Þjóðviljinn - 16.04.1987, Page 8
FAGNAÐARERINDIÐ
í SOLENTINAME
Ég er ekki
kominn tii
að fíyija
frið heldur
sverð
FRELSUNARGUÐFR/£ÐINGUR LES RITNING-
UNA MEÐ B/ENDUM í NICARAGUA
Hér á eftir fer kafli úr bókinni
„Kærleikur í verki" sem Ern-
esto Cardenal hefursaman
skrifað.
Undirtitill bókarinnar er
„Fagnaðarerindið ' í Solenti-
name“. Solentiname er eyjaklasi
í stærsta stöðuvatni Nicaragua,
sem ber nafn landsins. Þar búa
um 1000 manns, bændur og fiski-
menn, og þar stofnaði hinn
þekkti kennimaður, skáld og nú-
verandi menntamálaráðherra
Sandinistastjórnarinnar, Ernesto
Cardenal, leikra manna klaustur.
Á árum áður, fyrir byltingu Sand-
inista, reyndi hann að miðla boð-
skap kristninnar, og þá ekki síst
þeim félagslega boðskap hennar
sem hann vildi leggja mikla
áherslu á, til fólksins á eyjunum.
Ekki síst með því, að á sunnu-
dögum var ekki flutt prédíkun
eftir ritiningarlestur heldur héldu
viðstaddir uppi samræðum um
það sem lesið var. Athugasemdir
fólksins þóttu svo merkar og
djúpar í einfaldleik sínum að
Ernesto Cardenal var hvattur til
að geyma samtölin á segulbönd-
um. Síðar meir vann hann upp úr
þessu efni þá bók sem hér er vitn-
að til.
Að gjöra menn
ósátta
Mattheus 10, 34-37.
Áður en við lásum þessa ritn-
ingargrein hafði OSCAR séð
yfirskrift dagsins og hrópaði:
Þetta skil ég ekki. Hann kom til
að færa okkur sameiningu. Hvers
vegna segir hér að hann valdi mis-
klíð? Hann sem á að vera kær-
Ieikurinn!
Ég sagði að við skyldum lesa
textann fyrst. Við lásum þennan
stutta kafla úr Mattheusarguð-
spjalli og gerðum svo athuga-
semdir við hann.
tlið ekki að ég sé kominn
til að fflytja frið á jörð
ég er ekki kominn til að flytjafrið
heldur sverð
ANTENOR: Það hefur alltaf
ríkt óréttlæti á jörðunni. Kristur
kemur til að binda endi á það
ástand. Þvf kemur hann til að
berjast. En hann mun ekki berj-
ast einn. Hann þerst með okkur.
MARCELINO: Hann kom
með mjög beitt vopn sem er hans
orð. Hann kom með þetta vopn
handa okkur. Og við því tökum
við hér.
Einhver sagði: Jesús er á móti
því að menn hagi seglum eftir
vindi. Þess vegna sagðist hann
ekki kominn til að flytja frið.
Og ARMANDO yngri sagði:
Til er tvennskonar friður. Til er
sá friður að samþykkja blátt
áfram óréttlætið, segja ekkert við
arðráninu. Og til er annar friður,
sá sem við höfum eftir að við höf-
um öðlast réttlæti, þegar búið er
að koma hlutum í lag.
LAUREANO: Mér sýnist að
Jesús sé hér að segja okkur, að
einmitt vegna þess hver hann var
ætlaði hann ekki að breyta öllu í
hvelli, skipta öllu upp á nýtt.
Þvert á móti, það er okkar mál að
berjast svo að við getum haft frið
ARMANDO: Vegna þess að
maður verður að berjast til að
eignast þann frið, ekki satt?
LAUREANO: Já, menn
verða að berjast hart í hverju
Iandi til að réttlæti komist á í
heiminum.
ALEJANDRO: Ég sé annað -
maður getur ekki eignst frið ef
maður elskar náungann í alvöru.
Jafnvel þar sem friður er í byggð-
inni, eins og hér í Solentiname,
þar sem lífið er friðsælt og ham-
ingjusamt vegna þess að við
búum í friði hver við annan,
jafnvel hérna, dýpst inni í okkur
er áhyggjan, óróinn...vegna þess
að við sjáum óréttlætið skýrar en
áður. Og ég held að kærleikurinn
sé ástæðan fyrir þessari áhyggju.
Og þá getur maður sagt: þessi hér
býr ekki við fullan frið vegna þess
að hann lætur sér annt um aðra
menn. Og það væri mjög slæmt ef
við öll héldum ró okkar
Einhver sagði: Úr því Jesús
kom til gera breytingar, það er að
segja byltingu, þá kom hann ekki
með friði heldur ófriði.
Ég: Það er augljóst að meðan
til er stétt kúgaðra og stétt kú-
gara, þá getur maður ekki óskað
eftir friði milli kúgaðra og kú-
gara, vegna þess að það þýðir að
kúgunin heldur áfram. En ef við
viljum að hin kúgaða stétt sé
frelsuð, svo að ekki séu lengur til
kúgaðir og kúgarar, þá viljum við
í rauninni ekki frið.
OSCAR: Nú skil ég. Jesús
kom með sameiningu fyrir suma
en ekki alla menn. Fyrir suma -
þá sem eru með kærleikanum.
