Þjóðviljinn - 16.04.1987, Qupperneq 4
LEIÐARI
Mannlegleikans kraftur
Erfitt mundi þaö reynast að komast aö því með
nokkurri vissu, hvernig landsmenn skilja og
skynja hátíð eins og páska. Hvern sess hún á í
vitund þeirra þessi margítrekaða píslarsaga á tím-
um þegar vitundin er undir stöðugri skothríð upp-
lýsinga, flestra lítilvægra, sem fyrst og síðast skilja
eftir sig sljóleika, draga úr hæfileika manna til að
bregðast við miklum tíðindum, hvað þá þeim tíð-
indum sem hafa á sér eilífðarsvip.
Allt um það - hvort heldur við erum trúmenn,
hálfvolgir eða heiðnir, þá erum við aldir upp í landi
þar sem kristnar hátíðir eiga sér langa og sterka
hefð. Og þótt jólin séu sú hátíð sem fyrirferðar-
mest verður í þjóðlífinu, þá eru það páskar sem
komast næst því kristinna hátíða að verða áleitnarj
við einstaklinginn, tengja hann við hinar miklu og
erfiðu spurningar um hlutskipti mannsins á jörð-
unni.
Páskar minna á sig með mörgum hætti. Ekki
bara vegna þeirrar uppfræðslu sem við flest höf-
um hlotið eða vegna áhrifa mikillar listar- Passíu-
sálma Hallgríms, Mattheusarpassíu Bachs eða
altaristaflna eftir stærri og smærri meistara. Held-
ur blátt áfram vegna þess hve jarðneskur, skiljan-
legur og mikilvægur sá harmleikur er sem píslar-
sagan af Jesú frá Nasaret greinir frá.
Við vitum að í þessari sögu, sem Nýja testa-
mentið fer með fjórum sinnum, má finna ýmsar
þverstæður, með lærdómi má greina sundur í
þeim frásögnum ýmis „lög“ og opna með því leiðir
til mismunandi túlkunar á þeim atburðum sem lýst
er. Fyrir nú utan þann trúarlega skilning á atburð-
um sem lengst af hefur ráðið í okkar menningar-
heimi og ýmisleg blæbrigði hans. En samt eigum
við í píslarsögunni mikinn samnefnara í því sem
höfðað getur til hvers og eins sem hefur ekki vísað
frá sér spurningum um vonir manna um betra líf,
um mannlega reisn í ósigri og þjáningu, um vænt-
ingar og vonbrigði þeirra manna sem hrífast af
stórfenglegri hugsjón.
Allt er fjarlægt og allt er nálægt. Við lesum í
þessari sögu um bjartsýna en ístöðulitla læri-
sveina sem ekki geta haldið vöku sinni þegar mest
liggur við. Við finnum þar Júdas sem svíkur sinn
meistara fyrir stundarhag. Við skoðum flókið
valdatafl höfðingja Gyðinga við handlangara
heimsveldisins, risaveldis fornaldar, valdatafl
sem um stund er truflað af óvelkominni og lítt
stofuhæfri hreyfingu farandprédíkarans frá Nas-
aret. Við sjáum og heyrum ráðvilltan lýð, sem
kallar eitt í dag og annað á morgun. Við vitum þó
fyrst og fremst af reisn þess manns, sem hefur
fundið sannleika sem mikils er um vert og bliknar
ekki frammi fyrir hásæti hins grimma valds. Eins
þótt við vitum líka af angist hans og einsemd,
óumflýjanlegum, mennskum ótta þess sem veit
að hann mun verða að þola kvalafullan dauðdaga.
Og hvort sem menn trúa eða ekki á framhald
píslarsögunnar, upprisuna, þá vita menn með
sjálfum sér, að sú frásögn táknar aldrei minna en
von um réttlæti í sögunni, það réttlæti að ágætur
málstaður lifi þótt boðberi hans verði að láta líf sitt.
Þessi saga er of mikil, mennsk og markverð til
að hún geti orðið sjálfsagður hlutur, hvort sem
kirkjurnar sjálfar upplifa hana sterkt eða leggja yfir
hana vélrænt andleysi. Einhversstaðar er hún lífs
með okkur sem hana höfum heyrt. Fáir hafa lýst
þeirri vitneskju betur en Jóhannes úr Kötlum í
kvæði sínu um Jesús Maríuson, sem hann kallar
besta bróður sinn, eins þótt hann hafi margt mis-
gjört við hinn krossfesta :
En hvað svo sem ég geri er hann mín eina hlíf
þá hrynur neðsta þrepið
því hvað oft sem hann deyr þá er eftir
eitthvert líf
sem enginn getur drepið.
