Þjóðviljinn - 07.03.1987, Side 8
_________________MENNING_______________
Heiður þeim sem heiður ber
I
Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs eru veitt árlega af
nefnd sérfróðra manna um bók-
menntir. Nefndina skipa tveir
fulltrúar frá hverju Norðurland-
anna auk fulltrúa Færeyinga,
Grænlendinga og Sama. Fulltrú-
amir eru tilnefndir af
menntamálaráðuneyti hvers
lands, gjama úr hópi háskóla-
kennara í bókmenntum,
gagnrýnenda eða annarra sem
láta bókmenntir til sín taka opin-
berlega.
Hefð og nýjung
Nefndin .er þannig skipuð
virðulegum fulltrúum rótgróinna
borgaralegra „stofnana", fulltrú-
um hefðar og hámenningar. Eng-
inn býst við eða ætlast til þess í
alvöru að hún verðlauni
framúrstefnu- eða tilraunabók-
menntir ungra og/eða upp-
reisnargjamra höfunda. Ögrandi
og árásargjamar bókmenntir
ögra mönnum nefnilega, ef þær
eru góðar, og gera þá reiða. Það
er helst að fólk geti sameinast um
ágæti slíkra bókmennta eftir
dauða höfundanna.
Þrátt fyrir þetta má nefndin
Norðurlandaráðs alls ekki drag-
ast aftur úr eða missa sjónar á því
sem er að gerast í bókmenntalífi
Norðurlanda. Það er nú eitthvað
annað. Hún verður að sjá allt og
heyra allt. Næmum fingrum verð-
ur hún að taka bókmenntapúls-
inn, skrá stöðuna, bera saman,
taka meðaltöl. Og þetta síðasta
er í raun meginhlutverk nefndar-
innar þ.e., að velja og verðlauna
bækur þar sem sameinuð er hefð
og nýjung - í nokkurn veginn
jöfnum hlutföllum.
Hannes Pétursson
- eða Sjón?
Þetta gerir nefndin líka með
sóma á hverjum tíma. Hinn
norski Kjartan Flögstad fékk til
dæmis bókmenntaverðlaunin
árið 1977 fyrir hið töfraraunsæja
verk sitt um Dalinn Portland.
Kjartan hefði hins vegar aldrei
verið tilnefndur til verðlaunanna
fyrir síðustu bók sína, Sjöunda
andrúmsloftið sem er (fagur-
fræðilega) alltof byltingarkennd
fyrir Norðurlandaráð. Á sama
hátt hafa Hannes Pétursson og
Jón úr Vör verið tilnefndir af ís-
lands hálfu en ekki t.d. Dagur
Sigurðarson og Sjón. Frá Noregi
var Herbjörg Wassmo tilnefnd í
fyrra en ekki t.d. Karin Moe,
ljóðskáld sem skilgreinir sjálfa
sig sem „bókmenntalegan skæru-
liða“.
Svona velur nefndin okkar af
fagmennsku og öryggi; val henn-
ar segir ekkert um ágæti bókanna
sem aldrei eru tilnefndar og
aldrei fá verðlaun - en mikið um
hina ómeðvituðu íhaldssemi
„stofnana" eins og bók-
menntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs. Þannig „stofnanir“ viljum
við hafa og yfirleitt hefur ríkt
ánægja með störf nefndarmanna.
Verðlaunaveitingar hafa sára-
sjaldan verið gagnrýndar opin-
berlega. Menn hafa ógjarna vilj-
að móðga frændur sína og vini á,
Norðurlöndum og vita líka að
það getur verið þrautin þyngri að
skera úr um hvað sé „betra en...“
eða „verra en...“ í bókmenntum.
En nú ber svo við - allt í einu - að
verðlaunaveitingin er gagnrýnd
hástöfum; allt traust manna á
stofnun og dómnefnd er fyrir bí;
„skandall“ segir sjálfur Poul Bor-
um í Danmörku, „rislítill skáld-
skapur" segir Sigurður Á. Frið-
þjófsson í Þjóðviljanum 22. fe-
brúar. Gagnrýnis- og óánægjur-
addir hafa líka heyrst hér í Nor-
egi.
Þetta eru óvenjuleg og býsna
athyglisverð viðbrögð. Sumir
hugsa kannski sem svo, að grein-
8 SÍÐA - ÞJÖÐVIUINN
arhöfundum hafi bara brugðið
svona illa þegar KONA fékk
verðlaunin, sem alla jafna eru
veitt körlum; Herbjörg er önnur
konan sem fær verðlaunin - en
þeim hefur verið úthlutað tuttugu
og sex sinnum. Er ekki ætlast til
þess að kvenmenn fái þessi verð-
laun? Eða hvað? Eru bækur
Wassmo kannski „rislítill" skáld-
skapur?
