Þjóðviljinn - 16.04.1987, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 16.04.1987, Qupperneq 9
Hvíta húsið Heldur Hart framhjá? Forsetaframbjóðandinn Gary Hart á í vök að verjast fyrir sögu- sögnum um óamerískt einkalíf og er getum að því leitt að keppi- nautar hans hafi magnað gegn honum þá Leitis-Gróu sem nú breiðir út framhj áhaldsorðróm um fylgismesta demókratann. Hart lýsti yfir framboði sínu í vikunni og segir orðróminn nú sýna að andstæðingamir vilji ekki mæta honum á vígvelli málefn- anna. Hart hefur verið kvæntur í 29 ár, skilið tvisvar við konu sína og kvænst henni aftur í bæði skiptin. ERLENDAR FRETTIR Moskvufundirnir Aðaritarinn trompar út Kremlverjar reiðubúnir aðflytja skammdrægarflaugarfrá Evrópu á einu ári og binda þetta samkomulagi um meðaldrœgarflaugar. Bandaríska sendinefndin hissa. Shultz til Briissel í dag að hitta Natóráðherra B andaríski utanríkisráðher- rann George Shultz flaug í gær frá Moskvu eftir þriggja daga heimsókn og heldur í dag fund með utanríkisráðherrum og sendiherrum Nató-ríkja í Bríiss- el. Aðalumræðuefnið verður nýtt afvopnunartilboð Kremlarbónd- ans, sem í gær spilaði út nýju trompi í langvinnri afvopnunar- vist risaveldanna. Gorbatsjof sagði Shultz að So- vétmenn væru reiðubúnir til að tengja saman samninga um með- aldrægar flaugar og skammdræg- ar með þeim hætti að skuldbinda sig til að fjarlægja frá Evrópu all- ar skammdrægar flaugar á einu Ítalía Kreppan í kjörkassana Forseti öldungadeildarinnar myndar minnihlutastjórn. Scalfaro gafst upp á sam- steypumunstri, Natta fékk ekki stuðning við tímamótastjórn. Kosið í júní Amintore Fanfani hefur fengið umboð til að mynda minni- hlutastjórn i Róm og er gert ráð fyrir að hún falli í þinginu og ítal- ir síðan kallaðir að kjörborðinu í júni. Lyki þarmeð, að minnsta kosti í bili, einni skæðustu stjórn- arkreppu í fjögurra áratuga sögu ítalska lýðveldisins, en væntanleg stjórn Fanfanis er hin 48. í Róma- borg eftir stríð. Fanfani sagðist í gær ætla að sleppa öllum hefðbundnum við- ræðum við flokksleiðtoga og vera fljótur að koma saman stjórn- inni, og er gert ráð fyrir að hann kynni ráðherralistann fýrir páska. Innanríkisráðherrann Oscar Scalfaro úr flokki kristilegra demókrata skilaði Cossiga for- seta stjómarmyndunarumboði sínu í fyrrakvöld og sagði þá fullreynt að ekki yrði komið sam- an nýrri stjórn þeirra fimm flokka sem starfað hafa saman síðustu árin. Scaifaro var annar maður- inn til að reyna þann möguleika eftir að stjórnarkreppan hófst í marsbyrjun, hinn fyrri, Giulio Andreotti gafst upp eftir tæpan mánuð. Tilraunir Scalfaro til að mynda minnihlutastjóm kristilegra dem- ókrata með einhverjum fyrri samstarfsflokka án sósíalista mis- tókust einnig, og formaður Kommúnistaflokksins tilkynnti forsetanum í fyrradag að tilraunir hans til að mynda stjórn án kristi- legra demókrata hefðu einnig siglt í strand. í gærmorgun kallaði Cossiga Ítalíuforseti því á Amintore Fan- fani forseta öldungadeildar þing- sins og bað hann mynda stjórn, sem gert er ráð fyrir að sitji fram- að kosningum í júní. Fanfani er kristilegur demókrati rétt innan- við áttrætt, hefur verið forsætis- ráðherra fimm sinnum áður og flokkast með helstu landsfeðr- um. Búist er við að stjórn hans verði hrein minnihlutastjóm kristilegra demókrata að viðbætt- um nokkrum embættismönnum og athafnamönnum utanþings, en verið gæti að Fanfani tækist að lokka með sér einhvern smá- flokkanna þriggja úr núverandi stjórn. Kristilegir demókratar tóku fyrir allnokkru stefnuna á kosn- ingar útúr stjómarkreppunni, og aðrir flokkar hafa smám saman hætt að