Þjóðviljinn - 16.04.1987, Síða 6

Þjóðviljinn - 16.04.1987, Síða 6
Samnefnari allr Það er hálfgerður rigningar- suddi, en samt brosir sólin út í annaðámilliskýja, líktog kominn sé kosningagalsi í vorið. Á kosningaskrifstofu Al- þýðubandalagsins er allt á hreyfingu, og þegar ég rek inn nefið og segist ætla að ræna formanninum í páskaviðtal kemur strangur svipur á Þór- unni kosningastjóra. „Það verður að vera stutt“, segir hún. „Hanneraðfaraávinnu-, staðafund." Formaðurinn lætur sér hins vegar ekki bregða, situr afslapp- aður með fætuma upp á borði og er að tala í símann. Hann hlær bara þegar ég spyr hvort ekki sé h ægt að fá hann afsíðis til að ræða málin. „Þetta eru bara Svíar,“ segir hann þegar símtaiinu er lok- ið og bendir hendinni til manna sem tala annarlegar tungur og eru á þönum um skrifstofuna með sterk ljós og kvikmyndatól um öxl. „Góðir kratar sem dytti aldrei í hug að kjósa Jón Baldvin eftir að heyra hvaða afstöðu hann hefur til kjarnorkuvopnalausra Norðurlanda.“ Við drögum okkur afsíðis og Svavar býður upp á firnasterkt kaffi. „Við þurfum að vera raun- sæ“, segir hann alvarlegur í bragði. „ Staða Alþýðubanda- lagsins hefur að mörgu leyti verið þung. En mér hefur þótt vænt um hvernig menn hafa síðustu vik- urnar lagt sig fram um allt land í vinnu fyrir flokkinn. Og það segir raunar meira en flest annað um hvers konar fólk er í Alþýðu- bandalaginu, að þrátt fyrir vissan málefnaágreining sem hefur ver- ið uppi þá hafa menn lagt hann til hliðar og beitt sér saman fyrir gengi þeirra hugsjóna sem gera það að verkum, að þeir eru þó þrátt fyrir allt samherjar í sama flokki.“ Landið að rísa Og Svavar minnir á, hvernig ástandið er í stjórnarflokkunum, sem hæst hafa galað um ósam- lyndið í Alþýðubandalaginu. „Báðir klofnir - íhaldið bókstaf- lega ofan í rót og Framsókn með Stefán Valgeirsson útbyrðis, auk þess sem efstu menn listans í Reykjavík eru ekki beinlínis nán- ir. Þeir sjást að minnsta kosti ekki saman á vinnustöðunum. Svavar kveðst hins vegar von- góður um niðurstöðu kosning- anna. „Ég get auðvitað ekki sagt annað en ég er ekki ánægður með niðurstöðu skoðanakannana. Þær hafa verið að gefa okkur þetta 10 - 15 prósent síðustu daga. Mér finnst það algerlega úr takti við þær móttökur sem við höfum fengið í kosningabarátt- unni til þessa.“ Og Svavar rifjar upp kosningabaráttuna 1983, þegar Alþýðubandalaginu var spáð 10 prósentum viku fyrir kjördag. „Prósentin urðu nú næstum því 18 þegar talið var upp úr kjörkössunum. Það er nefni- lega ekki alltaf að marka skoð- anakannanir. Og það er bláköld staðreynd, að Alþýðubandalagið kemur alltaf mun betur út úr kosningum en kannanir hafa gef- ið til kynna.“ Hann telur líka að landið sé að rísa fyrir flokkinn. „Það er ekki nokkur vafi á því“, segir hann einbeittur. „Móttökurnar á vinnustöðum hér í Reykjavík eru, í einu orði sagt, frábærar. Við erum búin að fara á hátt í 150 vinnustaði, og frá byrjun verið mjög vel tekið. Mótttökurnar hafa meira að segja batnað enn meir síðustu daga, og mér finnast þær miklu betri en til að mynda fyrir kosningarnar 1979 og 1983. Þessvegna held ég að við höfum nú möguleika til að koma mun betur út úr þessum kosningum en við höfum talið um langt skeið.“ Góð kosningavinna - Skoðanakannanir staðfesta þó ekki beinlínis þessa skoðun þína, Svavar. Á hverju byggirðu þetta? „Til dæmis á því að staðan í hinum ýmsu kjördæmum hefur óvéfengjanlega verið að batna upp á síðkastið. Ég nefni þar til dæmis sérstaklega Suðurland, þar sem Margrét Frímannsdóttir hefur verið í verulegri sókn og styrkt sig mjög á framboðsfund- um í kjördæminu. Ég nefni líka Norðurland eystra og Austurland en á þessum tveimur stöðum eru verulega góð sóknarfæri. Ég veit að það er vel unnið á Norðurlandi vestra, og á Vestfjörðum gera fé- lagarnir allt sem þeir geta við til- tölulega erfiðar aðstæður. Á Reykjanesi getum við líka gert okkur vonir um góða útkomu í þessum kosningum og á Vestur- landi er mjög vel unnið líka.