Þjóðviljinn - 16.04.1987, Page 24
fjögur
hugsaðu þér
ef engin guð eru til
og þú átt hvergi líf inná reikningi
hara þetta líf
sem þú heldur í höndunum
þessa einu fullu lúku
hugsaðu þér
jörðin
tunglið
sólin
og þú stendur með eina lúku
fulla af lífi
Pétur Gunnarsson
Bara þetta líf
Ljóðavaka Alþýðubandalagsins
íHallgrímskirkju föstudaginn langa
„Bara þetta líf“ er yfirskriftin
á Ijóðavöku, sem Alþýðu-
bandalagið í Reykjavík stend-
ur fyrir, í Hallgrímskirkju að
kvöldi föstudagsins langa.
Heitið á Ijóðavökunni er feng-
ið úr Ijóði eftir Pétur Gunn-
arsson.
Það eru þau Sigurður Svavars-
son, Vigdís Grímsdóttir og Ingi
Bogi Bogason, sem hafa tekið
saman dagskrána. Sigurður sagði
í samtali við Þjóðviljann, að þau
þrjú væru að safna saman úrvali
af ljóðum 20. aldar fyrir skóla-
ljóðaútgáfu í haust. „Við tókum
þetta að okkur sem hliðarspor við
bókina.“
Þar sem ljóðavökuna ber upp á
páskahelgina var ákveðið að
Íjóðin sem lesin yrðu upp tengd-
ust páskum á einhvern hátt. „Þau
snerta trúna í víðum skilningi.
Mörg ljóðanna fjalla um vonina
en skáldin sjá oft páskana sem
upphaf vorsins og upprisunnar.
Einnig fjalla sum ljóðanna um
sorgina og dauðann.Þá gegnur
ábyrgð okkar á lífinu sem rauður
þráður í gegnum ljóðavökuna og
því var henni valin yfirskriftin
Bara þetta líf.“
Auk ljóðaupplesturs verður
flutt tónlist á ljóðavökunni. Syst-
urnar Laufey og Guðrún Sigurð-
ardætur flytja dúett fyrir fiðlu og
selló eftir Tommaso Giordani og
Kristinn Sigmundsson mun
syngja, m.a. úr Lilju, sem allir
vildu kveðið hafa, eftir Eystein
Ásgrímsson við lag eftir Jórunni
Sörensen.
Upplesarar eru Bríet Héðins-
dóttir, Guðrún Gísladóttir, Sig-
urður Skúlason og Jakob Þór
Einarsson. Þau munu lesa upp úr
ljóðum Jóhannesar úr Kötlum,
Guðmundar Böðvarssonar, Þor-
steins frá Hamrí, Hannesar Pét-
urssonar, Snorra Hjartarsonar,
Þuríðar Guðmundsdóttur, Geir-
laugs Magnússonar, Jóns úr Vör,
Heimis Steinssonar, Ninu Bjark-
ar Árnadóttur, Vilborgar Dag-
bjartsdóttur og Péturs Gunnars-
sonar.
Dagskráin hefst kl. 20 og mun
standa í um það bil klukkutíma.
Kynnir verður Silja Aðal-
steinsdóttir.
„Hugsunin með þessu er að
fólk geti átt þarna notalega og
hátíðlega stund og jafnframt orð-
ið einhvers vísari um hvernig
bestu ljóðskáld okkar líta lífið og
tilveruna," sagði Sigurður Sva-
varsson að lokum.
-Sáf
INYJU
• •
ER
BANKI
ALLRA
LANDSMANNA
Landsbanki (slands býður alla bankaþjónustu í nýju
flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli.
í brottfararsal er opin afgreiðsla alla daga
frá kl. 6.30-18.30. Áhersla er lögð á gjaldeyrisviðskipti, ferðatryggingar
og aðra þjónustu við ferðamenn.
Á næstunni opnar svo fullkomið útibú á neðri hæð byggingarinnar.
Afgreiðslan í gömlu flugstöðinni verður starfrækt með hefðbundum hætti.
Við minnum einnig á nýja afgreiðslu á Hótel Loftleiðum,
þar sem m.a. 'er opin gjaldeyrisafgreiðsla
alla daga frá kl. 8.15-19.15.
Lapdsbanki
íslands
Banki allra landsmanna