Þjóðviljinn - 05.04.1987, Blaðsíða 12
Atvinna
Laus er til umsóknar staða hafnarvarðar við Ól-
afsfjarðarhöfn.
Um er að ræða framtíðarstarf og starfsaðstaða er
mjög góð.
Æskilegt er að umsækjandi hafi skipstjóraréttindi
eða starfsreynslu í sjómennsku.
Nánari upplýsingar gefa form. hafnarnefndar
Óskar Þór Sigurbjörnsson í s. 62134 og bæjar-
stjóri í s. 62214.
Frestur til að skila inn umsóknum á bæjarskrif-
stofuna í Ólafsfirði rennur út 31.03. 1987.
Ólafsfirði, 10.03. 1987
Atvinna
rm
Laus er til umsóknar staða bæjarritara hjá Ólafs-
fjarðarkaupstað.
Nánari upplýsingar gefa form. bæjarráðs Óskar
Þór Sigurbjörnsson í s. 62134 og bæjarstjóri í s.
62214.
Frestur til að skila inn umsóknum á bæjarskrif-
stofuna í Ólafsfirði rennur út 15.04. 1987.
Ólafsfirði 19.03. 1987.
Æskulýðsfulltrúi
Blönduósshreppur óskar að ráða æskulýðsfull-
trúa í hálft starf og hefji hann störf í vor.
Upplýsingar um starfssvið og launakjör veitir
undirritaður. Skriflegar umsóknir með upplýsing-
um um aldur, menntun og fyrri störf berist undir-
rituðum fyrir 7. apríl n.k.
Sveitarstjóri
Maður óskast í blaðburð.
Þarf að hafa bíl.
Vinnutími frá kl. 5.00-12.00.
Uppl. í síma 681333 (Hörður)
og 686300 (Ólöf).
þJÓÐVILJINN
SVÆÐISSTJÓRN
MÁLEFNA FATLAÐRA
Reykjavík
Laus staða
forstöðumanns fyrir vistheimili fimm fjölfatlaðra
barna. Heimilið er í nýju húsi á fallegum stað í
Laugardal í Reykjavík.
Auk meðferðarstarfs sér forstöðumaður um
ráðningu starfsfólks, vaktaskipulag og fjárreiður.
Staðan veitir hlutaðeigandi mikið frelsi hvað
varðar efnistök, en krefst fagþekkingar, færni í
samskiptum og hæfileikatil stjórnunar. Mikilvægt
er að viðkomandi hafi reynslu af meðferðarstarfi
með fötluðum og þekki fjölþætt markmið þess.
Ráðningartími hefst 1. ágúst n.k. Laun skv.
kjörum opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt
upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist
sem allra fyrst. Nánari upplýsingar í síma
621388.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra í Reykjavík rekur
tvö sambýli fyrir, en fleiri taka til starfa bráðlega
auk meðferðarheimilis fyrir þroskahefta.
Okkur vantar því von bráðar duglegt fólk til starfa,
einkum þroskaþjálfa eða fólk með sambærilega
menntun, t.d. kennara eða fóstrur. Gjörið svo vel
og hafið samband.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra
í RpvlfÍAX/ík
Hátúni 10, 105 Reykjavík
Það eru ekki
vopnin sem...
Jón Sveinsson, fyrrverandi
sjóliðsforingi, í norskasjó-
hernum og núverandi finn-
skunemi við Háskóla (slands
vakti þjóðarathygli fyrir rúmu
ári þegar hann ritaði harðorða
grein í Moggann um Land-
helgisgæsluna og það sem
hann taldi ábyrgðarlausa
hegðan starfsmanna hennar
við skyldustörf. Um stund var
málið í brennidepli en lítið
varð um niðurstöður.
„Þetta var allt þaggað niður,“
sagði Jón í samtali við Þjóðvilj-
ann þegar við heimsóttum hann
fyrir skömmu til að forvitnast
nánar um hann og skoðanir hans
á varnarmálum íslendinga, en
þær eru af nokkuð öðrum toga en
heyrst hafa hér í áratugi.
Jón er 31 árs, ættaður úr
Reykhólasveit vestur á fjörðum.
Hann er útskrifaður úr norskum
herskóla og það liggur því beinast
við að spyrja hvernig á því stóð að
piltungur að vestan fór utan til að
nema herstjómarlist.
