Þjóðviljinn - 24.03.1987, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 24.03.1987, Qupperneq 1
Þriðjudagur 24. mars 1987 69. tölublað 52. órgangur Albertsmálið Sérframboð í undirbúningi Albertsettir afarkostir: Segðu sjálfur afþér eða við spörkumþér! Frambjóðendur íReykjavík vilja Albert aflistanum. Þingflokksfundur ídag. Allirþingmennirnir munu styðja ákvörðun Þorsteins. Fulltrúaráðsfundur í bígerð Stuðningsmenn Alberts Guð- mundssonar í Reykjanesi og Reykjavík búa sig nú undir sér- framboð á vegum Albertsmanna í þessum kjördæmum. Ekkert skipulagt starf er þó hafið, ein- ungis verið að raða saman nöfnum sem gætu myndað fram- boðslista í skyndingu. í Reykjan- esi er nafn Hreggviðs Jónssonar orðað við efsta sætið. Ljóst þykir að Þorsteinn Pálsson og hans menn hafa ákveðið að láta til skarar skríða í dag eða á morgun gegn Albert. Líkur eru á því að hann tapi bæði af ráðherradómi og efsta sæti listans í Reykjavík. Þorsteinn Pálsson hefur tryggt að Steingrímur Hermannsson mun biðjast lausnar fyrir Albert Guðmundsson úr ráðuneyti sínu jafnskjótt og Þorseinn æskir þess. Þjóðviljinn hefur jafnframt traustar heimildir fyrir því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hver og einn einasti, muni styðja ákvörðun Þorsteins. Þingflokkur sjálfstæðismanna kemur saman í dag eftir að Albert Guðmundsson hefur gefið Þor- steini Pálssyni lokasvar sitt varð- andi „hugmynd“ formannsins frá því á sunnudag. En samkvæmt heimildum, bæði úr röðum fylgis- manna Þorsteins og eins röðum Alberts, virðist tilboð Þorsteins ekki hafa verið um neitt annað en afsögn úr ríkisstjóm. Albert munu hafa verið settir tveir kost- ir: að segja af sér sjálfur eða vera sparkað. Albert var þeirrar trúar að loknum fundinum með Þorsteini á sunnudaginn, að hann gæti horfið með virðingu úr ríkis- stjórninni með því að lýsa yfir að brottför hans væri tímabundin, meðan rannsókn á máli hans stæði yfir, og til að forða flokkn- um frá árásum hans vegna. Hann myndi hins vegar halda efsta sæt- inu. Að loknum öðrum óform- legum fundi samframbjóðeþda Alberts kom hins vegar í ljós að meðal þeirra er yfirgnæfandi meirihluti fyrir því að losa sig við Albert. Því er mjög líklegt að á fundi stjómar fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík í kvöld muni samþykkt að boða til fundar með fulltrúaráðinu. Þar mun koma fram tillaga um að Al- bert verði fjarlægður úr efsta sæt- inu. Tímans vegna geta Alberts- menn ekki beðið þessara úrslita, ætli þeir að eiga von um sérfram- boð. Þessvegna er nú undirbún- ingur að sérframboðum hafinn af krafti og megináherslan verður lögð á Reykjavík og Reykjanes, en reynt að bjóða fram víðar. í Norðurlandskjördæmi eystra hafa Albertsmenn viðrað þá hug- mynd, að þeir styðji lista Stefáns Valgeirssonar. Seint í gærkveldi var hópur liðsforingja hulduhers- ins að setja í gang hið gamla kosn- ingakerfi Alberts úr forsetakosn- ingunum. Sækja um listabókstaf í dag Síðdegis í gær munu Alberts- menn í Reykjavíkur- og Reykja- neskjördæmum hafa afráðið að sækja um sérstakan listabókstaf í dag. Ekki var ákveðið hvaða bókstafur yrði fyrir valinu, en þó voru menn á eitt sáttir að sækja ekki um DD lista. ÖS/lg Sjá bls. 8 og 13 Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Matthías að lýjast Embœttismannanefndin sennilega skipuð, hægrimenn reyna að þœfa málin innan hennar. Moggi: ,jkjalasafn“ Matthías Á. Mathiesen mun samkvæmt hcimildum Þjóðvilj- ans ætla að láta undan þrýstingi innanlands og.frá starfsbræðrum sínum á Norðurlöndum, og eru góðar líkur á að á fundi norrænu utanríkisráðherranna í Reykja- vík á morgun og hinn verði skipuð embættismannanefnd um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Utanríkisráðherra leggur af- stöðu sína fyrir ríkisstjómarfund fyrir hádegi í dag, og kynnir hana síðan á fundi