Þjóðviljinn - 05.04.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.04.1987, Blaðsíða 9
Hundrað milljónir barna á vergangi Fjórðungur mannkyns býr við heilsuspillandi aðstœður. Börnin verða verst úti Um hundrað milljón manns verður að sofa undir berum himni í heiminum í dag og fjöldinn eykststöðugt. Þetta fólk hýrist á gangstéttum, á neðanjarðarstöðvum, íkjall- aratröppum, almennings- görðum eða annarsstaðar þar sem það er statt af tilviljun. Um fjórðungur mannkynsins býrvið heilsuspillandi að- stæðurífátæktarhverfum. Verst er ástandið í þróunarl- öndunum en þó ekki einang- rað við þau, því á vestur- löndum hefur þetta vandamál stöðugtfærst í aukanaog heimilisleysingjum fjölgar beggja vegna Atlantsála. Það eru börnin sem líða mest fyrir þetta ástand. Alls eru um 70-90 milljón barna án heimilis í heiminum, þar af um 20 milljón í Suður-Ameríku. Börn þessi eru munaðar- og heimilislaus og verða að sjá sjálfum sér farborða með einhverjum ráðum. Sjúkdómar herja á þessi börn og daglega deyr fjöldi þeirra vegna skorts eða veikinda. Áætl- að er að um 50.000 manns látist daglega vegna næringarskorts eða sjúkdóma og eru börn í mikl- um meirihluta. Árið 2000 Þessi fjöldi er mjög sláandi en sé horft fram á við til næstu alda- móta verður ástandið ógnvekj- andi. Árið 1950 voru aðeins tvær stórborgir í þróunarlöndunum með yfir fimm milljón íbúa. Árið 1980 voru 26 stórborgir með yfir fimm milljónir íbúa og þar af voru 19 þeirra í þróunarlöndun- um. Haldi þróunin áfram sem nú horfir má búast við því að um 58 borgir hafi meira en fimm milljón íbúa um aldamótin og þar af eru 44 í þróunarlöndunum. Fjölmennustu borgimar em Mexíkó en þar bjuggu árið 1975 um 12milljón manns. Búistervið að íbúar Mexíkó verði um 31 milljón um aldamótin. í Sao Paulo bjuggu rúmlega tíu milljón manns árið 1975 og er búist við að fjöldinn verði kominn í tæpar 26 milljónir um aldamótin. Shanghai er sú borg utan Suður-Ameríku, sem er í örust- um vexti. Þar vom íbúar um 12,4 milljónir árið 1975 en árið 2000 er búist við að íbúafjöldinn verði 23,7 milljónir. Samtals má ætla að íbúum jarðar fjölgi um einn og hálfan tnilljarð fram að aldamótum og stærsti hluti þessarar fjölgunar mun búa í stórborgum, eða um 1,2 milljarðar. Fátæktarhverfum mun því fjölga og þau breiða enn meira úr sér en nú. Árið 1975 bjuggu um 20% íbúa P Sunnudagur 5. aprít 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.