Þjóðviljinn - 03.06.1987, Blaðsíða 1
ftm
WBaPÆ
^ÉiÉ|f
Miðvikudagur 3. júní 1987 117. tölublað 52. árgangur
Sauðárkrókur
Herflugvöllur um bakdymar
Samgönguráðuneytið lœtur kanna heppilegustu staðsetningu varaherflugvallar. Sauðárkrókur talinn ákjósanlegastur
Eg er ekki til viðræðu um svo
mikið sem sölu eins þumlungs
iands undir varaflugvöll til hern-
aðarnota. Þeirri ákvörðun minni
verður ekki haggað. Oðru máli
gegnir um landsölu undir varaflu-
gvöll fyrir almennt millilanda-
flug, sagði Kristmundur Bjarna-
son á Sjávarborg í Skagafirði, en
hann var einn eigcnda þess lands
sem falast hefur verið eftir undir
gerð varaherflugvallar á Sauðár-
króki.
Náttúruverndarráð og fleiri
aðilar vinna nú fyrir samgöngu-
ráðuneytið að úttekt á hag-
kvæmni byggingar varaherflu-
gvallar á Sauðárkróki og víðar.
Látið er líta svo út sem hér sé um
athugun að ræða fyrir staðsetn-
ingu varaflugvallar fyrir milli-
landaflug, en ekki herflugvöll, og
eru athuganirnar greiddar af ís-
lenska ríkinu. Forsendur
rannsóknanna ganga út frá
allnokkru lengri flugbraut en Al-
þjóðaflugmálastofnunin telur
fullnægjandi fyrir stærri milli-
landaflugvélar, eða 3000 metra
langri braut, sem nægir fyrir F-15
orustuvélar hersins. Bæjar-
stjórn Sauðárkrókskaupstaðar
hefur þegar leitað eftir því við þá
landeigendur, sem land eiga að
Sauðárkróksflugvelli, að þeir
selji bænum land undir lengingu
flugbrautarinnar í 3000 metra.
„í fljótu bragði sé ég ekki ann-
að en að sjálfsagt væri að verða
við því að selja landsvæði undir
lengingu flugbrautarinnar upp í
2287 metra, eða þá lengd sem tal-
in er fullnægjandi fyrir stærri
millilandaflugvélar. Það bara
dugir þeim ekki. 3000 metrar skal
flugbrautin vera að mati bæjar-
stjórnarinnar,“ sagði Kristmund-
ur.
„Það er rétt, Kristmundur
Bjarnason hefur hafnað frekari
viðræðum við okkur um sölu á
landi, sem nægði til lengingar
flugbrautarinnar í 3000 metra.
Með því að leita eftir viðræðum
við landeigendur, er núverandi
bæjarstjórnarmeirihluti aðeins
að framkvæma samþykktir fyrr-
verandi meirihluta, Framsóknar
og Alþýðubandalags, þess efnis
að bæjarstjórnin afhenti
skilmálalaust það land sem farið
væri fram á,“ sagði Snorri Björn
Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðár-
króki. -RK
Atli Eðvaldsson - með bros á vör- sækir hér að félögum sínum í íslenska landsliðinu, á æfingu í gær. ísland leikur gegn
Austur-Þýskalandi í dag og segja spekingar að möguleikar séu á sigri. Mynd E.ÓI.
Stjórnarmyndun
Þríhjólið í smíðum
Jón Baldvin fékk stjórnarmyndunarumboð ígær. Reynirstjórn með Ihaldi
og Framsókn. Óttast viðræður við Alþýðubandalagið eittánþátttöku
Sjálfstæðisflokks. Svavar Gestsson: Tilbúnir í viðrœður við krata og konur
með fjórflokkastjórn í huga. Stefán Valgeirsson vill ráðherradóm
Samstjórn Alþýðuflokks,
Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks er það stjórnar-
munstur sem Jón Baldvin Hanni-
balsson mun reyna næstu daga,
en forseti íslands afhenti honum
ASÍIVSÍ
Endurskoðun frestað
Ásmundur Stefánsson: Tíminn vinnur gegn okkur
Atvinnurekendur eru ekki til-
búnir til efnislegra viðræðna
við Alþýðusambandið um endur-
skoðun á samningum, fyrr en
búið er að mynda nýja ríkisstjórn
í landinu og vitað er hvcrjar ráð-
stafanir hennar í efnahagsmálum
verða.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, sagði að Alþýðusambandið
hefði ítrekað það sjónarmið að
nauðsynlegt væri að endurskoða
samningana strax þar sem tíminn
ynni gegn launafóíki og misgengi
íauna í landinu ykist stöðugt.
VSÍ og VMS samþykktu að
lokum að fara í óformlegar við-
ræður við samböndin en forystu-
menn þeirra segjast ekki tilbúnir í
efnislegar viðræður strax. Ás-
mundur sagði ekki forsendu til að
meta það núna hvort þær við-
ræður skiluðu árangri.
