Þjóðviljinn - 05.04.1987, Blaðsíða 7
Ásmundur Stefánsson: - Það er
nauðsynlegt, jafnt fyrir atvinnufyrir-
tækin og fólkið í landinu, að hér sé
félagslega sinnuð ríkisstjórn.
kosið Aiþýðubandalagið, munu
kjósa Albert Guðmundsson.
Þetta þýðir að okkur hefur ekki
tekist nægilega vel ennþá að ná til
fólksins með stefnumálum okk-
ar. Fólk heldur að þetta blessist
allt saman einhvern veginn úr því
að okkur hefur tekist með ára-
tuga baráttu að fá íhaldið til að
sætta sig við að hér sé einhvers
konar lágmarksþjónusta í félags-
legum efnum. Þó getur þetta
breyst.
Nú gægist andlit „frjálshyggj-
unnar” grímulaust fram. í Sjálfs-
tæðisflokknum, og ekki síður í
flokki Alberts Guðmundssonar.
Ég held að fólk í verkalýðshreyf-
ingunni og fólk almennt sé að
koma auga á hinar hrikalegu and-
stæður. Eg held að fólk sé farið
að sjá og skilja að atkvæði greitt
Alþýðubandalaginu sé ekki að-
eins stuðningur við þann flokk á
leiðinni til félagshyggju, heldur
einnig áminning til krata og fram-
sóknarmanna sem hafa þann sið
að haga seglum eftir vindi. Stefna
Alþýðuflokksins eftir kosningar
fer fyrst og fremst eftir því hvað
Alþýðubandalagið fær mörg at-
kvæði. Svona getur nú pólitíkin
verið skrýtin. Ef Alþýðubanda-
lagið fer illa út úr kosningunum
þá munu kratar ganga hugsunar-
laust inn f hægri stjórn. Ef Al-
þýðubandalagið vinnur kosn-
ingasigur þá mun það hins vegar
rifjast upp fyrir krötum að þeirra
starfsvettvangur er til vinstri.
Alþýðubandalagið, og þau fé-
lagslegu viðhorf sem það stendur
fyrir, eru forsenda þess að ís-
lenskt þjóðfélag sé starfhæft.
Menn eru að gera sér grein fyrir
því að áframhaldandi íhaíds-
stjórn mun leiða yfir okkur þá
óánægju og þann óróa í þjóðfé-
laginu að atvinnufyrirtækin
munu eiga erfitt með að vera til.
. Þaðer nauðsynlegt, jafnt fyrir at-
vinnufvrirtækin og launafólkið,
að hér sé félagslega sinnuð ríkis-
stjórn.
- Ertu bjartsýnn á kosningaúr-
slitin?
-Ég held að það sé grundvöllur
fyrir raunverulegum kosninga-
sigri Alþýðubandalagsins. Krafa
fólksins hlýtur að vera um jöfnuð
og félagshyggju. Þá kröfu er ekki
hægt að setja fram í kosningunum
nema með því að kjósa Alþýðu-
bandalagið. Ég er því bjartsýnn.
-Þráinn
„Alþýðubandalagid
og þau félagslegu við-
horfsem það stendur
fyrir, eru forsenda
þess að islenskt
þjóðfélag sé starf-
hæft.Menneruað
gera sérgrein fyrirþví
að áframhaldandi
íhaldsstjórn mun
leiða yfir okkurþá
óánægju og þann
óróa í þjóðfélaginu,
að atvinnufyrirtækin
munu eiga erfittmeð
aðveratil. Þaðer
nauðsynlegt, jafnt
fyriratvinnutyrir-
tækin og launafólkið
að hér sé féíagslega
sinnuð ríkísstjórn.”
gildi mannsins, þau gleyma því að
grundvallarforsenda einstakl-
ingsfrelsisins er að menn hafi
jafna aðstöðu í þjóðfélaginu.
Jöfnuður er forsenda frelsis. Á
svo augljósan hátt að það þarf
varla að rökræða.
