Þjóðviljinn - 27.03.1987, Qupperneq 6
HEIMUR
Atvinnuleysi er
gríðarlegt vanda-
mál víða í Evrópu
og er plága fyrir
ungt fólk. Hér að
ofan getur að líta
kröfugöngur gegn
þessum ófögnuði í
ýmsum löndum.
Myndin efst til
hægri er tekin á ít-
alíu, sú við hliðina í
Vestur-Þýska-
landi. Neðar til
hægri mótmæla
franskir atvinnu-
leysingjar og við
hlið þeirra eru
Portúgalir.
Evrópa
Atvinnuleysisplágan
herjar á ungmenni
ímörgum ríkja Vestur-Evrópu er atvinnuleysi landlœgt með-
alyngrafólks. Stjórnvöld reyna meðýmsum ráðum að leysa
vandann
Rikisstjórnír helstu iðnríkja
Vestur-Evrópu hafa miklar
áhyggjur af geigvænlegu
atvinnuleysl meðal yngra fólks
og reyna að leggja til atlögu
vlð vandamálið á ýmsa vegu,
til að mynda með því að skapa
ný störf hjá hlnu opinbera og
efla verkmenntun og starfs-
þjálfun.
En margir hagfræðingar eru
þeirrar skoðunar að efnahagsbati
í ýmsum Evrópuríkjum um þess-
ar mundir verði skammgóður
vermir og því verði atvinnuleysi
ungmenna enn um hríð vanda-
mál, klípa sem þjóðimar losni
ekki úr fyrr en með tíð og tíma.
Næsta kynslóð verði til muna
mannfærri, börn sem getin voru
eftir að jóðflóði uppgangsáranna
linnti.
„Vandamálið er tröllvaxið“,
segir Alex Bunz, formaður
þeirrar nefndar Efnahagsbanda-
lags Evrópu sem hefur þessi mál á
sinni könnu. „Það hefur dregið úr
atvinnuleysi ungmenna undan-
farið vegna hagvaxtar, hagræð-
ingar og allskyns ráðstafana ein-
stakra stjórna en engu að síður
eru um þrjátíu og sjö prósent
allra atvinnuleysingja fólk á aldr-
inum fimmtán til tuttugu og fjög-
urra ára.“
í nýútkominni skýrslu
Efnahags- og framfarastofnunar
Evrópu er það staðfest að
atvinnuleysi ungs fólks hefur
minnkað í sumum iðnríkja Vest-
urlanda. í þeirri skýrslu gefur að
líta eftirfarandi töflu með upplýs-
ingum um hlutfall atvinnuiausra
úr röðum vinnufærra ungmenna í
fyrra og spá fyrir árið í ár sem
byggð er á horfum í efna-
hagsmálum og niðurstöðum
fýrstu tveggja mánaða:
1986: 1987:
Bandaríkin 12.5% 12%
Japan 5.5% 6%
V.-Þýskaland 8.25% 7%
Frakkland 25.75% 26.50%
Bretland 21.75% 20.75%
ftalía 35.50% 37%
Vandinn er sýnu meiri í iðn-
ríkjum Vestur-Evrópu en í
Bandaríkjunum og Japan. í
síðamefnda landinu kynni hins-
vegar að draga til tíðinda því þar
var uppgangs- og
bjartsýnisskeiðið síðar á ferðinni
og þar af leiðandi einnig fylgifisk-
urinn, jóðflóð tímgunargleðinn-
ar.
Margir félagsfræðingar hafa
bent á uggvænlegar afleiðingar
atvinnuleysisins. Vonleysi grípi
ungmenni sem ekki sjá fram á að
fá handtak að vinna í framtíðinni,
það segi sig úr lögum við samfé-
lag er hafni því og afleiðingin sé
vaxandi eiturlyfjaneysla, fjölgun
allskyns afbrota og ofbeldis-
verka. Máli sínu til stuðnings
nefna þeir blóðferilinn sem ensk-
ir knattspymuáhangendur skilja
víða eftir sig.
En hvers vegna er jafn hátt
hlutfall atvinnulausra ungt fólk?
Hagfræðingar em ekki einhuga
um hvernig beri að svara þeirri
spumingu. Sumir skella skuld-
inni á menntunarskort á tímum
þegar æ meiri sérhæfingar og
tækniþekkingar sé krafist á öllum
mögulegum og ómögulegum
sviðum, aðrir nefna verkalýðs-
hreyfinguna til blóra og segja
byrjunarlaun unglinga alltof há.
Atvinnumálaráðherra Thatc-
herstjómarinnar, Young lávarð-
ur, er bersýnilega í hópi þeirra
sem samúð hafa með síðari skýr-
ingartilgátunni. Hann kvartar
undan því að víðsvegar um Evr-
ópu leggi verkalýðshreyfingin
áherslu á há byrjunarlaun ung-
menna við samningsgerð, sem
síðan séu höfð til hliðsjónar við
ákvörðun launa fullorðinna.
Sér finnist afleitt að breskir
vinnuveitendur þurfi að greiða
ungmennum sextíu og fimm pró-
sent af grunnlaunum ftillorðinna.
