Þjóðviljinn - 24.03.1987, Side 4

Þjóðviljinn - 24.03.1987, Side 4
LEIÐARI Vilji þjóðarinnar er Ijós, Matthías Á morgun hittast í Reykjavík utanríkisráðherrar Norðurlanda á vorfundi sínum. Allir eru þeir góðir gestir og velkomnir til Islands, og er þó einkum ástæoa tn að fagna hinum norska Thorvald Stoltenberg sem hingað kemur í fyrstu opinbera heimsókn sína. Og um leið gefst tækifæri til að votta Norðmönnum sam- úð okkar vegna fráfalls fyrirrennara hans, hins knáa Knúts Frydenlund, sem (slendingum var að góðu kunnur, meðal annars úr landhelgisdeilum og Jan Mayen-málum. Fundur ráðherranna nú er mikilvægari en slíkir fundir eru allajafna. Fyrir fundinum liggur tillaga um fyrsta sameiginlega skref norrænna þjóða á opin- berum vettvangi að stofnun kjarnavopnalauss svæðis á Norðurlöndum, tillaga um að setja á stofn nefnd embættismanna til að vinna að tæknilegri út- færslu hugmyndarinnar og athuga með hvaða hætti svæðisstofnun er möguleg. Það liggur fyrir að þeir Sten Anderson, Uffe Elleman-Jensen, Paavo Váyrynen og Thorvald Stoltenberg leggja mikla áherslu á að þessi nefnd verði stofnuð. Svo mikla að danski ráðherrann og sá norski hafa boðið Matthíasi Á. Mathiesen að fresta fundinum ef Matthías telji að fundartíminn komi illa við kosningabaráttu ráðherrans í Reykjanesi. Það er líka að verða deginum Ijósara að í grann- löndum okkar gætir mikiliar óþreyju vegna tregðu íslenska utanríkisráðherrans í þessu máli. Þar er farið að tala opinberlega um að halda áfram án íslands. í stærsta dagblaði Noregs, Aftenposten, var meðal annars fjallað um þessi mál undir fyrirsögn- inni „Norrænn þrýstingur á íslendinga", og þar er talið að Norðmenn, Svíar og Finnar séu með í er- minni ákvörðun um að stofna embættismannanefn- dina án íslenskrar þátttöku ef herra Mathiesen held- ur fast um sinn sporð, sem einsog kunnugt er lykur sig jafnt um Grænland og Úralfjöll, og gott ef ekki suður yfir (talíu, og er þá skammt í að Hafnfirðingur- inn hugumstóri sé kominn til annarra hnatta. Hver og einn getur gert sér Ijósar þær hættur sem hljótast af því að íslendingar sitji hjá í þessu sam- starfi Norðurlandaþjóða. Við værum þarmeð að reisa múr á milli okkar og granna okkar, og er þó enn verra að slík hjáseta jafngilti nánast tilboði til kjarn- orkuveldanna, og þá fyrst og fremst Bandaríkjanna, um að hér sé barasta allt í lagi að setja niður kjarna- vopn. Matthías hefur enn ekki lýst því yfir hvort hann ætlar að taka þátt í skipun embættismannanefndar- innar. En þjóðin hefur lýst því yfir að hún vill takast í hendur við frændur okkar í þessu máli. Þjóðviljinn hefur oft varað við því að of mikið mark sé tekið á skoðanakönnunum, miklar ályktanir dregnar af nokkurra prósenta tilfærslu milli flokka eða stóridómur kveðinn upp á grundvelli þriggja eða fjögurra svarenda. Sú könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir skömmu um fylgi íslendinga við kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd verður hinsvegar engan veginn véf- «ngd. Stuðningurinn eryfirgnæfandi, fortakslaus, án nokkurs spurningarmerkis. Áttatíu og sex komma átta prósent spurðra eru hlynntir aðild íslands að þessu norræna samstarfi. Áttatíu og níu komma sex prósent þeirra sem tóku afstöðu eru hlynntir. Af kjós- endum Alþýðubandalagsins og Kvennalistans eru meira en 95% hlynntir. Af kjósendum Framsóknar- flokksins sem situr í ríkisstjórn með Matthíasi Á. Mathiesen eru tæplega 90% hlynntir. Af kjósendum Alþýðuflokksins, sem hefur veitt Matthíasi Á. Mathie- sen stuðning í andófi hans á norrænum vettvangi, eru yfir 90% hlynntir. Af kjósendum Sjálfstæðis- flokksins sjálfs eru 83,4% hlynntir, þar af 67,2% mjög hlynntir. Og í því kjördæmi þarsem Matthías Á. Mathiesen berst við hlið forsætisráðherra síns við þá Geir Gunnarsson og Ólaf Ragnar Grímsson eru 86,3% kjósenda hlynntir íslenskri aðild. Þurfi frekar vitnanna við um afstöðu þjóðarinnar má benda utanríkisráðherra á að lesa þá áskorun sem í gær birtist í DV frá um 60 valinkunnum íslend- ingum. Undir þá áskorun ritar áhrifafólk af öllum sviðum samfélagsins. Undir þá áskorun rita þær Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verkalýðsleiðtogi og Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari, þeir Hall- dór Laxness og Helgi Ólafsson stórmeistari, þau Herdís Þorvaldsdóttir leikari og Hjörtur Þórarinsson búnaðarfélagsformaður, rektorarnir Jónas Pálsson og örnólfur Thorlacius, biskuparnir Sigurbjörn Ein- arsson og Pétur Sigurgeirsson, þeir Finnur Ingólfs- son, aðstoðarmaður ráðherra, og Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri, séra Jón Ragnarsson í Bol- ungarvík og Kristín Á. Ólafsdóttir, varaformaður Al- þýðubandalagsins, og þeir Sigurður Blöndal skóg- ræktarstjóri og Stuðmaðurinn Valgeir Guðjónsson, svo aðeins séu nefndir örfáir áskorendur úr fjöl- skrúðugum hópi. Þetta er afar skýrt. Afar einfalt. Þetta eru afar afdráttarlausarog skorinorðarábendingartil utanrík- isráðherrans Matthíasar Á. Mathiesen um að láta íslenska hagsmuni ráða og fara að íslenskum þjóð- arvilja á fundinum á morgun og á fimmtudag. -m KUPPT OG SKORK) Forsetinn örug'gur fullur sjálfstrausts íraeuu ig* i tyiímMumii f aörd- >rh)uU raiT-ti sagðí j.ýi'.marher b»:Mi umkrmjrt ffbjiita her- A svgéðir.u ftróJfi mitii Bír Kor* ia4i Doorn. Ho/ðu 3S4 iibftk- raowi verið frlídir 47 tetoiir Hfu. Kngiun bcSIH komisl unrf- mn^íWti ___ rasía loi& 1 bankitíit. í‘h*d oik Innrisurlwri LlOyu a hufur stuW yfir tri jivf um j a tfoneraher sl. Stjómuriiennr, / • að hrt'kju lJbýuraentv sem 1 . u/jpra/anarmenn i íiorínir- I Chiú). úr laruií. Ýms>r4iiipur ! } brtftt iiamt vm vAM i iandinu j tiruiug* akrið. j fujidraiUT/ fWw- hingboo f fyiru- kviöd. Jeagan sagður hafs innið mikinn sioiir Huggun að utan Heimilisböl er þyngra en tár- um taki og það er kannski ekki nema von að Morgunblaðið væri um síðustu helgi fáort um fjöl- miðlaframhaldssögu Sjálfstæðis- flokksins, Þorsteins sögu og Al- berts. Eins þótt þetta hafi óneitanlega verið æsispennandi saga og hin eina innlenda fram- leiðsla síðustu ára sem getur skákað Dallas og Dynasty að vinsældum í sjónvarpi. Þegar menn eru án ills gengis neman heiman hafi er gott að hugga sig við það, að einhvers- staðar á fjörrum ströndum séu já- kvæð og uppbyggileg tíðindi að gerast sem munu andann hressa og kæta. Og slík tíðindi fann Morgunblaðið á blaðamanna- fundi um íranshneykslið sem Re- agan Bandaríkjaforseti hélt í Hvíta húsinu rétt fyrir helgina. Forsetanum tókst í þeirri lotu enn einu sinni að leika þann leik sem hann er frægastur fyrir - að hrista af sér gagnrýni fyrir meira en hæpna pólitík með vel útfærðri sviðsframkomu. Með þeirri niðurstöðu að Morgunblaðið, sem lætur sér annt um Reagan með meiri innileik en dæmi eru til í öðrum fjölmiðlum í okkar heimshluta, getur slegið því upp sem aðalfyrirsögn á forsíðu laugardagsblaðsins að: „REAGAN SAGÐUR HAFA UNNIÐ MIKINN SIG- UR“. Sjálfstraust forsetans Á eftir fer frétt sem tvær frétta- stofur og svo fréttaritari Morgun- blaðsins, ívar Guðmundsson eru borin fyrir í sameiningu, því nú liggur mikið við. Það sem blaðinu þykir mestu varða í sendingum þessara aðila er þetta hér : „Stuðningsmenn Ronalds Re- agans Bandaríkjaforseta eru himinlifandi vegna þess hve vel hann þykir hafa staðið sig á blaðamannafundinum í fyrra- kvöld. Jafnvel andstæðingar for- setans viðurkenna að hann hafi farið með mikinn sigur af hólmi á fundinum, sem beðið hafði verið eftir með mikilli eftirvæntingu. Stjómmálaskýrendur austan hafs og vestan eru sammála um að Re- agan hafi unnið á með fundinum og að hann hafi verið fullur sjálfs- trausts og öruggur í fasi á fundin- um . Þetta stef er svo ítrekað með nokkmm tilbrigðum bæði í for- síðugreininni og í fimm fréttum inni í blaðinu, sem fylla heila síðu. Fyrirsagnirnar sjálfar, sem eru öðm fremur framlag blaðs til fréttaflutnings, segja sína sögu af mikilli hamingju með Reagan. Efsta fregnin þenur sig þvert yfir síðu undir uppbyggilegri fyrir- sögn : „Forsetinn öruggur og full- ur sjálfstrausts". Næsta frétt fjall- ar um gagnrýni á stjórnarhætti Reagans, sem fram kom á marg- nefndum blaðamannafundi, og verða þar ekki heldur maðkar í mysunni: „Stjórnarhættir vom eðlilegir" er hin sjálfsagða yfir- skrift blaðsins. Fyrirsagnir hinna fréttanna þriggja em og allar til þess fallnar að gera hlut Ronalds Reagans sem allra bestan. Ein er um að Reagan taldi sig vita að „Lausn gíslamálsins