Þjóðviljinn - 05.04.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.04.1987, Blaðsíða 3
Pólitísk jurtafræði Kratar heyja nú mikið rósa- stríð fyrir alþingiskosningarn- ar, og hafa meðal annars gert Átján rauðar rósir að einkenn- islagi fyrir kosningabaráttu sína. Þarna er málum eitthvað blandið. Við höfum fyrir satt að kratablómið sé nellika, ekki rós. Að minnsta kosti sést félagi Anker Jörgensen og fleiri góðir alltaf með nel- liku í barminum þegar mikið liggur við. Á rósin kannski að undirstrika sérstöðu íslenskra krata? Eða eru mennirnir svona vondir í jurtafræði? ■ Aðeins tveir kostir (haldsmenn, þ.e.a.s. þeirsemi tilheyra Þorsteinsarminum, hafa átt erfiða daga og enn erfiðari nætur síðustu vikurn- ar. Á dögunum sást þó til eins flokksholls Þorsteinsmanns í Hafnarfirði sem var óvenjuhýr og glaður. Þegar gengið var á hann og spurðt hverju þetta sætti í þessu upplausnará- standi svaraði hann að bragði: Sjáiði til piltar mínir. Það er ekki nema tvennt til í þessu. Annað hvort lokar maður sig inni á klósetti og skælirframyfir kosningar, eða þá að maður lætur eins og þetta snerti mann ekki og hlær bara. Ég valdi síðari kostinn. ■ Guðdómlegur gleðileikur Nú hafa stjörnurnar í Hollywood baðað sig í Óskarsfroðunni, loftbólur sumra sprungið en aðrir svífa enn um á rósrauðu kampavínsskýi sigurvímunnar. Sigurvegarinn er enn sem fyrr draumaverksmiðjan sjálf. Kvikmyndir þær sem útnefnd- ar voru til verðlauna eru komnar í kvikmyndahús mörlandans áður en sjálf verðlaunaveitingin fer fram og erum við þakkláfþeirri breytingu sem orðið hefúr, að þurfa ekki að bíða í áraraðir eins- og áður var, eftir að fá að leggja okkar sjálfstæða mat á verð- launagripina. Hinsvegar virðast kvikmyndahúsin hér álíta að bandarjsk kvikmyndagerð ein- angrist við Hollywoodframleiðs- luna. Því er þó ekki svo farið. í Bandarjkjunum þrífst einnig sjálfstæð kvikmyndagerð, þar sei^i 'metnaðurinn liggur ekki í tæk'nibrellum, skrautlegum bún- ingum, stórstjömum eða öðrum fjárfrekum ytra búnaði, heldur í því að gegnumlýsa bandarískan vemleika með öðram brögðum. Slíkar myndir komast sjaldnast til álita hjá Óskarsúthluturam og slíkar myndir ná sjaldnast strönd- um íslands. „Bandaríkin era einsog stór pottur. Þegar sýður í honum flýtur skíturinn upp.“ Setning þessi er tekin úr kvikmyndinni „Down by Law“ eftir Jim Jarm- usch. Kvikmynd sem hefur verið lýst sem „unaðsfulium blús úr mýrarpytti bandarísks veruleika, fullum af manngæsku, sem kitlar hláturtaugar áhorfenda. Kvik- mynd sem geislar af persónuleika leikstjórans." í viðtali við Sigurjón Sighvats- son, kvikmyndagerðarmann, í blaðinu í dag, kemur fram að valdsvið leikstjórans í banda- rískri kvikmyndagerð fer aftur þverrandi. Kvikmyndagerð er iðnaður en ekki listgrein í augum þeirra sem veita peningum í framleiðsluna. Jarmusch er hinsvegar ekki á því að láta aðra segja sér fyrir verkum. Hann hefur fengið ótal tilboð frá Hollywood en hafnað þeim öllum. Hann hefur afstöðu listamannsins til kvikmyndarinn- ar, enda er afraksturinn eftir því. Hans mynd af Bandaríkjunum á ekkert skylt við mynd Hollywood af ameríska draumnum. Samt sem áður notar Jarmusch óspart klisjur úr Hollywood- framleiðslunni og stöðugt má sjá skírskotanir til eldri kvikmynda, en hann notar þetta meðvitað, setur klisjumar í nýtt samhengi og afhjúpar þannig innihaldsleysi þeirra. „Down by Law“ er þriðja kvik- mynd Jarmusch. Fyrsta mynd hans var „Permanent Vacation“ en í kjölfar hennar kom „Stran- ger than Paradise“, sem vakti mikla athygli þrátt fyrir að hún kostaði innan við 10 milljónir ís- Tom Waits, John Lurie og Robert Benignini I hlutverkum sínum í Down by Law. lenskra króna, sem þykir hlægi- legt verð í Bandaríkjunum fyrir kvikmynd. Nýjasta kvikmyndin kostaði hinsvegar um 40 milljónir króna, sem einnig er bara brot af kostnaði við venjulega Holly- woodmynd. Sögurþráður kvikmyndarinnar „Down by Law“ er í stuttu máli sá að í fangaklefa í New Orleans hittast þrír menn, þriðja flokks hórmangari (John Lurie), atvinnulaus plötusnúður (Tom Waits) og ítali, sem hefur drepið spilafélaga sinn (Robert Benign- ini). ítalinn lifir og hrærist í heimi kvikmynda og veit því hvernig á að flýja úr fangelsi. Kvikmyndin lýsir svo flóttanum um mýrar Lo- usiana og endar í New Órleans. Þetta er kvikmynd um utangarðs- menn í þjóðfélagi sem er að hruni komið. Tónlistin gegnir stóra hlut- verki í kvikmyndinni enda era tveir af aðalleikuranum, þeir Tom Waits og John Lurie, auk Jarmusch, allir tónlistamenn. Þetta er þó ekki sú tónlist sem vermir efstu sæti vinsældalist- anna, heldur er það blúsinn sem taktfastur hljómar undir flóttan- um. Það hefur verið sagt um kvik- myndir Jarmusch, að þær séu mitt á milli bandarískrar og evr- ópskrar kvikmyndahefðar. Þykja þær um margt minna á kvik- myndir Þjóðverjans Wim Wend- ers, enda nota þeir sama kvik- myndatökumanninn, Robby Muller. Persónurnar í kvikmynd Jarmusch era utangarðsmenn og ferðalag þeirra á margt sammerkt með svokölluðum „roadmovies". Þetta er guðdómlegur gleði- leikur, sem hefst í helvíti og þræðir öngstíga gegnum hreinsunareld mýrarinnar í áttina að óvísu ástandi í borg, sem lítur út einsog hún hafi orðið fyrir kjarnorkuárás. Ferðin er flótti en jafnframt leit að útópíu einstakl- ingsins. Kannski er vegurinn eina fyrirheit ferðarinnar. -Sáf, stuðst við Ny tid PENTAX PINU 35 M. GJAFASETT Þetta er frábær myndavél í gjafakassa með rafhlöðum og tösku. Kostar aðeins 4650 kr. nú eftir tollalækkunina. Fœst, Ljósmyndavöruversluninni Skipholti 31 sími 25177.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.