Ernesto Cardenal: skáld, munkur, menntamálaráöherra.
Hann er ástæða sundrungar
vegna þess að hann er forsenda
einingar.
Fjölskyldan,
náungi minn
Ég er kominn til að
gjöra son ósáttan við föður sinn
og dóttur við móður sína
og tengdadóttur við tengdamóður
sína
og heimilismennirnir
verða óvinir húsbóndans
LAUREANO: Þetta sýnist
stefna gegn kærleikanum, en
reyndar á maður ekki alltaf að
vera bundinn fjölskyldu sinni,
sínu eigin fólki. Maður á að
standa með öllum, hvort sem þeir
eru skyldir eða óskyldir manni,
því að þeir eru líka bræður
manns.
Annar drengur sagði: Það
kemur stundum fyrir að faðirinn
er arðræningi en sonurinn er
sannkristinn maður og sonurinn
verður að vera á móti honum
ANTENOR: Það er ekki hægt
að komast hjá þessari sundrung í
fjölskyldunum. Alltaf þegar nýj-
ar hugmyndir koma sem eru gegn
hefðunum, þá eru foreldrarnir
oftast nær með því sem var og
nýju hugmyndirnar eru á móti
þeim.
LAUREANO: Mér skilst að
hann tefli hinum ungu gegn hin-
um gömlu,.syni gegn föður, dótt-
ur gegn móður, tengdadóttur
gegn tengdamóður. Mér sýnist að
Jesús skilji það, að sú sundrung
sem hann vekur upp í fjöl-
skyldum verði einkum á milli
kynslóða. Og það er vegna þess
að unga fólkið er oftast nær með
byltingunni en ekki gamla fólkið.
Ég lét þess getið að þessi sundr-
ung í fjölskyldum sem Jesús tal-
aði um hefði komið skýrt fram á
Kúbu á dögum byltingarinnar
þar. Margar fjölskyldur voru
sundraðar og þetta hlýtur alltaf
að gerast þegar bylting á sér stað.
LEONEL: Og hve lengi?
Þangað til við höfum sameinast,
ekki satt? Vegna þess að þetta
getur ekki haldið áfram enda-
laust. Sundrung á sér stað til að
síðar verði sameining, friður að
lokum.
ARMANDO: En þangað til
kemur Jesús til að rjúfa einingu
fjölskyldunnar, sem var talin
heilög, og úr því fjölskyldan er
undirstaða þjóðfélagsins þá kem-
ur hann til að umbylta öllu samfé-
laginu. Hér lýsir hann því opin-
skátt yfir að hann rjúfi friðinn í
samfélaginu.
ANTENOR: Þetta með fjöl-
skylduna, mér finnst það líka að-
ferð til að tala um stéttabarátt-
una.
Sverð kœrleikans
Hver sem ann föður eða móður
meir en mér
hann er mín ekki verður
og hver sem ann syni eða dóttur
meir en mér
er mín ekki verður.
Einn af ungu mönnunum
safgði: Það eru margir hérna sem
eru alltof bundir fjölskyldum sín-
um.
Og OLIVIA sem ekki hafði
fyrr tekið til máls, sagði : Jesús
segir ekki hér að við verðum að
elska Guð himnanna og gleyma
fólkinu, eins og menn hafa skilið
það í okkar hefðbundnu trú. Og
því arfleiða menn „Guð að pen-
ingunum sínum, eins og þeir
segja, vegna þess að þeir vilja
heldur að guð fái þá en þeir fá-
tæku. Nei, ég held að þegar Jesús
er að tala um kærleika til sín, þá
setji hann sjálfan sig í stað hinna
fátæku og náunga okkar yfir
höfuð. Og hann á við það að við
ættum að elska alla menn, alla
náunga okkar og ekki aðeins fjöl-
skyldu okkar.
Annar bætti við: Að elska guð
er að elska bróður sinn, ekki satt?
LAUREANO: Bróður sinn,
en ekki bróður þinn vegna þess
að hann er sonur móður þinnar,
heldur vegna þess að hann er
bróðir þinn, eins og allir menn
eru
FELIPE: Sumir halda að þeir
gleðji Guð með bænum og söngv-
um, en að syngja Guði er að elska
sinn bróður.
Ein stúlknanna sagði: Hér er
um að ræða að elska ekki bara
fjölskyldu sína og vini, heldur
alla menn og það er erfitt.
ARMANDO: Og úr því við
erum að tala um Guð himnanna-
Guð himnanna er ekki til, eða að
minnsta kosti getum við ekki
þekkt hann nema eins og hann
verður hold í öðrum mönnum.
FELIPE: Hver sá sem elskar
aðra menn er í reyndinni farinn
að þekkja Guð.
Ég sagði að þetta væri einmitt
það sem lesa mætti um hjá Jó-
hannesi.
ALEJANDRO: Það er vegna
þess að guð er kærleikur. Hver
sem elskar þekkir hann vegna
þess að hann hefur þekkt kær-
leikann.
JULIO: Sverðið klýfur, sundr-
ar, og nú skil ég hvers vegna hann
segist koma með sverð.
GLORIA: Sverð kærleikans.
ÁB þýddi
M.aprfl 1MT
1W7