Þjóðviljinn - 16.04.1987, Side 19

Þjóðviljinn - 16.04.1987, Side 19
Tristan Pétur Franskur skíðagarpur Tristan Pétur, 10 ára, er hálf franskur og það er frekar stutt síðan hann flutti heim til íslands. íslenskan vefst aðeins fyrir hon- um en hann er duglegur að tala og læra hana. Hann var í bænum með vini sínum þegar ég tók hann tali. „Ég veit það ekki, bara eitthvað skemmtilegt. En mig langar sko ekki til að læra alla páskana. Ég var á skíðum í dag með vini mínum og kannski fer ég á skíði um páskana en ég er samt ekki viss um það.“ Var kennaraverkfall í skóla- num þínum? „Nei, ekki hjá mér, kannski hjá einhverjum öðrum bekk. Ég er í Vesturbæjarskólanum, það er alveg ágætis skóli.“ K.M.S. Örn Bjarnason Á hestbaki í öllum veðrum „Páskafrfið? Jú, ef það verður gott veður ætla ég á hestbak. Ef það verður sæmilegt veður ætla ég á hestbak. Ef það verður vont veður ætla ég á hestbak.“ En ef það verður hríð? „Líka.“ Maður efast ekki um áhuga Arnar Bjarnasonar sölumanns á hestum því hann sagðist ekki ein- göngu eyða páskafríinu á hestum heldur öllum fríum. „Á sumrin fer ég oft í langa útreiðartúra um allt land en slíkt er ekki mögulegt yfir vetrarmán- uðina. Stuttar dagsferðir verða að nægja.“ Þrátt fyrir gífurlegan hestaá- huga sagðist Orn stunda sund af kappi. Þá daga sem opið er í Sundlaugunum í Laugardal ætlar hann að synda. „Að öðru leyti ætla ég bara að njóta þess að borða og flatmaga og vera í lausagangi.“ B.V. Gestimir örugglega syfjaðir Trausti Hafliðason, 13 ára, sagðist ekki ætla að gera neitt sérstakt í páskafríinu. „Maður spilar örugglega fót- bolta og fer kannski á skíði.“ Ég á líka að fermast 26. apríl í Bústaðakirkju. Þetta er besti da- gurinn til að fermast á. Allir gest- irnir verða örugglega svo syfjaðir eftir kosninganóttina að þeir drífa sig fljótt heim úr veislunni." -fþ Trausti Hafliðason Leik ruslapoka Sigríður Anna Árnadóttir, 10 ára nemandi í Ölduselsskóla. „Ég ætla að fara í sumarbú- staðinn og svo ætla ég líka að sýna í Rympu á ruslahaugnum. Ég er búin að vera með í sýningum frá byrjun. Það er ofsalega gaman og mér finnst það ekkert erfitt. Ég leik ruslapoka og er máluð öll græn í framan og er í grænum föt- um. Síðan er settur ruslapoki yfir mig. Sigríður hlakkar samt til að fá frí frá sýningum í vor, því lítill tími hefur verið fyrir vinkonurnar meðan á þeim hefur staðið. Ferðu oft í sumarbústaðinn? „Já, á sumrin reynum við mamma, pabbi og bróðir minn að fara eins oft og við getum, en við erum bara búin að fara tvisvar sinnum um páska áður. Sumar- bústaðurinn er í þjónalandinu (pabbi minn er þjónn) rétt hjá Selfossi. Þar er mjög skemmtilegt að vera.” Færðu mörg páskaegg? „Ég fæ tvö páskaegg, eitt frá mömmu og pabba og eitt frá ömmu.” B.V. Sigríður Anna Árnadóttir Ásgeir Torfason A afmœli um pöskana „Ég er að hugsa um að skreppa norður í land,“ segir Ásgeir Torfason, útskurðarmeistari,“ afmælið mitt er um páskana.