Þjóðviljinn - 27.03.1987, Page 21

Þjóðviljinn - 27.03.1987, Page 21
VIÐHORF Hugleiðingar um gulrætur eftir Heimi Pálsson „Þó höfum við gert nokkuð bet- ur því það er samkomulag í þeim viðræðum (þ.e. viðr. við kennara) um að endurskoða launakerfi kennara og vonast er til að hægt verði að fullvinna nýtt launakerfi og byrja að nota það næsta haust.“ Þorsteínn Pálsson á fundi með framhaldsskólanemum 24. mars, skv. frásögn Morgun- blaðsins 25. mars inganefndar HÍK áttu með fjár- málaráðherra og menntamála- ráðherra. Bæði þá og síðar kom fram ótvíræð skoðun ráðuneytis- manna og ráðherra í þá átt að með þessu móti teldu þeir fært að vinna markvisst að því „að hefja kennarastarfið á nýjan leik til vegs og virðingar.“ Hins vegar hefur ekki hvarflað áramót. Það hlýtur því að byggja á röngum upplýsingum þegar fjármálaráðherra talar um nýtt launakerfi frá næsta hausti. Ekki er sopið kálið... í annan stað er þess að gæta að hvorki fjármálaráðuneytismenn Að þessu leyti er því nýja kerfið hreinræktuð gulrót - gott ef ekki af „gamla góða stofninum“ eins og rófumar hér áður fyrr. Kennarar hafa margoft bent á það í ræðu og riti að sá rammi kjarasamninga sem notaður hef- ur verið fyrir þá eigi illa við. Hins vegar hefiir vafist fyrir okkur eins og öðrum að benda á nýjar leiðir Árið 1985 stóðu framhalds- skólakennarar í illvígri kjara- deilu. Þá höfðu þeir ekkert verk- fallsvopn og urðu að grípa til upp- sagna. Sú barátta var félagslega og sálfræðilega erfið. Henni lauk með því að kennarar tóku skrif- leg loforð tveggja ráðherra gild. Annar þeirra er ráðherra enn - þó svo loforð hans hafi reynst gefa lítið í kroppinn. Það sem fjármálaráðherra ræðir hér um er samkomulag sem gert hefur verið í viðræðum Samninganefndar ríkisins og Hins íslenska kennarafélags um að komið verði á fót starfsnefnd sem vinni að því að athuga hvern- ig gera mætti gagngera breytingu á kjarasamningum kennara, þannig að tekið yrði tillit til allra þeirra þátta sem auðkenna kenn- arastarfið og búa þannig til eigin- lega „kennarasamninga". Vilji og tími Kennarar hafa enga ástæðu til að efast um að mjög góður vilji standi að baki þeim viðræðum sem þama hafa átt sér stað. Hug- myndin er komin frá fjármála- ráðuneytinu og var m.a. rædd á fundi sem forystumenn samn- „Kennarar eru tilbúnir að semja, þeir eru tilbúnirað taka endurskoðunargulrótina alvarlega - en þeir verða aðfá alvarlega staðfestingu þess að þegar á þessu ári eigi að ganga til alvörusamninga við kennara. “ að neinum í samninganefndunum að sú forvinna sem þama þarf að eiga sér stað taki minna en níu mánuði og menn hafa verið sam- mála um að fyrsta hugsanieg dag- setning fyrir nýjan samning á þessum grundvelli væri um næstu né aðrir geta á þessari stundu gert sér ljósar hugmyndir um hvað þetta nýja launakerfi feli í sér af kjarabótum fyrir kennara. í fyrsta lagi er eftir að móta kerfið og í öðm lagi er eftir að gera kjarasamninga á grundvelli þess. útfærðarí smáatriðum. Vitanlega er okkur því ljóst að nýtt kerfi verður ekki hrist fram úr erminni á einu sumri - og enn síður verða búnir til nýir samningar á grund- velli þess með einfaldri barba- brellu. „Þau eru nú mörg bréfin“ Það þarf því engum að koma á óvart þótt félagsmenn Hins ís- lenska kennarafélags hiki við að selja framburðarrétt sinn fyrir gulrótapakka að þessu sinni. Þeir era tilbúnir að semja, þeir era tilbúnir að taka endurskoðunar- gulrótina alvarlega - en þeir verða að fá áþreifanlega staðfest- ingu þess að þegar á þessu ári eigi að ganga til alvörasamninga við kennara. Þeir verða að fá að sjá - í beinum kauphækkunum - að nú eigi að ráðast að rótum meinsins og stíga raunverulegt skref í þá átt að gera betur við kennara en aðra - einfaldlega vegna þess að þjóðin hefur ekki efni á að eyði- leggja skólakerfi sitt. Höfundur er varaformaður Hins íslenska kennarafélags. Vaxandi kennaraskortur eftir Gísla Ólaf Pétursson Mikill skortur er á kennurum víða um land. Jafnvel í Reykjavík er mjög erfitt að fá kennara í raungreinum og þeir sem fást hafa margir alls ekki fullnægjandi menntun. Fjöldi kennara er of- hlaðinn yfirvinnu til þess að skólarnir geti sinnt nemendum sínum. Gífurleg vinnubyrði f launagreiningu Launadeildar fjármálaráðuneytisins