Þjóðviljinn - 24.03.1987, Page 16

Þjóðviljinn - 24.03.1987, Page 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUINN Þflðjudagur 24. mars 1987 69. tðlublað 52. árgangur Hægt og hljótt fagna Valgeir Guðjónsson og Halla Margrét Ámadóttir sigri að lokinni spennandi keppni um fulltrúa Islands í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva, sem fram mun fara í Brússel 9. maí nk. Menningarþing AB Hrópandi útvarpsmótsagnir Markús Örn Antonsson á málþingiAB: andinnfrá útvarpslaganefnd hefur samlagast þynnstu loftlögum ístað þess að verða að landslögum Nýju útvarpslögin eru mjög 6- fullkomin, og að auki eru margar hrópandi mótsagnir milli lagabókstafsins og framkvæmd- arinnar, sagði Markús Örn Ant- onsson útvarpsstjóri á fjölsóttu og vel heppnuðu málþingi Alþýðu- bandalagsins um listir og menn- ingarmál á Hótel Sögu á sunnu- daginn. „Sá andi sem sveif yfir vötnum þegar útvarpslaganefndin var að störfum hefur nánast samlagast þynnstu loftlögum í stað þess að verða að lögum landsins,“ sagði útvarpsstjóri í innleggi sínu, einu af fjórtán sem flutt voru á mál- þinginu. „Lausir endar á útvarpslögum og framkvæmd þeirra varða með- al annars auglýsingar, almennt eftirlit með efni í stöðvunum og rétt notandans," sagði útvarps- stjóri. Hann sagði að við fram- kvæmd útvarpslaganna hefði meðal annars lítt verið hugað að lagaákvæðum um verkaskiptingu Ríkisútvarpsins og annarra stöðva, sem einungis ættu sam- kvæmt lögunum að senda út svæðisbundið. í útvarpslögunum hefði verið baétt við tekjustofni til RÚV til að bæta samkeppnisstöðu þess, en við fyrsta tækifæri hefði Alþingi fellt niður þennan tekjustofn, toll af útvarps- og sjónvarpstækjum. Alvarlegast væri þó, sagði Markús Örn, að stjórnvöld hefðu á þessum samkeppnistímum skrúfað fyrir nauðsynlegar hækk- anir á afnotagjöldum. Að lögum ætti útvarpsstjóri að ákveða þau með samþykki menntamálaráð- herra, en reyndin væri að stjórn- endur útvarpsins þyrftu að fara „knékrjúpandi“ til að biðja um aukið fé, og án árangurs. „Ég geri mér ekki grein fyrir hvert við eigum að fara skríðandi núna,“ sagði útvarpsstjóri, „mér sýnist helst að reyna að drattast upp tröppur hjá ASÍ og VSÍ,“ þar sem ríkisstjómin hefur „bundið fætur og hendur menntamálaráðherra“ í þessum efnum. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að Ríkisútvarpið stendur í æ harðari samkeppni á auglýs- ingamarkaði, „berst um hvem eyri“ og á sífellt erfiðara með að halda uppi lögbundnu menningarhlutverki sínu, að sögn Markúsar. Hann sagði að nú biði afgreiðslu beiðni frá RÚV um 13% hækkun afnotagjalda um næstu mánaðamót, og yrðu þau þá 630 krónur á mánuði. - m Verkfall hjúkrunarfrœðinga Skurðaðqerðir lignja niðri Engar hjartaaðgerðir verið framkvœmdar síðan 12. mars. 30 manns á biðlista. Skurðlœknar áhyggjufullir Það hafa allar skurðaðgerðir þeim í þrjár á viku. legið niðri síðan verkfall „Það em um 30 manns á bið- , að hafa allar skurðaðgerðir legið niðri síðan verkfall hóskólamcnntaðra hjúkrunar- fræðinga hófst, við gerum aðeins bráðaaðgerðir og það hefur engin hjartaaðgerð verið gerð síðan 12. mars, sagði Grétar Ólafsson, yfirlæknir á brjóstholsaðgerða- deild Landspítalans, í samtali við Þjóðviljann. Tvær hjartaaðgerðir hafa verið gerðar í hverri viku á Landspít- alanum en fyrirhugað er að fjölga lista og ef þetta verkfall stendur lengi þá verður að fara að gera eitthvað í málinu,“ sagði Grétar. „Ástandið er mjög erfitt, það eru engar aðgerðir gerðar nema þær séu lífsnauðsynlegar og það lítur allt út fyrir að við getum ekki sinnt bráðavöktum spítalans ef deilan leysist ekki fyrir fimmtudag," sagði Helgi Valdi- marsson, yfirlæknir Landspíta- lans og formaður læknaráðs, í samtali við Þjóðviljann. „Ást- andið versnar enn um mánaða- mótin ef uppsagnir náttúrufræð- inga koma til framkvæmda, þvf þá stöðvast Blóðbankinn og þá er ekki hægt að beita neyðarráð- stöfunum einsog hægt væri ef um verkfall væri að ræða.“ Hjúkrunarfræðingar funduðu með viðsemjendum sínum í gær en lítið . virtist hafa þokast í samkomulagsátt. -vd. simakerfio komið Lausnin er auðveldarí en þig grunar Nú býður Póstur og sími takmarkaðan íjölda aí hinum viður- kenndu Fox 16 símakeríum, sem eru sérhönnuð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þú færð í einum pakka: Símakerfi með 6 bæjarlínum, 16 innanhúss- númerum og 12 skjátækjum á ótrú- lega lágu verði: Aðeins 230.000. * * Með söluskatti, takmarkað magn. POSTUROG SJMI Söludeild Rvk, sími 26000 og póst- og símstöðvar um land allt.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.