Þessi köldu „frjálshyggjuvið-
„Við viljum sam-
hjálp. Við teljum hana
sjálfsagða íþessu litla
þjóðfélagi. Við teljum
okkur bera gagn-
kvæma ábyrgð hvertá
öðru. Þannig líturís-
lenska þjóðin á sjálfa
sig; sem eina heild
sem hjálpastað við að
vera til-þarsem einn
ber ábyrgð á öðrum. ”
horf’ ganga fullkomlega í ber-
högg við þau félagslegu sjónar-
mið sem fólkið í landinu - ekki
bara Alþýðubandalagið - krefst
að séu viðhöfð. Ótal kannanir
sýna að við viljum samhjálp. Við
teljum hana sjálfsagða í þessu
litla þjóðfélagi. Við teljum okkur
bera gagnkvæma ábyrgð hvert á
öðru. Þannig lítur íslenska þjóðin
á sjálfa sig: sem eina heild sem
hjálpast að við að vera til, þar
sem einn ber ábyrgð á öðrum.
Því miður virðast ýmsir gleyma
þessu þegar þeir koma að kjör-
borðinu og halda áfram að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn, þó svo að
þessi frjálshyggjuviðhorf séu
komin til mjög mikilla áhrifa
innan hans, í forystu flokksins -
og forystu Borgaraflokksins. Og
þessi viðhorf hafa teygt anga sína
inn í bæði Framsóknarflokkinn
og Alþýðuflokkinn.
í mínum huga er það ljóst að
átakamálin í íslenskum stjórn-
málum í dag snúast ekki um það
hvor sé betri eða verri maður Al-
bert eða Þorsteinn. Átökin í dag
hljóta að snúast um það hvort við
viljum „frjálshyggju”, „sér-
hyggju” eða félagshyggju - hvort
við virðum fjármagnið eða ein-
staklinginn. Þess vegna verða
þeir sem virða manngildið ein-
hvers að kjósa Alþýðubandalag-
ið.
- Ef maður ber íslenskt þjóðfé-
lag saman við það sem tíðkast í
grannlöndum okkar, á Norður-
löndum og í Vestur-Þýskalandi,
svo að maður nefni lönd þar sem
efnahagsástandið er gott, þá virð-
ist manni að íslenskt þjóðfélag
hafi þá sérstöðu að hér vinna
flestir óheyrilega langan vinnu-
tíma og hér þarf gjarna tvær
fyrirvinnur til að sjá hverju hei-
mili farborða. Er þetta eitthvað
eðiilegt, er þetta eitthvað sem fólk
á að þurfa að sætta sig við?
„Á tökin f dag hljóta
aðsnúastumþað
hvort vlð viljum
„frjálshyggju”, „sér-
hyggju ” eða félags-
hyggju-hvortvið
virðum fjármagnið
eða einstaklinginn.
Þess vegna verðaþeir
sem virða manngildið
einhvers að kjósa Al-
þýðubandalagið. ”
- Auðvitað er þetta ekkert
eðlilegt. Þessi langi vinnutími
kemur niður á fólki á allan máta.
Fólk kemur örþreytt heim úr
vinnunni. Þá eru heimilisverkin
eftir. Tómstundir og félagsstörf
sitja á hakanum. Þetta þarf ekki
að vera svona og þetta á ekki að
vera svona.
Þetta getur breyst, þó ekki væri
vegna annars en að það er orðið
öllum ljóst að þessi langi vinnu-
tími skilar litlum afköstum. Þetta
kerfi skilar örþreyttu fólki sem
ekki afkastar því sem það mundi
gera við betri skilyrði. í sumum
tilfellum mundu afköst meira að
segja aukast með styttingu vinnu-
tímans.
Það er fullkominn grundvöllur
fyrir því að saman fari stytting
vinnutíma og launahækkun til að
vega upp þann launamissi sem
minni eftirvinna mundi þýða.
„ Það er fullkominn
grundvöllur fyrirþví
að saman faristytting
vinnutíma og launa-
hækkun tilað vega
uppþann launamissi
sem minni eftirvinna
mundiþýða.”
- Þú telur sem sagt að hægt sé
að reka íslenskt atvinnulíf með
sömu afköstum en mun styttri
vinnutíma?
- Já, tvímælalaust. En hins
vegar verður eftirvinna aldrei af-
numin í öllum greinum. Til þess
er þjóðarbúskapurinn allt of háð-
ur ytri aðstæðum. Við eigum allt
okkar undir veðri og vindum og
búum hér við allt önnur skilyrði
en iðnaðarþjóðir sem geta skipu-
lagt framleiðslu sína í smáat-
riðum.
