Þjóðviljinn - 24.03.1987, Side 15

Þjóðviljinn - 24.03.1987, Side 15
AFMÆU 85 ára Guðmundur Bjömsson Akranesi i Heiðursmaðurinn Guðmund- ur Bjömsson er 85 ára í dag. Vin- ir hans og félagar samfagna hon- um á þessum degi. Þeim mun ríkari ástæða er til þess, þar sem hann hefur með óbilandi þreki, atgervi og trú á gildi hins góða mannlífs staðið af sér á síðustu árum alvarleg áföll sem heilsa hans hefur orðið fyrir. Og hann situr nú keikur í öndvegi fjöl- skyldu og frænda sem heilsa hon- um í tilefni dagsins. Ég veit ég mæli fyrir munn flestra að það er bæði gaman og gott að hafa átt Guðmund að samferðamanni. Það er ekki síður ánægjulegt fyrir okkur sem Guðmundur telur eflaust í hópi yngri manna. Hann er óvenju glaðlyndur maður, sívinnandi og vakinn yfir velferð lands og lýðs. Guðmundur er mannvinur góð- ur, félagslyndur með ágætum og hrókur alls fagnaðar á mannfund- um. Hann er líka einn þeirra ís- lendinga sem vegna glæsileika og höfðingslundar vekja aðdáun hvar sem þá ber að garði. II Aldamótamennirnir létu ekki að sér hæða. Bjartsýni, trú- mennska, áræði, festa og fjör hef- ur einkennt lífsstarf þessa fólks. Guðmundur var strax frá upp- vaxtarárum í liðsveit og síðar í fylkingarbrjósti þessara baráttu- manna sem helguðu krafta sína og líf þeirri hugsjón að bæta lífs- kjör fólksins í landinu og fegra þjóðlífíð. Að fylgja samvinnu- stefnunni var því sjálfsagður hlutur og hann skipaði sér í raðir framsóknarmanna sem völdu hann til mikilvægra trúnaðar- starfa. Og enn stendur hann dyggan vörð um flokkinn og Tí- mann. En Guðmundur er líka einn þeirra vökulu manna sem hugsa um velferð og örlög fólks um víða veröld. Ógnir tveggja heimsstyrj- alda fengu mikið á hann og við höfum oft rætt um vá hins vit- firrta vígbúnaðarkapphlaups nú- tímans. Það er heldur ekki í anda hans að horfa upp á erlent heims- veldi hreiðra æ betur um sig hér á landi og sjá menn gera hermang að hugsjón. Þótt við Guðmundur stöndum nú í sinn hvorum stjórnmála- flokki fara pólitísk viðhorf okkar saman að flestu leyti og okkur rennur til rifja sú ógæfa félags- hyggjufólksins að geta ekki stað- ið þétt saman í fylking gegn íhaldsöflunum. III Guðmundur Bjömsson er Húnvetningur, fæddur í Núps- dalstungu í Miðfirði þann 24. mars 1902. Foreldrar hans voru Björn Jónsson bóndi þar og Ás- gerður Bjarnadóttir. Guðmund- ur ólst upp í Núpsdalstungu í stór- um systkinahópi. Þar var mikið menningarheimili og búið rausnarbúi á þeirra tíma mæli- kvarða. Guðmundi er heimabyggðin ákaflega hugstæð. Honum var það til að mynda mikið kappsmál að Núpsdalstungan héldist í byggð þegar ljóst var að ætt- mennin myndu ekki lengur hafa þar búfestu. Það lætur áreiðan- lega engan ósnortinn að koma þangað heim eða ganga upp öll Austurárgljúfrin inn að Kamps- fossi eins og ég gerði eitt sinn í fylgd með syni Guðmundar. Guðmundur var þá að heilsa upp á kunningja og vini vítt og breitt um Miðfjörðinn, þar sem hann er aufúsugestur á hverjum bæ. Hugur Guðmundar hneigðist fljótt til mennta. Hann stundaði nám í alþýðuskólanum á Hvammstanga 1918-1919 og gagnfræðapróf tók hann frá Flensborgarskóla árið 1921. Að því búnu varð hann um skeið farkennari í heimabyggð sinni, sinnti um leið búinu að hluta og varð frumkvöðull að menningar- og framfaramálum sveitarinnar. En þótt Guðmundur væri elskur að átthögunum hvarf hann á braut til frekara náms og nú í Kennaraskólann og lauk kenn- araprófi