Þjóðviljinn - 03.06.1987, Page 8
Er barátta herstöðvaandstæðinga í lægð? Hefur herstöðva-
andstæðingum mistekist við að vinna málstað sínum fylgi? Ef
svo er, hverjar eru þá skýringarnar? Hafa herstöðvaandstæð-
ingar ekki fundið réttar baráttuleiðir? Hefur áhersla undan-
farinna ára á friðarmál og afvopnun stórveldanna orðið til þess
að beina sjónum manna frá kröfunni um herlaust land og
úrsögn íslands úr NATO? Eða er hugsanlegt að þeir
stjórnmálaflokkar, sem Ijáð hafa máls á brottför hersins, hafi
gugnað þegar í ríkisstjórn var komið?
Á dögunum fékk Þjóðviljinn
þau Guðmund Áma Stefánsson,
bæjarstjóra í Hafnarfirði, Guð-
rúnu Helgadóttur alþingismann,
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
borgarfulltrúa og Ragnar Stef-
ánsson jarðskjálftafræðing til
þess að ræða baráttustöðu her-
stöðvaandstæðinga. Þrátt fyrir að
þau fjögur heyri til jafn margra
stjórnmálasamtaka, eiga þau það
öll sameiginlegt að hafa verið um
ianga hríð yfirlýstir herstöðva-
andstæðingar.
A brattann að sœkja
Ragnar Stefánsson: Það leikur
enginn vafi á því að inntak allrar
umræðu um herinn hefur breyst
mikið á undanförnum árum.
Enginn talar lengur um varnar-
gildi herstöðvarinnar á Keflavík-
urflugvelli. Það eru sennilega
orðin tíu ár síðan ég hef heyrt
sæmilega greindan mann tala um
að vera bandaríska hersins hér
væri okkur til vemdar gegn
innrás frá Sovétríkjunum.
Höfuð inntak í málflutningi
þeirra sem segjast ræða hermálið
af ábyrgð er landsalan. En þeir
hinir sömu sem telja sig ræða her-
stöðvamálið af ábyrgð, eru ann-
ars vegar atvinnurekendur, sem
hafa umtalsverðra hagsmuna að
gæta af hersetunni og hins vegar
stjórnmálamenn, sem teija sig
vera ábyrga gagnvart lands-
stjórninni og atvinnurekstrinum,
það er að segja ábyrgir fyrir því
að fyrirtækin beri sig, eins og sagt
er. Að sama skapi telja
stjórnmálamenn sig vera ábyrga
fyrir að komast í ríkisstjórn, en
eins og styrkleikahlutföll flokk-
anna hafa verið undanfarna ára-
tugi, gætu kröfur um brottför
hersins hindrað þá í því að þeir
næðu þessu háleita markmiði
sínu. Þetta finnst mér vera orðið
inntak herstöðvamálsins og höf-
uðröksemd hersetunnar. Það er
ljóst að meðan efnahagsleg ítök
hersetunnar aukast jafnt og þétt,
þeim mun meira á andstaðan við
hersetuna á brattann að sækja.
Ingibjörg Sólrún: Þessi áherslu-
breyting, sem orðið hefur á her-
stöðvaumræðunni, stafar fyrst og
fremst af þeim auknu tengslum
sem eru á milli hersetunnar og
efnahagslífsins. Hagsmunir at-
vinnurekstrarins af veru hersins
hér eru gífurlegir, sem við sjáum
best á því að á árinu 1986 greiddi
herinn 4 miljarða til íslenskra fyr-
irtækja fyrir vinnuafl og fram-
kvæmdir. Hagsmunirnir af her-
setunni eru miklir og þá fyrst og
fremst meðal atvinnurekenda.
Annað sem við þurfum að
horfa á í þessu sambandi, er allur
sá fjöldi manna sem hefur at-
vinnu og lifibrauð af hernum, um
þúsund manns, sem er álíka fjöldi
og vinnur við íslenska ullariðnað-
inn. Þar að auki borgar herinn
miklu betur en íslensk atvinnu-
fyrirtæki. Einna hæstu meðal-
tekjur eru í vallarvinnunni. Þetta
hefur leitt til þess að hermálið
hefur vafist fyrir ýmsum.
