Þjóðviljinn - 16.04.1987, Side 16
Borgarstarfsmenn
Alveg æflrút í Davíð
Mikil reiði og gremja er meðal borgarstarfsmanna út í vinnubrögð
borgarstjóra. Samþykkt að ógilda atkvœðagreiðsluna. „Óskaplegt
klúður hjá meirihlutanum og sýnir vel vinnubrögð hans, “ segir Sigur-
ján Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins
BSRB
Vinnuhrögð
fordæmd
Stjórn B.S.R.B. lýsti í gær yfir
fuUum stuðningi við Starfs-
mannafélag Reykjavíkurborgar í
deUu þess við borgaryfirvöld.
Bandalagsstjórnin fordæmir
þau vinnubrögð borgarráðs
Reykjavíkur að breyta einhliða
undirrituðum kjarasamningi sem
félagsmenn í Starfsmannafélagi
Reykjavíkur voru að greiða at-
kvæði um á þeim degi sem borg-
arráð breytti honum einhliða.
Framkoma borgarráðs er alvar-
legt brot á þeim grundvallarregl-
um, sem samtök launafólks gera
kröfu til að atvinnurekendur fari
eftir í samskiptum við stéttarfé-
lög launamanna.
Stjóm B.R.S.B. lýsir fullum
stuðningi við aðgerðir Starfs-
mannafélagsins og einstaka
starfshópa innan þess til að mót-
mæla shícum vinnubrögðum.
grh.
Mikil reiði og gremja ríkir í
garð borgarráðs hjá félögum
í Starfsmannafélagi Reykjavíkur
vegna einhliða breytinga ráðsins í
fyrradag á kjarasamningi borg-
arinnar við félagið. Allur akstur
strætisvagna lagðist niður í borg-
inni í gær og ýmsar borgarstofn-
anir voru hálflamaðar. Mikil ólga
var víða og ma. var brunavörðum
meinað að sækja fund starfs-
mannafélags borgarinnar í gær.
Á fundinum í gær var sam-
þykkt áð ógilda atkvæðagreiðsl-
ima um nýgerða samninga sem
fram fór fyrr í vikunni og fara
fram á nýja atkvæðagreiðsluna.
Einnig var samþykkt að fara fram
á nýjar viðræður við borgaryfir-
völd yrði samningurinn felldur í
nýrri atkvæðagreiðslu, svo fljótt
sem auðið yrði. Ef það gengi ekki
að mati stjórnarinnar þá yrði
boðað til atkvæðageriðslu innan
félagsins um boðun vinnustöðv-
unar hjá borginni. Báðar þessar
tillögur voru samþykktar af
þorra fundarmanna, án 'mótat-
kvæða.
Mikil gremja var hjá fundar-
mönnum í garð Davíðs Odds-
sonar borgarstjóra yfir þeirri yfir-
lýsingu hans sem birtist í frétta-
tíma ríkisútvarpsins í gær í hádeg-
inu að reynd hefði verið til
þrautar að ná samningi við Starfs-
mannafélagið um að bæta kjör
kvenna hjá borginni en það hefði
ekki tekist. Lýstu fundarmenn
yfir furðu sinni á þessum ummæl-
um.
Að sögn Sigurjóns Péturssonar
borgarráðsfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins kom aldrei annað til
greina en að samþykkja þessar
hækkanir og ekki til álita að sitja
hjá. „En við hjá minnihlutanum
höfum aldrei verið hafðir með í
ráðum um samninga borgarinnar
við Starfsmannafélagið.
Launamálanefnd borgarinnar
tók ekki þátt í samningsgerðinni
nú og þeirri sem gerð var á
undan. Öll þessi framkvæmd
kemur að ofan, eins og allt annað
sem þessi borgarstjórnarmeiri-
hluti hefur tekið sér fyrir hendur.
Við höfum aðeins tekið við gerð-
um hlut. En eins og á þessum
málum hefur verið haldið er þetta
óskaplegt klúður og kemur mér
ekki á óvart að þeir séu heitir í
Starfsmannafélaginu,“ sagði Sig-
urjón Pétursson. grh.
Starfsstúlkurnar í mötuneyti Pósts og síma eru mjög óánægðar með launakjör sín, en þær tá nú 27.000 krónur í mánaðarlaun. Mynd Sig.
