Þjóðviljinn - 03.06.1987, Síða 13
anm ÖRFRÉTTIR ——
Friðarverðlaunahafi
Nóbels og þekktur rithöfundur af
gyðingaættum, Elie Wiesel, bar í
gær vitni í réttarhöldunum í máli
„slátrarans frá Lyon“, Klaus Bar-
bie. Wiesel var barn að aldri flutt-
ur í útrýmingarbúðir nasista í
Buchenwald og Auschwitz þar
sem öll ættmenni hans voru myrt.
Hann sagði réttarhöldin hafa því
hlutverki að gegna að rifja uþp
atburðina fyrir 40 árum í því
augnamiði að koma í veg fyrir að
þeirendurtækju sig. Hann kvaðst
bera fullt traust til fransks réttar-
fars en hér væri meira í húfi og
engir dómstólar gætu heimt hina
dánu úr helju.
Vígbúnaðarfræðingar
sögðu í gær að sú krafa vestur-
þýsku stjórnarinnar að fá að
halda 72 Pershing 1-A kjarna-
flaugum í eigin vopnabúri, þótt
risaveldin semji um eyðingu
sinna flauga, væri eingöngu sett
fram til að bjarga andlitinu eftir
allan busluganginn að undan-
förnu. Kjarnaoddarnir væru í
vörslu Bandaríkjamanna og ef
sambandsstjórnin fengi umráð
yfir þeim þá væri Vestur-
Þýskaland þar með komið í hóp
kjarnavelda. Slíkt hefði ekki svo
mikið sem hvarflað að fyrri stjórn-
um og Sovétmenn myndu aldrei
fallast á það.
ERLENDAR FRÉTTIR
Afvopnunarmál
Fyrstu drög í Genf
Samninganefndir risaveldanna hafa settsamanfrumdrög að samkomulagi um eyðingu meðaldrœgra
kjarnaflauga. Ennerþó ágreiningur umýms mikilsverð atriði
Að sögn aðalsamningamanns
Sovétmanna á afvopnunarr-
áðstefnu stórveldanna í Genf, Al-
exis Obukhofs, hafa nefndir
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
nú sett saman frumdrög að samn-
ingi um eyðingu allra meðal-
drægra kjarnaflauga sinna úr
Evrópu.
Hann bætti því hinsvegar við
að enn væru mörg ljón í vegi fyrir
samkomulagi og „fjarlægja þyrfti
margar neðanmálsgreinar úr
drögunum“. Þær fjalla væntan-
lega um fyrirvara hvors aðila um
sig.
Þetta kvað vera í fyrsta sinni frá
því þessi lota afvopnunarvið-
ræðna hófst í mars í hittifyrra að
risaveldin vinna út frá sömu
drögum. Obukhof sagði að vinnu
við frágang draganna hefði verið
lokið í fyrradag en fyrr á þessu ári
lögðu bæði stórveldin fram eigin
samkomulagsdrög.
Þótt fjölmörg ágreiningsatriði
séu enn í hinu nýja plaggi þá
kvaðst Obukhof vongóður um að
á þeim finnist lausn innan
skamms. Hann sagði stjórn sína
ákveðna sem aldrei fyrr í því að
samningur um eyðingu meðal- og
skammdrægra kjarnaflauga yrði
fullfrágenginn í haust og undirrit-
aður af leiðtogum stórveldanna.
Af helstu ágreiningsefnum
nefndi hann þann ásetning
Bandaríkjamanna að breyta
kjarnaflaugunum í annarskonar
vopn í stað þess að eyða þeim.
Sovétmenn hafa sjálfir sagt að
Gorbatsjof og Reagan. Skrifa þeir undir samkomulag í haust?
sínar 100 meðalflaugar ætli þeir sé hægt að skjóta þeim á Vestur-
að staðsetja í Asíu hvaðan hvorki Evrópu né Bandaríkin. -ks.
