Þjóðviljinn - 16.04.1987, Qupperneq 21

Þjóðviljinn - 16.04.1987, Qupperneq 21
Þyrill vakir Halldóra B. Björnsson hefði orðið óttrœð þann 19. apríl n.k. Við íslendingar höfum drjúga reynslu af því að skáldskapar- gáfa leggist íættir. Eitt dæmi merkilegt eru systkinin frá Grafardal, en ásíðastliðnum misserum hefurHörpuútgáf- an á Akranesi gefið út bækur eftirsex þeirra. Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoða, Péturog Einar, Sigríði og Guðnýju. Ogfyrirsíðustujól kom út úrval Ijóða Halldóru B. Björnsson, sem mest létað sér kveða þeirra systkina á rit- velli meðan henni entistaldur til, en Halldóra lést árið 1968. Hún var fædd árið 1907 og hefði orðið áttræð nú um páskana. Halldóra B. Björnsson gaf út þrjár ljóðabækur, Ljóð ( 1949). Við sanda og Jarðljóð ( báðar komu út 1968). Bernskuminning- ar hennar, „Eitt er það land“ komu út 1955, árið 1958 komu út þýðingar hennar á ljóðum Afr- íkumanna, Ínúíta og Kínverja, „Trumban og lútan“, þáttasafn úr byggðum Hvalfjarðar, „Jörð í álögum“ árið 1958 og að Halldóru látinni kom út þýðing hennar á frægasta verki fornenskra bók- mennta, Bjólfskviðu. Ljóðaúrvalið sem dóttir Hall- dóru, Þóra Elfa Björnsson, tók saman, nefnist „Þyrill vakir“ og geymir eingöngu ljóð úr út komn- um bókum - en í formála er þess og getið að Halldóra B. Björns- son hafi látið eftir sig töluvert af óprentuðu efni bæði í lausu og bundnu máli. Af þessari bók má lesa sögu gáfaðrar og sjálfmentaðrar konu, sem byrjar að yrkja í fullu sam- ræmi við alþýðlega skáldskapar- hefð en sækir þegar á líður til frjálsara forms, án þess þó að slíta sundur þann myndheim, það málfar sem réð ríkjum í íslensk- um skáldskap langt framan af öldinni. í kvæðum úr fyrstu bók Hall- dóru er einatt slegið með hófstill- ingu og smekkvísi á kunnuglega strengi náttúruljóðrænu. Heið- lóan kallar veröld alla af vetrar- dvalanum, jafnvel ánamaðkur- inn er ávarpaður af sannri kurt- eisi sem „bóndans besta hjú“. Náttúran er okkar viðmiðun, sið- ferðilegur mælikvarði, henni samsömum við okkur, engin upp- risa er betri upprisu „ilms sem stígur grösum dalsins frá“. í þess- um heimi komast og fyrir óhjá- kvæmilegar efasemdir skálds um ljóð sitt, uggurinn og treginn: Hljóðlega sveimar minning ein og ein andvaka, meðan sóley blundar rótt Hálfnumdu líkast Ijóði úr týndri bók lesnu við opinn glugga um bjarta nótt Kvæðið „Á Þjóðminjasafninu" minnir á það að snemma fer Hall- dóra B. Björnsson með efni og sýn sem eru ótvfrætt bundin heimi kvenna. Hún skoðar á safninu ekki vopn né heldur skjöl, heldur spyr löngu horfna konu af skáldlegri kurteisi um það „hvað leiddi hendur þínar að sauma þessar rósir í samfelluna þína Var það ást í meinum, kvíðinn eða eilífðardraumurinn eða Áttirðu þér leyndarmál, sem leyfist ekki að segja en lærðir ekki að skrifa Eða væntirðu þér athvarfs, sem ekkert var að finna þegar erfitt var að lifa í kvæðum úr seinni bókunum tveim er einnig margt vel sagt um hlutskipti konu og móður og ekki síst skáldkonunnar sem allir lofa þá hún er horfin af vettvangi dagsins en enginn spyr um þá seigdrepandi dagsins önn sem stóð henni fyrir þrifum: Mín Ijóð voru fá og þau týndust og lentu hjá tröllum En tíminn fór lengstum í sýsl við að baka og strokka því bráðlát spurning var efst á baugi hjá öllum: Hvort áttu ekki kaffi eða brauð - eða heillega sokka? Bókin geymir einnig göfug kvæði um ástina og tregann og þá ekki síst fjarlægðina milli elsk- enda sem er þungbær en býr samt yfir vissum töfrum og galdri: þessvegna loka ég húsi mínu og fylli hug minn - af þér. Og þá er enn ekki á það minnst hvernig samtímasagan og ótíð- indi hennar koma inn í skáldskap Halldóru B. Björnsson. Eins og mörg skáld önnur fann hún hjá sér sterka þörf til að bregðast við því hvernig landið sogast inn í vígbúnaðarærsli og hún á góða samleið með þeim í ljóðum, sem lýsa þungri áhyggju af því að fögru og hreinu landi er spillt og um leið mannfólkinu. Gott dæmi um þetta er „Morgunbæn í Hval- firði" - landið var ósnortið, helg- að