Þjóðviljinn - 30.05.1987, Page 14

Þjóðviljinn - 30.05.1987, Page 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Kjósarsýslu Félagsfundur Alþýöubandalagið í Kjósarsýslu boðar til almenns félagsfundar mánudag- inn 1. júní í Hlégarði kl. 20.30. Efstu menn G-listans, Geir Gunnarsson og Ólafur Ragnar Grímsson mæta á fundinn. Fundarefni: Niðurstöður kosninganna og hvaða lærdóm má draga af þeim. Félagar fjölmennið. Stjórnin Frá Skrifstofu Alþýðubandalagsins Sumartími í sumar er skrifstofa AB opin frá kl. 9-16 alla virka daga. Síminn er 17500. Alþýðubandalagið í Reykjavík er með opna skrifstofu á Hverfisgötu 105 frá kl. 10-12 alla virka daga. Alþýðubandalagið Akureyri Aðalfundur verður haldinn í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18, fimmtudaginn 4. júní kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Allir félagar hvattir til að mæta. Stjórnin Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður í bæjarmálaráði laugardaginn 30. maí kl. 10 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Bæjarmálin 2) Starfið í sumar 3) Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin Alþýðubandalagið Utanríkismálahópur Fundur verður í málefnahóp um utanríkismál Alþýðubandalagsins í Flokks- miðstöðinni Hverfisgötu 105, mánudaginn 1. júní kl. 20.30. Dagskrá: Verk- efnin framundan. Allir velkomnir. G-listinn Reykjanesi Listaverkahappdrættið Vinningstölur í Listaverkahappdrætti G-listans á Reykjanesi. Upp komu eftirtaldar tölur í þessari röð: 1) 6074 2) 5134 3) 11849 4) 7215 5) 4804 6) 3452 7)4425 8)10745 9)3051 10)5111 11)11386 12)1061 13)507614) 11360 15) 10011 16) 7169 17) 9021 18) 11575 19) 7727 20) 4691. Vinningshafar hafi samband við skrifstofu Alþýðubandalagsins í Kópa- vogi, sími 41746 sem fyrst. .. . , , ,, Alþyðubandalagið Reykjanesi Alþýðubandalagið í Reykjavík Kosningahappdrætti ABR Drætti í kosningahappdrættinu hefur verið frestað til 1. júní. Þeir sem enn eiqa eftir að gera skil eru beðnir að gera það hið fyrsta. Alþýðubandalagið Reykjavík Aðalfundur 1. deildar Áfram veginn. Umræðan er hafin. Við félagar í 1. deild höldum aðalfund deildarinnar þriðjudaginn 2. júní kl. 20.30 að Túngötu 43. Við kjósum okkur stjórn og kjósum í flokksráð. Síðan verða umræöur um stöðu flokksins í nútíð og framtíð. Stjórnin. Alþýðubandalagið Reykjavík Aðalfundur 4. deildar Áfram veginn. Umræðan er hafin. Við félagar í 4. deild höldum aðalfund deildarinnar mánudaginn 1. júní kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Við kjósum okkur stjórn og kjósum í flokksráð. Síðan verðar umræður um stöðu flokksins í nútíð og framtíð. Stjórnin. Alþýðubandalagið Reykjavík Aðalfundur ABR Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 11. júní n.k. í Miðgarði, Hverfisgötu 105 og hefst kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Dagskrá nánar auglýst síðar. Stjórn ABR. Alþýðubandalagið í Kópavogi Fundur um bæjarmálin ABK heldur fund um bæjarmálin mánudaginnn 1. júní klukkan 20.30 í Þinghóli. Mætum öll. Stjórnin Alþýðubandalagið Borgarnesi og nærsveitum Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 5. júní kl. 20.30 í Röðli. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta. Stj<Jm(n Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 1. júní kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Dag- skrá: 1) Bæjarstjórnarfundur þriðjudaginn 2. júní. 2) Önnur mál. Stjórnin ÍÞRÓTTIR 1. deild Fyrstu stig Völsungs Völsungar fengu sín fyrstu stig í 1. deild og það gegn Þór á útivelli. Sætur sigur fyrir Húsvíkinga. Leikurinn var þó ekki mikið fyrir augað. Mikill hliðarvindur og knattspyrnan heldur stór- karlaleg. Húsvíkingar áttu nokkur góð færi. Hörður Benónýsson komst einn innfyrir á 12. mínútu, en Baldvin varði. Þórsarar áttu einnig góð færi. Hlynur Birgisson átti skalla yfir eftir langt innkast frá Júlíusi Tryggvasyni. Hlynur komst svo aftur í gott færi á 31. mínútu en inn vildi boltinn ekki. Halldór Áskelsson var svo ekki langt frá því að skora á 42. mín- útu en skot hans strauk stöngina, utanverða. Þegar 10 sekúndur voru til loka fyrir hálfleiks kom mark Völs- unga. Kristján Olgeirsson lék upp kantinn og gaf fyrir á Hörður Benónýsson sem skoraði með skalla í tómt markið. í síðari hálfleik lá meira á Völs- ungum, en þeir áttu þó sín færi. Kristján Olgeirsson komst einn í gegn en Einar Arason bjargaði á línu. Hörður komst svo einn í gegn en Baldvin náði boltanum. Hörður komst svo einn í gegn á 80. mínútu en var of seinn. Síðustu