Þórubœkurnar
Þó að Herbjörg Wassmo hafi
formlega fengið bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs fyrir bók-
ina Varnarlaus himinn (Hudlös
himmel, 1986) verður sú bók ekki
skilin nema með hinar tvær fyrri í
bakgrunni þ.e. bækurnar Blinda
húsið (Huset med den blinde
glassverandaen, 1981) og Þögn-
ina (Det stumme rommet, 1984).
Norski lektorinn við H.í. hefur
kynnt þessar bækur hér í blaðinu
en til upprifjunar lesendum Þjóð-
viljans, þá fjallar þrfleikur Her-
bjargar Wassmo um Þýskara-
krógann Þóru, ca. 12 ára, sem er
að alast upp í norður-norsku sjáv-
arþorpi á sjötta áratugnum.
Mamman, Ingrid, vinnur í frysti-
húsinu því Henrik, manni hennar
og stjúpa Þóru, helst illa á vinnu.
Hann er fatlaður eftir stríðið,
drykkfelldur og bitur. í skrum-
skældri vitund Henriks er Þóra
litla tengd „óvininum“, sem var
orsökin að ógæfu hans og það
gefur honum eins konar „rétt“
gagnvart henni. Hann misnotar
barnið kynferðislega, það setur
mark sitt á allt hennar tilfinninga-
líf, samband hennar við móður-
ina og sjálfa sig.
Mótvægið við þetta þungbæra
þríhyrningssamband er hjóna-
band móðursystur Þóru og
manns hennar. Þau eru gott fólk
en Þóra getur ekki sagt þeim eða
neinum öðrum frá því sem stjúp-
faðirinn gerir henni. Hún verður
bara að reyna að lifa með því og
Dagný Kristjánsdóttir
skrifar:
síðari bækurnar tvær segja frá
þeirri baráttu.
í lok fyrstu bókarinnar er
stjúpinn fangelsaður fyrir ík-
veikju. í fjarveru hans breytist
Þóra litla úr fremur seinþroska
barni í unga stúlku, tilfinningar-
íka og klára, sem á að fá að fara í
gagnfræðaskóla í öðru þorpi -
langt frá Henrik. En sjúpinn
kemur heim, sér breytinguna á
Þóru, heyrir um áætlanir hennar
og segir fátt. Skömmu síðar
drekkur hann sig fullan, ræðst á
Þóru og nauðgar henni.
Hún reynir að gleyma þessu,
en eftir fyrstu mánuðina í skólan-
um skilur hún að hún er ólétt eftir
föðurinn. Fimmtán ára að verða
sextán, fæðir Þóra andvana barn,
alein, á gólfinu í herberginu sínu.
Barnslíkið urðar hún fyrir ofan
þorpið, daginn eftir.
Áfram reynir Þóra að lifa - en í
þriðju bókinni verður það henni
smám saman um megn. Endir
bókanna er bæði grimmur og
harmrænn en dauðinn er einasta
leið Þóru undan sínu eigin ímynd-
unarafli, eina lausnin á harmleik
þessa hrakta stúlkubarns.
Söguþráður Þórubókanna er
rifjaður upp hér til að leiðrétta
eftirfarandi missagnir úr Þjóð-
viljanum 22. febrúar; misnotkun
stjúpans á Þóru er ekki fólgin í
einu nauðgunarmáli; Þóra fær
enga „fóstureyðingu“; hún svífur
ekki frá einu þroskastigi til ann-
ars í bókunum „og endar sjálfsagt
sem ljóðskáld í sjöunda eða átt-
unda bindi“ (P. Borum og S.Á.F.
Þjv. 22.2.). Hið síðastnefnda er
ómögulegt af þeirri einföldu ást-
æðu að ekki er hœgt að lesa lok
þriðju og síðustu bókar Wassmo
öðru vísi en svo, að þar sé sagt frá
dauða Þóru.
Sá, sem endursegir bækur Her-
bjargar Wassmo svo ranglega,
hefur trúlega aldrei lesið þœr og
maður hlýtur að spyrja sjálfan
sig: Hvers vegna bjóða menn
sjálfum sér og öðrum uppá svona
vinnubrögð? Og af hverju er
höfundinum sýnd slík fyrirlitn-
ing?
Það er af því að...