af lífi og striti forfeðranna, en nú er öld samviskusljórra ættlera, spurt er hvort allir séu sáttir við svik og smán: Eru flúnir firði menn með mannshuga heilir hugir hjörtu sem slá.. Þegar spurt er hvað má til varn- ar verða segja til sín sterkar rætur skáldkonunnar í þjóðtrúnni - hún hefur einmitt skrifað merka þætti um álagabletti og þær forsendur sem kunna að baki átrúnaði þeim tengdum að liggja: „þessi álaga- trú er samviska okkar gagnvart þeirri jörð sem fóstrar okkur“. Og því er það að í þessu kvæði er mælt með því að við heitum á hollvættir og hulda landvörn í þeim góða galdri sem skádkon- an vill stunda. Hún hefur líka til að bera siðferði þeirra sem hik- laust kjósa heldur fátækt fyrri tíma en hið gróðavænlega daður við stríðsháskann: ski/ið okkur heldur fátæktinni aftur með sína vondu skó við erum ekki hræddar við hana... segir í kvæðinu „í skjóli Skarðs- heiðar". í fleiri ljóðum er fjallað með eftirminnilegum hætti um vígbúnað og frið, um ótíðindi frá Vietnam sem eru líka „okkar sök“, um það sem síðar hét lífs- þægindagræðgi, hlutadýrkun og fleira. Oftar en ekki er skáldkon- unni myrkt fyrir augum, dagur hamingjunnar reis ekki yfir okk- ur og þeir ungu ráða engu um hvort þeir lifa eða deyja. Samt er það svo, að undir lok þeirrar sögu sem ljóðin miðla finnum við von, tregablandna von sem ekki hefur auðkeypt verið en von samt. „Aðeins að þú hafir eitthvað að hlakka til, það er nóg“ segir í lok kvæðis sem rekur margbreyti- leika þess sem enn bindur okkur við lífið. Með eftirminnilegustum hætti er þessi kennd tjáð í þessu kvæði hér: Stjarnan úti í geimnum storkar mér með fjarlægðinni aldrei kemst ég til hennar hvernig sem ég teygi úr mér - en ég byggi hús mitt þannig að hún kemst ekki hjá því að leggja á hverju kvöldi leið sína framhjá glugga mínum og lýsa mér stundarkorn hvort henni líkar þetur eða verr... -ÁB Sögufélag Aðalfundur Sögufélags verður hald- inn laugardaginn 2. maí 1987 í veit- ingahúsinu DUUS við Fischersund og hefst kl. 2 eftir hádegi. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. 3) Kjartan Ólafsson fyrrverandi rit- stjóri flytur erindi: Dýrafjarð- armálin 1856. Uppreisn ísfirð- inga gegn stefnu Jóns Sig- urðssonar. Stjórnin Frá Sjúkraliðaskóla íslands Umsóknareyðublöð um skólavist næsta skólaár liggja frammi á skrifstofu skólans að Suðurlands- brut 6, 4. hæð, milli kl. 10 og 12. Umsóknarfrestur er til 22. maí n.k. Skólastjóri Hafnarfjörður - matjurtagarðar Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði tilkynnist hér með að þeir verða að greiða leiguna fyrir 10. maí n.k. ella má búast við að garðlöndin verði leigð öðrum. Bæjarverkfræðingur SÖGUFÉLAG 1902 LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Droplaugarstaðir heimili aldraðra, Snorrabraut 58 Starfsfólk óskast til sumarafleysinga: Hjúkrunar- fræðingar og sjúkraliðar á hjúkrunardeild heimil- isins. Starfsfólk á vistdeild og í eldhús, ræstingu, þvottahús o.fl. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 milli kl. 9-12 f.h. virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. LAUSAR STOÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Staða safnvarðar við Árbæjarsafn er laus til um- sóknar. Staðan verður veitt frá 1. júlí 1987. Umsækjandi skal hafa menntun á sviði þjóð- fræði, fornleifafræði eða áþekka menntun. Starfsreynsla er æskileg. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar. Upplýsingar um starfið veitir borgarminjavörður í síma 84412. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfsmannahaldi Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, á eyðublöðum er þar fást. Umsóknarfrestur er til 1. júní 1987. PÁSKAR 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 LAUSAR STÖÐUR HJÁ V REYKJAVÍKURBORG Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbrut 27 Starfsfólk vantar á vakt - hlutavinnu. Upplýsingar gefur forstöðumaður alla virka daga frá kl. 10.00 til 14.00. Sími 685377.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.