mínúturnar sóttu Þórs- arar stíft. Guðmundur Valur Sig- urðsson komst í dauðafæri en skallaði yfir og Kristján Krist- jánsson komst í gott færi en var of seinn að skjóta. Halldór Áskels- son átti svo tvö góð færi á loka- mínútunum. Fyrst átti hann skalla yfir og svo skot frá mark- teig sem Þorfinnur Hjaltason varði vel. Þessi sigur kom nokkuð á óvart. Flestir hafa búist við Þórs- urum sterkum á heimavelli, en sigur Völsunga kom fyrst og fremst af mikilli baráttu. -HK/Akureyri Þór-Völsungur 0-1 (0-1) ** Akureyrarvöllur 29. mal Áhorfendur:1325 Dómari:Friögeir Hallgrimsson ** 0-1 Hörður Benónýsson (45.mín) Stjörnur Þórs: Árni Stetánsson * Stjörnur Völsungs: Kristján Olgeirsson * Sveinn Freysson * Birgir Skúlason * l.deild Tryggvi kominn í gang Skoraði sitt fyrsta mark gegn Víði Tryggvi Gunnarsson, marka- kóngur í 2. deild í fyrra, er nú kominn í gang. Hann skoraði sitt fyrsta mark þegar KA sigraði Víði 0-1 í Garðinum. Leikurinn var frekar lítið spennandi og fá marktækifæri. Leikur liðanna einkenndist af baráttu og lítið um falleg spil. Það var aðeins eitt hættulegt færi í fyrri hálfleik og afskaplega undarlegt að úr því yrði ekki mark. Tryggvi komst einn í gegn, en Gísli Heiðarsson hálfvarði skot hans. Boltinn barst aftur úr til Tryggva sem nú skaut í stöng. Þaðan barst boltinn til Hinriks Þórhallssonar sem á ótrúlegan hátt tókst að koma boltanum yfir af stuttu færi fyrir framan opið mark. Fyrri hálfleikurinn var að mestu á miðjunni og fátt um fína drætti. Síðari hálfleikurinn var á svipuðum nótum. Guðjón Guðmundsson átti góða sendingu á Björgvin Björg- vinsson sem skallaði yfir í góðu færi. Það var svo á 75. mínútu að Tryggvi skoraði sigurmarkið. Það var einfalt, hornspyrna og Tryggvi stökk hæst og skallaði í mark Víðismanna. Það sem eftir var leiksins reyndu Víðismenn hvað þeir gátu til að jafan en ekki er hægt að segja að þeir hafi komist verulega nálægt því. -Sóm/Suðurnesjum Víðir-KA 0-1 (0-0) ** Garðsvöllur 29. maí Dómari: Þorvarður Björnsson ** Áhoríendur 550 0-1 Tryggvi Gunnarsson (75.mln) Stjörnur Víðls: Daníel Einarsson * Vilhjálmur Einarsson * Stjörnur KA: Tryggvi Gunnarsson * Jón Sveinsson * Handbolti Leikið gegn Norðmönnum íslenska landsliðið undir 21 ára leikur á morgun gegn Norð- mönnum um sæti í Heimsmeistar- akeppninni í Júgósiavíu á des- ember. Þjóðirnar leika tvo leiki, þann fyrri á morgun kl. 16.30 í Hafnar- firði og hinn síðari í Noregi eftir viku. Möguleikar íslands eru þokka- legir og okkur hefur gengið vel gegn Norðmönnum. Landsliðs- hópurinn er nokkuð sterkur og því má búast við hörkuleik í firð- inum. íslenska liðið er skipað eftir- töldum leikmönnum: Markverðir: Bergsveinn Bergsvinsson FH Guðmundar A. Jónsson Fram Hrafn Margeirsson ÍR Útileikmenn Bjarki Sigurðsson Víking Árni Friðleifsson Viking Héðinn Gilsson FH Pétur Petersen FH Hálfdán Þórðarson FH Stefán Kristjánsson FH Ólafur Gylfason ÍR Sigurjón Sigurðsson Konráð Olavsson KR Skúli Gunnsteinsson Stjörnunni Einar Einarsson Stjörnunni Þjálfari er Viggó Sigurðsson. -Ibe Mjólkurbikarinn Baslhjá Víkingum Víkingar áttu i nokkru basli með Hauka f fyrstu umferð Mjólkurbikarkeppninnar. Þeir sigruðu þó 2-0 og eru því komnir í 2. umferð. Það var Ögumdur Kristinsson sem olli sínum gömlu félögum vandræðum. Jóhanni Þorvarð- arsyni og Trausta Ómarssyni tókst þó að koma boltanum fram- hjá honum. Þá sigraði ÍR ÍK, 4-1. Leikur- inn var markalaus allt þartil 20 mínútur voru til leiksloka. Þá hófst markaregn, en ÍR-ingar stóðu uppi sem sigurvegarar. Halldór Halldórsson skoraði tvö marka ÍR, Bragi Björnsson og Björn Sverrisson eitt hvor. Hörður Sigurðarson skoraði mark ÍK. Loks sigraði Víkverji Ármann 4-1. -Ibe ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Nú ræktum við garðinn okkar Æskulýðsfylkingin í Reykjavík óskar eftir 100-200 m2 kartöflugarði. Nú ræktum við garðinn okkar. Þeir sem geta gefið okkur upplýsingar eða leigt okkur garð, láti vita í kvöld í síma 17500 eða á skrifstofutíma ABR. Stjórnln Mokum skít Lykill að góðri sprettu er 1. flokks hrossatað á túnið, dreift af félagslegri samstöðu. Ef þig vantar tað á túnið, hafðu samband í kvöld eftir kl. 20.00 í síma 17500 og við komum sunnudaginn 31. maí með gott tað og dreifum því gegn sanngjörnu verði. ÆFR-lngar í „skítabissness” Smíði kjarnorkusprengju í kvöld kl. 20.30 verður smíðuð fyrsta íslenska kjarnorkusprengjan. Smíðin fer fram að Hverfisgötu 105, R. Félagar, mætum öll. Stjórn ÆFR 14 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.