Þjóðviljinn - 24.03.1987, Page 9
Alberts
Sérframboo
eina leið
Forsœtisráðherra
Ber fulla ábyrgð
á Albert
Steingrímur Hermannsson segir Albertsmálið innan-
hússmál Sjálfstæðisflokksins. Bersjálfurfulla ábyrgð
á öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar samkvæmt
stjórnarskrá
„Ég hef sagt það áður að
sem forsætisráðherra myndi
ég ekki biðjast lausnar fyrir Al-
bert Guðmundsson nema um
ákæru væri að ræða, og það er
rétt að ég hef einnig lýst því
áður yfir að ég hefði kosið að
hann segði af sér ef hann væri
ráðherra Framsóknarflokks-
lns,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra í
samtali við Þjóðviljann.
Það hefur óneitanlega vakið
mikla athygli síðustu daga að for-
sætisráðherra hefur neitað allri
ábyrgð á stöðu Alberts Guð-
mundssonar í ríkisstjóminni og
sagt skattsvikamál hans vera al-
farið mál Sjálfstæðisflokksins.
Lögfróðir menn og sérfræðing-
ar í stjómarfarsrétti, sem Þjóð-
viljinn ræddi við í gær, sögðu hins
vegar að ábyrgð forsætisráðherra
á samráðherrum sínum væri söm
og jöfn sama í hvaða flokki þeir
væm. Við stjórnarmyndun er
lagður fram einn ráðherralisti, og
sú ríkisstjóm er nú situr er ríkis-
stjóm Steingríms Hermanns-
sonar þar sem Albert Guð-
mundssonar er einn ráðherra.
Eini maðurinn sem getur form-
lega vikið Albert úr ríkisstjóm-
inni er Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra.
„Það er ekkert nýtt í þessu máli
gagnvart mér, en ef um ákæm
væri að ræða þá teldi ég það al-
varlegt gagnvart ríkisstjóminni
og ég yrði að biðja slíkan mann
að víkja úr stjóminni,“ segir
Steingrímur. _jg.
Stuðnlngsmenn Alberts
Guðmundssonar eru flestir
sammála um að rimma hans
við Þorsteln Pálsson hafi tekið
mjög á hann og ættingja hans.
Hinum gamla stríðshesti sé nú
svo brugðið éftir misseris-
langt þref við fiokkseigendafé-
lagið í Valhöll, að við atlöguna í
síðustu viku hafi honum þorrið
allur kraftur. Af þeim sökum sé
hann nú reiðubúinn að fallast á
„sættir“ í svokölluðum Ai-
bertsmálum með því að ganga
án skilyrða að „hugmynd" Þor-
steins frá því árla á sunnu-
dagsmorgun.
Meðal stuðningsmanna Al-
berts ríkja mikil vonbrigði með
sinnaskipti Alberts og ýmsum
þykir hann skorta kjark til að tak-
ast á við flokkseigendafélagið í
Valhöll. Þetta fólk telur að það sé
ekki samboðið manni með feril
Alberts að baki sér að leggja nú
niður rófuna fyrir hvolpi á borð
við Þorstein Pálsson og hverfa úr
ríkisstjóm.
„Hann er að viðurkenna sekt
með því, sem við viðurkennum
ekki,“ sagði Suðurnesjamaður úr
stuðningsmannahópnum, sem
hefur síðustu dægur komið á fót
vinnuhópi til að undirbúa fram-
boð í Reykjaneskjördæmi, komi
framboðskallið á síðustu stundu.
Annar stuðningsmaður Alberts
sagði í viðtali við Þjóðviljann að
það ríktu mikil vonbrigði „með
þrekleysi gamla mannsins“.
Maður, sem átti þátt í undirbún-
ingi stórfundarins í Þórskaffi,
sagði sömuleiðis: „Hann tapar
allri vigt ef hann skríður upp í til
þeirra aftur“. í þessa veru vom
ummæli Albertsmanna, allt frá
Grindavík til Húsavíkur, sem
Þjóðviljinn talaði við í gær.
Félagsmálapakki
Albert sat sjálfur og snæddi í
hádeginu í gær á óformlegum
fundi með nokkmm helstu stuðn-
ingsmönnum sínum. Á þeim
fundi lét hann ekki uppskátt um
„hugmynd" flokksformannsins
en var, að sögn, óvanalega
daufur og nokkur uppgjafarbrag-
ur yfir miðframherjanum gamla.
