Þjóðviljinn - 23.04.1987, Side 2

Þjóðviljinn - 23.04.1987, Side 2
—SPURNINGINi Hvernig hefur þér fundist kosninga- baráttan að þessu sinni? Karen Guðmundsdóttir elli- lífeyrisþegi: Hún hefur nú verið hálfbragð- dauf. Ég vona að það verði sem minnst breyting á stjórn- inni. Höfum við það ekki gott? Jenný Davíðsdóttir tölvun- arfræðingur: Hún hefur verið mjög fjöl- breytt. Ég hef reynt að fylgjast með eins og ég hef mögulega getað. örn Arason tónlistarkennari: Hörð, og snúist meira um menn en málefni. Það finnst mér vera rangt. Maður hlýtur fyrst og fremst að kjósa um málefni. Hörður Hákonarson rafeindavirki: Hún hefur virkað sem per- sónuskoðanir en stefnuum- ræður og það finnst mér slæmt. Fólk virðist blindast í stundaræsingi. Geirþrúður Kristjánsdóttir, eigandi augfýsingastofu: Hún hefur verið ansi lífleg, svipað og fyrir aðrar kosning- ar. Fólk er alltaf kaffært í áróðri fyrir allar kosningar. FRÉTTIR Kosningarnar Lokasóknin hafin Hugur í þeim sem skipa baráttusœti Alþýðubandalagsins úti á landi Austurtand „Bjartsýni okkar eykst með hverjum degi sem líður, við finn- um að málstaður okkar nýtur mikils stuðnings og við mætum hvarvetna velvilja," sagði Unnur Sólrún Bragadóttir, sem skipar annað sætið á lista Alþýðubanda- lagsins á Austfjörðum í samtali við Þjóðviljann, í gær. Úrslitin verða tvísýn: Baráttan stendur milli þriggja lista um fimmta þingsætið í kjördæminu. Unnur Sólrún sagði að aðal- áherslan væri lögð á byggðamál- in, jafnréttis- og friðarmál: „Stjórnarflokkarnir koma til kjósenda og boða óbreytta stefnu. Fyrir okkur þýðir það kaupmáttarskerðingu, lengri vinnuviku og áframhaldandi fólksflótta. Við höfnum þessari stefnu og stjórnarflokkarnir eiga mjög undir högg að sækja. Þeir hafa látið reka á reiðanum í mál- efnum landsbyggðarinnar síðustu fjögur árin með þeim afleiðing- um að landauðn blasir við verði ekkert að gert. Það sem er mikilvægast í þess- um kosningum er að allir vinstri- menn leggist á eitt til þess að gera veg Alþýðubandalagsins sem mestan: Eina raunverulega valkostinn gegn landeyðingar- stefnunni sem rekin hefur verið. Sérstaklega vona ég að konur fylki sér um flokkinn og láti ekki kasta ryki í augun á sér. Við viljum að sveitarfélögin ráði í meira mæli í hvað fjár- veitingar fari og að nýsköpun í atvinnulífinu verði efld,“ sagði Unnur Sólrún. „Það er stutt í. kosningar en nú verða allir aðl Alþjóðlegi dansflokkurinn, Allnations Dance Companv frá New York kom til íslands í gær og heldur hér eina danssýningu í dag, sumardaginn fyrsta. Dans- flokkurinn, em eru átta dansarar af mörgum þjóðernum hefur að- setur í International House í New York, sem er alþjóðlegt stúdenta- heimili þar sem m.a. margir ís- lendingar í framhaldsnámi hafa dvalið. Auk listamannanna eru tæknimenn og stjórnandi með í förinni. Alþjóðlegi dansflokkurinn sýnir dansa frá mörgum löndum, og listamennirnir sýna margir hverjir dansa frá sínu heima- landi. Dagskráin er fjölbreytt, leggjast á eitt. Við kvíðum ekki úrslitunum ef vinstrimenn standa saman um Aiþýðubandalagið.“ Norðurland eystra „Alþýðubandalagið er í sókn í kjördæminu þrátt fyrir aukinn fjölda framboða. Stjórnarflokk- arnir bjóða nú báðir fram klofið auk Flokks mannsins, Kvenna- lista og Þjóðarflokks. Það sem ræður úrslitum í kosningunum er það hvort vinstrimenn bera gæfu til að standa saman,“ sagði Svan- fríður Jónasdóttir, sem skipar annað sætið á lista Alþýðubanda- lagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Alþýðubandalagið hefur sett sér það mark að fá tvo menn kjörna á þing úr kjördæminu, Svanfríði og Steingrím J. Sigfús- son alþingismann. „Málefnagrundvöllur okkar er traustur og fólk snýr sér í auknum mæli að Alþýðubandalaginu. Því að þrátt fyrir aukinn fjölda fram- boða hafa andstæðurnar í stjórnmálum skerpst: íhaldið tví- og þríklofið annarsvegar, Al- þýðubandalagið hinsvegar. Stjórnarflokkana hefur skort heilsteypta stefnu í málum lands- byggðarinnar, þá skortir alla framtíðarsýn. Við