Þjóðviljinn - 10.06.1987, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 10.06.1987, Qupperneq 5
Collection "Les Mythes Littéraires” Regis Boyer Le Mythe Viking Les “Lditlons du Torte-gíaivfr' Umsjón Ingunn Ásdísardóttir Kápa bókarinnar „Goðsögnin um víkinginn”: Þetta rit er eins konar „sýnisbók heimskunnar”.... Fimmtán fomsögur áfmnsku Rógis Boyer: I Pléiade-bókaflokknum hafa ekki komið út norræn verk fyrr en þetta stóra bindi með fimmtán íslendingasögum... Um miðjan maí kom út í Frakklandi safn íslendinga- sagnaþýðinga, sem Régis Boyer, prófessor í norður- landamálum við Parísarhá- skóla hefur gert. Voru þar saman komnar í einu bindi fimmtán sögur í frönskum búningi og birtist safnið í hin- um víðkunna bókaflokki „Bi- bliothéque de la Pléiade". Segja má, að prófessor Boyer láti nú skammt stórra högga á milli, því að fyrr í vetur kom út rit hans „Goðsögnin um vík- inginn", þar sem hann rekur hugmyndir Frakka um víkinga frá miðöldum og f ram á okkar tíma og sýnir fram á goðsagn- aeðli þeirra, og næsta haust á að gefa út þýðingu hans á „Heimsljósi" Halldórs Lax- ness. Af þessu tilefni var Rég- is Boyer spurður nokkurra spurninga um nýútkomnu rit- in, og var hann fyrst beðinn að segjafrá bókaflokknum „Bi- bliothéque de la Pléiade“, sem leikur stórt hlutverk í frönsku menntalífi. „í>að var einn af útgefenda- ættinni Gallimard, sem fékk þá hugmynd um 1920 að gefa út flokk sígildra rita á sem minnstu rými. Úr þessu varð Pléiade- bókaflokkurinn og einnkenndist hann í upphafi af því að mjög var vandað til textaútgáfunnar og rit- in voru prentuð á svokallaðan „biblíupappar," þannig að hægt var að koma fyrir 2000 bls. í handhægum bindum. Á þennan hátt var hægt að gefa út í örfáum bindum verk afkastamikilla rit- höfunda. Skömmu eftir heimsstyrjöldina síðari þróaðist bókaflokkurinn í þá átt að útgáf- urnar yrðu einnig fræðilegar: Færustu sérfræðingar voru fengn- ir til aðganga frá textanum og skrifa ýtarlegan inngang og skýr- ingar, og nafnaskrá, kort og ann- að slíkt fylgdi með. Segja má að Pléiade-bókaflokkurinn sé því í senn viðhafnarútgáfa og fræðiút- gáfa, ekki aðeins handa sérfræð- ingum heldur líka hinum al- menna, menntaða lesanda. Petta er sú útgáfa sem góðborgarar hafa í bókasafni sínu og háskóla- menn vitna í: Ég nota t.d. alltaf Pléiade-útgáfuna af biblíunni, sem einn mesti sérfræðingur Frakka í biblíurannsóknum ann- aðist á sínum tíma.“ Fyrsta Norður- landabindið Hvernig stendur á þyssu bindi íslcndingasagna í Pléiade- bókaflokknum? „í þessum flokki eru aðallega gefin út sígild frönsk rit frá fyrri öldum og þessari líka, og hefur erlendum bókmenntum ekki ver-1 ið mikið sinnt. Gefin hafa verið , út verk eftir höfunda eins og Shakespeare, Dickens, Goethe og Dostojevskí, en hingað til hafði ekkert rit eftir Norður- landahöfund birst í þessum flokki - hvorki Strindberg, Ibsen, né neinn annan. Ég skrifaði útgef- andanum 1982 og bauðst til að annast útgáfu íslendingasagna. Var því boði tekið ári síðar, þannig að þessi útgáfa hefur verið fjögur ár í undirbúningi. Vera má að önnur höfuðverk Norðurland- abókmennta fylgi á eftir, en það er við hæfi að byrja slíka útgáfu- starfsemi á byrjuninni, - elstu bókmenntum Norðurlanda. Hvernig er þessu bindi íslend- ingasagnaþýðinga háttað? „Þetta er mesta útgáfa ís- lendingasagna í einu bindi sem nokkurn tíma hefur verið gerð, og eru Norðurlöndin þá ekki undanskilin. Bindið er 2064 bls., og hefur það að geyma þýðingar á fimmtán fornsögum, sem allar eru úr flokki íslendingasagna, - þarna eru engar konungasögur eða annað. Fyrst er almennurj inngangur, sem er nálægt 200 bls. I að lengd, og svo koma Islending- asögurnar í sömu röð og viðhöfð er í útgáfu ísienskra fornrita, þ.e.a.s. í landfræðilegri röð. Fyrst er Egils saga, síðan taka við Eyrbyggja saga, „Vínlandssög- urnar“ þrjár, Laxdæla saga, Gísla saga, Fóstbræðra saga, Hávarðar saga ísfirðings, Vatnsdælasaga, Grettissaga, Svarfdæla saga, Víga-Glúms saga og Hrafnkels saga. Brennu-Njáls saga rekur lestina. Með hverri sögu er sér- stakur inngangur, og svo eru ýt- arlegar skýringar og átta kort. Skýringarnar eru eitthvað um þriðjungur bindisins, og hef ég stuðst við þær skýringar sem fylgja fslenskum fomritum, en ég hef oft stytt þær eða aukið í sam- ræmi við þekkingu og áhugamál franskra lesenda. í kortagerðinni Einar Már Jónsson ræðir við Régis Boyer prófessor, sem hefur nýlega gefið út í frægum bókaflokki fimmtán Islendinga- sögur í eigin þýðingu og auk þess bók