Á meðal sumra stuðnings-
manna Alberts er „hugmynd“
Þorsteins Pálssonar kölluð fé-
lagsmálapakkinn.
Menn gera að því skóna að hún ,
sé blanda af tveimur þáttum:
annars vegar tilboði um eins
virðulegt brotthvarf úr íslenskum
stjórnmálum og kostur er; hins .
vegar hótunum.
Meginkjarni í máli Þorsteins á
sunnudag mun hafa verið skilyrð-
islaus krafa um að Albert segði
sjálfur af sér ráðherradómi með
þeim rökstuðningi, að áfram-
haldandi vera hans í ríkisstjóm
myndi skaða kosningalíkur
flokksins. Því myndi hann af
sjálfsdáðum hverfa úr stjórninni
„til að vemda flokkinn".
Loforðin
Þorsteinn mun sömuleiðis hafa
ýjað að því, að í yfirlýsingu sem
Álbert gæfi um málið mætti hann
meðal annars segja, að brott-
hvarf hans væri einungis tíma-
bundið og hann kynni að sækjast
eftir ráðherradómi í næstu stjóm.
í samtali þeirra tveggja á
sunnudaginn gaf Þorsteinn hins
vegar engar yfirlýsingar fyrir
hönd flokksforystunnar um efsta
sætið á listanum í Reykjavík.
Hann mun hafa gert Albert það
alveg ljóst, að það mál væri ekki í
höndum neins annars en fulltrú-
aráðsins í Reykjavík. Þannig hef-
ur Þjóðviljinn fullar heimildir
fyrir því, að ekki var boðið upp á
samning í þá vem sem D V skrifar
um í gær, þ.e.a.s. að Albert fari
úr stjóminni en haldi efsta sætinu
á listanum, þar sem Þorsteinn
hefur enga heimild til að ráðstafa
sætum á listanum í Reykjavík.
Stuðningsmenn Alberts láta
hins vegar í veðri vaka að Þor-
steinn hafi á hinn bóginn látið þá
skoðun uppi að hann teldi ólík-
legt, miðað við stöðuna, að full-
trúaráðið freistaði breytinga á
skipan listans.
Sögusagnir um að formaður
Sjálfstæðisflokksins hafi tjáð Al-
bert að hann væri fyrir sitt leyti
reiðubúinn að tryggja honum
sendiherratign í Frakklandi þeg-
ar eitt ár eða tvö væm liðin af
næsta kjörtímabili, og búa þar
með til einkar virðulega leið fyrir
Albert til að hætta þátttöku í ís-
lenskum stjómmálum, eiga ekki
við rök að styðjast samkvæmt
upplýsingum eins af þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins.
En samkvæmt sömu heimild var
hins vegar viðrað óformlega við
Albert um síðustu áramót að
hann tæki við slíkri stöðu gegn
því að hann afsalaði sér þá þegar
efsta sætinu á listanum. Þetta
staðfesti einn af stuðnings-
mönnum Alberts og bætti því við,
að gamla knattspymuhetjan frá
Nice hefði tekið því víðs fjarri.
Hótanirnar
Á meðal þingmanna Sjálfstæð-
isflokksins er gengið út frá því
sem vísu, að Þorsteinn hafi tryggt
sér fyrir fundinn með Albert á
sunnudag að Steingrímur Her-
mannsson biðjist lausnar fyrir Al-
bert um leið og Þorsteinn æski
þess.
Eftir mjög óvarlegt hátterni
sitt á fréttamannafundinum á
fimmtudag er nú talið að hann
eigi einskis annars úrkosta en
koma Albert með einhverjum
ráðum úr ríkisstjóminni.
Leiðtogatign hans til frambúðar
sé ella í hættu. Þessvegna hafi
Þorsteinn gert Albert það fylli-
lega ljóst á morgunfundinum á
sunnudag, að hann myndi ekki
hika við að fara þess á leit við
Steingrím að leggja fram lausnar-
beiðni fyrir Albert, bæðist hann
ekki sjálfur lausnar.
Gildra egnd?
Stuðningsmenn Alberts segja
sem svo: „Ef hann er ekki nógu
heiðarlegur til að vera ráðherra,
þá er hann ekki heldur nógu
heiðarlegur til að vera í efsta sæti
listans“. Þannig telja þeir að flok-
kseigendafélaginu yrði ekki stætt
á öðru en láta hann líka fara af
listanum, verði hann knúinn út úr
ríkisstjóminni.
