Þjóðviljinn - 05.04.1987, Blaðsíða 15
spilað sem þau skrifa. Tónlistarlíf
er eitt líf.
Allt líf krefst annars lífs, hérna
megin grafar. Það gerðist vestan
hafs í bæ á við Reykjavík, skulum
við segja, að hann tók að tærast
upp. Eitt var að foreldrar höfðu
enga stjórn á börnum sínum
lengur. Miðbærinn hjá þeim var
allur einn Hlemmur eða Hallær-
isplan. Þar söfnuðust krakkamir
saman til að brjóta rúðurnar í
búðum og skrifstofum feðra
sinna og mæðra. Unglingar sem
einhver töggur var í biðu
óþreyjufullir eftir því að losna úr
þessu díki og komast að heiman í
háskóla. Þangað fóm þeir og þar
vom þeir og hringdu ekki einu
sinni heim til sín um helgar upp
frá því. Bæjarstjórnin og ljóna-
klúbbarnir og málfreyjufélögin
og JC og rótarí stofnuðu
tómstundamiðstöðvar, og kir-
kjurnar höfðu spilakvöld og ekk-
ert dugði. Þá deyr þarna kerling
og kemur í Ijós að hún var af ein-
hverjum ástæðum stórauðug sem
enginn vissi. En það var opnuð
erfðaskrá og kemur í ljós að hún
gefur allan auð sinn til að stofna,
af öllum hlutum, sinfóníuhljóm-
sveit handa þessu bæjarfélagi.
Fólk fórnaði auðvitað höndum í
skelfingu: Það var þá það sem
það vantaði! Svo var ábyggilega
reynt - ég er ekki viss um að ég
muni þetta allt saman rétt - að fá
þessa góðu konu lýsta geðveika
eða að minnsta kosti ófæra um að
ráðstafa fé sínu með erfðaskrá,
en einhvern veginn vildi það ekki
ganga. Hljómsveitin var stofnuð:
fiðlu eða píanó og látið sig
dreyma um það að einhvemtíma
spili hún í stórri hljómsveit þegar
hún er orðin stór.
Eða lítum við í leikhúsi. Það
tíðkast ekki á íslandi að böm fari
í leikhús nema til að sjá svonefnd
barnaleikrit. Samt blasir það við
um leið og huga er að því leitt að
leikhús eiga að vera full af börn-
um: næstum því hvert einasta
leikrit sem sýnt er hér í bænum á
miklu meira erindi við börn en
fullorðna. Ef einhver skilur fjöl-
skylduharmleik til fulls þá er það
bam, og ef einhver innbyrðir óp-
eru til fulls þá er það líka barn.
Fullorðnu fólki mörgu finnst það
fráleitt að syngja leikrit úr því
það er hægt að tala þau eins og
það talar sjálft. Börnum finnst
það hins vegar vera jafn asnalegt
að tala það sem maður segir á
leiksviði úr því að hægt er að
syngja það. Sem er alveg rétt hjá
þeim.
Menning er handa börnum.
Hún er handa börnum svo þau
geti gert hlutina vel og látið sig
dreyma um að gera þá ennþá bet-
ur. Það er þess vegna sem við
eigum að reiða fram háar fjár-
hæðir til að mynda í námslán.
Námslán em til þess að ungt fólk
geti flækzt út um allar jarðir og
gert það sem hugurinn girnist og
reynt að gera það vel. Megi það
vera sem lengst að því. Líf okkar
hinna með íbúðir sínar og bfla er
að líkindum allt of fljótt til að
læsa í það klónum hvort heldur
er.
Á bannárunum var haldinn al-
fram hjá því var engin leið.
Eftir fáeinar vikur og fáeina
tónleika, fyrir miklu minna en
hálfu húsi, opnar kona tehús rétt
hjá samkomuhúsinu þar sem
hljómsveitin spilaði. Það gafst
vel. Um sömu mundir fóru að
birtast fréttir og greinar um þessa
nýju hljómsveit út um allt land;
áður hafði enginn vitað að þessi
bær var til, frekar en ég man núna
hvað hann heitir. Svo kom ítali
og bakaði pizzur á næsta horni
við tehúsið. Og bæjarblöðin birta
fleiri greinar úr fleiri blöðum.
Eitt segir að hljómsveitarstjóri
nýju hljómsveitarinnar sé ágætur
hljómsveitarstjóri. Þá fer fólk að
hugsa ráð sitt og fer nú að fjölga
hljómleikagestum í samkomu-
húsinu. Er nú ekki að orðlengja
það að áður en við er litið er orð-
inn til lifandi miðbær þarna í bæn-
um, ný og voldug stofnun sem var
ekki til þar áður, með veitinga-
húsum og djassbörum og bóka-
búð þar sem líka fást plötur. Ég
þarf ekki að rekja söguna frekar:
bæjarfélagið var innan tíðar orð-
ið óþekkjanlegt. Unglingarnir
sem flúðu þennan bæ við fyrsta
tækifæri byrjuðu að koma heim
til sín í fríum, og að loknu námi
jafnvel til að setjast þar að. Það
kviknar líf af lífi.