Það sem skiptir verulegu máli í
baráttunni gegn hernum og
NATO er ekki síst að finna leiðir
til að efla og auka innlenda at-
vinnuuppbyggingu á Suðurnesj-
um, svo að hægt sé að sýna þeim
fjölmörgu einstaklingum, sem
sækja lifibrauð sitt til hersins, að
þeir yrðu ekki settir út á Guð og
gaddinn ef herinn færi.
En það er fleira sem hefur
dregið úr slagkrafti andstöðunn-
ar við herinn og NATO hér á
landi. Þar á ég við ríkisstjórnar-
þátttöku þeirra flokka sem haft
hafa brottför hersins á stefnuskrá
sinni.
í þessu sambandi nægir að
minna á afdrif hermáisins hjá
þeim ríkisstjórnum sem hafa haft
brottför hersins á sinni stefnu-
skrá, s.s. stjórnin 1956 til 1958 og
síðan stjórnin 1971. Brottför
hersins var sett í stjórnarsáttmála
en síðan gerðist ekkert. Ég held
að þetta hafi átt sinn þátt í því að
hermálið hefur færst skör neðar á
bekkinn í stjórnmálaumræðunni
undanfarin ár og gert margan
manninn afhuga herstöðvaand-
stöðunni.
Guðrún Helgadóttir: Um-
ræðan hefur náttúrlega gjör-
breyst frá því að herinn kom hér
fyrst. Bæði er það að heimurinn
var miklu einfaldari í þá daga en
hann er í dag. í fyrstu miðaðist
herstöðvaandstaðan við það að
halda íslandi herlausu. Ahersla
var lögð á að vernda íslenska
menningu og við vorum hrædd
um að þjóðin yrði fyrir of miklum
áhrifum af völdum hersetunnar.
Við gerðum okkur ekki grein
fyrir hversu mikilvægur liður her-
stöðin væri í hernaðarkeðjunni í
heiminum. Öll okkar barátta
miðaðist meira við að hreinsa
okkar eigið land af þessum
ósköpum. Síðan hefur tíminn lið-
ið og þjóðin hefur þvælst inní
þennan rekstur þarna suðurfrá og
það eru ekki neinir smápeningar,
sem þar er um að tefla. Það er
óhuggulegt að hugsa til þess að
nú er fólk að fara á eftirlaun, sem
hefur aldrei unnið annarsstaðar
er á vegum hersins. Það hefur
eytt heilli verkæfi í þjónustu
hernaðarmaskínunnar.
Það segir sig sjálft að á meðan
svona er í pottinn búið, er nánast
ómögulegt fyrir ríkisstjórn sem
hefur brottför hersins á verkefna-
lista að koma hernum úr landi,
nema þá á mjög löngum tíma.
í dag dettur varla nokkrum
herstöðvasinna í alvöru í hug að
tala um að herinn hafi einhverju
varnarhlutverki að gegna fyrir
okkur. Hvert mannsbarn hefur
hugmynd um það til hvers þessi
herstöð er hér, enda heldur þessi
uppbygging látlaust áfram. En í
staðinn útlista herstöðvasinnar
þeim mun meira hvaða spón ís-
lenskt efnahagslíf og fjöldi ein-
taklinga missti úr aski sínum, ef
herinn væri látinn hverfa á braut.
Guðmundur Árni: Mér finnst
að hér hafi dálítið verið talað með
undrunarhreimi vegna áhrifa
hersins á atvinnulífið og að fjöldi
manna hafi umtalsverðra
hagsmuna að gæta af veru hersins
hér. Þessir hagsmunir hafa allt frá
upphafi heísetunnar verið til
staðar, þott þeir hafi vaxið hin
síðari ár. Vandi friðarsinna og
herstöðvaandstæðinga er sá að
eim hefur ekki tekist nægjan-
ega vel að greina þetta atriði og
benda á úrlausn. Það þýðir ekk-
ert að veifa kröfunni ísland úr
NATO - herinn burt framan í þá
sem sækja lifibrauð sitt til hers-
ins, án þess um leið að gera þeim
skilmerkilega grein fyrir á hvern
hátt er hægt að tryggja þeim aðra
atvinnu. Það eru mjög eðlileg
viðbrögð hjá þessum hópi
manna, sem náttúrlega á ennþá
stærri hóp að baki, að þeir
hrökkvi við þegar brottför hers-
ins ber á góma.