Þeir vísa einnig til opinberra
staðfestinga Alberts sjálfs á því,
að á fundi þeirra Þorsteins hafi
ekki verið gefið loforð um efsta
sætið, enda lítt til umræðu. Enn-
fremur benda þeir á, að eftir allt
það sem Þorsteinn sagði á hinum
örlagarfka fréttamannafundi á
fimmtudag, þá geti hann ekki
komið út úr deilunni með hnar-
reist höfuð og óskerta ímynd
flokksleiðtogans nema því aðeins
að Albert fari bæði úr ríkisstjóm
og af íistanum. Allt annað geti
ekki annað en veikt hann sterk-
lega.
„Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi“. Albert tekur í útrétta hönd Ásgeirs pylsusala og „huldumanns" Eiríkssonar sem „brennur eldur í æðum."
„Það er því verið að egna gildru
fyrir Albert,“ segja stuðnings-
menn iðnaðarráðherra. „Það á
að fá hann til að fallast á að fara út
úr ríkisstjóminni. Síðan ætlar
flokkseigendafélagið að boða til
fulltrúaráðsfundar með skömm-
um fyrirvara þar sem á að sparka
honum af listanum."
Siðferðiskvarðinn
í sjálfu sér er ýmislegt sem
styður þetta. Þorsteinn getur
engu lofað um sætaskipan listans,
og bryti því engin loforð þó full-
trúaráðið samþykkti brottvísun
Alberts eftir að hann yrði sjálf-
viljuglega við kröfu Þorsteins og
segði af sér „að eigin frum-
kvæði“. Albert hefur því enga
tryggingu fyrir því að hann fengi
efsta sætið, þó hann féllist á að
hverfa úr ríkisstjóminni.
Ennfremur er vert að ítreka,
að Þorsteinn kvað sjálfur málið
snúast um siðferðilegan mæli-
kvarða Sjálfstæðisflokksins. Ef
sá mælikvarði segir að Albert
Guðmundsson geti ekki verið í
ríkisstjóm, hvemig getur hann þá
með sama kvarða mælst hæfur til
að leiða lista flokksins í stærsta
kjördæmi landsins?
í Guðmunds-
A refilstigum
Dómsmálaráðheirann í tukthúsið
Magnús Guðmundsson ráðherra dæmdur upp á brauð
Sýknaður í hœstarétti. Beiddist lausnar frá embœtti. Söguleg
og vatn til 15 daga.
hliðstœða „Albertsmálsins“?
í Ijósi þess að þingflokkur
Sjálfstæðlsflokksins hefur
gert Albert Guðmundssyni að
segja af sér ráðherraembætti
vegna „siðferðilegra“ afglapa,
eftir að uppvíst varð að fyrir-
tæki hans hafði heykst á að
telja rétt fram til skatts, er ekki
úr vegi að líta á sögulega hlið-
stæðu þessa máls.
Einasta einu sinni áður hefur
íslenskur ráðherra beðist lausnar
frá embætti, sökum þess að hafa
orðið hált á refilstigum réttví-
sinnar. Þetta var Magnús Guð-
mundsson, er beiddist lausnar frá
embætti 1932, eftir að undirréttur
hafði dæmt hann upp á brauð og
vatn til 15 daga. En Magnús var
þá dómsmálaráðherra í sam-
steypustjóm Framsókanarflokks
og Sjálfstæðisflokks, undir for-
sæti Ásgeirs Ásgeirssonar.
Tildrög þessa máls vom þau að
áður en Magnús varð ráðherra
hafði Jónas frá Hriflu Jónsson,
þáverandi dómsmálaráðherra,
höfðað mál gegn Magnúsi fyrir
hönd ríkissjóðs, vegna meintra
brota hans vegna lögfræðiaðstoð-
ar við meðferð á uppgjöri þrota-
bú's. Magnúsi var gert að sök að
hafa ráðlagt og aðstoðað skjól-
stæðing sinn, heildsalann C. Be-
hrens, við að greiða skuld hans
við einn lánardrottinn sinn, eftir
að ljóst var að sá síðamefndi var
kominn í greiðsluþrot og hefði
því með réttu átt að taka bú hans
til gjaldþrotaskipta.
fnóvember 1932 féll dómur í
undirrétti í máli Magnúsar. Her-
mann Jónasson, lögreglustjóri í
Reykjavík, kvað upp dóminn og
var hinn ákærði fundinn sekur
um að hafa brotið gegn ákvæðum
263. gr. sbr. 48. gr. almennra
hegningarlaga og dæmdur upp á
brauð og vatn til 15 daga.