þæfast á móti, enda allar stjórnarleiðir reynst ófærar. Með kosningum í júní vinna kristilegir það að fresta verður fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu um rétt- arbætur og orkustefnu, en sú at- kvæðagreiðsla var ásamt deilum um forsæti bein orsök stjórnar- kreppunnar. Helstu skýringu öngþveitisins í Róm undanfarnar sex vikur er þó að finna í valda- baráttu kristilegra demókrata og sósíalista undir forystu Bettino Craxi, þar sem hinir síðamefndu hafa gert harða hríð að hefð- bundnu forræði hinna fyrmefndu í ítölskum stjómmálum. Kristilegir demókratar litu á þjóðaratkvæðagreiðsluna sem lymskugildru sósíalista og stjóm- arandstöðu til að vega að fylgi kristilegra þarsem flokkurinn ætti erfitt með að skapa sér trú- verðuga eigin stefnu í atkvæða- greiðslunum, og splundraðist ríkisstjómin þegar saman fór að samstarfsflokkar kristilegra reyndust tregir í taumi til sam- eiginlegrar stjórnarafstöðu og Craxi forsætisráðherra sýndi eng- in merki þess að ætla að virða samkomulag um að víkja fyrir kristilegum demókrata. Deilur stjómarflokkanna hafa þótt svo harðar að lítill möguleiki sé á að þeir nái saman eftir kosn- ingar, og kynni Sósíalistaflokkur- inn nú að breyta hingaðtil nei- kvæðri afstöðu sinni til samvinnu við hinn öfluga Kommúnista- flokk um landstjórnina. En úr slíku fæst ekki skorið fyrren eftir kosningar. Hinn aldni íhaldsmaður Amintore Fanfani forsætisráðherra í sjötta sinn; kjósendur kallaðir til að skakka stjórnarkreppuleikinn. Nýja-Kaledónía Olía á eldinn Stjórnarflokkarnir vilja atkvœðagreiðslu um sjálfstæði. Sósíalistar og kommúnistar vara við átökum Franska þingið samþykkti í gær að íbúar Nýju-Kaledóníu skyldu sjálfir ákveða í þjóðarat- kvæðagreiðslu hvort eyjan segði sig úr lögum við Frakkland eður ei. í nýlendunni búa hundrað fjömtíu og þrjú þúsund manns og Skák Larsen og Ljubojevic efstir í BKissel Kasparov stendur þó best að vígi, hefur betri biðskák gegn Short Gamli refurinn Bent Larsen er í sem sigraði á IBM skákmótinu banastuði á stórmóti einsog menn muna, er algert. amli refurinn Bent Larsen er í banastuði á stórmóti skáksnillinganna í Bruessel. í fjórðu umferð lagði hann Tim- man að velli og í gær rúllaði hann Belganum Meulders upp. Júgóslavinn Ljubojevic er einnig í góðu formi. í gær hefndi hann ófaranna gegn Short á IBM skáknótinu hér heima og í fyrra- dag sigraði hann Belgann Win- ants. Einsog sakir standa em þessir tveir skákmenn jafnir í efsta sæti á mótinu með fjóra vinninga hvor en Kasparov heimsmeistari er ekki langt undan, hefur þrjá og hálfan vinning og unna biðskák gegn Short. Gæfuleysi Shorts, Eftir fimm umferðir hefur hann aðeins hlotið hálfan vinning. Úrslitin úr fjórðu umferð vom þessi: Larsen-Timman 1:0. Kortschnoi-Torre 0,5:0,5. Kasparov-Short bið. Ljubojevic- Winants 1-0. Karpov-van der Wiel bið (Karpov er með tapað!) Tal-Meulders 1-0. í fimmtu umferð gerðist það helst, utan sigra Larsens og Lju- bojevic, að Karpov og Kasparov sættust báðir á skiptan hlut í viðureignum sínum og Timman knésetti Kortschnoi sem virðist farið að fatast flugið eftir góða byrjun. Úrslit úr fimmtu umferð: Short-Ljubo 0-1. Torre- Kasparov 0,5-0,5. Winants- Karpov 0,5-0,5. Timman- Kortschnoi 1-0. van der Wiel-Tal 0,5-0,5. Meulders-Larsen 0-1. Staðan er nú þessi: 1-2. Larsen og Ljubojevic: 4 vinningar. 3. Kasparov 3,5 v. + betri biðskák. 4-5. Kortschnoi og Timman 3,5v. 6. Tal 2,5 og ein skák til góða. 7-8. Karpov og Torre 2v. (Karp- ov á lakari biðskák og eina ó- teflda) 9. van der Wiel lv. + betri biðskák. 