Láglaunastefnan
Kaupið er grátlega lágt
Starfsstúlkur í mötuneytum Pósts og síma: Fáum 27.000 krónur í laun
á mánuði, þráttfyrir háan starfsaldur og erfiða vinnu. Mikil óánægja
með launakjörin. Viðrœður um fastlaunasamninga í gangi
að rfldr mikil óánægja með
launakjör hér, þessar konur
hafa margar hverjar unnið hér í
fjölda ára, og þar áður inni á
heimilunum, en fá það ekkert
metið og eru alltaf á lægstu
launum, 27.000 krónum, sagði
ein staifsstúlknanna í mötuncyti
Pósts og síma í Ármúla í samtali
við Þjóðviljann,
í mötuneytinu starfa fimm
starfsstúlkur, auk matreiðslu-
manns, við matreiðslu fyrir 150
manns og sögðu þær vinnuna
bæði erfiða og illa borgaða. „Það
er hrein skömm að þessu,“ sagði
ein þeirra. „Við fáum engar
starfsaldurshækkanir, hér er
mikil hætta á vinnuslysum, og
kaupið er grátlega lágt. Svona er
þetta í öllum mötuneytum Pósts
og síma. Þegar ekkert er komið
til móts við fólkið þá verður það
eðlilega mjög hvekkt.“
Starfsfólk í þessum mötuneyt-
um er í Verkakvennafélaginu
Framsókn sem semur fyrir þeirra
hönd við ríkisvaldið. Að sögn
Stellu Guðnadóttur, starfsmanns
Framsóknar, eru nú í gangi við-
ræður við ríkið um fastlauna-
samninga.
Stefnt er að því að þeir verði á
svipuðum nótum og þeir samn-
ingar sem hafa verið gerðir við
mötuneytisstarfsfólk sem starfar
hjá Reykjavíkurborg, það er að
segja, að komið verði á starfsald-
ursþrepum og að yfirvinna verði
1% af dagvinnulaunum. -vd.
Ólafsfjörður
Slegist
uin þorskinn
Yfirborganir undir
borðið í stórum stíl
„Við erum tveir hér á Ólafs-
firði sem buðum í hluta af afla
sem Sólbergið ÓF 12 kom með
hingað um dagiann. Tilboð okkar
hfjóðaði upp á 20% hærra verð
fyrir fyrsta flokks þorsk og 10%
hærra verð fyrir þorsk í öðrum
flokki og átti allt að koma til
skipta fyrir sjómenn og útgerð en
þeir höfnuðu þvi hjá útgerðinni,“
segir Björn Valur Gíslason á Ól-
afsflrði.
Skýringin á því afhverju út-
gerðin hafnaði boðinu er sú að
allt átti að koma til skipta. En að
sögn Björns er ástandið á Ólafs-
firði þannig að boðið er 20%
meira í þorskinn en opinbert verð
segir til um en það er allt gert
undir borðið og hirðir útgerðin
mismuninn í eigin vasa en sjó-
menn fá einungis samningsbund-
ið skiptaverð.
Sagði Björn vera mikið um
yfirborganir fiskkaupenda til
fiskseljenda fyrir þorskinn. Mest
af þessum yfirborgunum fer
undir borðið og kemur ekki fram
til sjómanna heldur hirðir útgerð-
in allt. Kemurþetta meðal annars
fram í því að fiskkaupendur
greiða löndunarkostnað og ísinn
sem skipin taka og fría þannig út-
gerðina öllum kostnaði en fá í
staðinn allan fiskinn. Það væri
jafnvel inni í dæminu að skip
fengju ný veiðarfæri í staðinn
fyrir aflann.
Nýverið gerðist það að fisk-
kaupandi á Dalvík keypti upp all-
an kvóta Ólafsfjarðarbátsins Byr
ÓF 58. Að sögn Bjöms væri það
umhugsunarefni fyrir heima-
menn á Ólafsfirði að í ff amtíðinni
gæti það gerst að fjársterkir aðil-
ar keyptu upp fiskkvóta heima-
skipa og fæm með hann út úr
byggðarlaginu til síns heima.
Væri slík þróun mjög hættuleg
fyrir afkomu fiskvinnslufólksins á
Olafsfirði.
grh.