Sri Lanka/Indland
Breskt kærustupar
fékk ekki notið ástarsælunnar
sem skyldi á árum síðari
heimsstyrjaldar en unnustinn lét
aldrei undir höfuð leggjast að
hringja í sína heittelskuðu. Á
sama tíma á sama degi beið hún i
sama símklefanum eftir því að
hann slægi á þráðinn. Þau eru nú
langgift heiðurshjón og nýlega
komu starfsmenn breska símafé-
lagsins í heimsókn og færðu
þeim að gjöf þennan sama aldna
símklefa og þökkuðu fyrir traust
viðskipti fyrir fjörutíu árum.
Flugkappinn
vesturþýski sem á dögunum lenti
flugvél sinni á Rauða torginu í
Moskvu var ekki einn í ráðum um
glæfraflugið. Þetta fullyrti yfir-
maður sovésku fréttastofunnar
APN, Valentin Falin, í viðtali í
gær. Hann sagði ýmsar stað-
reyndir hafa komið upp úr kafinu
sem flæktu málið og gerði það
örðugt viöfangs.
Elton John
segir að raddstyrkur sinn sé ekki
svipur hjá sjón eftir heilmikla
skurðaðgerð sem nýlega var
framkvæmd á hálsi hans og því
hafi hann tekið ákvörðun um að
syngja ekki par í heilt ár. En þá
muni hann hefja upp raust svo
um muni og fara í tónleikaferð vítt
og breitt um byggð ból.
Þögul kvikmynd
frá árinu 1916 fannst nýverið í
pappakassa í Osló. Þetta er eina
eintakið sem varðveist hefur af
kvikmyndinni „Vængir" eftir
sænska kvikmyndahöfundinn
Mauritz Stiller. Frumeintakið
eyðilagðist í eldsvoða í Svíþjóð
árið 1941. Stiller er meðal annars
frægur fyrir að hafa dobblað
Grétu nokkra Garbó með sér til
Hollywood á þriðja áratugnum
þar sem hún átti eftir að verða
mikið glansnúmer. Hann lést árið
1928.
Taugastríð út af hjálpargögnum
Óvíst hvort indverska stjórnin gerir ídag út vopnlausanflota með hjálpargögn
Yfirvöld á Sri Lanka eru bál-
reið útí indversku ríkisstjórn-
ina fyrir að ætla að senda hjálp-
argögn til aðþrengdra tamílskra
borgara á Jafínaskaga. í gær gáfu
þau flugher og flota fyrirmæli um
að „verja lögsögu Iandsins“ ef
Indverjar gera alvöru úr þeirri
ætlan sinni að senda óvopnaðan
fiota með lyf og matvæli.
Háttsettur embættismaður
stjórnvalda var að því spurður
hvort ráðist yrði á skipin en hann
svaraði því til að um það hefði
hann ekki hugmynd.
Indverjar hafa lýst því yfir að
þeir ætli að senda vistirnar í dag
hvað sem tauti og rauli. Um er að
ræða tuttugu smáskip sem myndu
sigla undir fána Rauða krossins.
Blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar
skoraði í gær á ráðamenn í Kól-
ombó að íhuga betur afstöðu sína
og láta flotann óáreittan.
Skekturnar voru í gær bundnar
við bryggjur hafnarinnar í smá-
bænum Rameshwaran á Suður-
Indlandi. Eigendur þeirra stóðu
þá enn í deilum við stjórnina í
Nýju-Delhi um leigugjaldið.
Farmurinn væntanlegi barst jafnt
og þétt frá höfuðborginni en 90
blaðamenn, átta læknar og fá-
einir stjórnarerindrekar, sem
eiga að fá að fara með, biðu
átekta.
Engar fréttir bárust í gær at
átökum stjórnarhers Sri Lanka
og Frelsistígra Tamfla en
snemma um morguninn myrtu
hryðjuverkamenn, sem grunaðir
eru um að vera af tamílskum ætt-
um, 33 menn um 200 mflur frá
höfuðborginni. Höfðu þeir það
eitt til saka unnið að vera á röng-
um stað á röngum tíma. 29 hinna
myrtu voru búddamunkar.
-ks.