Menning þnfst því miður ekki
nema fyrir stofnanir, eins og mið-
bæi. En hér verður fyrir okkur
ægilegur vandi vegna þess að
stofnanir eru auðvitað stórháska-
legar, og einkum og sér í lagi eru
þær háskalegar fyrir alla viðleitni
fólks til að gera hlutina vel.
Stofnanir staðna og stirðna, og ef
þeim er stjórnað, stjórnar þeim
oftar en ekki einmitt það fólk sem
vill ekki eða nennir ekki að gera
neitt vel. Þær eru eins og tröll og
verða að steini þegar sólin skín á
þær. Þetta gerir háskóli, þetta
gerir ríkisútvarp, þetta gerir mið-
bær, þetta gerir hljómsveit.
Nema þá fyrir harðasta aðhald,
og til þess þarf aðrar stofnanir.
Af þessu leiðir svo meðal annars
þetta: ef það er ekki hægt, af fjár-
hagsástæðum skulum við segja,
að hafa marga háskóla hér í
landinu, þá verður það öldungis
óhjákvæmilegt, það verður brýn-
asta nauðsyn að senda ungiinga í
stórum hópum burt úr landinu á
hverju ári til háskólanáms í öðr-
um löndum. Og þetta unga fólk á
ekki sízt að leggja stund á það
sem hér er kennt. Það er hættuleg
hugmynd, sem stundum heyrist
fleygt, að námslán séu ekki veitt
til náms erlendis í greinum sem
hér eru kenndar.
IV
Allt er þetta dýrt. Hvaðan eiga
peningar að koma til að standa
straum af þessum stofnunum?
Svarið getur naumast einfald-
ara verið. Þeir eiga að koma al-
staðar að. Til dæmis eiga for-
eldrafélög að styrkja skóla barna
sinna með hvers kyns fjárútlátum
og sjálfboðavinnu. Og börnin
eiga að selja teikningar og kvæði
eftir sig, eða að minnsta kosti
tuskur eða sleifar, til að safna
fyrir tölvum svo þau geti lært á
þær. Svo eiga ríki og byggðarlög
að verðlauna framtakssemi eins
og þessa, til dæmis með því að
þrefalda eða fimmfalda upphæð-
ina sem krakkamir safna saman
fyrir tölvunni. Umfram þess hátt-
ar margföldun fjár held ég að rík-
ið eigi helzt ekki að gera neitt.
Stjórnmálamenn em ómissandi
til að skattleggja fólk, eins og
margir vita, en svo virðist sem
þeir eigi helzt ekki að eyða því
sem þeir afla nema að litlu leyti.
Enda eru nógir til þess. Ef til vill á
ríkið að borga kennurum
myndarleg laun. Kannski eiga
byggðirnar að gera það. Það á
kannski - bara kannski - að gera
einhverjar lágmarkskröfur til
skólahalds. Að öðru leyti, það er
að segja að langmestu leyti, eiga
skólar að ráða sér sjálfir, alveg
eins og listamenn eiga að ráða sér
sjálfir. Kennari sem ekki veit það
sjálfur hvað hann á að kenna og
hvernig hann á að kenna það er
hlulinn vel
óhæfur til kennslu og ætti að fá
sér annað að gera.
Ég má til með að nefna það í
þessu sambandi að það er vísir að
svona frjálsræði í tónlistarskólum
á íslandi. Ríkið greiðir kennara-
launin, gerir lágmarkskröfur, en
skiptir sér ekki af skólunum að
öðru leyti, enda hefur ríkið ekki
mikið vit á tónlist. Ég er nokkurn
veginn viss um að sumir tónlistar-
skólarnir era beztu skólar í
landinu. Einhver kann að spyrja:
af hverju leysist þetta kerfi ekki
upp í allsherjar ringulreið? Það er
vegna þess að skólarnir gera al-
veg sjálfkrafa gæðakröfur til
sjálfra sín, og því meiri sem þeir
eru fleiri. Það veit hver maður í
þessum skólum hvenær vel er
spilað eða sungið og hvenær illa.
Kennararnir vita það, og meira
að segja nemendurnir vita það
líka.
