Þjóðviljinn - 27.03.1987, Síða 4

Þjóðviljinn - 27.03.1987, Síða 4
LEIÐARI Stórt Þrátt fyrir þæfing Matthíasar Á. Mathiesen var ákveðið á fundi norrænu utanríkisráðherranna í Rúgbrauðsgerðinni að setja á stofn vinnuhóp embættismanna til að kanna forsendur fyrir kjarnavopnalausu norrænu svæði. Finnski utanríkisráðherrann Paavo Váyrynen sagði í gær að þessi ákvörðun jafngilti „stóru skrefi frammávið" til kjarnavopnalauss svæðis á Norðurlöndum, sem orðið er sameiginlegt baráttumál alls norræns almennings. Þær fréttir höfðu borist yfir Atlantsála að með- al granna okkar gætti slíkrar óþreyju með hægagang íslensku stjórnarinnar að æðstu menn væru reiðubúnir að halda áfram án ís- lenskrarþátttöku. Þærfréttir höfðu einnig borist að ráðherrarnir væru tilbúnir að teygja sig nokk- uð til að fá Matthías og félaga til að fallast á stofnun embættismannanefndarinnar. Og það ' varð raunin að landfræðileg skilgreining er óljós í samþykktinni, þótt bæði sænski utanríkis- ráðherrann og sá finnski hafi sagt í gær að auðvitað væri fyrst og fremst verið að tala um yfirráðasvæði Norðurlanda. Matthías Á. Mathiesen heldur þeim upptekna hætti íslenskra utanríkisráðherra að telja sig einráðan um utanríkisstefnuna, en í þessu máli varð hann að beygja sig. Hann var undir tvöföld- um þrýstingi á fundinum í Borgartúni. í fyrsta lagi ætluðu þeir Andersson, Stoltenberg, Váyr- ynen og Elleman-Jensen sér ekki að koma tóm- hentir heim til sín. Slíkt hefði orðið hverjum og einum þeirra meiriháttar pólitískur álitshnekkir. í öðru lagi hefur íslenskur þjóðarvilji í þessu skref frammávið máli komið einkar skýrt fram síðustu daga, meðal annars með skoðanakönnun þarsem um 90% vildu taka þátt í samstarfi Norðurlandanna um kjarnorkuvopnalaust svæði. Það er mánuð- ur í tvísýnar kosningar, og Matthías gat ekki annað en beygt sig á fundunum í Rúg- brauðsgerðinni, hvað sem leið þeim hernaðar- hagsmunum í Pentagon og Brussel sem hing- aðtil hafa mótað afstöðu Matthíasar. Ákvörðunin um embættismannanefndina er með orðum Paavo Váyrynen stórt skref fram- mávið, áfangasigur unninn af norrænum al- menningi. Nú má búast við að Matthías og fé- lagar hans ætli sér næst þann leik að svæfa málið í þessari nefnd með töfum, málþófi og skriffinnsku, þannig að ekkert verði úr neinu. Þessvegna er brýnt að menn haldi vöku sinni og þrýsti á að nefndin fái að starfa óáreitt og að hún vinni hratt og vel. Þó er enn brýnna að losna við hina annarlegu fulltrúa íslendinga í þessu norræna samstarfi og kjósa hér ríkisstjórn sem vinnur í samræmi við þjóðarvilja. Leiktjöldin hrynja Trúnaðarbrestur hefur orðið í íslenskum stjórnmálum. Sá trúnaðarbrestur er fólginn í því, að blekkinga- vefur Sjálfstæðisflokksins er hruninn. Fyrir fáum dögum sögðu forsprakkar Sjálfstæðis- flokksins við þjóðina: Við erum á réttri leið. Flokkur- inn stendur einhuga að baki sterkum leiðtoga. Leiðin til valda er greið. Enginn andstæðingur getur ógnað okkur. Alþýðubandalagið er ekki lengur þess um- komið að teljast höfuðandstæðingur okkar. Okkur berast samvinnutilboð frá krötum og framsókn. Sig- urinn er í höfn. Og landsfundur sjálfstæðismanna tók þátt í blekk- ingunni. Þorsteinn Pálsson var kjörinn formaður með rússneskri kosningu. í dag er leiksýningin á enda. í miðjum klíðum hrundu leiktjöldin yfir aðalleikarana þar sem þeir stóðu á sviðinu og þuldu um „bergkastala frjálsrar þjóðar“. Staðan í íslenskum stjórnmálum hefur breyst. En launþegar og félagshyggjufólk skyldi þó varast að fagna sigri. Baráttan á eftir að harðna, og þá skiptir litlu máli hvort íhaldið sýnir á sér eitt andlit eða tvö eða hvort það kallar sig Sjálfstæðisflokk eða Borg- araflokk. Það sem skiptir máli er baráttan fyrir jöfnuði gegn ójöfnuði; baráttan fyrir mannúðarstefnu gegn markaðsdýrkun; baráttan fyrir mannlegri reisn gegn spillingu, braski og hermangi. Staðan í íslenskum stjórnmálum hefur breyst. Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn fram yfir kosningar að minnsta kosti. Framsóknarmenn og kratar eru nú ráðvilltir og klumsa þegar hver höndin er uppi á móti annarri á íhaldshöfuðbólinu, þar sem þeir hugðu á náðuga vist að loknum kosningum. Gegn þessu sundraða og ráðvillta liði, sem hafði hugsað sér að stofna hlutafélag um völdin á íslandi, stendur Alþýðubandalagið. Utan við þennan hrásk- innsleik siðleysis, hefnda og hentistefnu stendur Al- þýðubandalagið. Þitt afl! Aflið sem breytir! - Þráinn KUPPT :OG SKORIÐ Undarleg sjónvarpsstefna Þegar þessar línur eru á blað festar kjaftar hver upp í annan um að Albert Guðmundsson ætli í sérframboð, en sjálfur hefur hann ekki mæit hið örlaga- þrungna orð. Og meðan Valhöll skelfur er ástæða til að staldra við og spyrja sjálfan sig að því, hvað manni finnist undarlegast við Alberts- málin. Þessum Klippara hér verður það fyrst til svars að það sé framganga íslenska sjónvarpsins. Við vorum að pára um það í þessum pistlum í gær, að þegar Ingvi Hrafn og Hallur spurðu Al- bert á þriðjudagskvöld, þá var ' engu líkara en þar færu sérþjálf- aðir sálgæslumenn Alberts. Þeir voru svo yfirmáta elskulegir og hrifnir af Albert Guðmundssyni, hann var svo sterkur og athafna- drjúgur og allir voru hræddir við hann. Meðvitað og ómeðvitað höfðu þeir eins og aðlagað sig fyrirfram öllum málflutningi karlsins með mikilli auðmýkt: Albert var und himnum. Kvöldið eftir kom svo Þor- steinn Pálsson í sjónvarpið til þeirra Ingva Hrafns og Helga Helgasonar, væntanlega til að ekki hallaðist á í byggð landsins. Og nú tók ekki betra við. Fréttastjórinn talaði við for- manninn á þeim nótum að engum gat dottið annað í hug en að hann ætlaði á stað og stund að finna leið til að bræða saman Sjálfstæð- isflokkinn frammi fyrir alþjóð. Getið þið Albert bara ekki sest saman og rætt málin og verið vin- ir, er ekki nokkur leið að afstýra klofningi, getum við ekki forðað slysi fyrir flokkinn og þjóðina? (Eitt grundvallaratriði í hinni sjálfumglöðu og freku heims- mynd íslenskra sjálfstæðismanna er sú, að þeir séu salt jarðar, hryggjarstykkið í samfélaginu og að ef þeim vegnar illa með nokkr- um hætti, þá sé þjóðinni voðinn vís.) Á þessum nótum var talað. Og sálgæsluákafinn var svo auðsær, að meira að segja Þor- steini Pálssyni varð um og ó. Það var sem hann fyndi það á sér að eigi væri allt sem skyldi. Ef annar flokkur... Vfkverji var eitthvað að tala um það í Morgunblaðinu á dög- unum að fjölmiðlafræðingar ættu að stúdera grannt meðferð Al- bertsmálsins í sjónvarpi. Það er ekki nema satt og rétt. Slík athug- un gæti leitt margt í ljós. Ekki bara varðandi nýjar áherslur í fjölmiðlun með tilheyrandi per- sónuhasar. Heldur væri og rétt að fara út í samanburðarfræði á því, hvemig farið er í sjónvarpi með ágreining og klofning í Sjálfstæð- isflokknum annarsvegar og öllum öðrum flokkum hinsvegar. Og á meðan er kennaraverkfall og verkföll á sjúkrahúsum, nem- endur vita ekki sitt rjúkandi ráð og sjúklingar eru sendir heim eða úr landi kannski. Þetta allt og ó- talmargt annað hverfur fullkom- lega í skuggann fyrir því, undir hvaða merkjum Albert Guð- mundsson mun sigla inn á þing, en þar verður hann víst, hvernig sem allt veltist. Það er líka dálftið merkilegt að enginn leggur út í að spyrja sjálf- an sig að því, hvort það skipti máli að Álbert Guðmundsson sitji á þingi eða ekki. Skiptir það máli? Þegar málið er skoðað, kemur það helst upp, að það gæti skipt máli, ef um það væri að ræða að Hafskipsmálin væru tekin svo al- varlega í samfélaginu að Albert Guðmundssyni yrði ekki fýsilegt að leita sér atkvæða. En því er ekki að heilsa, eins og menn vita. Svo mæla fyrir ein- hverjir undarlegir gangráðar í samfélaginu, að Albert er hetja og garpur. Enginn veit hvernig á því stendur. Einn af herstjórum hulduhersins, Ásgeir Hannes Eiríksson, lét hafa það eftir sér, að „þetta virðist ekkert eiga skylt við pólitík“ og á við meðferðina á Albert og er hneykslaður. Óvart hefur hann rétt fyrir sér: málið á einhvernveginn ekkert skylt við pólitík í þeim skilningi, að um sé að ræða ágreining um eitt eða annað. Það efast enginn um að bæði Albert og Þorsteinn séu hin- ir hörðustu sjálfstæðismenn og hviki aldrei frá réttri kenningu hans. Sá sem ætlaði sér að finna einhver sérsjónarmið Alberts Guðmundssonar í vandræðum þjóðarinnar, hann mun ekki hafa erindi sem erfiði. Og samt sýnist þetta undarlega framboðsmál vera það eina sem getur hleypt upp blóðhita mör- landans þessa dagana. Það brennur eldur í æðum, segir for- inginn. Stóryrði falla í skæða- drífu. Ólíklegasta fólk svífur inn í þingmannsdagdrauma. Kratar skjálfa á báðum beinum. Það bjargast ekki neitt, það ferst það ferst, það fellur um sig sjálft og er ei lengur... áb þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjóror: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fréttaatjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bflstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgrelðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar:Síðumúla6,sfmar681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskrlftarverö á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.