Þjóðviljinn - 11.06.1987, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 11. júní 1987 123. tölublað 52. árgangur
NA T O-fundurinn
Stjómvöld tvísaga
Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður: Verður að mótmœla kröftuglega hugmyndum um
frekari vígbúnað í höfunum. FramkvœmdirhersinsliðurívígbúnaðaráformumNATOí
Norður Atlantshafi. Ríkisstjórnin leikur tveim skjöldum
að er mál til komið að menn
kveiki á perunni um þessar
stórhættuiegu hugmyndir mar-
skálkanna í NATO. Næg er ógnin
fyrir. Menn mega heldur ekki láta
blekkjast af fagurgala stjórn-
valda um að þau séu andvíg fjölg-
un kjarnorkuvopna í höfunum
kringum landið. Engin ríkis-
stjórn fyrr eða síðar hefur lagt
blessun sína eins umfangsmiklar
hernaðarframkvæmdir á vegum
hersins hér á land og sú sem nú
situr,“ sagði Steingrímur J. Sig-
fússon, alþingismaður um hug-
myndir Bandaríkjamanna um
ijölgun kjarnorkuvopna í
Norðurhöfum.
í dag klukkan ellefu verður
settur í Háskólabíói vorfundur
utanríkisráðherra Nató-ríkja, og
hetjast eftir hádegi fundir á Hótel
Sögu.
Lögreglan hefur uppi mikinn
öryggisviðbúnað kringum fund-
arstaði og nýtur þar aðstoðar
hjálparsveita og slysavarna-
deilda, og auk þess eru varðmenn
í fararliði margra ráðherranna.
Leyniskjöl
Birting enn
í athugun
Matthías Á. Mathiesen utan-
ríkisráðherra segir enn í athugun
hjá utanríkisráðuneytinu hvort
og hvenær birta eigi skjöl í ráðu-
neytinu sem varpa kunna birtu á
þátt íslenskra stjórnvalda i her-
stöðvasamningnum 1951.
Fyrr á árinu voru gerð opinber
bandarísk leyniskjöl kringum
samningana um komu hersins
vorið 1951, og hafa þau vakið
ýmsar spurningar um gang mála
og þátt íslenskra ráðamanna.
Bandarísku skjölin segja með-
al annars frá miklum fjárveiting-
um til íslands úr Marshall-
sjóðum þetta vor og þar er einnig
látið að því liggja að vegna
hræðslu við andóf hafi þáverandi
ríkisstjórn ætlað sér að eyðileggja
samstöðu innan verkalýðshreyf-
ingarinnar með sérstökum íviln-
unum til félaga undir forystu Al-
þýðuflokksmanna.
Sjá síður 7-9
Bandaríkjamenn leggi vaxandi
vigt á vígbúnað sinn í Norður-
höfum. Það hefur legið fyrir um
árabil að þeir væru að vígbúast af
miklum móði. Uppbyggingin á
Keflavíkurflugvelli verður að
skoðast í þessu ljósi.
Það er rökrétt að Bandaríkja-
mönnum detti það fyrst í hug að
þurfi þeir að fækka vopnum á
meginiandinu sé hægt að fjölga
þeim aftur í höfunum hér í kring-
um okkur. íslensk stjórnvöld
hafa lengi ekki hreyft minnstu
mótbárum við hernaðarstefnu
NATO og Bandaríkjamanna og
verið reiðubúin til að veita
Bandaríkjamönnum heimild til
hverrar stórframkvæmdarinnar á
fætur annarri á vegum hersins.
Fundinum lýkur um hádegi á
morgun og halda þá ráðherrarnir
blaðamannafund í Háskólabíói á-
samt Carrington framkvæmda-
stjóra Nató.
Carrington hélt í gær blaða-
mannafund í bíóinu og sagði það
helst að hann teldi ekki langt í
land um sameiginlega afstöðu
bandalagsins til afvopnunartil-
lagna Sovétmanna. Talið er að nú
standi afstaða vesturþýsku
stjórnarinnar þar helst í vegi.
Kjarnorkuvopnin í Mið-Evrópu
verða væntanlega aðalmál fund-
arins, en einnig er búist við um-
ræðum um hefðbundinn herafla
og um ástandið í Persaflóa.
Sjá síðu 4 og 13 -m
Carrington framkvæmdastjóri
Nató á blaðamannafundi í Há-
skólabíó í gær. Segir ekki langt í
land um sameiginlega afstöðu í
afvopnunarmálum eftir átta vikna
þref. (MyndrE.ÓI)
Samtök herstöðvaandstæðinga
efna til útifundar í dag á Hag-
atorgi kl. 18, til að árétta kröfuna
um úrsögn íslands úr NATO og
mótmæla hernaðaruppbygging-
unni hér á landi. Stutt ávörp
flytja Margrét Björnsdóttir, frá
Neistastöðum og Eiríkur Hjálm-
arsson, kennari.