“ - Hvað með Reykjavík? „Þar er erfiðara að sjá í gegn- um þessa hluti. En hitt erljóst, að móttökurnar sem málflutningur Alþýðubandalagsins fær á vinnu-. staðafundum er þess eðlis, að það er full ástæða til bjartsýni. Og ég minni á, að miðað við útkomuna í borgarstj órnarkosningunum 1983 þurfum við ekki að bæta við okkur nema einu prósenti. - bara einu prósenti - til að fá Alfheiði Ingadóttur kjörna á þing. Og það er svo sannarlega hægt svo fremi allir fylgismenn flokksins í Reykjavík vinni sem einn maður fyrir flokkinn fram á síðustu stund.“ Tengslin við verkalýðs- hreyfinguna Hvernig hefur þá staðið á því að Alþýðubandalagið hefur ekki verið í sókn á kjörtímabilinu, þrátt fyrir óvinsœlar stjórnarað- gerðir gagnvart launafólki? Ég spyr Svavar að þessu og hann hleypir í brýrnar. „Eg tel að helsta ástæða þess sé sú, að okkur tókst ekki í upphafi kjörtímabilsins að koma í veg fyrir að kjör launafólks voru bók- staflega tætt niður með lagasetn- ingu afturhaldsins. Baráttuþrek verkalýðshreyfingarinnar var í upphafi brotið niður, - öðru vísi er ekki hægt að orða það.“ Við ræðum þetta fram og aftur nokkra stund. Svavar segir, að árásin á verkalýðshreyfinguna á kjörtímabilinu, og hversu van- megnug vinstri hreyfingin í landinu var að hrinda henni, hafi orðið flokknum dýrkeypt. „Þarna er í rauninni megin- ástæðan fyrir því hversu erfiðlega okkur hefur gengið að ná upp al- mennilegum dampi í baráttunni á þessu kjörtímabili. Og það er auðvitað þessvegna sem ég lagði á það ofurkapp á landsfundinum 1985 að haga málum þannig, að Alþýðubandalagið og verkalýðs- hreyfingin næðu betur saman en verið hafði um langt skeið. Vegna þess að til þess að byggja upp sterkt afl vinstri manna í þessu landi, þá verður að standa hlið við hlið öflugur og baráttu- glaður flokkur og lifandi verka- lýðshreyfing og hér er ég ekki að tala aðeins um ASÍ. Félög opin- berra starfsmanna og kennara hafa staðið sig frábærlega í bar- áttunni oft á tíðum, og frammi- staða sjúkraliðanna var blátt áfram glæsileg." Vörn gegn verðbólgu - Nú er ekki ólíklegt að Alþýðu- bandalagið kunni að taka þátt í myndun ríkisstjórnar að kosning- um loknum, Svavar. Hefur flokk- urinn mótaðar hugmyndir um hvaða mál verða sett á oddinn cetli aðstœður flokknum hlut að ríkis- stjórn? „Vitaskuld", segir formaður Alþýðubandalagsins. „Ég hef lagt áherslu á eftirtalda megin- þætti sem grundvöll að stjórnar- þátttöku flokksins.“ „í fyrsta lagi að launafólk og hin félagslega þjónusta verði var- in fyrir verðbólguvandanum. Það vil ég gera með því að afla tekna í ríkissjóð af fyrirtækjum, stór- eignaaðilum og fjármagnseig- endum í þjóðfélaginu, með því að efla verðlagseftirlit, lækka vexti og minnka erlendar lántökur.“ „Flokkur á borð við Alþýðu- bandalagið hlýtur í öðru lagi að gera tafarlausa kröfu um félags- legar aðgerðir á mörgum sviðum, sem þola enga bið. Ég nefni til dæmis húsnæðiskerfið. Þangað verða að fara peningar strax. Og hvað með elli- og örorkulífeyri, sem er núna heilum 4 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun? Er hægt að réttlæta það með ein- hverjum rökum? - Auðvitað ekki! Alþýðubandalagið færi aldrei í stjórn nema tekið væri á þessu óréttlæti. Því get ég lofað. Ég nefni líka áætlun um fram- kvæmdir í þágu aldraðra og sam- svarandi áætlun um framkvæmd- ir í þágu fatlaðra.