Þjóðviljinn - 23.04.1987, Page 10

Þjóðviljinn - 23.04.1987, Page 10
Konur og karlar eiga að vinna saman í pólitískum flokkum segir Ingibjörg Hafstað, sem skipar 9. sœti G-listans á Norðurlandi vestra Ingibjörg Hafstað er kennari og bóndi í Vík í Skagafirði. Mað- ur hennar er Sigurður Sigfússon og eiga þau einn son. Ingibjörg skipar 9. sæti á lista Alþýðu- bandalagsins á Norðurlandi vestra. Það vekur athygli mína að nú skipar þú 9. sæti listans en varst í 3. sæti fyrir síðustu Alþingiskosn- ingar Hvað veldur? Tvö efstu sætin eru eins skipuð. Og mér fannst sjálfsagt að gefa einhverjum öðrum tæki- færi til að taka þetta sæti. Nú er það Unnur Kristjánsdóttir og ég tel að hún sé afskaplega vel hæf. Ég taldi mig heldur ekki hafa nógan tíma til að sinna þessu eins og skyldi. Það er ekki eðlilegt heldur að listinn sé alltaf eins skipaður. Hvers vegna telur þú að konur eigi svo erfitt uppdráttar í stjórnmálum yfirleitt? Það er fyrst og fremst þetta ójafnrétti sem enn ríkir á milli kynjanna. Konur hafa of mikið að gera. Þær eru með heimilis- störfin nær eingöngu á sínum herðum og vinnu utan heimilisins líka. Það dugir ekki lengur vinna annars aðilans til að framfleyta heimili. Þá er lítill tími eftir, ekki síst hjá konunni, til að sinna áhugamálum hvort sem það er á sviði stjórnmáia eða annars. Einnig það að stjórnmálaflokk- arnir eru byggðir upp af körlum og starfið nær eingöngu í höndum karla hingað til og við erum ekki komnar lengra en þetta. Okkur hefur ekki tekist að breyta þessu kerfi nema að litlu leyti. Funda- formið er t.d. þungt og oft leiðin- legt. Þó finnst mér samt sem áður að konur og karlar eigi að vinna saman í pólitískum flokkum eins og á öðrum sviðum félagslega. Víkjum að skólamálum. Hver er staða okkar dreifbýlinga þegar mcnntun barna okkar er annars vegar? Staða menntamála í landinu er afar bágborin og mér finnst sem stigin hafi verið skref afturábak í flestum þáttum. Það er ekkert sjálfsagður hlutur að ætla sér að framfylgja grunnskólalögum í landinu. Það hafa atburðir und- anfarandi mánaða á Norðurlandi eystra sýnt. Hlutur menntunar er lítilsvirtur. Jafnrétti til náms eftir búsetu manna eru orðin tóm. Kennarastarfið er ekki lengur freistandi starf eins og það var t.d. þegar ég var að læra. Menn verða þá að fara í þetta starf af hugsjón, ekki freista launin þeirra. Kennarastarfið er orðið kvennastarf eins og önnur lágl- aunastörf í landinu. Þau störf sem hafa með uppeldi barna að gera eru orðin láglaunastörf. Þó að þau séu lofsungin gjaman sem ábyrgðarmestu störf þjóöfélags- ins. Aðbúnaður er víða mjög slæmur. Þótt í dag séu gerðar sí- auknar kröfur til menntunar á öllum sviðum. Þjóðfélagið er orðið háþróað en sú þróun nær ekki til skólanna. Þeir eru langt á eftir, gjörsamlega staðnaðir, sér- staklega grunnskólarnir. Náms- gagnagerð er í lágmarki svo og öll uppbygging. Flóttinn af lands- byggðinni núna er ekki eingöngu vegna ójöfnuðar í atvinnu eða kjaramálum heldur ekki síður ójöfnuður í menntamálum; það er e.t. v. stærri þáttur en fólk gerir sér grein fyrir. Fólk sem hefur metnað eða hefur þörf fyrir aukna félagslega