Þjóðviljinn - 05.04.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 05.04.1987, Blaðsíða 14
1 LAUSAR STÖDUR HJÁ I REYKJAVIKURBORG Skólaskrifstofa Reykjavíkur óskar eftir að ráða bókasafnsfræðing í fullt starf, sem fyrst. Upplýsingar gefur skólasafnafulltrúi í síma 28544 e.h. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Frá Grunnskólum Kópavogs Innritun 6 ára^barna (börn fædd 1981) fer fram í skólum bæjþrins mánudaginn 6. apríl og þriðju- daginn 7. apríl (<l. 13-16. Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytjast milli skólahverfa, flytja í Kópavog éða koma úr einkaskólum, fer fram sömu daga á Skólaskrifstofu Kópavogs, Hamraborg 12, 3. hæð, kl. 10-12 og 13-15, sími 41988. Skólafulltrúi. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Vatnsveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í smíði og uppsetningu á handriðum, bæði inni og úti, í Gvendarbrunnarhús í Heiðmörk. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, gegn kr. 5 þús. skilatryggingu. Til- boð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 15. apríl n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fnkitkjuvegi 3 Simi 25800 Vestmannaeyjabær auglýsir stöðu forstöðumanns safnahúss laust. Háskólamenntun í bókasafnsfræðum er æskileg. Safnahús Vestmannaeyja hýsir bókasafn bæjar- ins, eitt elsta bókasafn í landinu, byggðasafn og listmunasafn svo og skjalasafn í rúmgóðu og nýlegu húsi. Frekari upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 98- 1088 og 98-1092 á vinnustað. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, Arnaldur Bjarnason. Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla í Reykjavík vegna alþingiskosninga 1987 hefst í Ármúlaskóla laugardaginn 4. apríl kl. 14 - 18. Síðan verður kjörstaðurinn opinn alla virka daga kl. 10 -12,14 -18 og 20 - 22, en sunnudaga og helgidaga kl. 14 -18. Lokað verður föstudaginn langa og páskadaga. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Frá Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans INNRITUN 5 ÁRA BARNA Innritun 5 ára barna í skólahverfi Æfingaskólans fyrir skólaárið 1987-1988 fer fram í skólanum dagana 6.-9. ^tpríl. Skólastjóri. Erindi Þorsteins Gylfasonará málstefnu Alþýðubanda- lagsins um menningu og listir I Menning er að gera hlutina vel. Tökumsoðnaýsu. í menningarlegu byggðarlagi erýsa ný. Kannski sækir maður hana glænýja niður á bryggju fyrir hádegið. Svo er hún soðin í vatni eða bökuð í ofni vatnslaus. Það má ekki votta fyrir blóði inn við beinið. En fiskurinn má ekki heldur veraalveg lausfrá beininu: hann á að vera að byrja að losna. Og hann á að gljá eins og laukurgljáir. Þettaer menning. Ég hef einu sinni orðið svo frægur að koma í opinbera heim- sókn í skóverksmiðju í Zlín á Mæri þar sem nú heitir Gottwald- ow. Hún er auðvitað nkisrekin og heitir Svit sem þýðir ljós ef ég man rétt. í öndverðu var hún einkaeign Tómasar Bata og bar nafn hans. Það eru raunar enn til Bataverksmiðjur í Brasilíu og víðar að ég hygg. í Zlín var um skeið mikið og frægt menningar- samfélag, og fólk úr öðrum löndum þyrptist þangað til að sjá það með eigin augum. Það var meðal annars frægt fyrir eignar- aðild verkafólksins að fyrirtæk- inu með tilheyrandi hlutdeild í arðinum af því. Það var líka frægt fyrir glæsilega verkamannabúst- aði, sparisjóð verkafólks, náms- styrki handa börnum þess og aðra velferð, en einkum þó að sjálf- sögðu fyrir góða og furðulega ódýra skó. Þegar ég kom til Zlín var allt í niðurníðslu. Hvorki verksmiðjunni sjálfri né heldur verkamannabústöðunum hafði verið haldið við, hvað þá að um- bætur hefðu átt sér stað. Skórnir sem það gerði voru ræflar, eins og margir Islendingar muna frá haftaárunum þegar varla fengust aðrir skór en tékkneskir hér á landi. Svo var það einkennilegt að vera leiddur um verksmiðjuna. Þá laut hvert einasta mannsbarn höfði. Fyrst gekk maður auðvitað að því vísu að þetta væri þrælsótti í fólkinu. En svo sá ég framan í mann og áttaði mig á því sem reyndist rétt: fólkið var að skoða skóna sem við útlendingamir höfðum á