árið 1934. Úr því lá leið hans á nýjar slóðir. IV Strax sama ár og Guðmundur lauk kennaraprófi fluttist hann til Akraness og gerðist þar kennari. Akranes varð heimili hans og starfsvettvangur æ síðan. En ein- mitt umþettaleyti, eðaárið 1934, varð Guðmundur þeirrar gæfu aðnjótandi að ganga að eiga óvenjulega mannkostakonu, Pá- línu Þorsteinsdóttur frá Stöðvar- firði. Hefur sambúð þeirra fært þeim báðum mikla hamingju, enda átt því láni að fagna að eignast fimm óvenjulega vel gerð börn: Gerði Bimu, Ormar Þór, Björn Þorstein, Ásgeir og Atla Frey. Þau hjónin bjuggu sér fag- urt heimili, þótt efnin væm ekki mikil í fyrstu og reistu að ég hygg á ámnum í kringum 1950 af mikl- um myndarskap húsið að Jað- arsbraut 9. Það hygg ég hafa ver- ið fyrir daga sementsverksmiðj- unnar eitt fegursta byggingar- svæði í bæ á íslandi. Ber húsið að Jaðarsbraut vott um mikla snyrti- mennsku og smekkvísi. Guðmundi þótti án efa mjög vænt um kennslustarfið og stund- aði það af kostgæfni allt til ársins 1972. Hann lét ekki við það sitja að sinna fullri kennslu í barna- skólanum, heldur sá hann um árabil um íslenskukennslu í Iðns- kólanum sem fram fór á kvöldin. Ómældar frístundir sínar helgaði hann svo félagsmálastarfi, bæði virkri þátttöku í bæjarmálastarfi og málefnum kaupfélagsins. Hann var um árabil umboðsmað- ur Tímans og um langt skeið um- boðsmaður Almennra trygginga á Akranesi sem var annasamt starf. V Það eru ófáir æskumenn sem hafa fengið að njóta hinna miklu kennsluhæfileika Guðmundar. Fjölmargir nemendur hans hafa lýst gildi og gagnsemi þeirrar uppfræðslu er þeir nutu hjá Guðmundi. Þeir báru mikla virð- ingu fyrir honum og tóku hann sér til fyrirmyndar. Mættu menn gjarnan gefa því meiri gaum nú á síðustu tímum hvers virði mikil- hæf kennarastétt er fyrir framtíð þessarar þjóðar og meta stéttina að verðleikum. Til vitnis um þá virðingu sem Guðmundur naut meðal starfs- bræðra sinna er að hann var ko- sinn heiðursfélagi Kennarafélags Vesturlands þegar hann lét af störfum. Guðmundi hefur hlotn- ast margvíslegur annar heiður og ber þar hæst að forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, sæmdi Guðmund riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að fræðslu- og félagsmálum. VI Við Hrafnhildur færum Guð- mundi sérstakar hamingjuóskir á afmælisdaginn. Um leið flytjum við honum, frú Pálínu og fjöl- skyldunni allri bestu þakkir fyrir tryggð og vináttu í tvo áratugi. Við höfum verið hálfgerðir heimagangar á Jaðarsbrautinni þennan tíma og ætíð verið tekið af sömu rausn og hlýju, nú síðast í vetur þegar við áttum þess kost að vera ásamt fjölskyldunni við- stödd þegar afhjúpuð voru lista- verk af þeim hjónum, máluð af Benedikt Gunnarssyni. Það sem ég tók sérstaklega eftir þá sem endranær var hve barngóður Guðmundur er. Blíða hans og umhyggja fyrir bamabörnum og bamabarnabörnum er einstök og til eftirbreytni eins og svo margt annað í fari Guðmundar. Mín börn hafa notið þess engu síður en ef um afkomendur hans væri að ræða. Það sýnir betur en flest annað mannkosti þess öðlings og stórhuga sem við hyllum í dag. Baldur Óskarsson GETUR DUANHENNAR Hún er alltaf laus og býðurþér ★ Háa vexti frá fyrsta innborgunardegi ★ Vexti sem færöir eru á höfuöstól tvisvar á ári * Hávaxtaauka reynist verðtryggð kjör betri • s ■ SHi HAVAXTA BÓK f 11111 MVINNUBANKI , ’ ' * 4 - * ' , } * .

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.