utanríkismálanefn- dar þingsins sem hefst um eitt- leytið. Sennilegt er að Matthías reyni á ráðherrafundinum að hafa erindisbréf embættismannanna sem allra víðast, til að rúma þar þá túlkun sína á vilja Alþingis að hugsanlegt svæði eigi að ná frá Grænlandi til Úralfjalla. Ennfremur má vænta þess að íslenski fulltrúinn í nefndinni reyni að þæfa málin sem hann má í samræmi við þá stefnu í Morg- unblaðsleiðara á sunnudag að nefndin eigi að vera „einskonar skjalasafn“. Á Norðurlöndum hafa ráða- menn og almenningur fyllst æ meiri óþreyju vegna tregðu ís- lensku stjómarinnar í þessu máli, og gefa ráðherrar og aðrir áhrifa- menn í skyn að ef Matthías og félagar láta sér ekki segjast á fundinum í vikunni verði haldið áfram án þess að skeyta um ís- lenska aðild. -m Sjá síðu 2, 16 og leiðara Hópurinn „Við krefjumst framtíðar" sem sprottið hefur upp vegna ráðherraf- undarins, sem hefst á morgun, heldur stórtónleika á Lækjartorgi á morgun. Hluti þeirra sem að tónleikunum standa, frá vinstri: Bjarni Tryggvason, Tolli, Margrót S. Björnsdóttir, Thor Vilhjálmsson, Ragnhildur Gísladóttir, Bubbi Mort- hens, Guðbjörg Halldórsdóttir, Viðar Eggertsson, Anna Hildur Hildibrandsdótt- ir og Halldór Þorgeirsson. Tónelikarnir eru aðeins einn liður í baráttu hópsins, sem heldur hér á loft kröfunni: „Aldrei kjarnorkuvopn á Islandi". Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd: Stórfundur og tónleikar á Lækjartorgi Fundur utanríkisráðherra Norðurlandanna hefst á morgun. Síðasta tœkifœri íslendinga Samtök friðarhreyfinga hafa boðið til útifundar á Lækjart- orgi á morgun þar sem þess verð- ur krafist að íslenska ríkisstjórn- in láti af andstöðu sinni við hug- myndina um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd, en á morgun hefst í Reykjavík fundur utan- ríkisráðherra Norðurlandanna þar sem úrslit ráðast um hvort Island skerst úr leik eitt landa. Hópur listamanna sem sprottið hefur upp vegna fundarins og kallar sig „Við krefjumst framtíð- ar“ stendur fyrir tónleikum á Lækartorgi kl. 16.30, þar sem Bubbi Morthens og Ragnhildur Gísladóttir verða í fararbroddi fjölmargra landskunnra tón- listarmanna. Um klukkan 17.00 verður gengið frá Lækjartorgi að Borgartúni 6, þar sem fundur utanríkisráðherranna fer fram og afhent ályktun þar sem þess er krafist að ísland taki þátt í skipan embættismannanefndar, sem frestað hefur verið hvað eftir annað, þar sem íslensk stjórnvöld hafa ekki viljað kveða upp úr um þátttöku. Þeir sem sækja ráðherrafund- inn fyrir hönd Norðurlandanna eru: Paavo Váyrynen, Finnlandi, Sten Andersson, Svíþjóð, Uffe Elleman-Jensen, Danmörku og Thorvald Stoltenberg, Noregi, og er það fyrsta opinbera heim- . sókn hans síðan hann tók við embætti við fráfall Knud Fryden- lunds. -hj. Kennarar Sama ólystuga naglasúpan Slitnaði upp úr viðrœðum við kennara í gœr Tilboðin frá samninganefnd ríkisins hafa verið sama ólyst- uga naglasúpan frá upphafí og við gerðum okkur ljóst að það var tUgangslaust að ræða frekar sam- an á meðan tilboðin eru alltaf mismunandi tUbrigði við sama stefið,“ sagði Sigurður Svavars- son hjá HÍK, eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðum mUli ríkisvaldsins og kennara í HIK. „Þetta hefur verið sama tilboð- ið, aftur og aftur, það eina sem breytist eru dagsetningarnar," sagði Kristján Thorlacius, for- maður HÍK. „Þeir bjóðast til að hækka byrjunarlaun upp í 38.835 kr. en vilja láta kennara með hærri starfsaldur borga brúsann og skera niður aðra launaliði þannig að síðasta útgáfan af til- boðinu þýddi allt frá 1.83% lækk- un upp í 18-20% eftir því hvar menn eru í stiganum.“ Nemendur í framhaldsskólum hyggjast leggja áherslu á stuðn- ing sinn við kennara með því að leggjast á bflflautur í tvær mínút- ur samfleytt kl. 13.00 í dag. -vd.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.