Þjóðviljinn - 24.03.1987, Page 6

Þjóðviljinn - 24.03.1987, Page 6
VTOHORF Byggðaþjónustan auglýsir Við leitum að starfsfólki fyrir öflug félagasamtök, til eftirtalinna starfa: Félagsráðgjafi: Starfið felst í: Aðstoð við félagsmenn, viðtöl, fyrirgreiðslu, ráðgjöf og úrlausn ýmissa málefna. • Að vera tengiliður milli stjórnar og félags- manna. • Aðstoða nefndir félagsins við þeirra við- fangsefni. • Að afla sér frekari þekkingar á náms- keiðum heima og erlendis til að auka hæfni sína í starfi. Starfið krefst: • Sjálfstæðis, frumkvæðis og hæfni í mann- legum samskiptum. • Aðlögunarhæfni, þolinmæði og nærgætni. Við leitum að félagsráðgjafa, félagsfræðingi, sál- fræðingi eða kennara. önnur menntun kemur einnig til greina. Ritari forstöðumanns: Starfið felst í: • Ritun fundargerða • Undirbúningi funda • Bréfaskriftum • öflun gagna og úrvinnslu þeirra. Starfið krefst: • Góðrar íslenskukunnáttu • Kunnáttu í erl. tungumálum • Vélritunarkunnáttu • Hæfni í mannlegum samskiptum. Við leitum að starfskrafti með stúdentsmenntun eða hliðstæðu þess. (Til greina kæmi hálfsdags starf til að byrja með.) Tölvuritari (Operator): Starfið felst í: • Innskrift á tölvu • Notkun nokkurra hugbúnaðarforrita • Tölvuvinnslu bókhalds, félagaskráa o.fl. Starfið krefst: • Þekkingar og reynslu í tölvuvinnslu. • Hæfni í mannlegum samskiptum • Að viðkomandi sé reiðubúinn að sækja nám- skeið í tölvuvinnslu og tileinka sér nýjungar á því sviði. Við leitum að dugmiklum öruggum starfskrafti sem getur unnið starf sitt í góðum tengslum við marga aðila. í boði eru: • Góð vinnuaðstaða • Góð laun • Góður starfsandi á vinnustað • Hlunnindi Umsóknir berist okkur bréflega fyrir 5. apríl n.k., og tilgreini þær aldur, menntun og fyrri störf um- sækjenda. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Byggðaþjónustan Nýbýlavegi 22 Pósthólf 97 200 Kópavogur Mistúlkanir og rangfærslur opið bréf til þín eftir Önnu B. Sveinsdóttur og Guðbjörgu Emilsdóttur Nú stendur yfir verkfall Hins íslenska kennarafélags. Ýmislegt er því sagt og skrifað um laun og störf kennara. Sem betur fer virð- ist að flestir séu sammála um að bæta þurfi kjör kennara og þá ekki þeirra vegna heldur til þess að hæft fólk haldist í stéttinni. Því miður eru kennarar þó oft niður- lægðir með spurningunni um hvort þeir vinni fyrir launum sín- um og það jafnvel dregið í efa. Undanfarið hafa birst í dag- blöðum ýmsar greinar um kaup og kjör kennara og þar hafa oft komið fram ýmsar rangfærslur og ýmis leikur að tölum sem okkur finnst nauðsynlegt að leiðrétta. Fimmtudaginn 12. mars birtist grein í Morgunblaðinu undir íýrirsögninni „Byrjunarlaun kennara verði 61.319 kr. á mán- uði”. í greininni stóð ...„Byrjun- arlaun kennara utan persónu- uppbótar og annarra álaga eru nú 33-34 þúsund krónur á mán- uði”. (Undirstrikanir eru höf- unda). Það rétta er hins vegar að: Byrjunarlaun grunnskólak- ennara eru 32.851 kr. samkvæmt launatöflu nkisstarfsmanna BHMR og BK 1. desember 1986, flokkur 136 miðað við 148 stig, miðað við þriggja ára háskóla- menntun. Persónuuppbót fá allir ríkis- starfsmenn greidda í desember. Sama upphæð er fyrir hvem og einn, óháð þeim launaflokki sem viðkomandi er í. Tekið skal fram að til að fá persónuuppbót