Mér finnst einmitt að vandi
herstöðvaandstæðinga felist í því
að hafa ekki viðurkennt þessa
staðreynd og brugðist við henni
með ábyrgum hætti. Menn mega
ekki gleyma sér í hita tilfinning-
anna og verða að skoða þetta mál
í heild sinni og benda á leiðir til að
bregðast við í atvinnulegu sjónar-
miði, til að mynda fyrir Suður-
nesjamenn, ef herinn fer á næstu
árum.
Herstöðvabaráttan
FRAM OG AFTUR BUNDGOTUNA
Guðmundur Árni Stefánsson: Vinstri meirihlutinn í Hafnarfirði hefur hugað að því að
friðlýsa bæjarfélagið.
Guðrún Helgadóttir: Friðarbaráttan tilkomin af neyð á sama hátt og umhverfisvernd-
arbaráttan.
Ragnar Stefánsson: Brottför hersins verður ekki skilyrt með því að heimurinn af-
vopnist um leið.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Mikill meirihluti fyrir því innan Kvennalistans að tafarlaus
stöðvun allra hernaðarframkvæmda sé skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi.
Ragnar Stefánsson: Við lifum í
kapítalísku þjóðfélagi og í kapít-
alismanum eru það atvinnurek-
endur sem ráða yfir fjármagninu
og leggja sitt fé í það sem er arð-
bært. Það er ósköp erfitt að
skipuleggja kapítalískt þjóðfélag
út frá öðru en því sem arðbært er
að leggja fé í hverju sinni. Það er
ekki arðbært að leggja fé í Suður-
nesin og aðra framleiðslu fyrr en
búið er að taka ákvörðun um að
herinn fari. Vegna þess að þessir
sömu menn sem eiga að leggja fé í
þetta, eru þeir sömu og eiga
beinna hagsmuna að gæta af veru
hersins hér.
Guðmundur Árni: Ég vil ekki
taka undir það að herstöðvaand-
staðan sé í lægð - áherslurnar
hafa einfaldlega breyst. Ég held
að málið hafi oft verið misnotað í
flokkspólitískum tilgangi og þá á
kostnað þess að fjöldi manna,
sem ella hefði á þessu mikinn
áhuga og vildi taka þátt í umræð-
unni, hrökklast frá. Ég fagna því
þeirri stefnubreytingu sem hefur
orðið á umræðu um þessi mál á
seinustu árum. Menn leggja orð-
ið meira undir og taka fleiri þætti
inní umræðuna. Þar með held ég
að áhugi almennings á þessari
umræðu í heild, það er friðarmál-
unum, herstöðvamálinu og hug-
myndum um kjarnorkuvopna-
laus Norðurlönd, hafi aukist
meðal almennings og það er vel.
Ingibjörg Sólrún: Allir flokkar
eiga hér nokkra sök að máli. Ég
get tekið undir það sem Guð-
mundur Árni segir, að Alþýðu-
bandalagið hafi eignað sér her-
stöðvamálið og herstöðvaand-
stæðinga. Það er þó alls ekki
samasemmerki þar á milli. En al-
þýðuflokksmenn mega heldur
ekki alveg gleyma sjálfum sér. Ég
vil bara minna á að 1955 stóð Al-
þýðuflokkurinn að þingsályktun-
artillögu með Framsókn um það
að segja bæri upp varnarsamn-
ingnum og herinn færi úr landi og
sem síðar varð grundvöllur að
vinstristjórninni 1956. Aðeins
hálfu ári eftir að rfkisstjórnin var
mynduð, söðlaði Alþýðuflokkur-
inn um vegna þess sem var að
gerast í Ungverjalandi og við
Suez. Þannig notaði Alþýðu-
flokkurinn uppreisnina í Ung-
verjalandi og átökin við Suez til
að gera baráttuna gegn hernum
tortryggilega.
