Þjóðviljinn - 16.04.1987, Side 14
Hverju skal klœðast
Þótt Vatnajökull hafi verið
minni á 16. öld er nú verður
manni hugsað til ferðalanga og
vermanna sem genggu yfir frer-
ann á skinnskóm og í vaðmáli.
Þótt ullin sé góð var skjólfatnað-
ur í þá tíð illa vatnsheldur og
óþjáll og skórnir glerhálir. Þegar
leðuskór, stundum með gróf-
negldum sóla, tjöld úr lérefti eða
segldúk og tjörubornar skjólflík-
ur komu til sögunnar rættist
nokkuð úr. En misjafn ferðabún-
aður hefur vafalítið valdið því að
hálendi íslands og óbyggðir voru
seint fullkannaðar.
Fram til 1960 voru framfarir
hægar í ferðabúnaði. Til dæmis
voru bakpokar hálfgerð mannd-
rápstæki undir þungar byrðar
fram til þeirrar tíðar. Burðarpok-
ar úr gerviefnum og áli, þaullag-
aðir að hrygg berandans gera
mönnum nú kleift að ganga góða
dagleið með 15-25 kg á bakinu.
Tvöfaldir plastskór og Goretex-
skjólefni sem hleypir út uppguf-
un en heldur frá vatnsdropum eru
nánast nýjungar. Og til er
Biosorbin-duft sem tryggir þrek-
raunamanni næga næringu dag-
langt ef hann neytir 300-400
gramma af því hrærðu út í 1-2
lítra af volgu vatni.
Yfirleitt hafa ferðamenn eigin
reynslu og oft sérvisku sína að
miða við þegar þeir velja sér ferð-
abúnað. Mínar ráðleggingar
verða því bæði almennar
leiðbeiningar og uppsöfnuð sér-
viska. Best er líklega að prófa sig
áfram sjálfur.
Algengustu greinar útivistar á
veturna, að svigskíðamennsku
frátalinni, eru skíðagöngur,
gönguferðir um óbyggðir, en þá á
láglendum svæðum, og svo
vetrarfjallgöngur. Færri þeysa
um á vélsleðum eða torfærut-
röllum eða klífa klakaða hamra.
Orðin sem hér fara á eftir eiga
fyrst og fremst að höfða til þeirra
sem hyggja á hinar algengu ferðir
til útiveru að vetri til. Með hækk-
andi sól fara æ fleiri á kreik.
Þótt sumt af útbúnaðinum sé
sameiginlegur öllum ferðunum
fjalla ég um útbúnaðinn í þremur
afmörkuðum köflum.
Skíðað um grundir og
brekkur
Skíðagöngumaðurinn ætti
iflötur hans og þunn prjónahúfa
eða lambhúshetta hefur þann
kost að hana er hægt að taka ofan
og setja upp eftir því sem menn
Um páskana leggja margir land
undir fót og margir leita út í
óbyggðirnartil að upplifa
náttúruna sem enn er í
vetrarbúningi þó vorið sé
skammtundan. Þóbjartséyfirtil
byggöa og komið fram í miðjan
apríl er samt aldrei of oft brýnt
fyrir mönnum að útbúa sig vel til
allra slíkra ferða því fljótt geta
veðu r skipast í loftu m. Ari Trausti
Guðmundsson tók saman
þennan pistil um vetrarferðirog
hvaða útbúnað nauðsynlegt er
að hafa í slíkar ferðir.
Þá hefur Landssamband
hjálparsveita skáta sent frá sér
pistil til ferðamanna.
endilega að hyggja að því að vera
ekki of mikið klæddur. Þess
vegna ber hann lítinn bakpoka
með aukafatnaðinum, nestinu og
ýmsum aukahlutum (stormgler-
augum, varasmyrsli, áttavita,
korti, blístru og álpoka). Auðvit-
að þarf ekki að taka sumt af þessu
með ef gengið er á upplýstri braut
eða á heimaslóðunum. Nesti er
nauðsyn ef ferðin tekur meira en
2-3 stundir og menn eiga ekki
innangengt í veitingasölu eða
vilja ekki nýta sér slíkt. Myndar-
leg samloka og heitur drykkur
dugar til hálfs dags ferðar.