Þá þegar dómsniðurstaðan var
fengin beiddist Magnús Guð-
mundsson lausnar frá embætti. í
yfirlýsingu Magnúsar, sem birtist
í Morgunblaðinu, segir m.a.: „Þó
að ég telji dóm þann rangan, sem
lögreglustjórinn í Reykjavík hef-
ur kveðið upp yfir mér, þá hef ég
þó tekið þá ákvörðun að beiðast
lausnar, því ég lít svo á, að í ráð-
herrasæti eigi enginn að sitja,
sem hefur hlotið áfellisdóm hjá
löglegum dómstóli, meðan dóm-
inum er ekki hrundið með æðri
dómi.
Ég nota þetta tækifæri til þess
að lýsa því yfir, að ég mundi alls
ekki á síðastliðnu vori hafa tekið
sæti í landsstjórninni, hefði ég
verið mér þess meðvitandi, að ég
væri sekur um það sem ég er nú
dæmdur fyrir...“
Magnús skaut máli sínu til
Hæstaréttar og var þar sýknaður
af öllum ákæruatriðum. Um leið
og Magnús hafði fengið uppreisn
æru, tók hann aftur við ráðherra-
embættinu, sem Ólafur Thors
hafði skipað eftir að Magnús
baðst launsar. Ekki voru allir þó
á eitt sáttir um þessi málalok.
Sést það berlega á umsögnum
blaða um dómsniðurstöðu
Hæstaréttar. Meðan Morgun- *
blaðið fagnaði málalokunum og
taldi dóm Hæstaréttar sigur yfir
Hriflu- „réttvísinni“ mátti lesa í
Tímanum: „Stórkostlegt réttar-
hneyksli. Stjómarskráin og hæst-
aréttarlögin þverbrotin af dóm-'
endunum sjálfum. Pöntunin af-
greidd í hæstarétti í gær.“
-RK
Ýmsir úr hópi þingmanna utan
Reykjavíkur töldu einnig að það
yrði bókstaflega ómögulegt fyrir
flokkinn að fara í kosningar með
mann í efsta sæti listans í Reykja-
vík, sem ekki væri treyst til að
vera ráðherra. Utan ríkisstjórn-
ar, að loknum kosningum, yrði
Albert jafnframt gersamlega
ómögulegur fyrir ríkisstjóm með
Sjálfstæðisflokkinn innanborðs.
„Hann yrði með sérálit í öllum
málum, nöldur út af öllu, sífellt
að leggja til í vopnasmiðjur and-
stæðinganna. Heldurðu að það
yrði ekki veisla fyrir ykkur á
Þjóðviljanum að geta ævinlega
fengið eitthvert hörkukomment-
ið gegn ríkisstjóm Sjálfstæðis-
flokksins frá efsta manninum í
Reykjavík? Það yrði bara ekki
hægt og má ekki gerast!“
Sérframboð
Stuðningsmenn Alberts benda
líka á að fari hann úr stjóminni sé
hann í raun að fallast á að binda
ótilhlýðilegan enda á feril sinn.
„Þá fer hann einfaldlega inn í sög-
una sem brottrækur ráðherra,
skattsvikari sem brást fólkinu."
Þessvegna telja þeir engan kost
fyrir Albert nema fara í sérfram-
boð verði honum vikið úr ríkis-
stjóm.
Uppstokkun til hægri
Margir af hörðustu Alberts-
mönnunum em þeirrar skoðun-
ar, að fyrir löngu sé kominn tími
til að stokka upp í flokkakerfinu á
íslandi. Þeir telja, að hreinan
hægri flokk vanti hérlendis. Með
því að fara í sérframboð nú væri
því Albert að skrifa sig inn í ís-
landssöguna sem frumkvöðull
nauðsynlegrar uppstokkunar.
Þeir benda á að gífurlegur fjöl-
di fólks hvaðanæva af landinu
hafi hringt til stuðningshópsins í
Reykjavík og til Alberts sjálfs.
Þeir benda líka á ótrúlega fjöl-
mennan stórfund Albertssinna í
Þórskaffi, og síðast en ekki síst
vísa þeir til þess, að Albert á í
rauninni heilt kosningakerfi „á
ís“, síðan í forsetakosningunum.
Éftir að ljóst varð að Þorsteinn
setti Albert afarkosti, þá hefur
stuðningsmönnum hans hlaupið
enn meira kapp í kinn og þeir
munu telja það hreint kjarkleysi
af Alberts hálfu og svik við stuðn-
ingsmenn hans út um allt land,
fari hann ekki í sérframboð eins-
og málum er komið.