Guðrún Helgadóttir: Ég mót-
mæli því að þetta mál hafi verið
misnotað í flokkspólitískum til-
gangi. Það var nú einu sinni
þanmg að sósíalistar voru þeir
einu sem börðust gegn veru hers-
ins frá upphafi. Áreiðanlega er ég
ekki ein um það að hafa gengið til
liðs við Sósíalistflokkinn og síðar
Alþýðubandalagið einmitt vegna
einarðrar andstöðu við herinn og
aðildina að NATO.
Það er miklu frekar við Morg-
unblaðið að sakast um að her-
stöðvamálið hefur verið eignað
einum stjórnmálaflokki öðrum
fremur. Allt frá upphafi herset-
unnar hefur Morgunblaðið ofsótt
fólk sem er á móti hernum og
stimplað sem óforbetranlega
kommúnista. Þannig hefur tekist
að búa til fordóma, sem komið
hafa í veg fyrir alla vitræna um-
ræðu um herinn.
Guðmundur Árni: Þið hafið
viðhaldið þessu og passað uppá
að halda þessum öfgum við, til
þess að skapa front á móti íhald-
inu.
Guðrún Helgadóttir: Við feng-
um nú litlu um þetta ráðið. Við
höfðum einfaldlega þennan and-
stæðing Morgunblaðið, sem um
áratugaskeið kom í veg fyrir alla
umræðu um þessi mál og auðvit-
að ríkisfjölmiðla, sem stjórnað
var af valdhöfum þjóðarinnar.
Þannig að ég held að þetta mál
hafi ekki verið misnotað. Síðan
hafa sem betur fer komið til liðs
við þennan málstað hundruð og
þúsundir manna úr öðrum
stjórnmálasamtökum. Stofnun
Þjóðvarnarflokksins er dæmi um
þetta. Hann var beinlínis stofn-
aður af fólki sem barðist gegn
veru hersins og fann að það gat
ekki gert það með sósíalistast-
impilinn á sér.
Ánnars vil ég ekki vera með
neina beyglu vegna þess að bar-
átta herstöðvaandstæðinga og
Alþýðubandalagsins hafi ekki
skilað okkur nær lokatakmarkinu
en raun ber vitni. Þessi barátta
hefur ekki mistekist. Það er alveg
víst að hernaðaruppbyggingin
hefði verið miklu meiri hér á
Iandi, hefði þessarar baráttu ekki
notið við. Þessu skyldum við ekki
gleyma.
Guðmundur Árni: Víst er það
að það er fráleitt að skipta
mönnum í vinstri og hægri eftir
afstöðu þeirra til herstöðvamáls-
ins. Það er ekki bara við Mogg-
ann einan að sakast. Allt frá því
að herinn kom hingað til lands og
allt fram á síðustu ár, hefur
Morgunblaðið og Þjóðviljinn
notað þetta mál til að grundvalla
tvo andstæða póla í íslenskum
stjórnmálum, sem eru samkvæmt
þessum blöðum Alþýðubanda-
lagið og Sjálfstæðisflokkurinn.
Alltaf þegar dregur nær kosning-
um hefur umræðan ekki síst ein-
kennst af landráðabrigslum í garð
íhalds og rússaþjónkun í garð Al-
þýðubandalagsins. Það er þessi
svart-hvíta mynd, sem báðir aðil-
ar hafa verið sammála um að við-
halda og hefur orðið til þess að að
fólk, sem viljað hefur leggja sig
fram við að koma sínum friðar-
viðhorfum á framfæri, hefur helst
úr lestinni.