Allar hugmyndir um að flytja
vopnabúrin í höfin eru stórhættu-
legar. íslendingar verða að mót-
mæla þessum hugmyndum
kröftuglega. Ef íslensk stjórn-
völd væru heil í þessu máli hefði
þurft að liggja fyrír þennan utan-
„Það er mikilvægt að allir her-
stöðvaandstæðingar, sent vett-
lingi geta valdið, mæti á fundinn,
svo að NATO sé færður heim
sanninn um það að hernaðarupp-
byggingin hér á landi er alls ekki í
þökk allrar þjóðarinnar og meiri-
hluti manna er hlynntur kjarn-
orkuvopnalausum Norður-
ríkisráðherrafund NATO sam-
þykktir ríkisstjórnar og þings að
ekki kæmi til greina af íslands
hálfu að gangast að tillögujn sem
fælu í sér slíka tilflutningslausn,“
sagði Steingrímur Sigfússon.
löndum,“ sagði Soffía Sigurðar-
dóttir, einn undirbúningsaðila
fundarins.
„Við viljum áminna NATO-
ráðherrana um það að hér er virk
andstaða við hernaðarstefnu
NATO og vara þá við því að auka
kjarnorkuvígbúnað í Norður-
höfum,“ sagði Soffía.
Hvanndalshnjúkur
Skíðað af
toppnum
Það er æviniýramennskan sem
dregur mann í þetta. Svona ferð
er upplifelsi fyrir góða skíða-
menn, en þetta er erfitt og ekkert
fyrir byrjendur, sagði Arnór
Guðbjartsson skíða- og fjalla-
garpur í samtali við Þjóðviljann í
gær, en hann fór ásamt Helga
Benediktssyni félaga sínum með
hóp skíðafólks í sannkallaða
ævintýraferð upp á Vatnajökul
um helgina.
Þátttakendur í ferðinni voru
17, allt frá 15 ára aldri upp í 75
ára. Þyrla fór með skíðafólkið
upp á vestasta tind Hrútfjalls-
tinda á sunnudagskvöldið, upp í
tæplega 1800 metra hæð, og það-
an renndi Hópurinn sér á skíðum
niður á Skaftafellsjökul. Þar náðj,
þyrlan í fólkið og kom því upp á
Hvannadalshnjúk, sem er 2119
metra hár. Þaðan skíðaði hópur-
inn niður á Svínafellsjökul og
fram eftir honum, þar til komið
var í um 250 metra hæð.
„Við Helgi höfum gert talsvert
af þessu á undanförnum árum.
Við höfum farið með fólk upp á
Heklu, á Eyjafjallajökul og á
Botnssúlur. Þetta er dýrt og erifitt
en geysilega skemmtilegt og við
höldum þessu auðvitað áfram
meðan áhuginn er fyrir hendi,“
sagði Arnór í gær. -gg
Verðlagsráð
Fiskverð
gefið frjálst
- Þetta eru tímamót og nú mun
reyna á það hvernig þetta kerfl
gerir sig. Ef mönnum líst ekki
nógu vel á þá er alltaf hægt að
skipta yfir í það gamla aftur,
sagði Óskar Vigfússon formaður
Sjómannasambandsins í gær-
kvöldi, en verðlagsráð sjávarút-
vegsins samþykkti óvænt síðdegis
I gær að gefa verðlagningu frjálsa
á almennti fískverði og kola frá
15. júní til loka september.
Jafnframt var samþykkt að fra-
mlengja lágmarksverð sem í gildi
var til 14. júní n.k.
Útgerðarmenn og sjómenn
hafa ítrekað óskað eftir frjálsu
fiskverði í vetur en fiskkaupend-
ur staðið gegn því þar til að þeir
óvænt féllust á þessa tilraun í gær.
í lok fundarins verður borin
upp áskorun til utanríkisráðherra
að hann leggist eindregið gegn
öllum hugmyndum um aukna
hernaðaruppbyggingu hér á landi
og í höfunum kringum landið.
Fundarstjóri verður Hjördís
Hjartardóttir, félagsráðgjafi.
-RK
„Það eru engar nýjar fréttir að
Nató-fundur
Carrington fáorður
Sextán utanríkisráðherrar á Nató-fundi á
Hótel Sögu í dag. Gífurleg öryggisgæsla
-RK
NATO-fundurinn
Mótmælafundur á Hagatorgi
Samtök herstöðvaandstœðinga með mótmœlafund í dag kl. 18. Soffía Sigurðardóttir, hjá
SHA: Hvetjum alla til að mótmœla hernaðarupp byggingunni hér á landi