Þjóðviljinn - 16.04.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.04.1987, Blaðsíða 5
Kvöldstund með Hauki Morthens á Vin og Ölgod í Kaupmannahöfn w«u«o Den kendte islandske entortakter og jazmngar Uv HntkaB fortsætter i hele jmú&mit&íL Skindersnde 45 • Tlf. Ql 13 Z6 Z5 Tungumálaerfiðleikar há ekki Hauki Morthens þegar hann sveiflar sér I Lóu litlu á Brú. Mynd K.ÓI. Alltaf gaman að mula fýrir fólk Þegar maður gengur niður tröppurnar á Vin og Ölgod er eins og maður sé staddur í bæ- verskum bjórkjallara. Fánaborg- ir sem slúta fram í víðan salinn og bústnar þjónustustúlkumar em ekki bara eins klæddar og bæ- verskar stöllur þeirra, heldur standa þeim fyllilega á sporði í þeirri list að bera fram tíu bjórk- ollur í hvorri hendi. Maður á helst von á því að sjálfur Franz Josef Strauss sitji við eitt lang- borðið með stóra bjórkollu en þá mætir okkur annað kunnuglegt andlit og kunnugleg rödd: Sjálfur Haukur Morthens lyftir okkur úr hinu bæverska umhverfi og „suður um höfin - að sólgylltri strönd”. Á hverju kvöldi í febrúar og mars hefur Haukur Morthens sungið á hinum vinsæla stað Vin og Olgod sem margir íslendingar þekkja. Þegar við litum þar inn eitt fimmtudagskvöldið var salur- inn að mestu fullur og bar þar mest á hópi hermanna í orlofi og nýbökuðum bakarasveinum. „Stemmningin er venjulega ekki svona villt,” sagði Haukur og horfði með umburðarlyndum svip yfir glaðværan hópinn. Dreymdi aldrei um heimsfrægð „Mér finnst alltaf gaman að fá tækifæri til að raula í Kaupmann- ahöfn. Hér á Vin og Ölgod er eilíft stuð, en ég verð þó að segja að ég kann betur við dans- stemmninguna sem maður upp- lifir frekar heima á íslandi. Á þessum stað söng ég fyrst 1983 og aftur 1986 og í sumar stendur til að ég spili með íslenskum strák- um sem ég hef oft raulað með áður. Ég kynntist eigendunum fyrir tíu árum, yndisleg hjón. Hann er mikill íslandsvinur og þegar hann heyrði mig syngja vildi hann strax ráða þennan glæsilega söngvara,” sagði Haukur og hló léttum prakkara- hlátri. „Ég söng fyrst í Kaupmanna- höfn árið 1954, á stað þar sem nú er Copenhagen Comer. Þar kynntist ég m.a. Jörgen Graungaard, þekktum gítar- leikara og hljómsveitarstjóra og þeir strákamir spiluðu á annað hundrað laga með mér inn á plötur. Ég söng í útvarpið sem þótti merkilegt á þeim tíma og ég fór í hljómleikaferðalög um Norðurlönd, til Moskvu og víðar.” Stóð ekki til að gera áfram út á alþjóðamarkað? Dreymdi þig ekki um heimsfrægð, Haukur? „Nei. Reyndar bauðst mér samningur við RCA um alþjóð- lega plötuútgáfu og hljómleika- ferðir víða um lönd, en þá var ég nýbúinn að stofna fjölskyldu og okkur hjónunum fannst að þetta tvennt gæti ekki samræmst. Ég er fyrst og fremst ánægður með að fá að raula og að fólk kemur að hlusta á mig. Ég hef aldrei skipu- lagt starf mitt lengra en eitt ár fram í tímann. Þegar ég lít yfir feril minn hefur hann skipst í tímabil þar sem ég hef stundum verið mikið í sviðsljósinu og á öðrum tímabilum hefur borið minna á mér og ég hef einkum sungið í einkasamkvæmum og á minni stöðum.” Vinsældir þínar virðast ekki bundnar við eina kynslóð. Þú átt alltaf þín comeback. „Ja... það kom mér til dæmis á óvart þegar ég var beðinn um að spila á balli í Hamrahlíðarskólan- um fyrir um áratug. Mér fannst þetta hljóta að vera alger tíma- skekkja, en við vorum ekki fyrr famir að spila en dansgólfið fylltist og þannig var það það sem eftir var kvöldsins. Svo upplifði ég það um daginn að hingað komu tveir feðgar sem þökkuðu mér fyrir í pásunni. Ég hefði get- að verið pabbi þeirra beggja.” Til eru fræ... Finnst þér stemmningin vera öðra vísi nú en þegar þú söngst hér fyrst fyrir röskum þrjátíu árum? „Þótt ég sé að miklu leyti að syngja sömu lög og þá, þá er stemmningin öðru vísi. Fólk dansaði meira og hlustaði meira eftir því sem var að gerast.” „Annars held ég að staður eins og Vin og ölgod mundi eiga upp á pallborðið heima. Fólk mundi aldeilis ffla svona stemmningu, en staðurinn þyrfti ekki að vera svona þýskur. En... það vantar bara þetta,” sagði Haukur og benti á nálægar bjórkollur. Þetta spjall okkar fór fram í einni fjörutíu mínútna pásu Hauks, en á hverjum klukkutíma syngur hann í tuttugu mínútur. Þótt Haukur hafi gaman af að raula, lítur hann á raulið sem vinnu. Hann er í stéttarfélagi tón- listarmanna og vinnur samkvæmt reglum þess. „Við verðum að fara í pásu. Við erum í verka- lýðsfélagi.” Enda hefur Haukur varðveitt röddina betur á næstum fimmtíu ára söngferli en margir yngri kollegar hans á fáum árum. Fimmtudagur 16. aprfl 1987 ÞJÓDVIUINN - SÍÐA 5 Nú er pásan búin og Haukur kveður okkur jafnljúfmannlega og hann tók okkur eins og hann tekur öllum íslendingum sem heilsa upp á hann á Vin og Ölgod. Við spyrjum hann hvort það verði íslenskt lag í næstu lotu og Haukur tekur því ekki ólíklega. Það brjótast út fagnaðarlæti þeg- ar Haukur stígur á sviðið og innan skamms standa allir upp á bekkjum og vagga arm í arm um leið og þeir taka hástöfum undir f dönskum slögurum. Við erum að tygja okkur til brottferðar þegar við heyrum mildari tóna frá svið- inu. Með allri þeirri tilfinningu sem Hauki einum er lagið að gæða þetta lag, syngur hann „Til eru fræ” og seiðir ástfangin pör á öllum aldri út á gólfið í svífandi dans. Kaupmannahöfn -K.Ól./GG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.