Þjóðviljinn - 16.04.1987, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 16.04.1987, Qupperneq 1
Fimmtudagur 16. aprfl 1987 89. töiublað 52. árgangur Verðbólgan Skriðan farín af stað Verðbólgumarkmið ríkistjórnarinnarfallið um sjálftsig. BirgirÁrnason, hagfrœðingur: Fyrirséð með að verðbólga á árinufari nokkuð yfir20%. Gífurlegurfjárlagahalli ríkissjóðs helsta orsökin. Hallinn gœti hœglega orðið 4-5 miljarðar á árinu Boltinn er þegar farinn að rúlla og hann vindur hratt uppá sig. Það virðist ijóst að verðbólga á árinu fer nokkuð yfir 20% og þar af leiðandi iangt umfram þær spár sem gerðar hafa verið, að ekki sé talað um verðbólgumar- kmið ríkisstjórnarinnar. Þar er fjárlagahaili ríkissjóðs helsta ors- ðkin. Sá mikli halli sem þegar er á fjárlögum, gerir vonir manna við þetta 10-15% verðbólgu á árinu að engu, sagði Birgir Árnason, hagfræðingur á Þjóðhagsstofn- un. „Fjárlög voru samþykkt með 3 miljarða halla og síðan hafa ýms- ar útgjaldaákvarðanir verið tekn- ar sem auka þennan halla veru- Akranes Kosid um Höföa Þegar Akurnesingar ganga til alþingiskosninga 25. aprfl munu þeir einnig taka afstöðu til þess hvort þeir eru reiðubúnir að taka á sig 5% álag á útsvar á aðstöðu- gjöld til næstu fimm ára til fjár- öflunar fyrir 2. áfanga Dvalar- heimilisins Höfða. Gunnlaugur Haraldsson, for- maður fjáröflunarnefndar dval- arheimilisins, sagði í gær að þetta væri geysilega mikilvægur liður í fjáröflun framkvæmda við Dval- arheimilið. „Það hefur lengi verið áhug- amál okkar að koma 2. áfanga heimilisins í gagnið, en það hefur alltaf strandað á fjárskorti. Nú er von til þess að dæmið gangi upp og við getum hafið framkvæmd- ir,“ sagði Gunnlaugur. -gg lega. Þar á meðal má nefna niður- greiðslu á landbúnaðarvörum, greiða verður stórar fjárhæðir vegna taps Útvegsbankans og það þarf að borga úr ríkissjóði nýsamþykktar launahækkanim- ar. Þegar upp verður staðið má alveg eins gera ráð fyrir að hall- inn nemi 4-5 miljörðum, sagði Birgir. Hann benti á að vitanlega skipti máli hvaða peningastefnu stjórnvöld framfylgdu tii að mæta ríkishallanum. En það væri ekki um marga kosti að velja. „Það er fyrir hendi að auka álögur á fólk, eða að prenta seðla og/eða taka erlend lán til að vega upp á móti hallanum. Hvorugur kosturinn er fýsilegur. Ef á að taka eitthvað eitt út úr, sem leiðir til aukinnar verðbólgu, þá er það hallinn á ríkissjóði. Þenslan í samfélaginu er nógu mikil fyrir vegna góðærisins, að það er ekki á bætandi að reka ríkissjóð með halla,“ sagði Birgir Ámason. -RK Ungir stuðningsmenn G-listans í Reykjaneskjördæmi fóru i fríðum hóp á stærsta langferðabíl landsins um kjördæmið í gær og heilsuðu upp á nemendur í framhaldsskólum á Reykjanesi og buðu upp á kappræður við unga íhalds- menn og krata. Fyrir skömmu skomðu stuðningsmenn Alþýðubandalagsins á ungliða fhalds og krata f Reykjanesi f kappræður en báðir flokkamir guggnuðu og því var tekið það ráð að sækja menn heim f skólana, en þessa mynd tók E.ÓI í gær þegar G-listahópurinn leit við í Flensborgarskóla f Hafnarfirði. Vérkamannabústaðir Stórsvik hjá ríkisstjóminni Vantar250 miljónir í Byggingasjóð verkamanna til uppfylla loforðin fráþvííjólaföstusamningunum. Sigurður T. Sigurðsson varaformað- urfulltrúaráðs verkalýðsfélaganna íHafnarfirði: Bærinn lagðisitt fram til að byggja 70 íbúðir, ríkið skar þœr niður í 30 að var hluti desembersam- komulagsins að 200 miljóna aukning yrði á höfuðstóli Bygg- ingasjóðs verkamanna. Við hér í Hafnarfirði vitum ekki til að þetta hafi verið borgað. Lífeyris- sjóðirnir hafa fyllilega staðið við sinn hluta samkomulagsins um að kaupa skuldabréf fyrir 55% ráð- stöfunarfjár síns. Rflrisvaldið hef- ur að því að mér skilst, greitt um- saminn hluta sinn fyrir árið 1987, en það sem það lofaði að greiða í sjóðinn fyrir 1986 vantar hins vegar alveg og vegna þessara svika vantar nú með vöxtum og verðbótum a.m.k. 250 mfljónir króna, sagði Sigurður T. Sig- urðsson varaformaður fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna ■ Hafn- arfirði við Þjóðvfljann. „Ég get ekki betur séð en þetta fé hafi horfið inn í ríkissjóð aftur. Fulltrúaráðið samþykkti ályktun um þessar vanefndir ríkisvaldsins vegna þess ástands sem ríkir í húsnæðismálum í Hafnarfirði, en þar vantar um 150 íbúðir og er þetta bein afleiðing stjórnar bæjarstjórnaríhaldsins sem hér réði ríkjum áður.“ Meirihluti Alþýðubandalags og Alþýðuflokks í Hafnarfirði hefur veitt framlög til byggingar 70 íbúða í verkamannabústaða- kerfinu þar í bæ í ár en vegna stórskerts framlags ríkissjóðs í byggingasjóð verkamanna er að- eins hægt að reisa 30 íbúðir í ár. Sigurður sagði mikla reiði vera í Hafnarfirði vegna þessara svika enda væru mörg dæmi þess að fjölskyldur væru tvístraðar vegna húsnæðiseklu í bænum og byggju í sitthverju bæjarfélaginu. -sá. ísland Heimsmet Engin þjóð f heiminum vinnur jafnlangan vinnudag og íslend- ingar, samkvæmt nýrrí athugun sem Alþjóða vinnumálasamband- ið kunngjörði í gær. íslendingar vinna að meðaltali 48.6 stundir í hverri viku en það jafngildir rúmlega 6 daga dag- vinnu f hverri viku. Þetta er 10-20 klukkustunda lengri vinnuvika en þekkist á meginlandinu. Þær þjóðir sem komast næst ís- lendingum í vinnuþrældómi eru Asíulönd eins og Japan, Kórea og Singapore en ekkert þessara landa kemst þó nálægt íslandi hvað meðal vinnutíma snertir. íslenskir karlmenn vinna tölu- vert meira utan heimilis en konur eða tæpar 50 klstm en konumar vinna að jafnaði um 45.5 tíma í hverri viku utan heimilis.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.