Ragnar Stefánsson: Ég held að
fólk hafi ekki hrökklast frá vegna
þessa. Fólk hefur fremur hrökkl-
ast frá sökum tvískinnungsháttar-
ins, sem ríkir í fjölmiðlum um
herstöðvamálið og NATO. Það
er oft sagt að við lifum á tímum
upplýsingastreymis og í upplýs-
ingaþjóðfélagi. Ég held að þetta
sé hið mesta öfugmæli. Við lifum
í raun og veru í þjóðfélagi sem
gerir mikið að því að villa
mönnum sýn og skapa hjá fólki
falska heimsmynd. Með einhæfu
og hlutdrægu fréttamati flestra
fjölmiðlanna af gangi heimsvið-
burða er búin til ákveðin heims-
mynd, sem oftar en ekki er höll
undir óbreytt ástand í heimsmál-
um. Látlaus og einhæfur frétta-
flutningur nægir til þess að menn
verða sinnulausir. Éf það er ekki
stöðugt barist á móti þessari
mynd og hún krufin til mergjar og
rifin niður, þá verður hún sú
heimsmynd sem fólk tileinkar sér
og fær það til að sættast á veru
hersins.
Friðarbarátta
Ingibjörg Sólrún: Flestir
skynja að sú hernaðaruppbygg-
ing, sem fram fer hér á landi, er
ógnun við sjálfsákvörðunarrétt
íslendinga. Það eru alltaf fleiri og
fleiri sem skynja þetta. Þótt
þunginn í kröfunni ísland úr
NATO - herinn burt, sé ekki sá
sami og áður, held að það séu
fleiri sem skynja þessa ógnun og
skilja að þarna eru ýmsir sam-
verkandi þættir sem þarf að berj-
ast gegn. Friðarbaráttunni hefur
náttúrlega vaxið fiskur um hrygg
á undanförnum árum. Það er
mjög jákvætt að við leggjum
áherslu á það hversu flækt við
erum orðin í þetta vígbúnaðarnet
í heiminum, en jafnframt þurfum
við að beina baráttu okkar að því
sem stendur okkur næst, það er
herstöðinni hér og þeirri hernað-
aruppbyggingu sem á sér stað
hér.
Guðmundur Árni: Á síðari
árum hefur enginn einn viðburð-
ur haft önnur eins áhrif á vitund
manna um kjarnorkuógnina og
fundur Reagans og Gorbatsjofs
hér í Reykjavík s.l. haust. Mér
fannst menn allstaðar tala um
friðar- og afvopnunarmál og
menn tóku afstöðu. Ég held að
við töpum ekkert sjónar á megin
markmiðinu þrátt fyrir þetta.
Guðrún Helgadóttir: Friðar-
hreyfingarnar eru einfaldlega
sprottnar af nauðsyn. Það er það
sama með friðarvakninguna og er
með áhuga manna á umhverfis-
vernd. Það hefur runnið upp fyrir
mönnum að ógnarjafnvægið er
einskis virði. Heimurinn er kom-
inn með vopn í hendurnar sem
hann ræður í rauninni ekkert við.
Það setur að fólki ótta. Annað-
hvort hlýtur þessi málstaður að
vinnast - eða heimurinn ferst.
Nauðsynin er okkar sterkasti
bandamaður.
Ragnar Stefánsson: Með
leiðtogafundinum hér í Reykja-
vík uppgötvaði þjóðin, sér til
mikillar skelfingar aðfriðarboð-
inn var stríðsæsingamaðurinn og
hinn meinti stríðsæsingamaður
var talsmaður afvopnunar.
Friðarbaráttan er afar jákvæð,
ég held að það fólk sem friðarbar-
áttan skilar okkur sé okkar besti
efniviður. En friðarbarátta sem
grundvallast einungis almennt á
kröfunni: við viljum frið - burt
með vopnin, er dæmd til að mis-
takast ef hún beinist ekki um leið
að þeim verkefnum sem liggja
fyrir og eru nærtæk. Við getum
ekki skilyrt herstöðvabaráttuna
með því að tengja kröfuna um
brottför hersins því að heimurinn
afvopnist um leið.
Nýjar baráttuleiðir
Ragnar Stefánsson: Við eigum
að berjast gegn veru hersins hvar
og- hvenær sem er. Ég tel að ein
vænlegasta baráttuleiðin í her-
stöðvamálinu sé krafan um þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Hugmyndin
um þjóðaratkvæðagreiðslu er
reyndar ekki ný af nálinni. Her-
stöðvaandstæðingar hafa alla tíð
gert þetta að kröfu, en
stjórnmálamennirnir hafa verið
mjög tregir til að taka undir þessa
kröfu. Sennilega hafa
stjórnmálamennirnir ekki áttað
sig á því hvaða vakningu slík at-
kvæðagreiðsla hefði í för með sér
um alla umræðu um hermálið.