Peningarnir eiga að koma al-
staðar að: úr rótaríklúbbum og
málfreyjufélögum ekki síður en
frá ríki og byggðum. Þeir eiga
líka að koma frá fyrirtækjum og
verkalýðsfélögum. Eiginlega ætti
hver maður sem hér er að ganga í
það strax á morgun að fá stétt-
arfélagið sitt til að hyggja að
menningarmálum og veita fé til
þeirra sem fyrst. Ragnar í Smára
stofnaði Listasafn alþýðu eins og
allir vita, en Alþýðusambandið
hefur ekki skilið gjöfina til þessa
dags. Ef það em einhver fyrirtæki
sem eiga að sinna menningarmál-
um öðrum fyrirtækjum fremur þá
eru það verkalýðsfélög. Þetta er
sennilega ljósast um handverka-
félög. Hverjum stendur það nær
að veita bókmenntaverðlaun á
hverju ári en prenturum? Hverj-
um stendur það nær að veita
verðlaun fyrir húsagerðarlist og
jafnvel myndlist af öllu tæi en
verkalýðsfélögum í byggingar-
iðnaði? Prentarar eiga auðvitað
að krefjast þess, af virðingu fyrir
list sinni, að fá almennilegar
bækur til setningar og prentunar.
Eins ætti það að vera lágmarks-
krafa húsasmiða að fá að reisa
almennileg hús. Alveg eins og
háskólakennari eins og ég á þá
ósk fremsta að hann fái að kenna
almennilegum nemendum al-
mennileg fræði. Án þess er lífið í
háskóla ekki þess vert að því sé
lifað.
V
Nú má spyrja áður en ég hætti:
handa hverjum er öll þessi menn-
ing og allar þesar dýru stofnanir?
Svarið held ég hljóti að vera: há-
skólar eru handa vísindunum og
hljómsveitir handa tónlistinni.
Handa hverjum eru þá vísindin
og tónlistin? Helst vildi ég geta
sagt: handa Guði. En þetta get ég
ekki sagt með góðri samvizku, og
þá verður svarið að fá að vera það
að vísindi og tónlist séu einkum
handa ungu fólki. Ef til vill ætti ég
að segja að allt sé það fyrst og
síðast handa börnum. Sinfóníu-
hljómsveitin er þá á endanum til
þess að lítil stúlka norður á Skag-
aströnd geti keppzt við að læra á
mennur fundur sem oftar hér í
Reykjavík og deilt um hvort
aflétta skyldi banninu eða ekki.
Þar talaði Guðbrandur Jónsson
prófessor og veik að drykkju-
skap. Hann sagði að það ætti að
vera hverjum manni í sjálfsvald
sett hvort hann drykki sig fullan
eða ekki, eða hvort hann yrði
fylliraftur eða ekki. Ef maður vill
fara í hundana þá á að leyfa hon-
um það. Það er honum sjálfum að
kenna, sagði Guðbrandur. Það er
meira að segja til orð um það í
íslensku: það heitir sjálfskapar-
víti. Drykkjuskapur er sjálfskap-
arvíti. Þá kallaði Ólafur Friðriks-
son verkalýðsforingi fram í fyrir
Guðbrandi og æpti: En hugsið
um börnin yðar! Hvað um börn-
in? Guðbrandur svaraði: Börnin
mín? Auðvitað eru þau sjálfskap-
arvíti líka. Hvernig ætti annað að
vera?
Menning er handa börnum og
börn eru sjálfskaparvíti. Þess
vegna verðum við að blæða í
menninguna.
Stóri bróðir
Það getur verið erfitt að rata í
stórborgum þekki menn ekki vel
til. Einkumerþetta bagalegtfyrir
bílstjóra því það er ómögulegt að
halda um stýrið með annarri
hendi og böglast með kort I hinni.
Nú hafa Japanirákveðið að nota
gervitungl til að segja bílstjórum
til vegar. Slíkur vegvísirverður
kominn á markaðinn eftir tvö ár.
í bflnum er móttökukerfi með
skjá. Tölvan í móttakaranum
vinnur úr radíóbylgjum frá þrem
til fjómm gervitunglum og
reiknar út frá því nákvæma stað-
setningu bflsins. Birtist hún svo á
korti á skjánum. Nákvæmni
staðsetningarinnar getur skeikað
um hundrað metra.
Til að byrja með verður þetta
reynt í Tokyo og takist vel til
verður svipuðu kerfi komið á í
öðmm stórborgum Japan. Fast-
undir stýri
Staðsetning bílsins birtist á skjá í
mælaborðinu.
lega má búast við að aðrar þjóðir
taki þetta svo fljótlega upp í
kjölfar Japana. Mörlandinn þarf
því ekki í framtíðinni að vera
hræddur um að villast í stórborg-
um þar sem stóri bróðir verður
með honum undir stýri.
Sunnudagur 5. apríl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15