-Sáf
stjórnarmyndunarumboðið eftir
hádegi í gær. Mun Jón Baldvin
hitta Steingrím Hermannsson
fyrir hádegi í dag og kanna hug
Framsóknarflokksins til slíkra
viðræðna. I kjölfar þess fundar er
búist við að Jón gefi yfirlýsingu
um áframhald stjórnarmyndun-
artilrauna sinna.
Jón Baldvin ákvað að ræða við
formenn allra flokka áður en
formlegar stjórnarmyndunarvið-
ræður hæfust. Hann ræddi m.a.
við Svavar Gestsson í gær. Áður
hafði Jón afhent Alþýðubanda-
laginu og Kvennalistanum mál-
efnagrundvöll til að ræða út frá,
en með því skilyrði að Sjálfstæð-
isflokkurinn yrði þriðji aðilinn í
ríkisstjórn.
Svavar sagði að Alþýðubanda-
lagið hefði verið tilbúið að ræða
B
Byggingafúskið
Þessir
fúskuðu
urðarþolshönnuðirnir, sem
hönnuðu burðarvirki í þau
hús sem þoihönnunarskýrslan
náði til, voru færðir til bókar á
fundi bygginganefndar Reykja-
víkur í fyrradag.
Burðarþolshönnuðirnir eru:
Hallgrímur Sandholt að Bílds-
höfða 16 og 18, en hann mun
jafnframt hafa séð sjálfur um út-
tekt á byggingunr.i að sögn
Gunnars Sigurðssonar bygginga-
fulltrúa. Þráinn Karlsson að
Eldshöfða 14 og Björgvin Víg-
lundsson að Eidshöfða 18 og 16.
Sagði Gunnar að Björgvin hefði
sjálfur séð um úttekt á þeim hús-
um á meðan hann starfaði hjá
embættinu, en Björgvini var vik-
ið úr starfi fyrir rúmu ári.
Það var fyrirtækið Istak, en að
þvf standa Ágúst Þ. Jónsson og
Steinþór Haarde, sem hannaði
burðarvirkið í Foldaskóla. Bene-
dikt Bogason hannaði burðar-
virki í Réttarháls 2.
Verkfræðistofan Ferill, sem
Gunnar Scheving Thorsteinsson
og Snœbjörn Kristjánsson reka,
hannaði burðarvirki í Skipholt
50C, SveinbjörnJónsson hannaði
burðarvirki í Suðurlandsbraut
24.
Allir þeir sem hér hafa verið
taldir upp eru menntaðir verk-
fræðingar en einn tæknifræðingur
var í hópnum, Hermann Isebarn,
sem hannaði burðarvirki í Suður-
landsbraut 22. Hann fékk Júlíus
Sólnes, sem er sérmenntaður í
hönnun vegna jarðskjálfta, til að
yfirfara alla útreikninga fyrir sig.
-Sáf
við Alþýðuflokkinn og Kvenna-
listann ef svo bæri undir, en
flokkurinn hefði ekki verið tilbú-
ið í viðræður, sem hafa það að
markmiði að fara í stjórn með
Sjálfstæðisflokki. Jón Baldvin
tók þetta sem neitun á viðræður.
Sjálfstæðismenn telja að Jón hafi
óttast að ræða einslega við Al-
þýðubandalagið áður en hann
hitti íhaldið, af ótta við að ef þeir
tveir flokkar færu fram með sam-
eiginlegan umræðugrundvöll yrði
hann of vinstrisinnaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og þar með
hefði Jón misst af lestinni með
það stjórnarmunstur sem nú á að
ræða.
Hvorki tókst að ná í Jón Bald-
vin né Steingrím Hermannsson í
gær. Jón hafði lokað að sér og
Steingrímur yfirgefið bæinn.
-Sáf
Kanaríeyjar
Torgástir
Elskendur nokkrir sitja nú á
bak við lás og slá fangag-
eymslu lögreglunnar í þorpinu
Tenerife á Kanarícyjum. Þeim er
geflð að sök að hafa farið full
geyst í sakirnar síðast þegar þau
gegndu kalli náttúrunnar, ekki
gætt almenns velsæmis á alfara-
leið og lagt hendur á laganna og
velsæmisins vörð.
Lögregluþjónninn Chico Al-
varez segir sínar farir ekki sléttar.
Á föstudag átti hann leið fram hjá
aðaltorginu í hjarta bæjarins,
varð litið til vinstri og krossbrá.
Honum fórust orð á þessa lund
um reynslu sína: „Þau voru alls-
nakin á aðaltorginu og ég fékk
ekki betur séð en að annað væri
uppi á hinu.“ En þar með er sag-
an ekki fullsögð. Chico vildi nú
skakka leikinn en þá reis karlinn
upp á afturfæturna og snoppung
aði hann. -ks.