Ingibjörg Sólrún: Friðarbar-
áttan þarf að vera tvíþætt. Ann-
ars vegar krafa um almenna af-
vopnun og baráttu gegn kjarn-
orkuvopnum og hins vegar það
sem er okkur nær. Á sama hátt og
friðarhreyfingarnar á meginlandi
Evrópu hafa baráttu gegn kjarn-
orkuflaugum í sínu heimalandi á
stefnuskránni, verðum við að
berjast gegn her hér og aðildinni
að NATO. Það gerir það væntan-
lega enginn annar en við. Síðan
verða menn að finna einhverjar
raunhæfar baráttuleiðir til að
raungera þessi markmið.
Ég verð að viðurkenna að ég
hef alltaf verið dálítið hrifin af
kröfunni um þjóðaratkvæða-
greiðslu um hermálið. Þjóðarat-
kvæðagreiðsla mundi skapa ák-
veðna hreyfingu og gerði her-
stöðvaandstæðingum mun
auðveldara að koma sjónarmið-
um sínum á framfæri. Herstöðva-
andstæðingar hafa ekki átt mjög
greiðan aðgang að útvarpi og
sjónvarpi svo dæmi sé tekið. Ég
held að sú umræða sem óhjá-
kvæmilega yrði ef þjóðarat-
kvæðagreiðsla væri ákveðin,
myndi opna þessa miðla fyrir
þessum öflum. Þjóðaratkvæða-
greiðslan gæti líka losað her-
stöðvamálið úr þessum flokks-
pólitíska farvegi sem það hefur
verið í og gera framsóknar-
mönnum, alþýðuflokksmönnum
og sjálfstæðisflokksmönnum
kleift að styðja þetta mál á ein-
hvern þann máta, sem þeir hafa
ekki haft möguleika á í al-
mennum kosningum. Við verð-
um að gera okkur grein fyrir því
að það er ekki hermálið sem
ræður því hvað flestir gera í kjör-
klefanum í alþingiskosningum.
Jafnframt er brýnt að her-
stöðvaandstæðingar finni ein-
hverja lausn á því hvernig hægt er
að stuðla að atvinnuuppbyggingu
á Suðurnesjum.
Ég teldi að stór sigur væri unn-
inn ef tækist að knýja stjórnvöld
til að stöðva alla hernaðarupp-
byggingu hér á landi. Þá á ég ekki
bara við framkvæmdir, sem fyrir-
hugaðar eru í náinni framtíð,
heldur þær framkvæmdir sem
þegar standa yfir, s.s. byggingu
stjórnstöðvar á Keflavíkurflug-
velli og olíubirgðastöðvar í
Helguvík.
Guðmundur Árni: Ég verð að
viðurkenna að ég er smeykur við
þjóðaratkvæðagreiðslu um her-
málið.
Aftur á móti er umræðan um
kjarnorkuvopnalausu svæðin
mjög mikilvæg og gefur okkur
tækifæri til að færa friðarbarátt-
una nær okkur. Það er til dæmis
ekkert launungarmál að vinstri
meirihlutinn í Hafnarfirði hefur
rætt um það af alvöru að lýsa
Hafnarfjörð kjarnorkuvopna-
laust svæði. Margir hverjir brosa
þegar þeir heyra á slíkt minnst,
en slík yfirlýsing myndi kveikja
miklar umræður á meðal almenn-
ings.
Ingibjörg Sólrún: Það er mikil-
vægt að vinstrimenn, sem eru í
meirhluta í sveitarstjórnum, lýsi
sveitarfélögin kjarnorkuvopna-
laus svæði. Þetta er í raun og veru
ekkert aðhlátursefni eins og
sumir hafa talið. Ef við tökum
Reykjavík sem dæmi, þá lagði
Kvennaframboðið fram tillögu í
borgarstjórn á síðasta kjörtíma-
bili um að Reykjavík yrði lýst
kjarnorkuvopnalaust svæði.