var í sjón- máli“. Önnur samþykkir þá túlk- un Reagans á peningastreymi frá vopnasölu til írans til Contras- kæmliða í Nicaragua að hann „Vissi ekki um leynilegan stuðn- ing við skæruliða". Og í þriðja lagi er þess getið að Bush varafor- seti hafi verið hlynntur hinni vafasömu vopnasölu til írans, sem allt snýst um. Rösklega í pontu ítrekanirnar í textanum sjálf- um segja og sína sögu af fögnuði Morgunblaðsins yfir því að loks- ins tókst Reagan að snúa á fjend- ur sína. Nokkur dæmi : „Reagan Bandaríkjaforseti virtist í góðu jafnvægi og fullur sjálfstrausts“ „Frammistaða forsetans þótti sannfærandi og svaraði hann spurningum af festu og öryggi.“ „Á blaðamannafundinum varði Reagan eigin framgöngu af mikilli fimi“ „Forsetinn bar sig frjálsmann- lega er hann kom til fundar við blaðamennina, gekk rösklega að pontunni og bað strax um fyrstu spurninguna. Afgreiddi hana fljótt og bað um næstu. Hann var í essinu sínu og svaraði spurning- um fljótt og vel, stundum með gamanyrðum og af kankvísi.“ Takið eftir listrænum smáat- riðum eins og „afgreiddi hana fljótt og vel“. Svo sannarlega er það elskuleg tilbreyting í grimmum heimi að sjá einn vold- ugan fjölmiðil fyllast bernskri og jákvæðri og uppbyggilegri hlýju og trúnaðartrausti með þessum hætti. Ekkert geröist Þetta er allt þeim mun merki- legra, sem það kemur um leið fram í þessum smásmugulega fréttaflutningi Morgunblaðsins af blaðamannafundinum, að í raun og veru hafi „ekkert nýtt fram komið í málinu“. Er einmitt þetta sagt samdóma álit fréttaskýr- enda. Það er og tekið fram að Reagan forseti hafi „reyndar ekki virst taka gagnrýni Towemefnd- arinnar til sín“ - og er þar með átt við þung skeyti sem beinst hafa að forseta og hans embættisrek- stri sem koma frá sérstakri þing- nefnd um íransmálin. Þeim hefur Reagan ekki svarað Hann hefur slegið á aðra sálma. Hann hefur bmgðið í staðinn á gamanyrði og kankvísi. Blaðamannafundur þessi er enn eitt dæmið um það hve grátt aðstæður í fjölmiðlaheimi leika mannfólkið. Það gleymist gjör- samlega að gefa að því gaum, hvort fjölmiðlafígura á borð við Bandaríkjaforseta hefur svarað spurningum eða vikið sér undan þeim, hvort eitthvað nýtt kemur fram eða ekki. Það er annað sem sætir tíðindum: sjálf framganga forsetans, hvort hann hefur lært vel eða illa það hlutverk hins trausta landsföður, sem að vísu getur orðið á mistök, en sem engu að síður sýnist hafa öll ráð í hendi sér. Og það er um leið ljóst, að eftir þessari framgöngu fer það, hvort meirihluti þjóðar Reagans telur hann hæfan forseta eða óhæfan. Það sem hann hefur gert skiptir litlu máli í því sam- hengi. Og matreiðsla Morgunblaðsins á þessu máli gefur ekki annað til kynna en að þetta sé allt nokkuð gott. Litlu verður Vöggur feginn. áb. þlÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar ÚtgefandhÚtgáfufélagÞjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, práinn Bertelsson, Ossur Skarphóðinsson. Fróttastjórl: LúðvíkGeirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristin Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, ÓlafurGíslason, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Asgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir, VíðirSigurðsson (fþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar. LJósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlttstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýslngastjórl: Sigriður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Slmvarsla: Katrin Anna Lund, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóðlr: Ólöf Húnfjörð. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu-og afgreiðslustjórl: HörðurOddfrlðarson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristln Pétursdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ölatur Bjömsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, slmi 681333. Auglýslngar: Sfðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmlð|a Pjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð I lausasölu: 50 kr. Helgarblöð:S5 kr. Áskrlftarverð é ménuðl: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÖÐVIUINN Þrlðjudagur 24. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.