Yfirleitt er óþarft að klæðast
föðurlandi innst fata á skíðag-
öngu. Mjög þunn ullarnærföt eða
vindbuxur yfir skíða- eða hné-
buxur duga lang oftast. Skíða-
buxurnar umræddu eru t.d. síðar
íþróttabuxur úr „stretch”-efni
(teygjuefni) en margir vilja held-
ur hnébuxur með tilheyrandi hás-
okkum.
Skíðagöngumaðurinn notar
fremur tvær þunnar peysur en
eina þykka og hann klæðist jafn-
an vindþéttum jakka eða hettu-
úlpu (anorak). Höfuðfater nauð-
syn. Höfuð manns er virkasti kæl-
roðna af áreynslunni. Á höndun-
um er best að hafa þunna fingra-
vettlinga úr ull og hlífðarvettlinga
(t.d. úr næloni) yfir og áreiðan-
lega eitt aukapar í bakpokanum.
Til eru fjölmargar tegundir af
gönguskíðaskóm, allt frá ofur-
léttum og þunnum keppnisskóm
til loðfóðraðra hnalla með
mynstruðum sóla. í dagsferðir
duga oftast einfaldir ófóðraðir
skór. Þar sem brautir vantar
koma litlar legghlífar sér vel til að
halda snjó úr skónum.
Vetur er góður til
göngu
Menn hafa fyrir löngu
sannfærst um að engin ástæða er
til að leggja gönguskóna á hilluna
yfir vetrarmánuðina. Að vísu
mega strigaskór, gúmmístígvél
og sléttbotna götuskór verða eftir
heima, alla jafna. Best er að nota
þjála gönguskó með svokölluð-
um Vibram-sóla til að fóta sig í
snjó, hjarni og hálu grjóti, þótt
hvergi sé sótt í fjöll. Undantekn-
ingarlítið eiga legghlífar að vera
með í bakpokanum ómissandi.
Þar er einnig aukapeysa, vind-
buxur ef vindhraði (heima fyrir)
er umtalsverður og smádót eins
og álpoki, gleraugu og vara-
smyrsli auk korts/áttavita. Varð-
andi áttavitann kemur tvennt til:
Menn þurfa að kunna að nota
tækið og stundum er engin
ástæða til að hafa hann með: Á
sólbjörtum degi í Heiðmörk eða
Kjarnaskógi svo dæmi séu nefnd.
Úrval bakpoka, 10-30 ltr. (mæli-
kv. á rúmtakið) tryggir að allir
finna skjatta við sitt hæfi.
Göngumaður hreyfir sig minna
en skíðamaður og þarf að klæðast
hlýrri fötum en hann. Þetta á við
um nærföt og hlífðarföt og ekki
hvað síst um ómissandi höfuðfat.
Hettur úr silki hafa t.d. reynst vel
í bland við ullarfrollur sem alltaf
má sækja í pokann ef kólnar
mjög.
Lopavettlingar eru góðir og
verða enn betri ef menn fá sér
hlífðarvettlinga til að skýla ull-
inni. Gagn hennar felst nefnilega
í rýminu milli þráðanna en þar
geymist hlýtt loft ef ekki gustar
þeim mun meira um gripinn.
Bestar (og dýrastar) eru lúffur úr
Goretex, þunnar og ófóðraðar til
hlífðar.
í gamla daga gengu menn með
broddstaf að vetri. Nú er hann
aflagður. Meðan ekki þarf að
nota mannbrodda vegna bratta
kemur einn skíðastafur (eða
jafnvel tveir) sér ótrúlega vel á
vetrargöngunni. Allar dúnúlpur
af þykkari gerðinni eru of hlýjar
til frísklegrar göngu enda gerðar
til annars, t.d. háfjallaferða.