Og Jesús sonur Maríu mætir oss eitt kvöid
sem mannlegleikans kraftur:
æ vertu ekki að grafa honum gröf mín biinda öld
- hann gengur sífellt aftur.
-áb
KLIPPT OG SKORHD
Þorsteinn Pálsson um bréf Jóns Magnússonar;
Fjárhagsmál einstakl-
inga eru friðhelg
Nema þau bijóti I bága við lög og það er ekki fyrir hendi
„ÞKTTA bréf breytir eingu,
sagðí Þorstcinn PAIsson fjár-
m&laráðherra, en honum hefur
borbrt bróf frá Jóni Magnússj-ni
hdl, þar wm óakað «r eftir «ipp-
iýsínjfinn ttm lAnveítingar úr sjóðí
sem fjármábtráðlieri a rteður
yfir. til HoMvarðs Einvorðssomvr
rfklsaaksóktiant. „Ég lýstí þeirri
skoðun minní í g«>r að eldd vferi
tíitrfni tii oð hirto neína nofna-
lísta. FjárhogatnáJefni einstokl-
inga eni friðhetg nema þou brjóti
I bága við liig ogr það er ekki
fyrir hendi. Þe»s vegno írtendiir
þeasi ákvörðun mln ðhögguð,*
„Ég Jwf verið í vfiikimiafríi þessa
daganna og þekki þvj ekkí efní þesaa
brðfs,*- sagðí HailvBrður Eínvarðs-
son rlkísaaksðknan þegar bréf Jóns
Magnússonur hdl til Qármáfaráð-
herra var borið undir hann. „Þetto
erihdi «• stflað til fjármálaráðherra
og artli hann avari þvt ekkt. Ég get.
ekki eéi hvemig þes«í mál trngjast
nema verfð sð reyna að gcra störf
mln tortryggileg í dnhveijum ðljós-
um sambömium.“
Þorsteínn Ceiresor, ráðuneylifi-
stjðri f dómsmálaráðurK-ytinu sttgð;
að Haltvárftar Einvafbgeort 'héSH
fengið iánfrá Afberti Guðmundssyni
þáverandi fjármálaráðlterra löngu
áður en Ha£tikif»milið kom upp.
„Þ/vð er þvf úr lattsu foftí gripið að
j.uið geti spiiað nofdtuð itw 6. hans
hæfi eða vanhœft aem saksóknara
í máiinu,” sagði Þorstemn. JmvIíí
»já menn það þegar málið er htig-
leitt að það er heift emhfetti aem .
verður ttndan að iáth þvf Hahvorður
er ekki einn að vinn uA Jh>«su ntáii :
og alveg út {liött «ð hann eða oðr-
ir fögfrseðingar tsem vír.na að því
séu meðeinhverja greíðasem't, Þettá
líggur alit á Uirðinu og fer fyrir
dómstðla og már fmnat þvf litílsvert
«ð tnenri aéu að velta fyrír sðr hvort
Hailvarður cigi að vikja aæli cAa
ekki. Það verftnr dómstólanna oð
skera úr irni."
f bréfi Jóns Magr.ússonar tJJ Þor-
íteins PáJssonar fjármáJaráðfierro
segin „Meðfyigjandi er bréf dags.
21. janúar 1987 sern »ent var rfltis-
sakáóknara og dðmamálaráðherra,
þar aem farið var fram A, að tíkis-
aaksóknari viki s»ti i málu umbjóð-
anda mlns, Ragnars Kjartanwtonar,
sem lýtiir að meintit broti liana tcngt
avoneffldu Hafskjpsmáli. K>irri
krhftt var haínáð.
Kú he.fur ríldssaksóknari gvfifl
út ákæm á hendur umbj^ ;.ða
mlmmt og fleirum vegna máifcú^:.
