Þjóðviljinn - 16.04.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.04.1987, Blaðsíða 2
P—SPURNINGIN- Hvað hyggst þú fyrir um páskana? Svavar Guðmundsson, leigubifreiðastjóri: tg ætla að vinna og reyna að slappa af eftirföngum. Ég skrepp jafnvel á skírdag upp í sumar- bústað. Gerður Gestsdóttlr, kosningasmali: Ég verð á fullu yfir alla páska- hátíðina í kosningabaráttunni. Á skírdagskvöld stend ég ásamt fé- lögum mínum fyrir kosningahátíð ungs fólks í Alþýðubandalaginu. Síðan er ætlunin að skreppa í nokkrar heimsóknir og láta sér líða vel. Davíð Guðmundsson, verslunarmaður: Vinna og borða páskaegg. Ég fer ekki neitt út úr bænum. Það vinnst því miður ekki neinn tími fyrir slíkt flandur. íris Ingvarsdóttir, starfsmaður á Grensásdeild: Ég verð bara heima og reyni að slappa af. Að venju verður eitthvað um að maður fari í heim- sóknir til vina og ættingja. Katrín Stefánsdóttir, nemi: Ríða út til Hveragerðis og aftur heim. Vissulega verð ég ekki yfir alla hátíðina í því. Ég hef hugsað mór að vera einnig heima og hafa það notalegt. FRETTIR Kosningabaráttan Góðærið til fólksins Fjörugurkosningafundur íHáskólabíói ávegum DV. ÁlfheiðurInga- dóttir Abl.: Leggjum áherslu á að skila góðœrinu til fólksins Kosningafundur DV í gær var fjölsóttur og fjörugur. Fram- bjóðendur allra flokka sem bjóða fram í Reykjavík héldu framsögu- ræður og svöruðu síðan fyrir- spurnum frá áheyrendum, sem Magnús Bjarnfreðsson fundar- stjóri las upp. Álfheiður Ingadóttir, sem skipar 4. sæti G-listans í Reykja- vík, gerði óspart grín að klofn- ingnum í Sjálfstæðisflokknum, og viðbrögðum krata og Fram- sóknarmanna við því að „móður- skipið væri með klofið stefni“ einsog hún orðaði það. Hún sagði þessar hræringar ekki skipta Alþýðubandalagsfólk nokkru máli, enda legði það áherslu á málefni en ekki menn. Alþýðubandalagið vildi að góð- ærinu væri skilað aftur til fólks- ins, en því hefði verið stolið og veitt til verslunar, banka og hermangara. Fyrirspurnir voru hvassar og greinilegt að fólk hafði ýmislegt að athuga við stefnu stjórnar- flokkanna. Að loknum fyrir- spumum héldu ræðumenn síðan stutt lokaávörp. -vd. Skömmu eftir hádegi í gær kom upp eldur í íbúðarhúsi við Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Enginn íbúa var heima þegar eldurinn kom upp í stofu á efri hæð. Slökkvistarf gekk mjög greiðlega. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Hafnar- fjarðar er húsið þó mjög skemmt og allt innbú á neðri hæð þess gjörónýtt. Eldsupptök eru ókunn. Mynd E.ÓI. Hafnarfjörður Grunnskóla- frumvarpinu mótmælt Völd skólastjóra aukin á kostnað kennararáða. Ákvœði um minnkandi kennslu- skyldu eftir aldrifelld niður Á aðalfundi Kennarafélags Revkjavíkur á dögunum var sam- þykkt ályktun þar harðlega er mótmælt ýmsum ákvæðum í nýju frumvarpi fyrir grunnskólana sem Sverrir Hermannsson hefur látið vinna að. KÍ-félagar telja mjög óeðlilegt að í frumvarpinu skuli Reykjavík hafa þá sérstöðu að vera ekki tal- in fræðsluumdæmi og njóta þar með ekki þjónustu fræðsluskrif- stofu og fræðslustjóra. Mótmælt er breyttum ákvæðum um kennararáð og auknum völdum skólastjóra á kostnað kennararáða eins og frumvarpið geri ráð fyrir. Einnig mótmælir fundurinn að ákvæði um minnkaða kennsluskyldu við 55 og 60 ára aldur verði felld nið- ur svo og undanþáguákvæði í frumvarpinu sem gerir ráð fyrir allt að 34 nemendum í bekk. Loks fagnar fundurinn því að í frumvarpinu er gert ráð fyrir ein- setningu í skóla við hönnun skólahúsnæðis og segir í ályktun- inni að það sé spor í rétta átt. í hinni ályktuninni er því mót- mælt harðlega að borgarstjóm Reykjavíkur hefur neitað að fara að tilmælum félagsmálaráðherra um að endurskoða samþykkt fyrir skólamálaráð Reykjavíkur. Krefst fundurinn þess að menntamálaráðherra og fél- agsmálaráðherra sjái til þess að borgarstjórn Reykjavíkur fari að lögum um yfirstjórn skólamála í borginni. nuig. Samið við bæjarstarfsmenn 15%-16% meðaltalshækkun á launum bœjarstarfsmanna íHafnar- firði. Nýtt starfsmat haft til hliðsjónar við röðun í launaflokka Við þessa samninga var nýgert starfsmat haft til hliðsjónar að kröfu félagsins og með nýrri röðun í launaflokka þýða þessir samningar um 16% meðaltals- hækkun til Starfsmannafélags Hafnaríjarðar. l»eir gilda frá 1. janúar 1987 og eru til þriggja ára, sagði Guömundur Ámi Stefánss- son bæjarstjóri í Hafnarfirði í samtali við Þjóðviljann, en um helgina var samið við bæjar- starfsmenn í Hafnarfirði. Þá vom einnig samþykktir samningar við fjögur félög verka- fólks sem starfa hjá bænum og var samið við þau í einu lagi. Að sögn Guðmundar er ætlunin að hafa þann hátt á framvegis. Þessi félög em Verkamannafélagið Hlíf, Verkakvennafélagið Fram- tíðin, Félag byggingarmanna og Félag málmiðnaðarmanna. Sá samningur gildir í hálft annað ár frá 1. janúar að telja. Meðaltalshækkun launa sam- kvæmt samningnum er 15%. „Þetta er byggt á þeim grunni sem lagður var í heildarsamning- unum í desember, lægstu laun hækkuðu allverulega og bætt er við álögum eftir ákveðinn ára- fjölda í starfi,“ sagði Guðmund- ur. „Strax í upphafi em þrjú þrep og síðar á samningstímabilinu fjölgar þeim upp í sex í áföngum. Lægstu byrjunarlaun em núna 27.295 hjá verkakonum og í al- mennum verkamannastörfum 28.249 en allur þorri okkar starfs- fólks fer í um 29.000 krónur minnst við þessa samninga. Auk beinna launahækkana vom gerðar breytingar á fæðisp- eningum, fatapeningum og bætt inn desemberuppbót.“ Samningarnir voru samþykktir af meirihluta Alþýðuflokks og Alþýðubandalags í bæjarstjóm en Sjálfstæðismenn sátu hjá á þeirri forsendu að samningarnir sprendu efnahagsramma ríkis- stjórnarinnar. -vd. Kannski maður ætti að drífa sig eitthvað í fríinu í staðinn fyrir að hanga inni og horfa á imbann garð Til dæmis horfa þar °g 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 16. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.