“ Ásgeir var staddur á golfvellin- um á Korpúlfsstöðum í blíðskap- arveðri. Áttu stórt afmæli? „Nei, ég verð bara sextugur. Ef af þessu verður fer ég líklega einn. Ætli þau verði ekki bara fegin að vera laus við mig í nokkra daga. Ég hef gaman af að hitta sveitungana og spjalla. Ég þarf líka að hvfla mig frá stressinu í borginni. Það er gott að vera í sveitinni." Ásgeir er fæddur og uppalinn á Halldórsstöðum í Laxárdal í S- Þingeyjarsýslu. Þar bjó hann með fjölskyldu sinni í nokkur ár en seldi sinn hlut í jörðinni árið 1969 þegar til stóð að gera uppi- stöðulón í dalnum vegna fyrir- hugaðrar stækkunar Laxárvir- kjunar og flutti til Reykjavíkur. Á golfvellinum hefur hann gras undir fótum og finnst það við- kunnanlegra en malbikið. Á.M.E. Guðmundur Snorri Garðarsson Til Júgóslavíu að spila fótbolta „Ég verð að vinna alla páskana eins og vanalega," sagði Guð- mundur Snorri Garðarsson flugumferðarstjóri, sem sat við störf sín á Reykjavíkurflugvelli er ég tók hann tali. „í byrjun maí fer ég svo í frí og það má alveg kalla það páskafrí. Við förum nokkrir starfsfélag- arnir til Júgóslavíu og tökum þar þátt í fótboltamóti flugumferðar- stjóra. Þetta er í fjórða skiptið sem íslendingar senda mannskap til að vera með og við höfum staðið okkur eins og hetjur. Fyrsta árið urðum við neðstir en hin tvö árin náðum við næstneðsta sætinu. Við erum því alltaf á uppleið." -fþ Inga Rannveig og Eva Til Ibisa Þær Inga Rannveig og Eva Halldórsdóttir voru á Austurvelli í glaðasólskini, að borða ís þegar ég hitti þær að máli. Inga: Ég ætla að vinna fyrir ut- anlandsferð. Ég er að fara til Ibisa, og ætla að vera þar í þrjá mánuði. Fyrir tveim árum var ég þar allt sumarið og það var alveg æðislega gaman. Eva: Ég verð að vinna alla páskana fyrir utanlandsferð, ég verð líka á Ibisa í sumar. - Þurfið þið að læra mikið í páskafríinu vegna kennaraverk- fallsins? Inga: Nei sem betur fer ekki. Ég er aðallega í verklegum fögum, það eru bara bóklegu fög- in sem krakkarnir lesa upp um páskana. Þær sögðust ekki hafa nokkurn tíma til að stunda útivist af neinu tagi, bara vinna og vinna, til að geta sleikt sólskinið á Ibisa í sumar. K.M.S. Sylvía Rut ásamt mömmu og pabba. Borða pöskaegg og fara í páskafötin Sylvía Rut er 4 ára og 4 mánaða gömul, dóttir Þorsteins Ólasonar matreiðslumanns og Guðrúnar Sigtryggsdóttur hjúkrunarfræð- ings. Þau búa í Reykjavík. Þegar mig bar að garði stóð laugardagshreingerningin yfir á heimilinu. Foreldrarnir vinna utan heimilis. Sylvía Rut er þá á dagheimili Landakotsspítala sem heitir Brekkukot. „Hvað gerir þú í Brekkukoti"? Ég leik mér við Guggu, Helgu Dóru og Völu. Þær eru vinkonur mínar,“ útskýrir hún. „Svo förum við stundum út.“ Svo sýnir hún mér bil á milli þumal- og vísifing- urs hve lítið þær fara út. Skyndi- lega skoppar hún að útvarpstæk- inu, hún heyrir lag sem er í uppá- haldi hjá henni, hækkar í tækinu, leggur eyrað að hátalaranum og hlustar. Á meðan útskýri ég er- indi mitt fyrir foreldrunum. Lagið í útvarpinu er búið. Fjöl- skyldan sest rétt sem snöggvast niður fyrir framan myndavélina og Sylvía Rut svarar fyrir þeirra hönd: „Borða páskaegg og fara í páskafötin." Á.M.E. Ragnar og Magnús Ætli ég lœri ekki eitthvað Ragnar og Magnús voru á ferð á Njálsgötunni, hressir í bragði. Þeir eru 16 og 17 ára gamlir, báðir nemar í Iðnskólanum í Reykjavík og fá 13 daga páskafrí. „Ég ætla að vinna til að fá pen- ing,“ segir Ragnar. „Ætli maður reyni svo ekki að læra eitthvað líka.“ Félagi hans Magnús ætlar að vitja æskuslóðanna á Kópaskeri. „Ég á skyldfólk þar og ætla að heimsækja það.“ Ætlar þú að vinna í fríinu? „Nei, ég ætla að njóta þess.að fá fríið, en ætli ég læri ekki eitthvað líka,“ og þar með voru þeir roknir, enda sól og vor í lofti. E.K. PÁSKAR 1987 ÞJÓÐVIUINN - SfÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.