Þjóðviljinn - 10.06.1987, Page 12
ERLENDAR FRETTIR
Bretland
Orðaskak
og ódýrir
brandarar
Kosningabarátta á síbasta snúningi
Neil Kinnock í pásu í Wales: Smitandi bjartsýni og baráttuandi.
Margrét Thatcher: Þriðja kjörtímabilið í sjónmáli.
glíma við spurningar andstæðing-
anna og virðist helsti vikaliðugur
þegar hann þarf að sannfæra vaf-
aatkvæðin um að flokkurinn sé
betri en þeir haldi.
BBC hefur staðið fyrir flokks-
formannayfirheyrslum og þegar
röðin kom að Kinnock kom þessi
veikleiki nokkuð skýrt í ljós.
Spyrlar voru venjulegt fólk úti í
bæ; kona nokkur þýfgaði hann
um einkaskóla, ungur maður
hafði sitthvað við varnarmála-
stefnu Verkamannaflokksins að
athuga, og Kinnock teygði sig
eins langt og hann gat til að styg-
gja ekki háttvirta kjósendur. f
lokin kom svo gamall sósíalisti,
dálítið eins og skrattinn úr sauð-
arleggnum miðað við það sem á
undan var gengið. Sá gamli vildi
fá að vita hvenær flokkurinn ætl-
aði að snúa sér að því af alvöru að
koma á sósíalisma í landinu, og
þá vafðist félaga Kinnock tunga
um tönn.
Evrópukorti í stríðslok er
brugðið á skjáinn. Síðan þenur
dekkt svæði Sovétríkjanna sig
yfir Austur-Evrópulöndin og
stöðvast á Atlantshafsbanda-
laginu. Glaðbeittur þulur lepur í
mann móralinn í þessari landak-
ortasögu: Með tilkomu NATÓ
hefur friðurinn verið tryggður í
Evrópu. Með sterkum vörnum
gera Bretar sitt til að stöðva út-
þenslustefnu Rússa.
Þetta var inntakið í fimm mín-
útna sjónvarpskynningu breska
íhaldsflokksins um síðustu helgi,
en kynning þessi var eingöngu
helguð hermálum og ekki minnst
aukateknu orði á aðra mála-
flokka. Léttileg söguskýring
reyndar; Hitlersþýskaland var
ekki til og engu líkara en stríðið
hafi staðið milli Sovétríkjanna og
Vesturveldanna. Og ekki eru
öfugmælin um friðinn miklu
burðugri, þar sem herir NATÓ-
landa hafa staðið í stríði vítt og
breitt síðustu áratugina.
Stefnufesta
Samt sem áður finnst manni
þessi „varnarmála”pólitík íhalds-
manna ganga upp, miðað við
forsendurnar sem þeir gefa sér,
en þeim er svo náttúrlega hægt að
vera eins ósammála og manni
sýnist. Það sama verður varla
sagt um Verkamannaflokkinn í
þessu efni. Hann stefnir á kjarn-
orkuvopnalaust Bretland, en
heldur engu að síður fast í aðild
að NATÓ með tilheyrandi
sköttum og skyldum. Vandséð
hvernig það á að ganga upp, enda
hefur Neil Kinnock, formaður
flokksins, átt nokkuð í vök að
verjast þar sem hermálin eru ann-
ars vegar.
Þetta sama gildir reyndar um
fleira sem tekist hefur verið á um
í kosningabaráttunni í Bretlandi
að undanförnu; stefna Margrétar
Thatchers og hennar nóta er ill og
bölvuð fyrir þá sem eiga á þjóð-
félagsbrattann að sækja, en hún
er allt um það heillegri en ýmis-
legur málatilbúnaður Verka-
mannaflokksins. Sem aftur leiðir
hugann að nýafstöðnum þing-
kosningum á íslandi og umræðu-
þættinum í sjónvarpi kvöldið
áður: Þar fór ekkert á milli mála
að Þorsteinn Pálsson hafði lang-
best útfærða stefnu, og vitnar
væntanlega um það hugmynda-
lega frumkvæði sem íhalds- og
frjálshyggjumenn af ýmsum sala
njóta nú víða um Vesturlönd.