um víkinga, eða öllu heldur um bábiljur þeim tengdar var einnig stuðst við þau kort sem fylgja íslenskum fornritum, en ég fékk til samstarfs kortagerðar- mann, sem aðlagaði þau lesend- um, sem hafa ekki neina þekk- ingu á landinu fyrirfram. Handbók um leið Venjan er að láta nafnaskrá fylgja hverju bindi Pléiade- flokksins en í þetta skipti var það ógerlegt. í Njálu einni eru hvorki meira né minna en 412 manna- og staðarnöfn, og hefði nafnaskrá fyrir allt bindið varla verið innan við 300 bls.! Ég ákvað því að sleppa henni, en í staðinn fékk ég að hafa skrá yfir mikilvæg atriðis- orð, sem er um fjörutíu blað- síður. í henni er að finna orð eins og „bóndi“, „fimmtardómur“, „hersir“, „jarl“, „leið“, „lög- rétta", „stefnudagar“, „vár- þing“, „þing“ o.s.frv. og er vísað til skýringageina, þar sem þessi ■ orð eru skilgreind. Ég vildi nefni- lega að þetta íslendingasagna- bindi gæti einnig orðið handbók í íslenskri miðaldamenningu, og tel ég, að eins og það er úr garði gert geti það sinnt því hlutverki fyrir menntaða lesendur. Ég hefði viljað gera fræðilega þýðingu með orðamun úr hand- ritum, en útgefendurnir vildu það ekki nema þar sem orðamunur skiptir meginmáli í sambandi við varðveislu sagnanna og handrita- hefðina. Þannig er t.d. orðamun- ur tekinn með í Gísla sögu og nokkrum öðrum sögum, sem eins er háttað um.“ Hafa einhverjar af þessum þýð- ingum birst áður? „í þetta bindi hef ég tekið ýms- ar fornsaganaþýðingar, sem ég hafði gefið út áður, m.a. þýðing- ar mínar á Njálu og Vatnsdælu, en ég endurskoðaði þær, því að þær voru gamlar og ég hafði lært sitt hvað síðan þær voru gerðar. Ég hefði viljað taka upp í þessa útgáfu ýmsar gamlar þýðingar, sem fyrirrennarar mínir höfðu gert á sínum tíma, - prófessor Mossé þýddi t.d. Laxdæla sögu fyrir mörgum áratugum og pró- fessor Gravier gaf út Eiríks sögu rauða í tvítyngdri útgáfu, á ís- lensku og frönsku, um 1960. En útgefendurnir vildu það ekki, þeir vildu að ég þýddi allar þessar sögur upp á nýtt. Fyrir bragðið hefur þetta safn fengið meiri heildarsvip. - En þess verður líka að geta, að ýmsar sögur, t.d. Eg- ils saga og Fóstbræðra saga, birt- ast nú í fyrsta skipti á frönsku." Er það ekki venja að nýju bindi í Pléaide-bókaflokknum sé hleypt af stokkunum með töluverðri við- höfn? „Þetta bindi er prentað í fimmtán þúsund eintökum, og er það mjög óvenjulegt, því að yfir- leitt eru Pléaide-bækur prentaðar í tíu þúsund eintökum. Ástæðan er einmitt sú hve sérstök þessi út- gáfa er. Verðið er ekki nema 400 frankar, og er það sáralítið þegar á það er litið, að bindið jafngildir tíu venjulegum bókum. Um við- höfnina er of snemmt að tala enn- þá. í tilefni þessarar útgáfu gerði ég nýlega fimm útvarpsþætti um ísland á miðöldum og íslenskar fornbókmenntir, sem fluttir voru í stöðinni France-Culture, og eftir fáa daga verður klukkutíma bókmenntaþáttur helgaður þess- ari útgáfu í sömu útvarpsstöð. En rétt er að taka það fram, að Pléaide-bækur eru ekki gefnar út fyrir líðandi stund, heldur er mið- að við að selja þær á löngum tíma.“ Til hvers víkingur? Um sama leyti og þessar þýð- ingar koma fyrir augu lesenda gefur þú einnig út hjá öðrum út- gefanda ritið „Goðsögnin um vík- inginn“... „Þetta er „aukadoktorsritgerð- in“ mín, sem ég samdi árið 1970, - þá var venja að menn legðu fram tvær doktorsritgerðir - og hefur hún ekki birst fyrr en nú af ýmsum ástæðum, fyrsti útgefand- inn sem hafði áhuga á verkinu fór t.d. á hausinn. Hún er nú gefin út óbreytt eins og ég samdi hana, og hefði reyndar verið skemmtilegt að bæta við kafla um nýjustu af- brigðin af „goðsögunni um vík- inginn“,t.d.þau sem koma fram í myndasögum, en ég gat ekki komið því við, þar sem það hefði lengt verkið um of.“ I þessu riti rekur þú fjölmörg afbrigði af „goðsögninni um vík- inginn“, sem myndast hafa gegn- um aldirnar. Geturðu sagt hvaða menn það eru í Frakklandi sem helst hafa haft áhuga á víkingum? „í þessu máli er eins og sú regla sannist enn einu sinni, að það séu jafnan andstæðurnar sem dragist saman. Þeir sem mestan áhuga hafa haft á víkingum í Frakklandi eru í fyrsta lagi sannir „sunnlend- ingar“, sem heillast af norðrinu, og í öðru lagi menntamenn, sem eru spenntir fyrir víkingum af því að þeir telja að þeir hafi verið „barbarar“. í þriðja lagi hefur þessi „goðsögn“ fengið sterkan pólitískan lit síðan á rómantíska tímabilinu, en það er nokkuð önnur saga.“ Þegar maður les þetta rit, fær ÞJÓÐVILJiNN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.