Samsæri
Flest bendir til að atlagan að
Albert hafi verið tímasett mjög
nákvæmlega. Vitað var með
löngum fyrirvara, að iðnaðarráð-
herra yrði fjarverandi á þessum
tíma. Þegar svo frétt HP birtist, í
engu frábrugðin fyrri frétt HP frá
því fyrir áramótin, rauk Þor-
steinn Pálsson hins vegar upp til
handa og fóta og boðaði blaða-
mannafund með örskömmum
fyrirvara. A þeim fundi endurtók
hann síðan aftur og aftur að hér
væri um mjög „alvarlegt“ mál að
ræða.
í fyrsta lagi: Hann vissi um
málið fyrir alllöngu og hefur sagt
að það snúist ekki um Albert
Guðmundsson heldur um sið-
ferðilegan mælikvarða Sjálfstæð-
isflokksins. Sé svo, hvemig
stendur þá á því að hann beið.
framyfir landsfund með að reifa
það opinberlega?
í öðru lagi: Hvers vegna finnst
honum það nauðsynlegt ná-
kvæmlega núna, rétt áður en
framboðsfrestur rennur út, að
koma Albert úr ríkisstjóm?
Hversvegna ekki löngu fyrr, til
dæmis þegar HP ljóstraði fýrst
upp um meint skattsvik Alberts?
I þriðja lagi: Hversvegna hélt
hann fréttamannafund af svo
mikilli skyndingu án þess að bíða
eftir að Albert kæmi heim, eða
einfaldlega nota símann og
hringja til hans? í því sambandi
má minna á að Þorsteinn hefur
sjálfur bent sérstaklega á, að það
er símasamband við útlönd, -
einsog hann snöfurmannlega
gerði í tengslum við hraðflug sitt
heim úr frægri Parísardvöl. Er ef
til vill verra símasamband við
Kaupmannahöfn en París?
Siðferði
Sjálfstæðisfiokksins
Staðreyndin er auðvitað sú, að
þrátt fyrir allt tal Þorsteins um að
mál Alberts snúist um siðferði í
stjórnmálum, þá er hans eigin
siðferðisstyrkur ekki meiri en
svo, að hann faldi mál Alberts
framyfir landsfund Sjálfstæðis-
flokksins til að koma í veg fyrir
deilur um sjálfan sig, til að
tryggja sér rússneska kosningu.
Auðvitað átti Albert fyrir
löngu að vera kominn úr ríkis-
stjórninni. Á það hefur Þjóðvilj-
inn oft bent í löngu máli. En
Sjálfstæðisflokkinn og forystu
hans brast einfaldlega siðferðis-
styrk til að hreinsa út.
iii iiiiiBiimri ii»hi ii »ii 11 i
i inmiii> m iim 11»n
,-jæJSKKS
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Þessvegna er það hálfnötur-
legt, að þegar flokkurinn tekur
loksins á sig rögg og varpar Al-
bert á dyr, þá er það ekki til að
efla siðferði í íslenskum
stjórnmálum heldur liður í valda-
baráttu innan flokksins.
Flest bendir líka til að kjark-
leysi forystu Sjálfstæðisflokksins
muni nú verða til þess að Alberts-
menn taki kost sérframboðs, sem
vegna kringumstæðna kann að
reynast Sjálfstæðisflokknum
miklu skeinuhættara en hefði for-
ysta hans bitið í sig þor til að
hreinsa til fyrr.
Vitaskuld er það pólitískur
bamaskapur ef forysta Sjálfstæð-
isflokksins hyggur í raun og veru
að henni takist að þvæla Alberts-
mál svo listilega að sérframboð af
hans hálfu falli á tíma, eins og
einn framámaður flokksins orð-
aði það í gær. Menn losna ekki
bæði við hinn meinta skattsvikara
úr ríkisstjóm og af listanum.
Áður mun alræmdur hulduher
taka í taumana. Og krefjast sér-
framboðs.
Án þess er því Albert slyppur.
Án hulduhers. Án flokks. Án
nokkurs nema ferils sem endaði
illa.
Össur Skarphéðinsson.
Þorsteinn vill
Albertútán skil-
yrða. Óvíst
hvorthannfœr
efsta sœtið. Al-
bert orðinn
þreyttur ogíhug-
ar að draga sig í
hlé. Stuðnings-
menn Alberts:
Heimtum sérf-
ramboð-eina
leiðin sem er
fœr. Annað vœri
svik við okkur