Þjóðviljinn - 30.05.1987, Síða 6
VIÐHORF
Opið bréf til
borgarverkftæðinys
Sigurjón Pétursson skrifar
í viðtali við þig, sem birtist í
Þjóðviljanum s.I. fímmtudag
kemur fram afstaða, sem ég tel
nauðsynlegt að fá frekari skýr-
ingar á. Þar sem hún kom í dag-
blaði þá hef ég valið þá aðferð að
skrifa þér opið bréf í þeirri von að
fá svar með sama hætti.
í viðtalinu vitnar blaðamaður-
inn í samþykkt borgarráðs frá
1977 þar sem tilteknum starfs-
mönnum er bannað að vinna
hönnunarverkefni nema að
fengnu skriflegu leyfi þínu, og
jafnframt var samþykkt að þú
skyldir gera borgarráði grein fyrir
þeim undanþágum sem yrðu
veittar a.m.k.tvisvará ári. Blaða-
maðurinn benti á að engin
skýrsla hafi verið gefin. Svar þitt
er svohljóðandi orðrétt:
„Það hefur enginn kallað eftir
henni. Þar á meðal ekki Sigurjón
Pétursson sem var höfundur
þessarar tillögu á sínum tíma.
Hann var I aðstöðu til að gera það
a.m.k. í fjögur ár“. Undirstrikun
mín).
Þetta svar kallar á spurningar.
Telur þú sem embættismaður að
þeir einir séu í aðstöðu til að
krefjast þess að þú fylgir sam-
„Ber að líta svo á, aðþúfarirþvíaðeins
eftir samþykktum borgarráðs að eftir
því sé sérstaklega gengið ? “
þykktum, sem eru í meirihluta á
hverjum tíma?
Ber að líta svo á að þú farir því
aðeins eftir samþykktum borg-
arráðs að eftir því sé sérstaklega
gengið?
Þú sérð sérstaka ástæðu til að
geta þess að ég hafi ekki gengið
eftir því að yfirlit væri gefið. Ég
skal fúslega játa, að augljóst er
nú, að þörf er á sérstöku aðhaldi í
þeim efnum og ég mun vissulega
reyna að standa mig í stykkinu
þar. Þú virðist hins vegar telja að
á þér hvíli engin ábyrgð í þessum
efnum því þegar blaðamaðurinn
spyr þig síðar: „Þannig að þetta
var ekki þín vömm að það
gleymdist að skila henni“ (skýrsl-
unni), þá svarar þú stutt og af-
dráttarlaust: „Ekki aldeilis“.
Það er ákaflega mikilvægt að
vita með vissu hver afstaða þín er
til samþykkta í borgarráði. Sér í
lagi nú þegar borgarráð er nýbúið
að gera samþykkt um aukið og
hert eftirlit með þolhönnun bygg-
inga. Einn liðurinn í tillögum
minnihlutans sem samþykktur
var í borgarráði hljóðar svo:
„Byggingarnefnd verði reglu-
lega gefin skýrsla um framvindu
mála og borgarráði a.m.k. þrisv-
ar sinnum á ári. Fyrsta yfirlit
verði gefið fyrir 1. júlí n.k.“
Telur þú lfldegt að eftir þessari
samþykkt verði farið eða á ég
kannski að flytja tillögu um það
seint í júní að ætlast sé til þess að
farið verði eftir þessari sam-
þykkt?
Sennilega er skýrslan um þol-
hönnun bygginga í Reykjavík og
sú staðreynd að engin af þeim
byggingum sem skoðaðar voru
stóðust þær kröfur sem gerðar
eru til styrks bygginga, eitthvert
alvarlegasta mál sem upp hefur
komið síðustu áratugi. Óll borg-
arstjórnin hefur sameinast í til-
lögum um úrbætur og það er ein-
hugur um að koma þessum mál-
um í lag þannig að ekki verði
byggðar slysa- eða dauðagildrur í
Reykjavík. Af skýrslunni má
ráða að allmörg hús í Reykjavík
verði því miður að flokkast sem
slíkar gildrur.
Borgarstjórn öll finnur til
mikillar ábyrgðar vegna þess eins
og viðbrögð sýna. Ég hafðieinnig
gert mér vonir um að þú og starfs-
menn þínir finndu einnig til
ábyrgðar en það er vandi að lesa
það út úr ívitnuðu viðtali.
Sigurjón Pétursson
Kennarar -
fóstrur
Hvammstangahreppur óskar eftir að ráða eftirtal-
ið starfsfólk:
Kennara við Grunnskólann einkum til kennslu í
raungreinum og tölvufræði en annað kemur til
greina. í skólanum eru um það bil 160 nemendur
og er andinn meðal starfsfólks og nemenda góð-
ur.