Hann brosir við og á meðan
hann hellir upp á teið útskýrir
hann málið: „Þegar ég var í
Menntaskólanum á ísafirði var
Landhelgisdeilan í algleymingi
og þá sá ég hvernig stórþjóð gat
kúgað smáríki. Þá var í gangi sú
ófrjóa umræða sem er reyndar
enn um varnarmál og ég ákvað
því að skella mér bara í þetta
sjálfur og læra um þessi mál alveg
frá grunni.
Köld heimkoma
Áður en ég fór heimsótti ég
reyndar utanríkisráðuneytið og
tilkynnti þar að nú ætlaði ég utan
til að kynna mér þessi mál sér-
staklega og þegar ég kæmi aftur
þá skyldu þeir vera tilbúnir að
taka á móti mér og gera mig að
fulltrúa okkar hjá NATÓ.
„Við getum nú ekki lofað þér
neinu“ sögðu þeir, en ég fór út.
Ég fékk góðan samning við
norska varnarmálaráðuneytið,
fékk engin lán og varð því að
ganga að sömu kröfum og inn-
lendir, það er að segja ég var
undir herskyldu allan tímann og
hefði komið til stríðs hefði ég
orðið að taka þátt í því.
Ég lauk svo fjögurra ára námi á
háskólastigi við Sjökrigsskolen
1981 og þjónaði síðan í fjögur ár
sem liðsforingi í norska sjóhern-
um. Að starfssamningnum upp-
fyiltum var mér boðið að vera
áfram, með því skilyrði þó að ger-
ast norskur ríkisborgari. Þessu
höfðinglega boði hefði ég tekið,
hefði ég vitað hvaða móttökur ég
fékk þegar ég kom hingað heim.
Þegar heim var komið var mitt
fyrsta verk að kynna mig í utan-
ríkisráðuneytinu og spyrja hvort
þeir myndu eftir mér.
Ég hafði upp á vasann grein
eftir Geir Hallgrímsson þar sem
hann sagði að á döfinni væri að
ráða tvo varnarmálasérfræðinga
á árinu og var því nokkuð vong-
óður. Svarið var hins vegar á þá
lund að nú skorti peninga í þetta
en verið væri að taka saman lista
yfir menn sem kæmu til greina.
Ég ákvað því að vera um kyrrt til
og sjá til, og var í millitíðinni ráð-
lagt í utanríkisráðuneytinu að
fara og gera eitthvert gagn hjá
Landhelgisgæslunni.
Þagað í hel
Þar var ég í 5 mánuði með þeg-
ar kunnum eftirmálum. Eftir að
ég skrifaði greinina var mér sagt
að þar sem sami flokkur hefði far-
ið með dómsmál í landinu lengi
væru miklir flokkshagsmunir í
veði og ekkert gruggugt mætti
koma þar upp. Ábendingar mín-
ar voru hunsaðar og staða þessa
máls núna er sú að það er verið að
þegja það í hel. Ríkissaksóknari
fullyrti að skrif mín væru aðdrótt-
anir en neitaði að lögsækja mig
fyrir þau, neitaði mér um að lesa
vitnisburði gegn mér og svaraði
engu um hvort hann gæti af-
sannað nokkuð af því er ég héldi
fram.
Það kom svo í ljós að mér var
aldrei ætluð nein staða í utan-
ríkisráðuneytinu sakir skorts á
ættgöfgi. Þessar tvær stöður voru
einfaldlega búnar til fyrir tvo
góða sjálfstæðismenn, vini og
ættingja sitjandi ráðherra.
Þessir menn eru Arnór Sigur-
jónsson, æskuvinur Þorsteins
Pálssonar, sem stóð fyrir þeirri
lögleysu að stofna Víkinga-
sveitina, og hinn er Magnús
Bjarnason, bróðursonur Ragn-
hildar Helgadóttur ráðherra.
Utanríkisráðherra hefur sjálfur
viðurkennt fyrir flokksbróður
sínum að hafa orðið fyrir þrýst-
ingi frá Ragnhildi til að ráða
þennan dreng sem gekk beint inn
í þessa stöðu úr skólanum. Bæði
hann og Arnór eru af landher-
skóla en eiga að fylgjast með
vopnum og æfingum sjóhers!
Hvorugur lauk tilskilinni her-
þjónustu.
íslenskur her
eða enginn
- En víkjum að öðru, þú hefur
ákveðnar hugmyndir um núver-
andi ástand í varnarmálum ís-
lendinga?
