Þjóðviljinn - 27.03.1987, Síða 14

Þjóðviljinn - 27.03.1987, Síða 14
VESTFIRÐIR Allt tJl bygginga á einurn stað Trésmiöja, Plastverksmiðja, Rafbúð, Máiningaþjónusta, Bygginga verktakar, Bygginga vöruverslun. Pólstækni h/f Seljum lausnir á vandamálum Jón Friðgeir Einarsson Byggingaþjónusta Bolungarvík. Sími á skrifstofu 94-7351 í verslun 94-7353. IGUNDERSTED MYKJUDÆLAN OG DREIFARINN LEYSA MYKJUVANDAMÁLIN í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL! KAPLAHRAUNI 18 - SIMI 91-651800 220 HAFNARFJÖRÐUR @ MOTOFtOLA FARSÍMINN MOTOROLA Sala - ísetning - þjónusta. Fjarskipti & rafeindarósir h.f. GrandagarAi 1b, sími 622986. Innbyggður íslenskur leiðarvísir í simanum. 99 bókstafa minni. Bjartir stafir. Léttur og þægilegur. Einfaldur í notkun. Eins og ávallt þá kemur tæknileg fullkomnun frá „Við byrjuðum smátt en síð- an örtölvubyltingin barst hing- að hefur þróunin verið mjög ör hjá okkur og á síðasta ári var svo komið að nauðsyniegt þótti að stofna Pólstækni h/f sem sérhæfir sig í útflutningi á tölvuvogum og hugbúnaði þeim tengdum," segir Ásgeir Erling Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Pólstækni h/f. Pólstækni h/f var stofnað 18. desember 1986 og tók til starfa 1. janúar 1987. Stofnendur voru 58 einstaklingar og fyrirtæki ásamt starfsfólki. Stjórnarformaður er Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskipafélags íslands en það fyrirtæki á 35% af hlutafé Póls- tækni h/f. Aðrir stórir hluthafar eru fiskvinnslu- og útgerðarfyrir- tæki á Vestfjörðum. Upphafið að starfsemi Póls- tækni h/f má rekja 18 ár aftur í tímann þegar þrír bræður þeir Haukur, Ingólfur og Óskar Egg- ertssynir, ásamt fleirum, stofn- uðu fyrirtækið Pólinn h/f árið 1966. Þremur árum seinna byrj- aði Ingólfur framleiðslu á spennu-stillum í báta. Var þetta í litlum mæli og einungis nokkrir tugir á ári. Það var ekki fyrr en 1978 þegar Örn Ingólfsson, einn sona Ingólfs, kemur heim frá tækninámi í Danmörku sem hjól- in fara að snúast fyrir alvöru. Þá er fyrsta tölvuvogin smíðuð sem var innvigtunarvog fyrir frysti- hús. Á þessum tíma var hin mikla uppsveifla sem varð í fiskvinnslu og útgerð á Vestfjörðum með til- komu skuttogaranna og stækkun landhelginnar farin að minnka og menn farnir að huga betur að nýt- ingunni sem fengist af hverjum þorski sem kom á land. Þarna komu því saman á réttum tíma spurningin um betri nýtingu hrá- efna og hinsvegar örtölvubylting- in sem gerði smíði tölvuvoga hag- kvæma og mögulega. „Við seljum lausnir á vanda- málum. Hjá okkur eru fram- leiddar tölvuvogir sem ekki er hægt að kaupa annarsstaðar frá. 40% af tekjum fyrirtækisins eru vegna útflutnings og fer það hlut- fall alltaf hækkandi. í ár er því spáð að útflutningur verði um 60% af tekjum fyrirtækisins en innanlandssala verði 40% af framleiðslunni. Frá því við byrj- uðum hafa undirtektir verið mjög góðar. Hér innanlands eigum við í harðri samkeppni við tvö fyrir- tæki sem eru Marel og Plústækni. Aðalmarkaðssvæði okkar eru á Grænlandi, Færeyjum og í Nor- egi. Hér innanlands má segja að við séum kannski meira í við- skiptum við frystihús SH og Mar- el með Sambandsfrystihúsin en þó er þetta ekki algilt,“ segir Ás- geir Erling framkvæmdastjóri. Hugarfarsbreyting „Fyrst þegar við vorum að byrja áttum við við að etja ákveð- inn skilningsskort hjá opinberum aðilum en það hefur mikið breyst til batnaðar. í dag búum við við frjálsa samkeppni og það sem við þurfum að kaupa inn vegna fram- leiðslunnar er nánast allt toll- frjálst. Fj árfestingarsj óðir hjá hinu opinbera voru í fyrstunni ekki í stakk búnir til að koma til móts við okkur en í dag er þjón- ustan mun betri og má segja að um hugarfarsbreytingu hafi orðið um að ræða“. upþlíáf og enda ferðarínnar HOTEL LOFTLEIÐIR Flugleiða jSm Hótel Reykjavíkurflugvelli Sími: (91 >-22322. I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.