Hver veit hvað herskip sem koma
í Reykjavíkurhöfn hafa innan
borðs. Éf höfnin væri lýst kjarn-
orkuvopnalaust svæði, þyrftu
menn að ganga úr skugga um
hvort þessi skip hefðu kjarnorku-
vopn innanborðs eða ekki. Slík
yfirlýsing skapar umræður.
Stöðvun hernaðar-
framkvœmda
skilyrðifyrir
stjórnarsamstarfi
Ragnar Stefánsson: Allir
friðarsinnar og herstöðvaand-
stæðingar hljóta að fagna því ef
slík yfirlýsing yrði að veruleika.
Þetta er mjög mikilvægt skref í
baráttunni til að vekja menn til
vitundar. Ég tel mest um vert að
menn taki einarða afstöðu í
hermálinu og stígi áþreifanleg
skref. Þess vegna tel ég mjög
mikilvægt að vinstriflokkarnir,
Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur
og ÍCvennalisti, geri það áð úr-
slitamáli um ríkisstjórnarþátt-
töku að allar framkvæmdir á
Keflavíkurflugvelli verði stöðv-
aðar.
Ingibjörg Sólrún: Það er mikill
meirihluti fyrir því innan
Kvennalistans að við gerum það
að kröfu okkar um þátttöku í rík-
isstjórn að allar hernaðarfram-
kvæmdir verði tafarlaust stöðv-
aðar, það verði hætt hér og nú,
hvort heldur framkvæmdirnar
eru fyrirhugaðar eða langt á veg
komnar.
Guðmundur Árni: Ég á ekki
von á því að slíkt skilyrði verði
sett fram af Alþýðuflokknum -
allavega ekki í þeim stjórnar-
myndunarviðræðum sem nú
standa yfir. Afstaða meirihluta
Alþýðuflokksmanna í herstöðv-
amálinu er skýr og um hana hefur
verið tekist á öllum þeim flokks-
þingum sem ég hef setið. Ætli
það sé ekki um einn þriðji hluti
þingfulltrúa sem hefur verið á
móti hernum og aðildinni að
NATO. Þannig að ég á ekki von á
því að Alþýðuflokkurinn setji
slík skilyrði, sem Kvennalistinn
setur fyrir ríkisstjórnarþátttöku.
Guðrún Helgadóttir: Ef ég
væri beðin um það að taka þátt í
stjórnarmyndun, myndi ég gera
stöðvun allra framkvæmda á veg-
um hersins að skilyrði. En ég skal
ekki þvertaka fyrir að einhverjir
aðrir flokksfélagar kunni að hafa
aðra skoðun þar á.
Ragnar Stefánsson: Ég er fylli-
lega sammála þeim hugmyndum
sem Guðmundur Árni og Ingi-
björg Sólrún hafa nefnt um snert-
ifletina á milli friðarbaráttunnar
og herstöðvamálsins. En ég vil
bæta einu atriði við nærtæk skref í
baráttunni, sem nefnd voru hér
áðan, og það er að við verðum að
efla Samtök herstöðvaandstæð-
inga. Innan samtakanna hefur
farið fram gífurlega mikilvægt
starf og þar er mikil reynsla og
þekking samankomin í gegnum
tíðina. Við verðum að brýna þá
stjórnmálamenn, sem hafa ljáð
máls á andstöðu við herinn, að
þeir komi mikið meira inn í starf
samtakanna en nú er.
Guðrún Helgadóttir: Allt sem
stuðlar að umræðu um hermálið
er af hinu góða. Stjórnmálamenn
verða að taka upp alveg nýtt sam-
ræðuform við þjóðina. Það er ótti
minn að það sé erfitt að fá fólk til
að hugsa um þessa hluti af ein-
hverri alvöru og ég held að ljós
renni ekki upp fyrir mönnum fyrr
en lífi þeirra er hreinlega ógnað.
Öll umræða sem opnað gæti augu
manna í þá veru er af hinu góða.
-RK
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 3. júní 1987
Mlðvikudagur 3. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlOA 9