10-11. Short og Winants 0,5v. (sem fyrr segir á Short á lakari biðskák gegn Kasparov) 12. Meulders Ov. -ks. ári eftir að samningur um með- aldrægar flaugar gengi í gildi. Genfarviðræðumar um með- aldrægar flaugar hafa strandað á deilum um hinar skammdrægu, sem vesturveldin segja að Sovét- menn eigi miklu fleiri. Hingaðtil hafa Sovétmenn sagt að fyrst yrði að semja um meðaldrægu flaugamar, síðan hinar skamm- drægu, en með tilboði sínu nú breytast enn viðhorf í Genfar- viðræðunum. Hvorki Shultz né aðrir tals- menn vesturveldanna hafa rætt um tilboð Kremlverja öðmvísi en að segja það athyglisvert, en vænta má skýrari svara eftir Brussel-fundinn í dag. Frá bresku stjóminni lak þó til fréttamanna í gær að hún væri andvíg því að Evrópa yrði án kjamorkuvopna þarsem Sovétmenn stæðu miklu betur að vígi í hefðbundnum her- afla. Bæði Shultz og Shevardnadze lýstu yfir við blaðamenn í gær að eftir fundina horfði mun væn- legar fyrir samningum um með- aldrægar flaugar, og sagði so- véski utanríkisráðherrann að mögulegt væri að ná slíkum samningi á árinu. Ráðherrarnir sögðu hinsvegar að lítt hefði mið- að í viðræðum þeirra um lang- drægar flaugar og um geimvopn. Gorbatsjof fékk á fundi sínum með Shultz skriflegt boð frá Bandaríkjaforseta um Wash- ington-heimsókn, en sagði að slík heuimsókn yrði að hafa einhvem tilgang, til dæmis þann að stað- festa samkomulag úr Genfarvið- ræðunum. Moskvuheimsókn Shultz lauk með því að utanríkisráðherramir undirrituðu samning ríkjanna um samvinnu í geimferðum, en ekki er enn ljóst hvað þarí felst. -m eru frumbyggjarnir, Kanakar, nokkuð færri en innflytjendur frá Frakklandi. Hins vegar er örari fólksfjölgun meðal fmmbyggj- anna og sýnt að innan fárra ára verði þeir orðnir til muna fleiri en Frakkamir. Á þessa staðreynd bentu þing- menn Sósíalistaflokksins og Kommúnistaflokksins hvað eftir annað í umræðunum um fmm- varpið og vömðu ítrekað við því að þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði eyjunnar, sem ugglaust fer á þann veg að sambandssinnar bera sigur úr býtum, myndi hella olíu á eld illdeilna og átaka í milli frumbyggja og Frakka. Sambúð þeirra heftir verið róstusöm á um- liðnum ámm því Kanakar krefj- ast algers sjálfstæðis en innflytj- endur vilja ekki ljá máls á slíku. Prátt fyrir þessi rök var frum- varpið samþykkt, sem fyrr segir, með þrjúhundmð tuttugu og fimm atkvæðum stjómarflokk- anna tveggja og hægri öfgamanna Þjóðfylkingarinnar gegn tvö- hundrað fjömtíu og níu at- kvæðum sósíalista og kommún- ista. -ks. Costa Rica Contraforingi hættir Einn af foringjum Contraliða í Costa Rica, Alfonso Robelo að nafni, tilkynnti í gær að hann segði sig úr framkvæmdanefnd hryðjuverkasamtakanna. Ekki er nema mánuður liðinn frá því að annar foringja Contra- liða snéri baki við þeim, Arturo Cruz, en þessir tveir þóttu hafa skást mannorð af foringjum sám- takanna og benti Reagan óspart á að þeir væm til mótvægis við öfgamenn á borð við Adolfo Cal- ero þegar hann var önnum kafinn við að Jcría fé út úr bandaríska þjnginu til handa þessum mála- liðum sínum. Nú er svo að sjá sem Calero hafi frjálsar hendur við stjóm Contraliðanna en hann er frægur að endemum fyrir störf í þágu Anastasios Somozas fyrmm ein- ræðisherra í Nicaragua. Flestir undirmanna hans vom áður dátar í hinu illræmda þjóðvarðliði harðstjórans sem hatað var af al- hug af íbúum landsins. Astæða brotthvarfs Robelo og Cruz kvað vera eindregin and- staða Caleros gegn allri viðleitni í þá átt að mynda borgaralega út- lagastjóm Contrafylkingarinnar sem hefði æðsta vald í málum hennar, jafnt pólitískum sem hemaðarlegum. -ks. ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.