Kosningamálin
Verkamannaflokkurinn hefur
lagt höfuðáherslu á heilbrigðis-
og menntamál í kosningabarátt-
unni að undanförnu, enda eru
þeir blettir snöggir á ríkisstjórn
Thatchers. Þá hafa hin skörpu
skil milli suður- og norðurlands
verið mjög í brennnidepli. Af-
koma manna fyrir sunnan er ólíkt
betri en gengur og gerist á norð-
urlandi, þar sem fátækt og
geigvænlegt atvinnuleysi er al-
gengt hlutskipti íbúanna. Fylgi
stóru flokkanna tveggja endur-
speglar þessa staðreynd. íhalds-
menn eru sterkir um sunnanvert
landið en höfuðvígi Verkamann-
aflokksins er í gömlu iðnaðar-
borgunum fyrir norðan, Liverpo-
ol, Manchester og fleiri kunnug-
legum plássum. Neil Kinnock og
fleiri frambjóðendur Verka-
mannaflokksins hafa enda ráðist
harkalega að járnfrúnni fyrir að
ala á sundrungu meðal íbúa
Bretlandseyja og sinnuleysi um
hlutskipti norðlendinga.
Eins og áður sagði eru „varn-
irnar” mál málanna hjá Ihalds-
mönnum, en af öðru því sem þeir
hafa í hávegum nú þegar líður að
lokum kosningabaráttunnar má
nefna stjórnun efnahagsmála og
benda þeir í því sambandi á að
verðbólgan á Bretlandseyjum sé
nú hin lægsta í áratugi. Þá hafa
þeir sett löggæslumlal mjög á
oddinn og heita (hóta?) því að
fjölga verulega í lögreglunni til að
hún geti betur staðið í stykkinu
gegn hvers konar óþjóðalýð. Fá-
dæma ósmekkleg auglýsing víða
um London er til marks um þetta
síðasta; þar hefur framlengdur
armur laganna tekið í hnakka-
drambið á smákrimma einum illa
til reika og heldur óblíðum á
manninn og textinn er eitthvað á
þá leið að glæpalýður eigi sér ekki
undankomu auðið frá þessum
svartklædda armi.
Rússagrýlur
Rússagrýlur af ýmsu tagi eru
mikið haldreipi í herbúðum
breska íhaldsins. Flokkurinn
gekkst fyrir mikilli „fjölskyldu-
hátíð” á Wembley um síðustu
helgi, og mæltist sú uppákoma
æði misjafnlega fyrir í blöðunum.
Einn dálkahöfundur The Guardi-
an lét til dæmis svo um mælt að
hátíðin hefði verið botninn í lág-
kúru þegar um kosningabaráttu
væri að ræða, og væri þvílíkt ap-
aspil ekki einu sinni tíðkað í
Bandaríkjunum þó að menn þar
á bæ kölluðu ekki allt ömmu sína
í þessum efnum. í stuttu máli
gekk fjölskylduhátíðin einkum út
á brandara á kostnað íra, Rússa
og höfuðandstæðingsins Kinn-
ocks og stóðu ýmsir framámenn í
íþróttahreyfingunni fyrir
skemmtilegheitunum. Einn gekk
út á útþenslustefnu Rússa og
spurt hvað menn hefðu eiginlega
fyrir sér í því að Gorbasjoff væri á
þeim buxunum. Svar: Hvers
vegna ætti hann annars að hafa
látið tattóvera kort af Evrópu á
hausinn á sér?
Kinnock er slyngur áróðurs-
maður og hefur gppið þessa
stemmningu á lofti. Á fundi með
stuðningsmönnum sínum sagði
hann þannig að hann vildi vera
sanngjarn í garð núverandi for-
sætisráðherra. „Hún hefur komið
í heimsókn í verkamannaíbúðir
og fengið hlýjar móttökur, blóm
og allt hvað eina.” Smáþögn.
„Bara synd að þetta gerðist í So-
vétríkjunum,” sagði Kinnock.