Vtð meðferð málsins fyrir
dómi Reykjavíkur mun ég krefyut
frávfaunar málsina Vogua þeirrai
frávísunarkTiifu er nauðaj'nlegt. u6
fá scm iWístor uppiýaingar fyrirfram
um tongsl rikissakaðkriora við alia
aðfla setn máJinu tengjast Þetta er
nauðsynlegt vegna kröfu um ppírt-
iwra í
Vorhreingerning
Pað er vorhreingerning í fjár-
málaráðuneytinu. Nýr vöndur
kom þar inn fyrir dyr á miðju
kjörtímabilinu. Og núna loksins
er hann farinn að sópa.
Sagt er að nýir vendir sópi best.
En hreingemingunni er ekki lok-
ið, svo að ennþá er ekki tímabært
að gefa nýja vendinum einkunn
fyrir ræstinguna.
í augnablikinu sér ekki handa-
skil fyrir ryki, sem nýi vöndurinn
hefur þyrlað upp.
Hamagangurinn er svo mikill
að það er meira að segja ógerlegt
að sjá hvort þama er raunveru-
lega verið að gera hreint, eða
hvort nýi vöndurinn er að
skemmta sér við að þyrla upp
ryki, svo að allir haldi að hann sé
að keppast við að koma öllu í röð
og reglu.
Þorsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra og iðnaðarráðherra og for-
maður Sjálfstæðisflokksins hefur
dregið að sér meiri athygli fólks
og fjölmiðla á undanförnum vik-
um heldur en á samanlögðum
ráðherraferli sínum áður en vor-
hreingerningin hófst.
Siðferðilegur
ræstitæknir
Vorhreingerningin hefur vakið
gífurlega athygli. Kannski hefur
hún vakið svo mikla athygli að
fjárlagagatið hafi horfíð í ryk-
mökkinn. Kannski er það þjóð-
inni fyrir bestu að vera ekki að
hafa áhyggjur af litlum 3000
milljóna fjárlagahalla á þessum
björtu vordögum. Kannski er
það best að þjóðin sé ekki að
velta fyrir sér frammistöðu Þor-
steins Pálssonar fjármálaráð-
herra þessa stundina.
Það em ekki afreksverk Þor-
steins Pálssonar fjármálaráð-
herra sem em mest til umræðu
þessa dagana. Nú snýst umræðan
um frammistöðu hins pólitíska og
siðferðilega ræstitæknis Þorsteins
Pálssonar formanns Sjálfstæðis-
flokksins.
Það er Þorsteinn Pálsson sjálf-
ur sem hefur stýrt umræðunni á
þessa braut. Viljandi eða óvilj-
andi.
Umræðan snýst ekki um 3000
milljón króna fjárlagahalla í
blómstrandi góðæri; hún snýst
ekki heldur um 1000 milljónir í
Hafskipssukkið og fjörbrot Út-
vegsbankans; hún snýst ekki um
ógnvænlegar verðbólgu- og
vaxtahækkanaspár; hún snýst
ekki um ráðagerðir Sjálfstæðis-
manna um hinn nýja virðis-
aukaskatt að afstöðnum
kosningum - hún snýst um allt
aðra hluti.
Viljandi eða óviljandi?
Umræðan snýst um skatta-
framtal Alberts Guðmunds-
sonar; hún snýst um innanflokks-
átök og klofning í Sjálfstæðis-
flokknum; hún snýst um pólitíska
framtíð Þorsteins Pálssonar. Hún
snýst ekki um þjóðarhag, hún
snýst ekki um ábyrga meðferð á
fjármunum almennings. Hún
snýst um valdatafl í Valhöll.
Merkileg at-
burðarás
Merkileg atburðarás hefur nú
orðið í vorhreingemingunni.
Ræstitæknirinn Þorsteinn Páls-
son hefur fundið lista á skrifborði
Þorsteins Pálssonar fjármálaráð-
herra. Sá listi er yfir ýmsa
nauðþurftarmenn sem Þorsteinn
Pálsson fj ármálaráðherra hefur
hjálpað um lán úr lífeyrissjóði
ríkisstarfsmanna, en fyrir nokkr-
um áratugum tóku fjármálaráð-
herrar að sér að létta störf sjóð-
stjórnarinnar og hjálpa henni við
úthlutunarstörfin. Á þessum lista
er líka að finna nöfn ýmissa val-
inkunnra sæmdarmanna sem Al-
bert Guðmundsson fyrrverandi
fjármálaráðherra veitti sams
konar fyrirgreiðslu og Þorsteinn
Pálsson fjármálaráðherra hefur
verið að veita.
