Þjóðviljinn - 05.04.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.04.1987, Blaðsíða 2
FLOSI \iiku skammtur ◦f aprflgabbi ( vikunni sem leið var fyrsti apríl, en það er fyrsta apríl sem maður er látinn hlaupa apríl svona til tilbreytingar, „í grámóðu hversdags- leikans“, einsog það er stundum kallað... Eftir langt og viðburðaríkt lífshlaup er ég orð- inn reynslunni ríkari og þess vegna er ég alltaf afar var um mig 1. apríl. Ég er ekkert á því að láta plata mig til að trúa einhverri vitleysu og mér finnst það næstum hámark niðurlægingar- innar, þegar prökkurum tekst að senda mig ein- hverja erindisleysu í tilefni dagsins. Þetta vita mínir nánustu og þess vegna er það plagsiður hjá konunni minni að láta mig hlaupa apríl á hverju ári. Auðvitað tekst henni þetta alltaf, því það er hún sem hefur aðgang að mér fyrst á morgn- ana, áður en ég get farið að vara mig á hrelling- um daganna. Verkaskiptingin hjá okkur heiðurshjónunum er með þeim hætti að ég sé um eitt og annað utan heimilisins, en hún sér um heimilið og mig. Hún fer jafnan snemma á fætur, því fyrir utan að sjá um heimilið og mig, vinnur hún líka. Hún er á skrifstofu frá hálfníu til fimm. Eitt af því sem er í hennar verkahring, er að hafa fötin mín jafnan tilbúin á morgnana svo að ég tefjist ekki úr hófi við að klæða mig. Það sem hún vill að ég fari í þann og þann daginn, leggur hún á þartilgerðan bekk í svefnherberginu og lagar svo kaffi á meðan ég er að klæða mig. Þegar við vorum svo að drekka kaffið á mið- vikudagsmorguninn var, þann 1. apríl, sagði hún alltíeinu svona einsog uppúr þurru: - Heyrðu, líttu á lappirnar á þér. Ég gerði það og sá þá að ég var í grænköflótt- um sokk á hægra fæti en gráum á þeim vinstri. Hún hafði semsagt lagt ósamstæða sokka fyrir mig á bekkinn. Ef einhverjum finnst þetta smell- ið, þá hefur sá hinn sami aðra kímnigáfu en ég. Eg varð semsagt að fara aftur inní svefnher- bergi og finna mér samstæða sokka sjálfur. Þegar ég kom aftur að kaffiborðinu, sagði hún, sakleysið uppmálað: - Heyrðu, þú ert í úthverfu prjónavestinu. Þarna hefði einhver misst stjórn á sér, en síðan ég hætti að drekka er ég orðinn svo miklu meðfærilegri á heimili og æðrulausari, svo ég sagði bara, afar ástúðlega: - Hvurn djöfulinn á það að þýða að leggja ekki þessa andskotans leppa skikkanlega fyrir mann á morgnana. En hún svaraði létt í bragði: - Fyrsti apríl!! Ég hugsaði með mér að það væri ekki nema rétt mátulegt á hana að ég gengi í úthverfu vestinu allan daginn, svo allir gætu séð hvurs- konar kvenmanni ég er giftur, en varð afhuga hugmyndinni, af ótta við að þeir sem ég þyrfti að umgangast þann daginn - snöggklæddur, mundu ekki fatta orsakasamhengið og fara bara að hlæja að mér. Svo ég fór úr vestinu á staðnum og snéri því sjálfur við, þannig að úthverfan snéri inn og ákvað að láta ekki plata mig til að hlaupa apríl oftar þann daginn. Það eru einkum fjölmiðlarnir sem maður þarf að vara sig á 1. apríl og nú var ég búinn að fá þann forsmekk sem þarf til að vera við öllu búinn. Ég var staðráðinn í því að láta ekki blekkj- ast af aprílgöbbum útvarpsins, sjónvarps né blaða og hló þess vegna stórkallalega þarna við kafffiborðið, þegar sagt var frá því í morgunfrétt- unum að á Akureyri hefði tvöfaldur kvartett sungið þegar verið var að stofna Læonsklúbb. - Aprílgabb! sagði ég við konuna mína, sigri hrósandi. Það hefur oft verið auðveldara en þessa dag- ana að sjá í blöðunum hvað er aprílgabb, og hvað eru blákaldar íslenskar fréttastaðreyndir. Flest af því sem í blöðunum hefur verið að und- anförnu gætu nefnilega verið endalaus apríl- göbb. Þess vegna vandaði ég mig afskaplega mikið við yfirlestur blaðanna þennan 1. apríl og ákvað staðfastur að láta nú ekki blekkjast. í Morgunblaðinu voru tvö aprílgöbb. Annað var það að ungir sjálfstæðismenn hefðu sam- þykkt, á fjölmennum fundi í Valhöll, að leggja ríka áherslu á siðferðiskröfur í stjórnmálum. Hitt var frétt um fund í kristilega Stúdentafélaginu um smokka og siðfræði. Umræðuefnið átti að vera: - Er kristin siðfræði úrelt? Er smokkurinn eina lausnin? Hver er ábyrgð mín gagnvart náunga mínum? Aprílgabb!! í Þjóðviljanum var aprílgabbið undir fyrirsögninni. - Hvert einasta egg skoðað. Og síðan er sá brandari borinn á borð að eggin sem við neytendur kaupum séu ekki háræðasprungin, ekki brotin, ekki gömul, ekki blóðegg, ekki stropuð og ekki fúlegg. Aprílgabb!! í