„Já. Það ástand sem við búum
við núna er algerlega óverjandi
bæði frá faglegu og siðferðilegu
sjónarmiði. í 75. grein stjórnar-
skrárinnar segir: „Sérhver vopn-
fær er skyldugur til að taka þátt í
vörnum landsins eftir því sem
nánar kann að verða kveðið á um
í lögum.“ Það ætti ekki einungis
að vera skylda hvers einstaklings
að verja landið sitt, heldur einnig
réttur hans. „Vopnfær“ er óskil-
greint og engin nánari lög hafa
verið sett.
Sá kostur sem ég tel vænlegast-
an er að stofna íslenskan her sem
yrði sniðinn að íslenskum að-
stæðum og með íslenska
hagsmuni, fyrst og fremst, fyrir
augum. Hann myndi byggjast á
þegnskyldu, það er: almennri
herskyldu með undantekningum
þó fyrir þá sem af sannfæringará-
stæðum geta ekki hugsað sér að
bera vopn. Þeir gætu þá þjónað
landi sínu á annan hátt og með
fullri reisn.
Akvörðun í þessu etni er
hvorki Alþingis né ríkisstjórnar
heldur þjóðarinnar sjálfrar, og þá
upplýstrar þjóðar, en ekki þjóðar
sem hefur setið undir linnu-
lausum áróðri áratugum saman
frá hægri og vinstri.Okkur ber að
leita nýrra leiða og leggja rækt
við skoðanir okkar því þær ráða
gerðum okkar.
Stríð er djöfulskapur
Þetta sjónarmið mitt ver ég
með því að varpa fram þeirri
spurningu hvort það séu til þau
verðmæti sem gefa tilverunni
slíkt gildi að þau sé vert að verja,
jafnvel með lífinu sjálfu, með
öðrum orðum: að án þeirra sé til-
veran tilgangslaus.
Þá má spyrja: Er frelsið
ókeypis og jafnsjálfsagt og loftið
sem við öndum að okkur eða
unnu einhverjir það fyrir okkur
og hvaða verði var það þá keypt?
Þessu verður hver að svara
fyrir sig, enginn getur svarað
þessu fyrir okkur. Hinni siðferði-
legu spurningu um hvort við sam-
þykkjum vopnaburð hefur þegar
verið svarað óumbeðið og óbeint
af Alþingi íslendinga með því að
það samþykkti aðild íslands að
NATÓ. En þetta er það alvarleg
spurning að henni verður að
svara í beinu þjóðaratkvæði.
Menn verða einnig að gera sér
ljóst að það eru ekki vopnin sem
drepa, heldur mennirnir sem
nota þau. Og þá liggur beint við
að spyrja: get ég drepið? Ég hef
verið hermaður sjálfur og veit
það hreinlega ekki. Og ég vona
að ég komist aldrei að því. Þeir
sem svara að óreyndu játandi eru
annað hvort að ljúga eða eru
brjálaðir. Stríð er djöfulskapur.
Þjóðremba eða
sjölfstœði
Mínar hetjur eru ekki hetjur
hvíta tjaldsins þar sem kappar
einsog Rambó vinna stríðin ó-
studdir og án skrámu.
Mínar hetjur eru menn sem
vilja verja landið sitt fyrir árásum
þó að þeir séu miður sín af
hræðslu við það sem þeir þurfa að
gera. Án ótta væru þeir bilaðir,
ómennskir.
Steingrímur Hermannsson hélt
því fram við mig í síðbúnu svar-
bréfi við fyrirspurn frá mér að
það væri að vísu stolt hverrar
þjóðar að verja sig sjálf, en fólks-
fæð og mikill kostnaður gerðu
það að sú hugmynd að stofna ís-
lenskan her væri skopleg. Hann
kvaðst hlynntur aðild að NATÓ
og að það sæi um varnir okkar.
Mig langar til að vitna í orð
manns sem heitir Benkov og er
þingmaður í norska Stórþinginu.
Hann segir í ævisögu sinni:„Án
mótmæla verður lygin samþykkt
sem sannleikur."
Stolt kemur þessu máli ekkert
við. Þjóðrembingur er löstur og
þess eru mýmörg dæmi að slíkur
hugsunarháttur hafi komið fólki
á villigötur.
Það að stofnun íslensks hers sé
dýr er vissulega rétt. En það væri
nær að spyrja að því hvort við
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. apríl 1987