Á þessum lista er að finna hr. X
innan um þá A,B,C,D og fleiri.
Hr. X hefur tvisvar sinnum
fengið 300 þúsund króna lán fyrir
atbeina Alberts.
Listinn yfir nauðþurftarmenn-
ina er leynilegt plagg. Samt ekki
leynilegra en svo að eitt nafn af
listanum lekur út til fjölmiðla.
Nafn hr. X.
Það var enginn vegur að fyrir-
byggja leka. Meira að segja lak
það út hérna á dögunum í Helgar-
póstinn að Albert Guðmundsson
væri í vondum málum.
Hr. X lét hafa það eftir sér í
fjölmiðlum fyrir nokkru að Al-
bert Guðmundsson væri „valin-
kunnur sæmdarmaður”.
Nú hefur það lekið út að hr. X
standi í þakkarskuld við Albert
Guðmundsson fyrir að hafa út-
vegað lífeyrissjóðslán.
Hvaðan kemur þessi leki?
örugglega ekki frá Þorsteini
Pálssyni fjármálaráðherra, því
hann verst allra frétta, meira að
segja þótt virtur lögfræðingur,
flokksbróðir hans og svili, krefji
hann sagna. Þorsteinn Pálsson
fjármálaráðherra er þögull sem
gröfin. Nema hvað hann kveðst
vera hættur að úthluta lífeyris-
sjóðslánum.
Ábyrgur maður Þorsteinn
Pálsson fjármálaráðherra.
En hreingerningamaðurinn
Þorsteinn Pálsson heldur áfram
að sveifla kústinum í vor-
hreingerningunni og rykmökkur-
inn umlykur fjármálaráðuneytið. ■
Man nokkur maður lengur
eftir fjárlagahallanum? Man
nokkur lengur eftir Haf-
skipssukkinu, sem valdið hefur
valinkunnum sæmdarmönnum
ómældu ónæði og leiðindum?
Man nokkur eftir virðisauka-
skattinum sem Þorsteinn Pálsson
ætlar að sleppa lausum á þjóð-
ina?
Skilur nokkur maður upp né
niður lengur í þessum djöflagangi
sem er eins og strigapoki fullur af
köttum sem eru að fljúgast á?
Var það kannski meiningin?
Er tilganginum náð?
-Þráinn
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
útaefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Ami Bergmann, Þrélnn Bertelsson, Össur
Skarphéðinsson.
Fréttaatjórl: Lúðvfk Geirsson.
Blaðamann: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
HrafnJðkulsson, HjðrleifurSvoinbjömsson, IngunnAsdisardóttir,
Kristln Ólafsdóttir, Kristóter Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson
(Iþróttir), Magnús H. Gíslason, Mðrður Amason, OlafurGlslason,
Ragnar Karisson, SiguröurÁ. Friðþjófsson, StefónÁsgrfmsson, VII-
borg Davlðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrlta- og prófarkalastur: Ellas Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason. Sigurður Mar Halldórsson.
Útlttatalknarar: Sœvar Guöbjömsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvesmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skritstofustjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrifatofa: Guörún Guövarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson.
Auglýslngastjórl: Sigriöur Hanna Sigurbjömsdóttir.
Auglýslngar: Baldur Jónasson.OlgaClausen, GuðmundaKristins-
dóttir.
Sfmvarsla: Katrin Anna Lund, Sigrfður Kristjánsdóttir.
Húamóðir: Soffla Björgúlfsdóttir.
Bflstjórl: Jóna Slgurdórsdóttir.
Útbrelöslu- og afgrelðslustjóri: Hörður Oddfriðarson.
Afgrelðsla: Bára Slgurðardóttir, Kristln Pétursdóttir.
Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlaturBjömsson.
Útkeyrsla, atgrelðola, rltstjóm:
Sfðumúla 6, Reykjavfk, sfmi 681333.
Auglýalngar: Sfðumúla 6, sfmar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmlðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Vorð f lausasðlu: 55 kr.
Helgarblöð:60kr.
Aakrlftarverð á mánuðl: 550 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 16. apríl 1987