“ „Jafnframt er svo alveg ljóst, að Alþýðubandalagið myndi á vettvangi ríkisstjórnar gera kröfu um stórhækkuð framlög til menn- ingarmála. í því sambandi er ekki úr vegi að minna á, að Guðrún Helgadóttir og aðrir félagar okk- ar úr flokknum stóðu fyrir mjög myndarlegri ráðstefnu einmitt um þetta atriði, menningu og stuðning hins opinbera við hana. Þangað kom menntamálaráð- herra meðal annars, enda vísast ekki vanur því að slíkar stefnur séu haldnar í hans eigin flokki.“ Nýtt skattakerfi „í þriðja lagi myndum við gera kröfu um nýtt skattakerfi, þar sem fyrirtækin yrðu knúin til að bera mun þyngri byrðar en þau gera nú. Hugsaðu þér, fyrirtæki hér á landi bera um 2 prósent af kostnaði ríkissjóðs meðan sambærileg tala í Bandaríkjun- um, sem þó eru ekki beinlínis þekkt fyrir að sækja hart að einkaframtakinu, er 7 prósent.“ „Við hljótum líka að leggja áherslu á breytingar á kerfi hina svokölluðu óbeinu skatta. Þar höfnum við alfarið hugmyndinni um virðisaukaskattinn, en viljum að tollakerfið sé allt endurskoðað og sömuleiðis fyrirkomulag sölu- skatts." „Og gleymdu ekki byggðamál- unum. Aldrei hefur verið sorfið fastar að landsbyggðinni og í tíð þessarar ríkisstjórnar, sem er þó undir formlegri forystu Fram- sóknarflokksins. í byggðamálum og sjávarútvegsmálum er h'fsnauðsynlegt að snúa vörn í sókn.“ „í fjórða lagi verður ríkisstjórn með aðild Alþýðubandalagsins tafarlaust að hefja nýja sókn í at- vinnulífinu. Ég tel mjög brýnt að góðærinu sé meðal annars varið til að búa í haginn fyrir framtíð- ina, - til að byggja hér upp nýjan hátækniiðnað. Tökum líftækni sem dæmi. Hún er grein, sem vissulega mun ekki skila miklum arði strax. En hún er grein fram- tíðarinnar, atvinnugrein næstu aldar. Við verðum vitaskuld að undirbyggja hana strax til að næstu kynslóðir getið notið ávaxtanna af þeim sérstöku og sérstæðu möguleikum sem ein- mitt fsland hefur upp á að bjóða.“ „Ég vil verja verulegum fjár- hæðum til að væða hefðbundnar atvinnugreinar nýrri tækni og lyfta þannig framleiðni á miklu hærra stig. Jafnframt þarf svo að leggja góðan grundvöll að nýjum atvinnugreinum. Þess vegna hef ég kynnt hugmynd að nýjum þró- unarsjóði fyrir atvinnulífið, sem ekki einasta á að stuðla að ný- breytni í atvinnulífinu, heldur ekki síður að markaðsvinnslu og vöruþróun. Það er nefnilega svo, að íslenskir kapítalistar virðast oft eiga erfitt með að skilja, að það er ekki bara nóg að framleiða vöruna, - það þarf líka að selja hana á góðu verði. “ Kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd „í fimmta lagi mun Alþýðu- bandalagið leggja höfuðáherslu á utanríkismálin. Við leggjum einsog jafnan áður mikla áherslu á stefnubreytingu í utanríkismál- um þjóðarinnar. Þannig viljum við afdráttarlausa uppsögn og endurskoðun á herstöðvasamn- ingnum taki flokkurinn þátt í rík- isstjórnarmyndun. Jafnframt er auðvitað alveg ljóst, að einungis þátttaka Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn getur tryggt að ísland verði hluti af kjarnorkuvopna- lausum Norðurlöndum. - Ertu reiðubúinn til að leiða Alþýðu- bandalagið til samstarfs við hvaða flokk eða flokka sem er til að ná þessum málum fram? „Þátttaka Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn mun ráðast af mál- efnum. Fari svo, að unnt verði að ná samstöðu um málefnagrund- völl ríkisstjórnar, sem er í viðun- andi samræmi við okkar stefnu- skrá, þá hljótum við auðvitað að hugsa okkur um tvisvar áður en þeim möguleika er varpað á glæ. “ Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins í viðtali við Þjóðviljann 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN PÁSKAR 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.