- Nú er tæpur mánuður til
kosninga. Hvernig líst þér á
stöðuna í stjórnmálum þegar þú
lftur yfir sviðið?
- Maður sér ekki rétt vel yfir
sviðið í svipinn því að ennþá
grúfir yfir púðurreykurinn frá
sprengingunni í Sjálfstæðis-
flokknum.
Það er ljóst að Albert Guð-
mundsson nýtur þessa stundina
mikillar samúðar og það er ljóst
að einhverjir, sem annars hefðu
Ásmundur
Stefánsson
forsetj A.S.Í. í
viðtali við
Þjóðviljann
á þeirri skoðun að það væri pólit-
ískt rangt að leysa verðbólgu-
vandann, húsnæðisvandann og
skattamálin fyrir þessa ríkis-
stjórn. Það kann vel að vera rétt,
að pólitískt séð hafi það verið ó-
hagkvæmt. En ég held reyndar að
verkalýðshreyfingin geti aldrei
hugsað út frá slíkum flokkspóli-
tískum viðmiðunum. Hún hlýtur
að gera sér ljóst að vandamál
hvers tíma eru ekki bara vanda-
mál ríkisstjórnarinnar sem við
völd er hverju sinni, heldur
vandamál fólksins alls.
Verkalýðshreyfingin hlýtur
alltaf að reyna að ná þeirri niður-
stöðu sem er best fyrir fólkið og
það held ég að blasi við stjórnar-
andstöðuflokkunum líka. Stjórn-
arandstöðuþingmenn flytja góð
mál á þingi, þótt vond ríkisstjórn
sé við völd. Það hafa þingmenn
Alþýðubandalagsins gert með
sóma á þessu kjörtímabili. Enda
er það gert í þágu fólksins en ekki
í þágu ríkisstjómarinnar.
- Annað orð sem mikið hefur
verið notað að undanförnu er
„frelsi” og „frjálshyggja”. Á gá-
lausan hátt hafa þessi orð verið
lögð að jöfnu, en nú langar mig að
spyrja þig sem bæði hagfræðing
og stjórnmáiamann: Hvaða
skoðun hefur þú á „frjálshyggju”
sem hagfræðikenningu eða
stjórnmálastefnu?
- Ég segi þá fyrst eins og sjálfur
Friedman: „Ég er bæði hagfræð-
ingur og maður með pólitfska af-
stöðu. Og það er ekki rétt að
rugla því alltof mikið saman.” En
sleppum því. Kenningar „frjáls-
hyggjumannanna” ganga út á það
að hver og einn eigi rétt á því sem
hann fái í skiptum á markaði. Ef
skiptin á markaðnum gefa þér
ekkert þá er það þitt vandamál en
ekki annarra. Það kann að vera
sárt fyrir þig en þú verður að taka
því. Þú lést ekkert í té sem mark-
aðurinn mat einhvers. Þar af
leiðandi ertu réttlaus. Niðurstaða
markaðskerfisins er það eina sem
býr til rétt. Við getum umorðað
það þannig að við segjum að eini
rétturinn sem virtur er sé réttur
hins sterka til að kraka til sín -
réttur hins sterka til að troða á
öðrum.
Það er stórfurðulegt að það
skuli hafa tekist að einhverju
marki að selja þessar kenningar
undir kjörorði einstaklingsfrels-
is. Vegna þess að í grundvallar-
atriðum gengur þessi kenning út
„Hin köldu „frjáls-
hyggjuviðhorf” líta al-
gerlega fram hjágildi
einstakllngsins, gildi
mannsins, þau
gleyma því að grund-
vallarforsenda ein-
staklingsfrelsis erað
menn hafi jafna að-
stöðu íþjóðfélaginu.
Jöfnuður er forsenda
frelsis.”
á að markaðskerfið skuli blífa
hvað sem það kostar einstakling-
inn. Það má hvergi trufla mark-
aðskerfið til að koma einstaklingi
sem verður undir til hjálpar. Það
er truflun á kerfinu að hjálpa ein-
hverjum sem fer á mis við sinn
hlut í markaðskerfinu.
Þessi köldu „frjálshyggjusjón-
armið” líta þess vegna algerlega
framhjá gildi einstaklingsins,
Sunnudagur 5. aprfl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7