þjónustu eða öðru vísi þjónustu en fæst heima í héraði, hefur í raun og veru ekki um annað að velja en að fara burtu. Hver er áhersla Alþýðubanda- lagsins í skólamálum? Alþýðubandalagið hefur lagt áherslu á félagslegan jöfnuð. Og ég trúi því að það gildi í skólamál- um líka. Mér fannst breytast tölu- vert ástandið í tíð síðustu vinstri stjórnar a.m.k. afstaðan til skól- anna. Mér fannst fara af stað starf sem gaf góð fyrirheit en nú hefur það verið brotið niður. Stefnan var sú að færa valdið og stafið æ meira heim í hérað, en nú virðist sú stefna ríkja að færa allt starf og alla stjórnun til Reykjavíkur. Meira að segja heyrast þær raddir að ef börn þurfa á sérkennslu að halda í einhverjum mæli og ekki er hægt að fá fólk til starfa út í sveitirrar þá sé ekkert tiltökumál að senda þau til Reykjavíkur. Nú er verið að endurskoða lög um fræðsluskrifstofur og fræðsluráð og ég veit ekki hvernig það kann að enda. Nú ert þú öðrum þræði bóndi. Hvert er álit þitt á þeirri stefnu sem nú er í mótun í landbúnað- armálum? Það hefur verið áhyggjuefni síðustu mánuði þau vandamál sem maður verður vitni að dag- lega og tengjast landbúnaðinum. Efnahagsstefna stjórnvalda hefur leikið bændur grátt eins og annað launafólk. Kvótakerfi í landbún- aðinum hefur mistekist í veiga- VIÐHORF miklum atriðum og bitnað hvað harðast á litlum bújörðum, sem eru margar og mikilvægar í byggðakeðjunni. Hver sú jörð sem fer í eyði er blóðtaka fyrir smá byggðarlög. Hávaxtastefna ofan á verðtryggð lán auk sam- dráttar í niðurgreiðslum hafa og slæm áhrif á afkomu bænda. Stefnumörkun varðandi nýjar búgreinar er losaraleg og stuðn- ingur frá hinu opinbera ófull- nægjandi. Hvað skal gera? Það þarf að breyta fram- leiðslustjórnun. Örva sölu land- búnaðarafurða með vandaðri vöruþróun og markaðsstarfsemi en ekki bara setja jarðir í eyði. Við eigum að styðja það sem hægt er að framleiða hérlendis og ekki flytja inn glórulaust hvers kyns óþarfa. Hvað hefur helst mótað afstöðu þína til Alþýðubandalagsins? Það sem helst hefur mótað af- stöðu mína til Alþýðubandalags- ins er fyrst og fremst andstaða mín gegn her í landi og andúð á hernaðarbandalögum og brölti yfirleitt. Alþýðubandalagið er ennþá eini stjómmálaflokkurinn sem hefur tekið afstöðu til þeirra mála á þann hátt sem mér líkar. Þó að við höfum enn her í landi þá er ég viss um að meirihluti al- mennings hefur áhyggjur og vill stöðva umsvif hersins og draga úr efnahagslegum áhrifum hans hér- lendis. Eitthvað að lokum sem er þér öðru fremur ofarlega í huga? Náttúrvernd og mengunar- vandi eru mér ofarlega í huga. Fólk er ótrúlega áhugalítið um þau mál. Við höfum enn hreint vatn og loft en mengun á sér ekki takmörk, við þurfum að gæta okkar. „Tjernobyl" slys gæti endurtekið sig og ef slys verða á kjarnorkukafbát á fiskislóð og hrygningarstöðvum væri kippt stoðum undan lífsafkomu okkar. Halldór Laxness 85 ára afmælisdagskrá í Þjóðleikhúsinu í dag 23. apríl kl. 14.00 Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, flytur ávarp. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur þrjú lög við Ijóð Halldórs Laxness. Herdís Þorvaldsdóttir les kafla úr Hinu Ijósa mani. Matthías Johannessen flytur ávarp Kristinn Sigmundsson syngur við undirleik Jón- asar Ingimundarsonar fjögur lög við Ijóð Lax- ness. Sigurður Pálsson flytur kveðju frá Rithöfundas- ambandi íslands. Kafli úr Úu, leikgerð Kristnihalds undir Jökli. Gísli Halldórsson, Jón Sigurbjörnsson og Jak- ob Þór Einarsson flytja undir leikstjórn Sveins Einarssonar. Kynnir: Sveinn Einarsson. Aðgangur ókeypis Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra. Opið bréf til Guðmnar Helgadóttur Kristín Ástgeirsdóttir skrifar Aldrei hefði ég trúað því að óreyndu að Guðrún Helgadóttir ætti eftir að grípa til jafn óvand- aðra meðala í kosningabarátt- unni og raun ber vitni. í DV birt- ist í gær (21. apríl) auglýsing frá þeim Olgu Guðrúnu, Alfheiði og Guðrúnu Helgadóttur. Mér var sagt að auglýsing þessi hefði birst áður, en hana hafði ekki borið fyrir mín augu fyrr en í gær. í þeim texta sem Guðrún lætur frá sér fara segir hún frá því að 'Kvennalistinn hafi ekki viljað styðja frumvarp hennar um emb- ætti umboðsmanns barna, en að Kvennalistinn geri sér svo lítið fyrir og steli málinu í stefnuskrá sinni nú. Guðrún ætti að vita bet- ur. í stefnuskrá Kvennalistans fyri borgarstjórnarkosningamar sl. vor settum við fram hugmynd- ina um bamamálsvara sem gæta ætti hagsmuna barna gagnvart foreldmm og „kerfinu“. Mér vit- anlega hafði þessi hugmynd aldrei áður verið sett fram af pól- itískum samtökum hér á landi, en slíkur málsvari barna er til á a.m.k. sumum Norðurlanda. Okkur hafði ekki gefist tími til að leggja málið fram þegar fmm- varp Guðrúnar leit dagsins ljós. Það hefði ekki staðið á þingkon- um Kvennalistans að flytja málið með Guðrúnu ef það hefði verið þannig úr garði gert að fallið hefði að okkar hugmyndum. En því miður - Kvennalistinn hafði margt við fmmvarpið að athuga, þar á meðal valdssvið umboðs- mannsins og það atriði að hann átti að vera skipaður af ráðherra og settur inn í dómsmálaráðu- neytið. Þama er á ferð það sem ég vil kalla kerfíshugsun og við efumst um að starfsmaður dóms- málaráðuneytisins myndi reynast bömum sá málsvari sem þau þurfa á að halda, embættismaður án valds og með sjö manna ráð sér við hlið. Við hefðum viljað fara aðrar leiðir, en auðvitað hefðum við stutt málíð þó að það gangi ekki nógu langt að okkar dómi. Guðrún, það er rakalaus þvættingur að við séum búnar að stela málinu frá þér. Við vomm fyrstar til, en það skiptir auðvitað engu máli. Aðalatriðið er að mál- ið komist í höfn börnum þessa lands til góðs. Að lokum þetta. Guðrún mín, hefurðu ekkert annað að segja þínum kjósendum en hvað við Kvennalistakonur séum ómerki- legar? Hvar er þinn málstaður? Hvar er þín stefna? Skyldi skýr- ingarinnar á fylgistapi Alþýðu- bandalagsins (skv. skoðanakönn- unum) vera að leita til málflutn- ings af því tagi sem auglýsing ykk- ar þriggja vitnar um? Svari nú hver fyrir sig. Krlstfn Ástgelrsdóttir er f efsta sætl Kvennalistans ( Suöurlandskjördæmi. 10 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN i Fimmtudagur 23. aprfl 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.