Sagt er að Herbjörg Wassmo
sé í raun ekki nýskapandi lista-
maður - hún skrifi gamaldags,
hefðbundnar raunsæissögur; efn-
ið sé hræðilega ómerkilegt og
formlega sé ekkert í bókunum
sem hefji þær yfir flatan stfl afþre-
yingarbókmennta. Þeir sem
gagnrýnt hafa verðlaunaveiting-
una eru sammála um þetta. En
það þarf ekki að vera rétt fyrir
því.
Brotinn spegill
Sögur Herbjargar Wassmo eru
ekki hefðbundnar raunsœissögur
og hefðu aldrei verið skrifaðar
eða a.m.k. aldrei gefnar út, á
blómaskeiðum hinnar breiðu fé-
lagslegu/sálfræðilegu raunsæis-
sögu.
Það er fyrst nú á níunda áratug-
inum, sem blóðskömm, sifja-
spell, hafa verið rædd opinber-
lega frá sjónarhóli kvenna og
bama, fómarlambanna sjálfra.
Efnið er okkur vel kunnugt, bæði
úr goðsögum og bókmenntum
karla, þar sem það birtist oft
þmngið af sektarkennd þess sem
hefur, eða getur haft, vald til að
gera óleyfilegar fantasíur að
veruleika. Nú fyrst fáum við að
sjá efnið hinum megin frá, og að
sjálfsögðu getur Herbjörg
Wassmo ekki notað hefðbundna
frásögn til að lýsa því.
Frásagnaraðferð Þórabókanna
er hefðbundin þriðju persónu
frásögn alviturs sögumanns. Að-
alpersóna bókanna og vitund-
armiðja þeirra er hins vegar ekki
„venjuleg“ persóna. Þóra getur
ekki „speglað" samfélag sitt, ver-
ið einstaklingsbundin og dæmi-
gerð um leið, vegna þess að vit-
und hennar er brotinn spegill. í
þriðju bókinni verður bilið á milli
veruleikans og hugmynda Þóru æ
breiðara, skynjun hennar æ sturl-
aðri og veraleiki bókarinnar get-
ur því ekki orðið heildstæður,
samfelldur, þrátt fyrir hefðbund-
inn ramma bókarinnar. Bækur
Wassmo sameina þannig hefð og
nýjung á sérkennilegan hátt - það
má kalla þetta „sigur
(post)modernismans“ eða hvað
sem menn vilja - en „átakalítinn“
(S.Á.F. Þjv. 22.2.) er ekki hægt
að kalla texta Herbjargar
Wassmo; átakalausa má hins veg-
ar kalla þá bókmenntaskoðun, að
aðeins þær bókmenntir séu góðar
sem „við strákarnir“ skrifum um
sjálfa okkur og hver annan.
Dagný Kristjánsdóttir.
Itrekun til Sverris Hólmarssonar
Fyrir nokkru birtist hér í blaðinu
greinarkorn eftir mig þar sem ég
fór fram á að leiklistargagnrýn-
andi blaðsins, Sverrir Hólmars-
son, drægi til baka og bæði afs-
ökunar á tilteknum ummælum í
umfjöllun sinni um sýningu Nem-
endaleikhússins á „Þrettándak-
völdi" Shakespeares í þýðingu
Helga Hálfdanarsonar. Engin
viðbrögð hafa komið frá gagnrýn-
andanum og hlýt ég að skilja það
svo að hann telji sér hvorki skylt
að verða við tilmælunum né verja
ummæli sín. Vera kann að hon-
um þyki hér um smávægilegt mál
að ræða og ekki svaravert, en
þar er ég á annarri skoðun.
í fyrrnefndri umfjöllun um
„Þrettándakvöld“ lætur gagnrýn-
andinn að því liggja að leikurum
þyki Shakespeareþýðingar Helga
Hálfdanarsonar „illa fallnar til
leikflutnings", en séu hins vegar
ekki menn til að segja þessa
skoðun sína opinberlega. Má af
þessum ummælum draga þá ál-
yktun að hér sé um almennt álit
leikara að ræða, sem þeir þori þó
ekki að segja opinberlega eða við
Helga sjálfan, en hafi hins vegar
trúað Sverri Hólmarssyni fyrir,
svo trúlegt sem það nú er.
Auðvitað má skoða orð
gagnrýnandans í ljósi þess að
bæði hann og aðrir gagnrýnendur
virðast hafa tilhneigingu til að
hlaða lofi á allt sem Nemenda-
leikhúsið gerir og hefja það upp
til skýjanna til þess að hnýta um
leið í „gömlu“ leikarana og gera
lítið úr því sem gert er í hinum
leikhúsunum. Þannig virðast
margnefnd ummæli eiga að vera
sneið til leikara í þá veru að þó að
þeir geti ekki leikið Shakespeare,
þá geti leiklistarnemarnir gert
það. Nemendaleikhúsið geri öðr-
um leikhúsum skömm til, eins og
það var einu sinni orðað. Við
þessu er svo sem ekkert að segja
nema hvað, engum er greiði
gerður og allra síst þeim ungu
leikaraefnum sem fá eintómt lof
fyrir allt sem þau gera í Nemend-
aleikhúsinu, en síðan ekki sög-
una meir eftir að þau eru tekin til
starfa í hinum leikhúsunum.
