Þjóðviljinn - 10.06.1987, Side 3

Þjóðviljinn - 10.06.1987, Side 3
ÖRFRÉTTIR Einnota umbúðir úr plasti, áli og pappa fyrir gos, öl og svaladrykki hafa oröið æ al- gengari á síðustu árum. Ekki er talið ólíklegt að árleg sala á gos- drykkjum verði um 25 miljónir áldósa sem jafngildir um 300 tonnum af áli. Víða erlendis eru slíkar áldósir bannaðar, t.d. í Danmörku. Hérlendis eru hins- vegar engar reglur til um fram- leiðslu né notkun slíkra einnota umbúða. Hollustuvernd, Náttúru- verndarráð og Landvernd beina þeim tilmælum til landsmanna að ganga vel um landið og fleygja ekki slíkum umbúðum né öðru rusli á víðavangi. Mezzoforte Grjótaþorp Steinkumbaldi á lóð Fjalakattarins Fimm hœða bygging SH og Tryggingarmiðstöðvarinnar brýtur í bága við nýja Kvosarskipulagið. Bílageymslur neðanjarðar. Umferð ígegnu Grjótaþorp og út í vistgötuna Aðalstrœti. Teikningar ekki verið lagðarfyrir byggingarfulltrúa en allt útlit fyrir að framkvœmdir hefjist í byrjun júlí er þessa dagana að leggja upp í stutta hljómleikaferð sem hefst með tónleikum í Noregi 14. júní. Áður mun sveitin spila í veitinga- húsinu Evrópu þann 11. n.k. í tónleikaferðinni verður m.a. spil- að í fjölmörgum borgum í Noregi, Danmörku, Þýskalandi, Hollandi og Englandi. Nýtt skuldabréfaútboð Sambandsins uppá 100 miljónir hófst á dögunum. Það er Lands- bankinn sem er söluaðili skulda- bréfanna en þetta er eitt stærsta útboð á skuldabréfum hérlendis. Ársávöxtun bréfanna er 10.8% umfram verðtryggingu. Bréfin eru til 5 ára. Starfslaun til listamanna í tilefni 200 ára afmælis Reykja- víkurborgar, verða veitt 18. ágúst í ár og hefst greiðsla þeirra 1. september. Þurfa umsóknir að berast til menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar fyrir 30. júní. Starfslaunin eru veitt til þriggja ára en verða aftur veitt 1988 og 1989. Listamenn búsettir í Reykjavík koma einir til greina og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir sem ekki geta stundað list- grein sína sem fullt starf. Þeir þurfa að skuldbinda sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi á meðan þeir njóta starfslaunanna. Karlmenn eru í miklum meirihluta skipaðir í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins, eða 89% en konur ein- göngu 11%. Þetta er niðurstaða könnunar sem Jafnréttisráð framkvæmdi fyrir árið 1985. Hlut- deild kvenna hafði þá aukist um 1% frá árinu 1983. ( Noregi er hlutfall kvenna 30% en í Svíþjóð 23%. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og Tryggingamiðstöðin hafa látið Ingimund Sveinsson, arkitekt, teikna fyrir sig hús á lóð Fjalakattarins gamla, við Aðal- stræti og Bröttugötu. Hér er um að ræða fimm hæða byggingu, auk tveggja hæða bíl- ageymslu neðanjarðar og er grunnflötur byggingarinnar sá sami og lóðarinnar. Samkvæmt nýja Kvosarskipulaginu er hins- vegar gert ráð fyrir þrem húsum á lóðinni. Þar af eru tvö sambyggð lágreist íbúðahús við Bröttugötu og fimm hæða verslunar-, þjónustu- og íbúðarhús við Aðal- stræti. Nýtingarhlutfallið í húsinu verður um 4,5 en á að vera 3,62 samkvæmt skipulaginu. Samkvæmt teikningum Ingi- mundar, sem enn hafa ekki verið lagðar fyrir byggingarfulltrúa né fyrir borgarskipulagið, eiga að vera bflageymslur á tveim hæðum neðanjarðar í húsinu. Ætlunin er að hleypa umferðinni í gegnum Grjótaþorpið niður Bröttugötu í húsið. Brattagata er hinsvegar það þröng að vonlaust er að bílar geti mæst í götunni. Það er því nokkuð augljóst að hleypa verð- ur umferðinni út í Aðalstræti, en samkvæmt skipulaginu er gert ráð fyrir að Aðalstrætið sé vistgata, opin strætisvögnum en lokuð allri almennri umferð. Að sögn Guðna Pálssonar, arkitekts, annars af höfundum Kvosarskipulagsins, virðist nokkuð augljóst að veita verður umferð úr Grjótaþorpinu inn í Aðalstrætið. Hann sagðist hafa séð þessar teikningar á frumstigi og þannig hefðu þær ekki brotið svo mjög í bága við skipulagið. Hvað bflastæðin varðaði reiknað- ist honum til að þau væru ekki það mörg að mikið ónæði yrði að þeim. Að undanförnu hefur lóð Fjal- arkattarins verið notuð sem bfl- astæði en nú hefur þeim verið því talið að verktakarnir séu í er enn eftir að samþykkja bygg- sagtuppfráogmeð 1. júlí. Þaðer startholunum en einsog fyrr sagði inguna í borgarkerfinu. -Sáf Lífeyrissjóðirnir Snurfusa Miklatúnið í sumar Krakkarnir í Vinnuskóla Reykjavíkur setja mikinn svip á borgarlífið þessa dagana, þar sem þau fara um í hópum og snyrta umhverfið. Vinnuskólinn