viljum færa valdið heim í hérað, auka vöruþróun í lands- byggðarplássunum og færa þann- ig framleiðsluna og verðmæta- sköpunina til þeirra sem raun- verulega afla tekna þjóðarbúsins. Við viljum ekki tvær þjóðir í þessu landi: Fólkið á þéttbýlis- svæðinu og úti á landsbyggðinni á að vinna saman að uppbyggingu þar eru m.a. dansar frá Indlandi, Mexíkó, Rússlandi og Bandaríkj- unum, svo fátt eitt sé talið. Síðst á dagskránni eru dans frá Filipps- eyjum, „Tinkling" sem Alþjóð- legi dansflokkurinn hefur gert frægan víða um heim. Listamenn sem koma fram á danssýningunni eru frá Kína, Fil- ippseyjum, Mexíkó, Bandaríkj- unum og Sovétríkjunum. Alþjóðlegi dansflokkurinn er á leið til Norðurlanda, þar sem hann mun sýna í mörgum borgum og bæjum í fjórar vikur. Að þessu sinni verður aðeins ein sýning hér á landi, í íslensku óperunni á sumardaginn fyrsta kl. 17.00. Verði aðgöngumiða er mjög í hóf stillt, kosta 250.- kr. Margrét Frímannsdóttir: Það má enginn liggja á liði sínu á kjördag. Þóra Þórðardóttir: Ef ekkert er að gert blasir landauðn við. Stjórn- arflokkarnir hafa sýnt að þeir hafa engan skilning á málum lands- byggðarinnar. landsins alls.“ Svanfríður sagðist telja að úrslitin geti ráðist á fá- einum atkvæðum: „Það verður mjótt á mununum og hvert at- kvæði vegur þungt þegar upp er staðið. Þessvegna má nú enginn skorast undan, - lokasóknin stendur nú yfir og hún getur fært okkur sigur.“ Vestfirðir „Það er fyrirsjáanlegt að heilu byggðirnar leggjast í eyði ef ekk- ert verður að gert. Stjórnarflokk- arnir hafa rekið svívirðilega stefnu gagnvart landsbyggðinni sem byggir á skilnings- og tillits- leysi. Það er því úrslitaatriði fyrir þetta kjördæmi að fulltrúi Al- þýðubandalagsins nái kjöri til al- þingis,“ sagði Þóra Þórðardóttir sem skipar 3ja sætið á lista Al- þýðubandalagsins á Vestfjörð- um, en þar er nú háð grimmileg kosningabarátta og öruggt að úr- slit munu ekki ráðast fyrr en síð- asta atkvæðið verður talið upp úr kjörkassanum. Þóra sagði að atvinnu- og sam- göngumál væru í ólestri í kjör- dæminu: „Ef ekkert verður að gert blasir ekkert annað en land- auðn við. Vestfirðingar þurfa stórbættar samgöngur og nýja strauma í atvinnulífið. Við þurf- um að gera fólki kleift að eignast húsnæði úti á landsbyggðinni án þess að eiga á hættu að verða gjaldþrota þurfi það að selja aft- ur. Alþýðubandalagið er í sókn í þessu kjördæmi,“ sagði Þóra. „Hins vegar er hætt við að at- Svanfríður Jónasdóttir: Hvert at- kvæði vegur þungt þegar upp verður staðið. Unnur Sólrún Bragadóttir: Við kvíðum ekki úrslitunum ef vinstri- menn standa saman. kvæði félagshyggj ufólks tvístrist á smáflokka ef það gerir sér ekki grein fyrir því að það verður að leggja öflugasta málsvara byggð- ar í landinu öllu lið sitt. Við megum ekki ónýta atkvæði okkar á þann hátt, það er vatn á myllu stjórnarflokkanna. Það er gífur- lega mikilvægt að við sameinumst um að tryggja Kristni góða kosn- ingu.“ Suðurland „Þetta gengur vel hér í kjör- dæminu en við þurfum sannar- lega á öllu okkar að halda og það má enginn liggja á liði sínu á kjör- dag,“ sagði Margrét Frímanns- dóttir, oddviti á Stokkseyri í gær, en hún skipar efsta sætið á lista Alþýðubandalagsins á Suður- landi. „Hér í kjördæminu eru fjórir listar, þar á meðal við í Al- þýðubandalaginu, að slást um tvö þingsæti og það er augljóst að menn verða að halda vel á málum og vinna duglega alveg þar til kjörstöðum verður lokað á laugardagskvöldið, ef við eigum að ná öðru þessara sæta. Ég finn að það er hugur í fólki og ég veit að það mun vinna jafnvel enn betur saman, þann stutta tíma sem eftir er af þessari kosningabaráttu,“ sagði Mar- grét. Á morgun er opið hús og sumargleði á Selfossi hjá Alþýðu- bandalaginu á Suðurlandi en á föstudag sagðist Margrét ætla að gera víðreist á vinnustöðum fyrir austan fjall. —hj/lg. Óperan Alþjóðlegur dansflokkur Myndir: Sig. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 23. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.