Kinnock
seigur
Það er á slíkum nótum sem
Kinnock hefur staðið sig vel í
kosningabaráttunni. Hann er
stemmningsmaður og hefur náð
að kveikja í stuðningsmönnum
Verkamannaflokksins á eigin
baráttusamkomum. Enda er það
mál manna að enda þótt flokkur-
inn nái að líkindum ekki að snúa
kosningabaráttunni sér í vil úr
þessu, þá sé hann að minnsta
kosti ekki sá „knekkaði, rúiner-
aði og demóralíseraði” flokkur
sem hann hefur verið síðustu árin
og mest sé það að þakka nýja for-
manninum, Kinnock. A hinn
bóginn hefur hann ekki virkað
sannfærandi þegar hann þarf að
Tveggja flokka
kerfi
Eitt verður þó ekki frá Kin-
nock tekið. Hann hefur verið
mjög baráttuglaður og bjartsýnn
í kosningabaráttunni og það hef-
ur smitað út frá sér. Hann hefur
haldið uppi harðskeyttum og
beinskeyttum árásum á íhalds-
flokkinn og fyrir bragðið hefur
honum tekist að rífa Verkamann-
aflokkinn upp í sitt gamla sæti
sem óvefengjanlegan helming af
tveggjaflokkakerfinu breska.
íuftphafi kosningabaráttunnar
hafði íhaldsflokkurinn yfirburði í
öllum skoðanakönnunum.
Verkamannaflokkurinn var að
sönnu næststærstur en Miðju-
bandalag Frjálslynda flokksins
og Sósíaldemókrata var ekki
langt undan. Þetta er gjörbreytt
núna. íhaldsflokkurinn hefur
verið með í kringum 43% at-
kvæða í skoðanakönnunum að
undanförnu, Verkamannaflokk-
urinn 34-35% en Miðjubanda-
lagið hefur nú einungis stuðning
ríflega 20% manna. Þeir Davíðar
Steel og Owen eiga enda mjög í
vök að verjast og lítil stemmning
meðal þeirra stuðningsmanna.
Þykir mörguum sem Miðju-
bandalagið sé úti að aka í þessari
kosningabaráttu og er meinleg
glósa um eyðimerkurgöngu
flokksins - Alliance in Wonder-
land - til marks um það.
Hitt er svo aítur allt önnur
Anna að fátt virðisLgeta komið í
veg fyrir þriðja kjörtftuabil Mar-
grétar Thatchers við vðld, enda
þótt allar hennar stjórriir, séu
minnihlutastjórnir í atkvæðfim
talið. En samkvæmt kosningafýr-
irkomulagi Breta nægir minni-
hluti atkvæða til að tryggja henni
rífandi meirihluta í Neðri mál-
stofunni. Gagnrýnendur „smá-
flokkakraðaks” mættu vel taka
nótis af því.
(byggt á sjónvarpsglápi í London
um síðustu helgi)
HS
m Tilsölu
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki, vegna
Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar og Reykja-
víkurhafnar;
1. Mannflutningabifreið, CITROEN árg. 1980
(áður í flutningum fjölfatlaðra).
2. VW sendibifreið, árg. 1978.
3. Suzuki sendibifreið, árg. 1984.
4. Chevrolet Van sendibifreið, árg. 1979.
5. VW Golf, skemmdur eftir umferðaróhapp,
árg. 1982.
6. Dráttarvél, Massey Ferguson 135, árg.
1975.
7. Dráttarvél, Massey Ferguson 135, árg.
1977.
8. Valtari, 8 tonna Aveling Barford.
9. Sorpbifreið, M. Benz Kuka, árg. 1972.
10. Steinsög, Champion.
11. Tunna af sorpbíl, 15 m3.
12. Vörubifreið, Mercedes Benz, árg. 1974.
13. Bílkrani, Fassi.
Bifreiðarnar og tækin verða til sýnis í porti Véla-
miðstöðvar í Skúlatúni 1, dagana 9. 10. og 11.
júní.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, fimmtudaginn 11. júní n.k. kl. 15:00 e.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
16 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 10. júní 1987
Aðalheimild: REUTER