hóf í fyrra tilraun með vinnuhóp fjölfatlaðra og það fyrirkomulag virðist ætla að festa sig í sessi í sumar. Hópur fjölfatlaðra hefur fengið það verkefni að snurfusa Miklatúnið í sumar undir leiðsögn tveggja leiðbeinenda. Þess utan eru þó nokkrir fatlaðir í öðrum vinnuhópum. Sigurður Líndal hjá Vinnuskólanum sagði í stuttu spjalli í gær að almennt ríkti mikil ánægja með þessa nýbreytni, krakkarnir hafa verið ánægðir með verkefnið og foreldrarnir ekki síður. Arl tók myndina um hádegisbilið í gær þar sem Sigríður Hulda Sigþórsdóttir oa Þór Ólafsson voru við vinnu sína. Þau kváðust bæði ánægð með starfið og sögðu launin koma sér vel. -gg Iðgjald af öllum launum Nýttfrumvarp um samræmingu lífeyrissjóðanna afhentfjármálaráðherra. Allirsemþiggja laun greiði ílífeyrissjóð. Iðgjöld reiknuð aföllum tekjum. Lágmarksiðgjald 10%. Lífeyrir tryggður miðað við lánskjaravísitölu. Lífeyrissjóðaeftirliti komið á. Verðtrygging lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna felld niður, í stað þess samið um iðgjöld. BHMR skilar séráliti orsteini Pálssyni, fjármála- ráðherra, hefur verið afhent frumvarp til laga um starfsemi líf- eyrissjóðanna, sem búist er við að lagt verði fyrir Alþingi í upphafi næsta þings. Jóhannes Nordal, Seðlabanka- stjóri, kynnti blaðamönnum frumvarp þetta, sem hefur verið rúm tíu ár í smíðum. Jóhannes er formaður 17 manna nefndarinn- ar, sem unnið hefur að smíði frumvarpsins, en auk þess hefur svokölluð 8 manna nefnd aðila vinnumarkaðarins lagt hönd á plóginn við frumvarpsgerðina. Með frumvarpi þessu er verið að samræma starfsemi lífeyris- sjóðanna og er lögbundið að allir þeir sem þiggja laun verði að vera í Iífeyrissjóði. Þá felst sú megin- breyting í frumvarpinu, að frá og með gildistöku laganna verði ið- gjöld reiknuð af öllum tekjum launafólks, en ekki bara af dag- vinnutekjum, einsog hingað til hefur tíðkast. Þetta þýðir að fjár- streymi til lífeyrissjóðanna verð- ur mun meira en hingað til. Lágmarksiðgjald af launum verður 10%, eða það sama og nú. Heimilt er hinsvegar að semja um hærra iðgjald. Með frumvarpinu á að tryggja að sjóðirnir verði jafnan að geta staðið undir líf- eyrisloforðum með ávöxtuðum iðgjaldstekjum. Lífeyrinn á að tryggja miðað við lánskjaravísi- tölu, £ stað þess að fylgja breytingum kauptaxta eða launa. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að lífeyrissjóðaeftirliti verði komið á, sem fylgist með starf- semi lífeyrissjóðanna. Nú eru starfandi tvennskonar sjóðir, annarsvegar almennir líf- eyrissjóðir og hinsvegar lífeyris- sjóðir opinberra starfsmanna. Fram til þessa hefur ríkið gengið í ábyrgð fyrir lífeyrisréttindi opin- berra starfsmanna og þau því í raun verið verðtryggð. Þessi verðtrygging fellur úr gildi en í stað þess á nú að tryggja það að réttindin rýrni ekki með hækkun iðgjalda, sem hið opinbera greið- ir. Þetta á að gera með samning- um milli stéttarfélaganna og hins opinbera. Náist ekki samkomu- lag verður deilunni vísað til fimm manna gerðardóms og á hann að tryggja að opinberir starfsmenn haldi rétti sínum óskertum. Það kom fram þegar frumvarp- ið var kynnt að þetta þýðir tals- verða útgjaldaaukningu hjá rík- inu, því með gildistöku frum- varpsins verður þessi ábyrgð ríkisins í raun greidd beint inn £ sjóðina í stað þess sem nú er að greiða verðbæturnar þegar ein- staklingarnir taka út rétt sinn. Til langs tima séð er hér þó ekki um beina útgjaldaaukningu að ræða heldur dreifist hún yfir lengri tíma. Fulltrúi BHMR i 17 manna nefndinni skilaði séráliti, þar sem fram kemur að BHMR og Kenn- arasamband íslands muni ekki una þvi að dýrkeypt lífeyriskjör verði strikuð út, að ábyrgðir op- inberra launagreiðenda í Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins verði felldar niður og lífeyrissjóð- ir opinberra starfsmanna settir undir allsherjareftirlit ASÍ og VSÍ. Fulltrúi BSRB í nefndinni var hinsvegar sammála frum- varpinu. Jóhannes Nordal var spurður að því hvaða áhrif hugmynd Al- þýðuflokksins um sameiginlegan lífeyrissjóð allra landsmanna hefði á frumvarpið ef hún næði fram að ganga. Kom fram í svari hans að ef ákveðið yrði að koma á sameiginlegum lífeyrissjóði væri áratuga starf 17 manna nefndar- innar að hluta til unnið fyrir gýg. Ýmislegt úr störfum nefndarinn- ar myndi þó nýtast en frumvarpið sem slíkt væri þá úr sögunni. -Sáf Miðvlkudagur 10. júni 1987 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.