Tímanum var aprílgabbið það að flugstöðin „Keflavík" ætti í framtíðinni að heita: FLUGSTÖÐLEIFSEIRÍKSSONAR. Aprílgabb!! Það er háttur sumra að verja göbbum með því einfaldlega að stendur í blöðunum 1. apríl. Þannig munu fjölmargir hafa gefinn hlut að um aprílgabb væri tvö lesendabréf birtust 1. apríl s. undir fyrirsögninni: Stirðbusaleg afgreiðsla en hitt í Morgunblaðinu undir Getur verið dýrkeypt að gölluðum vörum. sig gegn apríl- trúa engu sem tekið það sem að ræða þegar I., annað í D.V. yfirskriftinni: kvarta undan í þessum lesendabréfum segir frá yfirskilvit- legri lífsreynslu tveggja manna sem lögðu, hvor í sínu lagi, útí þá óvissu að kaupa eccó-skó í skóverslun Þórðar Péturssonar. Það furðulegasta við þetta var, að nákvæm- lega það sama henti báða þessa ólánsömu les- endadálkahöfunda, þá Þorstein Jónsson og Lárus Fjeldsted. Báðir urðu þeir fyrir nákvæmlega sama áfall- inu, semsagt að nýju eccó-skórnir gáfu frá sér lit og lituðu hvítar sokkabuxur í þeirra eigu. Þessu gátu hvorki Lárus né Þorsteinn unað og fóru hvor í sínu lagi með hvítu sokkabuxurnar sínar í skóverslun Þórðar Péturssonar til að fá þær bættar og afslátt af skónum, en mættu frekju einni og dónaskap hjá verslunarstjóran- um, eins og segir í báðum lesendabréfunum. Þessir atburðir áttu sér stað í marslok, en ekki kemur fram í lesendabréfunum hvort þeir Lárus og Þorsteinn urðu fyrir þessari þungbæru reynslu sama eða sitthvorn daginn. En nú kemur það lang undarlegasta í þessu yfirskilvitlega sokkabuxnamáli: Báðir urðu þeir Lárus og Þorsteinn fyrir því að vera teknir af lögreglunni undir stýri á Lauga- veginum, grunaðir um ölvun við akstur, eftir að þeim hafði verið synjað um bætur á sokkabux- unum og endurgreiðslu á skónum. Þessu til staðfestingar skrifaði Lárus Morgun- blaðinu lesendabréfið: Getur verið dýrkeypt að kvarta undan gölluðum vörum og Þorsteinn skrifaði Dag- blaðinu Vísi lesendabréfið Stirðbusaleg af- greiðsla. Þessi ósköp ættu að geta orðið lands- mönnum víti til varnaðar að hætta ekki hvítu sokkabuxunum sínum í eccó-skó frá skóverslun Þórðar Péturssonar. Og þetta er ekki aprílgabb. Feðgar slást um atkvæði Undarleg staða er komin upp í tengslum við kosninga- stjórn Framsóknartlokksins og klofningsframboðs Stef- áns Valgelrssonar í Norður- landskjördæmi eystra. Fyrir klofning fór Stefán þess á leit við Sigurð F. Haraldsson, að verða kosningastjóri Fram- sóknarflokksins í kjördæm- inu. Stefán mun hafa þurft að beita Sigurð miklum fortölum, og að lokum féllst hann á bón 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur þfngmannsins. Síðan klauf Stefán sig frá Framsókn, sem frægt varð, þegar hann náði ekki fyrsta sætinu í prófkjörinu í kjör- dæminu. Nú hins vegar neitaði Sigurður að fylgja meistara sínum og taka við kosningastjórn J-listans. Stef- án vissi hins vegar sem er, að í ætt Sigurðar liggja beinlínis genetískir kosningastjórar, og þegar Sigurður hafði hafnað honum hóf hann bónorð við föður Sigurðar, Harald M. Sigurðsson. Haraldur, sem auk þess er faðir fyrrverandi ritstjóra Þjóð- 5. apríl 1987 viljans, Einars Karls, brást vel við og hefur stýrt kosning- abaráttu J-listans af miklum skörungsskap. En hann er gamalreyndur kosningastjóri, hefur meðal annars komið ná- lægt þremur sigursælum for- setaframboðum. Þannig var hann í forystu í héraðinu fyrir framboði Ásgeirs Ásgeirs- sonar, og var síðar kosninga- stjóri bæði fyrir Kristján Eld- járn og síðar frú Vigdísi á Norðurlandi. Þess má geta, að töluverðir stirðleikar munu hafa orðið í samskiptum þeirra feðganna eftir að þeir tóku að berjast um f ramsóknaratkvæðin... ■ I Ráðherrareykur á ______a | reykiausum dpgi barnaskemmtun S-listinn efnir til barna- skemmtunar nú um helgina. Er börnum allra frambjóð- enda Borgaraflokksins boðið á skemmtunina. Eitt af þeim börnum sem fékk boðskort er Össur Skarphéðinsson, rit- stjóri Þjóðviljans, en Össur er sonur Skarphéðins Össur- arson , sem skipar heiðurs- sæti S-listans á Vesturlandi. Sverrir Hermannsson hélt starfsmönnum Námsgagn- astofnunar heljarmikið hóf á reyklausa deginum. Var þar ýmislegt girnilegt á boðstólum bæði matar- og drykkjarkyns. Einnig bauð ráðherrann ó- spart vindlinga og vindla. Veit Þjóöviljinn um þrjá sem höfðu haldið sér reyklausum um nokkurn tíma er féllu fyrir ókeypis ráðherravind- lingum.B

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.