kemur í ljós að heildarlaun til kennara, þ.e. laun fyrir dag- og eftirvinnu, eru hærri en hjá mörgum öðram félögum innan BHMR. Þó era kennarar lægri í dagvinnulaunum og vinna sérhverja þá yfirvinnu- stund sem þeir fá greidda. Þetta staðfestir að vegna skorts á kenn- uram hefur vinnubyrðin vaxið stórlegaá þeim sem eftir era. Eina ráðið er að hækka laun kennara Engin von er til þess að ástand- ið batni fyrr en laun kennara hafa verið stórbætt. Þá fyrst má vænta þess að kennarar með menntun og réttindi komi aftur til kennslu. Þangað til mun ófremdarástand- ið vara. Fjármálaráðherra gerir kennurum tilboð Skömmu áður en kom til verk- falls kennara í Hinu íslenska kennarafélagi fluttu talsmenn Af 764 kennurum munu 34 njóta góðs af þessu. ...og þó... Veralegur hluti þessarar hækk- unar er blekking. Hún er fengin með því að hækka byrjenduma fyrr um launaþrep. Og þessi flýti- þrep eru meira að segja skemmri aukast um minnst 5% á árinu 1987. ...heildarlækkun launa! Það kom nefnilega annað á daginn! Þegar tilboðið var skoðað sýndi sig að með því hefðu kennarar sjálfir greitt hver öðrum allar tilfærslur í launum. „Engin von er tilþess að ástandið batni fyrr en laun kennara hafa verið stórbœtt. Páfyrst má vœnta þess að kennarar með menntun og réttindi komi aftur til kennslu. “ fjármálaráðherra félaginu tilboð um nýja kjarasamninga. Nokkrir hækki í launum... Tilboð fjármálaráðherra gerði ráð fyrir að byrjendur hækki í launum um 22% á tveimur áram (fyrir utan verðlagshækkanir). en þeir annars fengju. Ef enginn samningur yrði gerður á þessum tveimur áram mundu þeir samt sem áður hækka um mestan hluta þessarar hækkunar vegna gild- andi ákvæða. Aðrir hækki lítið Og meira til! Útgjöld ríkissjóðs til kennslulauna hefðu lækkað á árinu 1987 ef kennarar hefðu gengið að tilboðinu. í sama dúr Tilboð fjármálaráðherra hafa síðan öll verið í sama dúr. Hann er þó hættur að bjóða heildar- lækkanir á launum kennara. Þegar Verslunarskólinn gerir kennurum sínum launatilboð. Launatilboð Verslunarskólans til kennara sinna er gamalkunn- ugt úr baráttusögu launþegasam- takanna. Það á sér skýrasta hlið- stæðu í samningum sjómanna þegar útgerðarmenn bjóða áhöfninni hækkun launa gegn því að vera færri á. Verslunarskólinn býður kenn- uram sínum að vera færri á. Færri kennurum ætlar hann að sinna sama starfi. Verslunarskólinn er ekki að hugsa í um gæði kennsl- unnar. Verið færri og vinnið meira! Þegar þið eruð orðnir svo miklu færri að hver einasti einn verður að taka á sig fimmtungi meira starf en ella þá skal Versl- unarskólinn greiða ykkur fyrir það. Þá fáið þið hærri laun en áður! Svo skulum við kalla allt dag- vinnu! Því að þá er ljóst að þið hækkið í dagvinnulaunum! Þannig er tilboð Verslunar- skólans. Fóstrur Fóstrur óskast til starfa á dagvistarheimilum ísa- fjarðarkaupstaöar. Laun samkvæmt 65. launaflokki BSRB. Allar nánari upplýsingar veitir dagvistarfulltrúi í síma 94-3722, frá kl. 10-12. Dagvistarfulltrúi. Aðrir kennarar hækki lítið eða allt niður í 14% á þessum tveimur árum . Vel að merkja: aðeins dagvinnu- launin! Tilboð um hækkun náði aðeins til dagvinnulauna. Önnu laun lækki! Tilboðið lækkaði aðrar greiðslur til kennara. Þeir sem bætt hafa á sig vinnu í stað þeirra sem ekki fást til kennslu áttu að fá það greitt með færri krónum en áður. Fjármálaráðherra bauð... Talsmaður fjármálaráðherra fullyrti að um væri að ræða raun- veralegt tilboð um hækkun launa kennara. Ef því yrði tekið myndu útgjöld ríkisins til kennslulauna ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 21 Styrkir til háskólanáms í Tyrklandi Tyrknesk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fjóra styrki til háskólanáms í Tyrklandi skólaárið 1987-88. Ekki er vitað fyrirfram, hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut islendinga. Styrkimir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla. Umsækjendur skulu hafa gott vald á tyrknesku, frönsku eða ensku. Sendiráð Tyrklands í Ósló (Halvdan Svartes gate 5, Oslo 2, Norge) lætur í té umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar, en umsóknir þurfa að berast tyrkneskum stjómvöldum fyrir 31. maí nk. Menntamálaráðuneytlð, 25. mars 1987.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.