Það skal fúslega viðurkennt að
það var vanhugsað og klaufalegt
af minni hálfu að eigna ótil-
greindum aðilum skoðanir sem
engar skjalfestar heimildir finnast
fyrir. Bið ég hlutaðeigandi vel-
virðingar.
Hins vegar er það oftúlkun á
ummælum mínum að ég telji leik-
listarnema færari um að flytja
verk Shakespeares en atvinnu-
leikara. Slíkt er auðvitað fásinna
og nægir að benda á skrif mín um
Draum á Jónsmessunótt eða Lé
konung því til staðfestingar. Hitt
er annað mál að atvinnumönnum
hefur ekki alltaf tekist sem skyldi
við flutning á verkum meistarans.
Öldungis get ég verið sammála
Sigurði Karlssyni um það að ljótt
er og rangt að gera mönnum upp
skoðanir, en hann gerir sig því
lega saklaust þó að gagnrýnendur
þjóni lund sinni með því að hrósa
nemendum til að lasta leikara, en
S.H. hefur gengið of langt þegar
hann er farinn að túlka skoðanir
leikara, eða gera þeim upp skoð-
anir, á verkum annarra lista-
manna.
Helgi Hálfdanarson hefur var-
ið drjúgum hluta ævi sinnar til að
búa leikrit Shakespeares til
leikflutnings á íslensku fyrir ís-
lenska leikara og standa þeir í
stórri þakkarskuld við hann fyrir
vikið. Það er því meira en hægt er
að taka þegjandi þegar því er
haldið fram opinberlega í blaða-
miður sekan um þann verknað
sjálfur. Hann sakar mig um þá
hlutdrægni að hafa um of hrósað
Nemendaleikhúsinu á kostnað
atvinnuleikhúsa. Þetta er hlægi-
leg firra og getur hver sem nennir
sannfært sig um það með því að
skoða skrif mín um leiksýningar
þennan og næstliðinn vetur. Á
því méli hafa að vísu verið þrjár
óvenjulega skemmtilegar sýning-
ar í Nemendaleikhúsinu sem ég
hef réttilega hrósað - Rauðhærði
riddarinn, Tartuffe og Þrettánda-
kvöld. Aðrar hafa svo tekist mið-
ur vel.
Á sama tímabili hafa verið
nokkrar ágætar sýningar í at-
vinnuleikhúsunum sem ég hef
borið verðskuldað lof á fyrir góð-
an leik. Má þar nefna í Iðnó
Draum á Jónsmessunótt, Svart-
grein að leikurum þyki verkið
misheppnað og þýðingarnar ó-
nýtar til síns brúks.
Því ítreka ég fyrri kröfu mína
um að S.H. dragi orð sín til baka
og biðji opinberlega afsökunar á
þeim.
Jafnframt skora ég á ritstjóra
Þjóðviljans að þeir geri þennan
starfsmann sinn ábyrgan orða
sinna og gerða: Að öðram kosti
er með öllu óverjandi að hann
haldi áfram að skrifa um leiksýn-
ingar í blaðið, þó að erfitt sé að fá
fólk til þeirra starfa.
Sigurður Karlsson,
leikari.
fugl, Land míns föður og Dag
vonar. í Þjóðleikhúsinu má
benda á Uppreisn á ísafirði,
Aurasálina, Hallæristenórinn og
Drauma á hvolfi. Aðrar sýningar
hafa svo auðvitað fengið minna
hrós eins og gengur, en ég get
ómögulega komið auga á þá mis-
munun sem Sigurður sakar mig
um.
Svo að vikið sé að lokum aftur
að ummælum mínum um þýðingu
Helga Hálfdanarsonar þá hrutu
þau á ritvélina í hrifningarvímu
yfir því iðandi lífi sem textinn
glæddist í þessari sýningu - og
langar mig til að ítreka þakkir til
Shakespeares, Helga, Þórhalls,
Unu og leiklistarnema fyrir frá-
bæra skemmtun.
Sverrir Hólmarsson
Sem fyrr segir er það tiltölu-
Athugasemd vegna skrifa Sigurðar Karlssonar