þurfa menn að hafa unnið í að minnsta kosti eitt ár hjá ríkinu, þannig að | hún leggst ekki á byrjunarlaun , kennara. Persónuuppbótin var í desember ’86 kr. 7641. Annað álag. Það álag sem greitt er kennurum er heima- vinnu yfirvinna (oft nefnt st-íla- pen-ing-ar) sem greitt er ein- göngu þeim kennurum sem kenna svo-kall-aðar bóklegar greinar, til dæmis íslensku, stærð- fræði og samfélagsfræði. Kennar- ar sex ára bama fá aðeins 75% álags þess er þeir fengju fyrir að kenna öðmm árgöngum. Aðrir kennarar sem kenna fög svo sem íþróttir, myndmennt og hand- mennt fá ekki þetta álag greitt. Stflapeningar eru reiknaðir út frá nemendafjölda, stundafjölda og ákveðnum stuðli 0.0025 klukk- ustundir. Dæmi: kennari í fullu , starfi kennir tveimur bekkjum með 20 nem-end-um í hvomm, ' samtals 30 vikustundir fær kr. 1.971 á mánuði (Sérkjarasamn- ingur fyrir gmnnskóla grein 4.2.3.). Kennurum er skylt að sinna gæslu í frímínútum sem eru eins og allir vita kaffihlé kennara. Laun fyrir gæsluna em kr. 434 á mánuði. Tekið skal fram að kennarar geta ekki skorast undan þessari gæslu. Þá er allt álag kennara upp tal- ið. Hæsti taxti grunn- skólakennara , Geta má þess að eftir 15 ára starf er gmnnskólakennarinn , kominn á hæsta taxta. Laun hans em þá kr. 45.320 á mánuði. Þannig stenst það alls ekki að meðaldagvinnulaun kennara séu 48-49 þúsund eins og fram kom í | grein í Morgunblaðinu föstudag- inn 13. mars undir fyrirsögninni „Óbreytt kennsluskylda en launin hækki minna.” Ef til vill gerir fólk sér ekki grein fyrir þeirri vinnuaðstöðu sem kennarar búa við. í fæstum skólum er sköpuð vinnuaðstaða, það er að segja húsrúm, næði, verkfæri og önnur gögn til að vinna þá vinnu utan beinnar kennslu sem eru 13.25 tímar á viku samkvæmt kjarasamningi. Kennarar þurfa því að hafa að- stöðu heima fyrir þar sem þeir sinna undirbúningsvinnunni. Hingað til hafa kennarar ekki fengið greitt fyrir lánað húsnæði né heldur ritföng og þær fræði- bækur sem þeir óhjákvæmilega þurfa að hafa til að geta undirbú- ið sig og fylgst með nýjungum. Vinnutími grunnskólakennara mundu taka málin til umfjöllunar og í versta falli mótmæla skrifum. Sú hefurekki orðið raunin. Málin hafa ekki verið rædd opinberlega og ég tel nú, að stærsti ókostur smáríkis, sem vill virða lýðrétt- indi, sé því til fyrirstöðu þ.e. ná- lægð manna og hagsmunatengsl. Lögfræðingar í réttarkerfinu og stofnunum, sem því tengjast, eru fáir. Þeir fá allir starfsmenntun í sömu Lagadeildinni. Þeir hittast og oft og vinna oft saman. Það er til dæmis nokkuð algengt að próf- essorar Lagadeildarinnar taki þátt i að dæma mál í Hæstarétti sem varadómarar, og ekki mun dæmalaust að starfsmenn Laga- deildarinnar láti réttarkerfis- stofnunum ráðgjöf í té. Það gefur því auga leið, hversu örðugt það hlýtur að vera fyrir þessa menn að gagnrýna dóma og störf, t.d. Hæstaréttar. Enda heyrir það til algerra undantekninga að maður verði þess var. Það er hrapallegt því að það er eitt af aðalhlutverk- um starfsmanna Lagadeildarinn- ar að vinna fræðistörf. Má ekki gera ráð fyrir veigamiklum fræði- störfum, nema menn séu sjálf- stæðir og óbundnir gagnvart þeim stofnunum, sem um er fjall- að. í seinni tíð, t.d. á því kjörtíma- bili sem nú er að