Upplýsingar veitir Fleming Jessen skólastjóri í
símum 95-1367 og 1368.
Forstöðukonu við ieikskólann
Fóstru við leikskólann
Upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 95-1353.
Hvammstangi er miðja vegu milli Fleykjavíkur og
Akureyrar og er u.þ.b. 3ja klst. akstur í hvora
áttina sem er. Staðurinn er þjónustumiðstöð fyrir
V-Húnvetninga en með vaxandi útgerðarstarf-
serni. Þar er ný heilsugæslustöð, hótel og sund-
laug og nýlega hefur viðbygging við Grunn-
skólann verið tekin í notkun.
Á Hvammstanga búa nú tæplega 700 manns og
hefur staðurinn vaxið ört síðustu ár.
Félag
járniðnaðarmanna
Skemmtiferð 1987
fyrir eldri félagsmenn og maka þeirra verður farin
laugardag og sunnudag 27. og 28. júní n.k.
Farið verðurtil Hrútafjarðarog um Vatnsnes. Gist
á Hótel Eddu — Reykjum.
Lagt verður af stað frá Suðurlandsbraut 30 kl.
9.00 f.h.
Þátttaka tilkynnist sem fyrst í síma 83011.
Stjórn
Félags járniðnaðarmanna
MINNING
Dagný Lára Jónasdóttir
Fædd 1. apríl 1975 - Dáin 25. maí 1987
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast œvinlega
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Og skín ei Ijúfast œvi þeirra yfir,
sem ung á morgni lífsins staðar nemur,
og eilíflega, óháð því sem kemur,
í œsku sinnar tignu fegurð lifir?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófa lyki
um lífsins perlu á gullnu augnabliki.
(Tómas Guðmundsson)
Með þessum línum kveðjum
við litla vinkonu og þökkum af
öilu hjarta árin, sem hún var í
návist okkar.
Hún hefur skilað því hlutverki,
sem henni var ætlað í þessu lífi,
og lifir nú á hærra tilverustigi.
Jesú sagði: Ég lifi og þér munuð
lifa.
Við biðjum algóðan Guð að
styrkja foreldra hennar og
bræður og aðra ástvini í sorg
þeirra.
Minning hennar mun lifa.
Gunna, Baldur og dætur
Hún Dagný Lára besta vin-
kona mín og bekkjasystir er dáin.
Það er svo erfitt að trúa því, en
Guð ræður.
Ég veit að nú líður henni vel í
faðmi Jesú á himnum.
Ég sakna hennar mikið. Við
vorum svo góðar vinkonur.
Ég vil þá þakka henni fyrir allar
okkar góðu stundir, sem við átt-
um saman.
Dagný Lára. Ég mun aldrei
gleyma þér.
Vaktu minn Jesú, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sáilin vaki, þá sofnar líf,
sé hún œtíð í þinni hííf.
Þín vinkona
Elísabet
Hún Dagný Lára er dáin.
Þó svo að við hefðum fengið
nokkra daga til að undirbúa okk-
ur undir þessa fregn, þá erum við
alltaf varbúin dauðanum, ekki
síst þegar um svo unga stúlku er
að ræða.
Dagný Lára var ein af 26 nem-
endum 5. bekkjar Grunnskólans
í Stykkishólmi. Hún var einstak-
lega dagfarsprúður nemandi,
sem hafði ekki þörf fyrir að vekja
á sér athygli. Samt sem áður viss-
um við vel af henni, augu hennar
sögðu mikið og hennar hlýja við-
mót, sem við öll urðum vel að-
njótandi.
Dagný Lára var alltaf tilbúin
að hjálpa, hver sem í hlut átti.
glad.dist því mjög þegar hún
eignaöist lítinn bróöur fynr t<epu
ári. Einnig var hún mjög hænd aö
dýrum og bauðst gjarnan til að
gæta þeirra.
Skólanum okkar hér í Stykkis-
hólmi má líkja við stóra fjöl-
skyldu, sem nú hefur verið
höggvið í stórt skarð, á óvæntan
og óvæginn hátt. Minningin um
Dagnýju Láru mun lifa áfram
meðal bekkjarfélaga, skólafé-
laga, kennara og starfsfólks
skólans.
Höfum hljótt,
hún á nú svo hœgt og rótt.
Vertu sæl, vor Ijúfa lilja,
litla stund vér hljótum skilja.
Hvíl í Guði, góða nóttl
Höfum hljótt!
(Matthías Jochumsson)
Við vottum fjölskyldu hennar
okkar innilegustu samúð. Guð
blessi minningu Dagnýjar Láru.
Nemendur og starfsfólk
Grunnskólans í Stykkishólmi
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. maí 1987