Líbanon
Karami syrgður
Menn mótmœltu morðiforsœtisráðherrans með því
að leggja niður vinnu vítt og breitt um Líbanon ígœr.
Gemayel forseti útnefnir arftaka Karamis
Múgur og margmenni kom á
heimili Karamis heitins for-
sætisráðherra í gær til að votta
hinum látna hinstu virðingu sína
en nárinn hvflir þar á viðhafnar-
börum. A morgun verður Kar-
ami jarðsunginn og fer útförin
fram á vegum hins opinbera.
Syrgjendur tóku sér víða frí frá
vinnu í gær, skrifstofur og versl-
anir voru lokaðar og kennsla lá
niðri í skólum. Fánar voru dregn-
ir í hálfa stöng og samúðarskeyti
streymdu að hvaðanæva úr
heiminum.
Innanríkisráðherrann Abda-
llah Rassi, sem komst lífs af er
sprengjan sprakk í þyrlunni,
sagðist hafa setið öndvert Karami
og að hann hefði samstundis beð-
ið bana. Hann sagði að vítisvél-
inni hefði verið komið fyrir í þyrl-
unni á herflugvelli áður en hún
flaug norður til að sækja þá fé-
laga. Hann vildi ekki leiða getum
að því hverjir stæðu á bak við
tilræðið en herflugvöllur þessi
kvað vera á áhrifasvæði kristinna
manna.
Ýmsir hafa haldið því fram að
Amin Gemayel forseti hafi gefið
fyrirskipun um morðið vegna
ósættis þeirra Karamis frá því í
vor er sá síðarnefndi sagði af sér
forsætisráðherraembætti.
Hann hefur vísað því algerlega
á bug og í gær skipaði hann nýjan
forsætisráðherra. Sá heitir Salim
Hoss og gegndi stöðu vinnu- og
menntamálaráðherra í ráðuneyti
Karamis. Hann er Súnní-múslimi
einsog forverinn og er enginn ný-
græðingur í starfi því hann var
forsætisráðherra á árunum 1976-
1980.
Hann kveðst ætla að feta í fót-
spor Karamis og reyna að binda
enda á ófremdarástandið í
landinu með samningum. Hann
lýsti því ennfremur yfir að hann
myndi aðeins sitja í embætti til
bráðabirgða uns „alvarlegar
samningaviðræður hæfust... til
að leysa landið úr efnahagslegri
og pólitískri sjálfheldu.“ -ks.
Aðalheimild: Reuter Miðvikudagur 3. júní ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
PÓST- OG
SfMAMÁLASTOFNUNIN
ÓSKAR AÐ RÁÐA
Loftskeytamann/símritara/ritsímaritara til
starfa í Vestmannaeyjum.
Nánari upplýsingar veröa veittar hjá stöövar-
stjóra Pósts og síma í Vestmannaeyjum.
Aðalfundur
Aðalfundur Útgáfufélags Þjóðviljans veröur
haldinn fimmtudaginn 18. júní nk. aö Hverfis-
götu 105.
Fundarefni:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin
Eiginkona mín og móðir okkar
Hildigunnur Einarsdóttir
Bjarkarstíg 3
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 4. júnl
kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vildu
minnast hennar, láti Krabbameinsfélag Akureyrar eða Tón-
listarskólann á Akureyri njóta þess.
Steinar Þorsteinsson Þór Steinarsson
Guðrún Silja Steinarsdóttir Þórdís Steinarsdótt'ir
Eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og mágur
Gísli Sighvatsson
Birkihvammi 13, Kópavogi
sem lést miðvikudaginn 27. maí, verður jarðsunginn frá Lang-
holtskirkju í Reykjavík föstudaginn 5. júní kl. 13.30.
Ólöf Helga Þór
Gunnar Sveinn
Elín Ágústsdóttir Sighvatur Bjarnason
Kristín Sighvatsd. Lynch Charles Lynch
Bjarni Sighvatsson Aurora Friðriksdóttir
Viktor Sighvatsson
Ásgeir Sighvatsson
Elín Sighvatsdóttir