ljúka, hef ég skrifað stórorðar greinar í stærstu fjölmiðla um framkvæmd opin- berra mála, einkum meðferð þeirra fyrir Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hef talið Iögin og fram- kvæmdina brot á grundvallarrétt- indum manna samkv. stjórnar- skránni, um að dómstólar skuli fara með dómsvaldið, einnig brot gegn mannréttindasáttmálum Evrópuráðsins og Sameinuðu þjóðanna. Vonaði að alþingis- menn hrykkju við og létu athuga mál. Það gekk ekki eftir. Dómsmálaráðherrann lýsti að vísu yfir, að embættismenn úr kerfinu mundu verða fengnir til að athuga málin, en ekki taldi hann ástæðu til að láta hlutlausa miðað við fulla kennslu er 45.75 klukkustundir á viku. Venjuleg dagvinna er 40 klukkustundir á viku. Þá sést að kennarar vinna 5.75 stundir framyfir dagvinnu en samkvæmt kjarasamningum greiðist sú vinna mörgum mánuð- um seinna sem sumarlaun. Við samningu þessarar greinar höfðum við úr mörgum villandi blaðagreinum að velja, umrædd- ar greinar eru því ekkert eins- dæmi. Með von um að hafa leiðrétt einhverjar rangfærslur og rang- hugmyndir um laun kennara. erlenda sérfræðinga athuga þau, enda of kostnaðarsamt að hans mati. Enginn af sextíu alþingis- mönnum þjóðarinnar hefur þurft að spyrja nokkurs um þessi skrif eða önnur í sama dúr. Er ekki vitað til að nokkuð hafi verið gert til hlutlausrar fræðilegrar athug- unar á þessu atriði á kjörtímabil- inu. Sama virðist gilda um aðra þætti réttarkerfisins. Þeim hefur lítið eða ekki verið sinnt af AI- þingi svo séð verði. Lokaorð Sofandaháttur alþingismanna í réttarfarsmálum hefur komið á óvart, vegna þess að á því sviði hafa þeir sérstakar skyldur. Þeir hafa unnið eið að stjómarskránni og þeim ber að ganga tryggilega úr skugga um að ekki sé brotið gegn ákvæðum hennar, ef tilefni verða til. Greinar í fjölmiðlum eftir fjölmarga og jafnvel bækur, sem hafa verið skrifaðar um þessi efni, eru næg tilefni. Nú þegar þessir sömu menn bjóða sig fram til endurkjörs er óhjákvæmilegt að vekja athygli á þessu. Ekki er mögulegt að þegja um sinnuleysi þingmanna, þegar einn veigamesti þáttur allsherjar- valdsins á í hlut. Sá þáttur, sem allir landsmenn geta notað, þátt- ur, sem afgreiðir mál svo tugum þúsunda skiptir á hverju ári og hefur æðsta úrskurðarvaldið. Kjarnaatriði stjórnunar er að þeir, sem falin er stjóm, sýni ár- vekni og fordæmi. Ef það tekst ekki, má gera ráð fyrir að menn ætli að þeim leyfist það, sem höfðingjamir hafast að. Þetta á ekki síst við í samfélagi velferðar og mildi. Það horfir því illa um árangur af störfum þeirra alþing- ismanna, sem setið hafa að und- anfömu, og þarf að verða breyting á. Aðeins í alþingiskosningum er tækifæri til að kjósa eða láta vera að kjósa alþingismenn, sem hafa sýnt mannréttindum og stjómar- skrá skeytingarleysi. Kjósum því nýja alþingis- menn. Tómas Gunnarsson er lögma&ur hér í borg. Anna Bj. Sveinsdóttir Guðbjörg Emilsdóttir „Geta má þess, að eftir 15 ára starfer grunnskólakennari kominn á hœsta taxta. Laun hans eru þá kr. 45,320 á mánuði. Þannig að það stenstþá alls ekki, að meðaldagvinna kennara sé 48- 49þúsund á mánuði... “ 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN 1 Þrlðjudagur 24. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.