð atriði á huldu. Til að mynda bíður það ítarlegra rannsókna þingnefnda hvað orð- ið hafi um tuttugu milljónir dala af vopnasölugróðanum. Spurt er um það hverjir hafi vitað um fjársendingar til Contraliða auk Poindexters og Norths ofursta. Hvaða lög voru brotin og af hverjum? Og sú spurning sem brennur á allra vörum og meirihluti Bandaríkja- manna virðist svara játandi ef marka má skoðanakannanir: Er forseti Bandaríkjanna lyga- laupur? -ks. Regan víkur fyrir Baker Þessi maður lýgur. Segja bandarískir kjósendur. Howard Baker. Ráðinn. Donald Regan. Sparkað. Kvikmyndahátíð Sovét- maður sigrar Það var sovéski kvikmyndaleikstjórinn Gleb Panfilof sem hreppti hinn eftirsótta Gullbjörn á kvikmyndahátíðinni í Vestur-Berlín, æðstu viðurkenningu sem þar er veitt. Hann er höfundur mynd- arinnar „The Theme“ sem um sjö ára skeið fékkst ekki sýnd í heimalandi höfundar . og kemur nú fyrst fyrir sjón- ir almennings. Kvikmyndin fjallar um sovéskan rithöfund af gyð- ingaættum sem lifað hefur í vellystingum praktuglega um árabil, enda kerfisins þjónn, uns hann verður ástfanginn af ungri stúlku og sækir um að fá að flytja bú- ferlum til ísraels. Á valdaskeiði Brésnefs var slíkt og þvílíkt umfjöll- unarefni í listum hið mesta velsæmisbrot og lenti Panfi- lof því snimmhendis á svört- um lista yfirvalda. Það var ekki fyrr en að skipuð var ný og betri stjórn í sovésku kvikmyndastofn- uninni að úr tók að rætast fyrir Panfilof einsog fyrir fjölda annarra kvikmyndagerðarmanna. -ks. Drjúgur hluti bandarískra blökkumanna býr við örbirgð að sögn bandarískra stjórnvalda. Bandaríkin Blökkumæður bera hitann og þungam í þrjátíu og átta prósent fjöl- skyldna blökkufóiks í Banda- ríkjunum eru það einhleypar mæður sem bera hitann og þungann af framfærslu heimil- isins. Þetta kemur fram í skýrslu bandarískra stjórnvalda og er sagt ein af höfuðorsökum þess að tekjur heimila þeldökks fólks hafi dregist verulega saman á undanförnum árum. Aðrar ástæður eru nefndar versnandi efnahagur og aukin verðbólga ásamt hefðbundnum erfiðleikum svertingja, og þá einkum og sér í lagi blökku- kvenna, við að verða sér út um sómasamlega launaða vinnu. Blökkumenn eru um það bil tólf prósent af íbúum Bandaríkj- anna. Hvorki meira né minna en þrjátíu prósent svartra einstak- linga og tuttugu og sex prósent fjölskyldna þeldökkra ber minna úr býtum en stjórnvöld landsins telja lágmark ofan fátækra- marka. -ks. Miðvikudagur 4. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Styrkir til háskólanáms í Kína og ferðastyrkur til náms á Norðurlöndum 1. Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kína bjóða fram tvo styrki handa islendingum til háskólanáms í Kína skólaárið 1987-88. Styrkirnir eru ætlaðir til náms í kínverskri tungu og bókmenntum. 2. Boðinn hefur verið fram Ákerrén-ferðastyrkurinn svonefndi fyrir árið 1987. Styrkurinn, sem nemur 2.000 s.kr., er ætlaður fslend- ingi sem ætlar til náms á Norðurlöndunum. Umsóknum um styrkina skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 15. apríl nk. og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneyt- inu. Menntamálaráðuneytið, 2. mars 1987. Laust embætti er forseti íslands veitir Prófessorsembætti í kennilegri eðlisfræði (Theoretical physics) við eðlisfræðiskor raunvísindadeildar Háskóla íslands er laust til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með umsókninni skulu send eintök af vís- indalegum ritum og ritgerðum umsækjanda, prentuðum og óprent- uðum. Ennfremur er óskað eftir greinargerð um rannsóknir, sem umsækjandi hyggst stunda, verði honum veitt staðan. Þá er um- sækjandi beðinn að benda á þrjá aðila sem væru reiðubúnir að gefa umsögn um störf hans ef eftir væri leitað. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 2. mars 1987. Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.