Slík tilhögun viðhaldi atvinnu-
leysi ungs fólks og hann bendir á
„gullið fordæmi“ vestur-þýskra
atvinnurekenda sem greiða þeim
eingöngu tuttugu prósent af
gmnntöxtum hinna eldri.
Young segir stjóm sína ætla að
ráðast að vandanum með styrkj-
um til einkafyrirtækja sem taki
ungt fólk hópum saman í starfs-
þjálfun og vinnu og með þeim
hætti verði atvinnuleysi unglinga,
átján ára og yngri, úr sögunni
strax í aprílmánuði nema þeirra
sem sjálfir kjósi að hafna þessu
tilboði.
Andstæðingar stjómar íhalds-
flokksins hafa kallað þessa áætl-
un fúsk og fimbulfamb og segja
stefnu Margrétar Thatchers í
efnahagsmálum, einkum niður-
skurð á opinbemm framkvæmd-
um, eiga höfuðsök á því hve
atvinnuleysið sé gífurlegt á Bret-
landi.
f Vestur-Þýskalandi má rekja
lágt hlutfall atvinnulausra ung-
menna til þess að þar er við lýði
starfsþjálfunar-og verkmennta-
kerfi á öllum mögulegum svið-
um. Verkfræðineminn og hár-
greiðsluneminn verða báðir að
vinna drjúgan tíma hjá meistara
uns þeir teljast fullnuma. Á því
skeiði fá þeir mjög lág laun en
verkalýðshreyfingin leggur bless-
un síns yfir þetta fyrirkomulag.
Allt að helmingur atvinnu-
lausra ungmenna í Evrópu er á
Ítalíu og Spáni. í skýrslu ítalskra
ráðamanna kemur fram að af
tæpum þremur milljónum manna
sem árangurslaust sóttu um at-
vinnu í októbermánuði á síðast-
liðnu ári voru sjötíu og þrjú pró-
sent fólk á aldrinum frá fjórtán til
tuttugu og mu ára.
Á Spáni er heildaratvinnuleysi
um tuttugu og eitt prósent og
mjög hátt hlutfall þeirra sem ekki
fá vinnu er ungt fólk.
í Hollandi voru tvöhundruð og
fjörutíu þúsund og sjöhundruð
einstaklingar tuttugu og fjögurra
ára og yngri atvinnulausir í janú-
armánuði þessa árs. Það mun láta
nærri að séu um þrjátíu og fjögur
prósent allra atvinnuleysingja í
því landi.
Hollenskir embættismenn full-
yrða að heldur hafi dregið úr
þessum vanda en barma sér
undan ónógri verkmenntun unga
fólksins sem geri það ófært um að
gegna allskyns sérhæfðum störf-
um.
Stjómvöld í Hollandi em með
áætlun á prjónunum um að á
næsta ári ráði ríkið unglinga
unnvörpum til ýmissa starfa og
komi jafnframt á fót
verkmennta- og starfsþjálfunar-
skólum. Hafi unglingar gengt
kalli og verið annað tveggja í
vinnu eða á námskeiði sex mán-
uði ársins þá muni hann eiga rétt
á atvinnuleysisbótum þá sex sem
eftir em. Hunsi hann afturámóti
tilboð stjórnvalda fær hann ekki
grænan eyri úr ríkiskassanum.
-ks.
Moskva
Bandamem bakka Sowét upp
Utanríkisráðherrar taka undirmeð Kremlverjum. Gorbatsjof-nýsköpun bœtir
ímynd Austur-Evrópu
Utanríkisráðherrar Varsjár-
bandalagsríkjanna lýstu yfir
stuðnlngi vlð stefnu Sovétríkj-
anna í afvopnunarviðræðun-
um í Genf á fundi sínum sem
lauk í Moskvu í fyrradag.
Ráðherramir hittust síðast í
október eftir leiðtogafundinn í
Reykjavík, og er litið á Moskvu-
fund þeirra nú sem undirbúning
fyrir Kremlarheimsókn banda-
ríska utanríkisráðherrans um
miðjan apríl. Ráðherramir lýstu
yfir vilja sínum til samninga um
bann við efnavopnum og um til-
raunabann, og lögðust gegn
„stj ömustríðs“-áætlun Banda-
ríkjanna.
I Tass-frétt í fyrradag sagði að
ráðherramir væm sammála um
að nýsköpunarstefna Gorbat-
sjofs hefði bætt alþjóðlega ímynd
V arsj árbandalagsrík j anna.
Austur-Evrópuríkin hafa brugð-
ist misjafnlega við nýjum vindum
að austan, en þó öll fýlgt Moskvu
eftir með einhverjum hætti.
Vadim Loganof, einn af var-
autanríkisráðhermm Sovétríkj-
anna, var spurður eftir fundinn
hvort meiningar hefðu verið
deildar og svaraði að hvert ríki
hefði sín sjónarmið, en um
grundvallaratriði hefði ríkt sam-
staða. -n1
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. mars 1987