fótunum. Þetta var handverksfólk sem hafði varð- veitt áhugann á handverki sínu, og virðingu sína fyrir því, þrátt fyrir drabbið í kringum sig. Það vildi að minnsta kosti fá að virða fyrir sér almennilega skó úr því það fékk ekki að smíða þá sjálft. Þetta sýnir að menning getur lifað þótt kjör fólks bregðist. En það breytir engu um hitt að það versta sem hægt er að gera manni er að leyfa honum ekki að gera það vel sem hann gerir. II Það gegnir sama máli um listir og vísindi og um ýsu og skó: menning er að gera hlutina vel. Það er menning að syngja vel og skrifa vel og lesa vel og skilja vel og skemmta sér vel á meðan verið er að því öllu saman. Og eins og ég segi: það versta sem hægt er að gera manni er að leyfa honum ekki að gera það vel sem hann gerir. Það er yfirleitt erfitt að gera hlutina vel. Til dæmis tekur það tíma og kostar peninga. Menning er kannski dýrust vegna þess að oftast nær þrífst hún ekki nema í stofnunum, og jafnvel ekki nema í voldugum stofnunum. Skó- verksmiðja er voldug stofnun, og það er háskóli líka. Þar fléttast eitt saman við allt annað á þús- und og einn veg. Það er ekki hægt að iðka almennilega matvæla- verkfræði í háskóla án þess að leggja líka stund á efnafræði. Efnafræðin kallar á eðlisfræði, til dæmis vegna mælitækja sem hún þarf á að halda og eðlisfræðinga þarf til að smíða, og eðlisfræðin kallar á stærðfræði því að án stærðfræði er hún óskiljanleg. Svo á stærðfræðin sér mikilsverða grein þar sem rökfræðin er, sem aftur er undirstöðugrein í heimspeki. Og heimspekin þrífst ekki nema meðal annarra mann- legra fræða. Þar á meðal eru ís- lensk fræði í okkar háskóla. Það verður yfir höfuð engin fræði- grein sómasamlega iðkuð hér í landinu án íslenskra fræða. Hugs- um bara um nýyrði. Það er úti- lokað að keppa að því af viti að búa til nýyrði, til að mynda í mat- vælaverkfræði, án þess að eiga aðgang að stofnunum eins og Is- lenskri málnefnd og Orðabók Háskólans. Satt að segja þyrftu þær báðar að vera miklu voldugri en þær eru. Og það þarf ekki ein- ungis opinberar stofnanir: það þarf líka forleggjara eins og Ör- lyg Hálfdánarson sem gefur út enskar orðabækur af einstökum myndarskap. Það er á endanum ekki hægt að kenna matvælaverkfræði án þess að kenna stærðfræði og rökfræði líka. Þetta er auðvitað ekki af því að til að mynda rökfræði eigi að vera skyldunámsefni hjá mat- vælaverkfræðingum. Það er vegna þess að ef við viljum al- mennilega kennslu í efnafræði- námskeiði handa matvælafræð- ingum, þá verðum við að hafa al- mennilega efnafræðinga. Þeir fást ekki nema við leyfum þeim að iðka fræði sín án tillits til ma- tvæla. Og þannig koll af kolli. Þetta er vert að hafa í huga þegar ráðgert er að stofna háskóla á Akureyri. Auðvitað er ekkert nema gott um það að segja að hafa háskóla þar, og helst í Hornafirði líka. En háskóli er dýr. Hann kostar margar fræði- greinar en ekki bara einhverja eina eða tvær sem eiga að heita hagnýtar. Hann kostar allar fræðigreinar. Hann kostar líka bókasafn. Háskólinn hér í Reykjavík á sér ekki nándar nærri boðlegt bókasafn, og samt er hann sjötíu og fimm ára. Hyggjum sem snöggvast að sinfóníuhljómsveit. Það er oft talað eins og Sinfóníuhljómsveit íslands sé til vegna fáeinna hundruða Reykvíkinga sem sækja tónleika hennar hálfsmán- aðarlega. Þetta er bara misskiln- ingur. Sinfóníuhljómsveitin er fyrst og fremst óhjákvæmilegur partur af tónlistarlífi í landinu eins og það leggur sig. Ef við vilj- um hafa tónlistarskóla út um allt land handa þúsundum barna, þá viljum við væntanlega góða tón- listarskóla. Góðir tónlistarskólar þurfa góða kennara, en góður kennari á lúður eða flautu þrífst ekki nema fyrir allskonar stofn- anir. Hann þrífst meðal annars fyrir áhugafélög um stofutónlist, útvarpsstöðvar og sjónvarps- stöðvar og hljómsveitir og óperu. Tökum bara tónskáld svo að ekki sé lengra seilzt. Það er ekki hægt að gera neinar kröfur til tón- skálda í landinu nema að þau fái meðal annars að skrifa tónlist fyrir stóra hljómsveit, og fái það 14 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.