Þunnar úlpur og ýmis konar
stakkar reynast betur til brúks í
láglendisgönguferðir. Norskir og
sænskir léreftsstakkar eru tiltölu-
lega ódýrir. Þeir eru þó hvorki
jafn vel vind- og vatnsheldir og
ýmsir gerviefnastakkar, einkum
Goretex-flíkur. Tvöfaldir gervi-
efnastakkar með örþunnu ein-
angrunarefni á milli laga (t.d.
Thinsulate) eru mjög hlýir, - en
um leið harla dýrir.
Fjöltin breyta um svip
Fjallgöngur að vetri til eru
skemmtileg dægradvöl og öllum
færar. Þá á ég við göngur á fjöll
auðveld viðureignar; fjöll sem
Landið er ekki síður fagurt að vetri
til og eðlilega leggja því margir í
fjallaferðirnú um helgina.
Mikilvægteraðallur
ferðaútbúnaður sé í sem bestu
lagi, slíkt getur bjargað mannslífi.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
Nám fyrir afgreiðslumenn
á fjarstkiptastöðvum
stofnunarinnar
Nemendur veröa teknir í nám í fjarskiptaaf-
greiðslu og til framtíðarstarfa nú í vor.
Umsækjendur skulu hafa lokið stúdentsprófi eða
hafa sambærilega menntun og gangast undir
inntökupróf í ensku, dönsku og íslensku.
Almennrar heilbrigði er krafist, sérstaklega er
varðar heyrn, sjón og handahreyfingar.
Námið hefst með fjögurra vikna námskeiði í maí-
júní nk. en eftir það verður starfsnám á vinnustað,
loftskeyta- eða ritsímastöð í sumar.
Áframhald verður á bóklegu námi í haust og eftir
það starfsnám til námsloka.
Umsóknir, ásamt prófskírteini eða staðfestu Ijós-
riti af því, sakavottorði og heilbrigðisvottorði, ber-
ist Póst- og símaskólanum fyrir 1. maí nk.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í Póst- og
símaskólanum, Sölvhólsgötu 11, Reykjavík, hjá
dyravörðum Landsímahúss og Múlastöðvar og
ennfremur á póst- og símstövum.
Nánari upplýsingar eru veittar í Póst- og síma-
skólanum í síma 91-26000.
Farsœl
Nokkuratriði til
athugunar áður en þú
leggur fann frá
Landssambandi
hjálparsveita skáta
Lágmarksbúnaður fyrir ferðalanga: Hlý klæði, skjólfatnaður, áttaviti, landakort,
flauta, álpoki og sólgleraugu til varnar snjóbirtu.
14 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN PÁSKAR 1987
Fyrirhyggja er besta tryggingin
sem ferðalangar geta gefið sér
fyrir farsælum ferðalokum. Þeir
sem ætla í ferð - hvort heldur
stutta eða langa- ættu að hyggja
að nokkrum atriðum til að vera
viðbúnir óvæntum skakkaföllum.
Auk hlýrra klæða og litríks skjól-
fatnaðar ættu allir ferðamenn að
hafa í farteskinu landabréf, átta-
vita, flautu og/eða pennaneyðar-
byssu, sólgleraugu til að verjast
snjóblindu, álteppi og orkuríkt
neyðarsnarl s.s. súkkulaði, hnet-
ur og rúsínur. Sólgleraugu eru
einnig nauðsynleg til að verjast
snjóblindu. Eins og sjá má er
þetta hvorki þungt né fyrirferðar-
mikið en getur skipt sköpum.
Venjum okkur á góða siði á
ferðalögum - verum viðbúin því
óvænta.
Áður en lagt er af stað ætti skil-
yrðislaust að setja ferðaáætlun